Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 24. ágúst 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM BORGNRDM BORGARNESI Nýtt nám í fiskiönabi Menntamálaráöherra hefur ákveöiö aö boöiö veröi nýtt matvælanám meö sérstakri áherslu á fiskiönaö, sem er ætl- aö aö leysa af hólmi þá starf- semi sem hingaö til hefur fariö fram í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfiröi. Námiö veröur í húsnæöi Fiskvinnsluskólans, en sá skóli hefur veriö lokaöur frá áramótum. Vinnuhópur á vegum menntamála- og sjávarútvegs- ráöuneytis skilaöi tillögum um nýskipan náms í fiskvinnslu til menntamálaráöherra þar sem megintillagan er sú aö efnt veröi til tilraunastarfs í fiskiön- aöarnámi á grundvelli 1. grein- ar laga nr. 81/1993. Hópurinn telur aö námiö eigi aö grund- vallast á þeirri starfsemi sem hingaö til hefur fariö fram í Fiskvinnsluskólanum í Hafnar- firöi. Þó leggur hópurinn til töluverðar breytingar þar á. Aukin áhersla veröur lögð á nám í matvælafræðum er veitir nemendum sérþekkingu á fram- leiðsluferlum í fiskvinnslufyrir- tækjum. Námiö veröur lengt um eina önn og verður viöbót- arönnin einkum nýtt til kennslu í matvælafræðum. Einnig verður lögö áhersla á gæöastjórnun, innra eftirlit í fiskvinnslufyrirtækjum, við- skiptagreinar og verklega kennslu. Verklega kennslan miöast við aö nemandinn öðlist greinargóöa þekkingu á öllum helstu störfum í fiskvinnslu. Auk hefðbundins verknáms innan skólans veröur á sumrin boöið upp á launað starfsnám í fiskvinnslufyrirtækjum. Nem- endur munu því fá alhliöa verk- þjálfun í fiskvinnslu meöan á námi stendur. inntökuskilyröi nú eru þau að gert er ráð fyrir að nemandi hafi lokið 52 eininga námi í framhaldsskóla. Viö mat á um- sóknum nemenda verður þó aö þessu sinni höfö hliðsjón af því hversu skammur tími er til upp- hafs skólaárs. Til aö koma til móts við fólk á vinnumarkaði veröur stefnt aö því aö bjóöa upp á stööupróf í þeim undir- búningsgreinum sem gerðar eru kröfur um að nemendur hafi lokið við inngöngu. Nemend- um sem ljúka prófi af þessari námsbraut mun standa til boöa eins árs viðbótarnám er leiöir til stúdentsprófs. , EGILSSTÖÐUM Tilraunavinnsla á lerkisveppum aö fara í gang Tilraunavinnsla á lerkisvepp- um er aö fara í gang á Hall- ormsstaö. Sveppirnir veröa fyrst og fremst unnir til frystingar, en einnig geröar tilraunir meö þurrkun og aðrar vinnsluaðferð- ir. í tengslum við verkefnið kemur hingað finnskur sveppa- ráögjafi og mun hún veita verk- efninu ráögjöf og einnig halda námskeið um tínslu og vinnslu- aðferöir. Námskeiðið er einkum ætlaö skógareigendum og þeim aöilum sem hafa eba munu hafa aðgang af þeim skógum sem nú eru að rísa á Héraði og er því ætlaö að auka kunnáttu þeirra sem veröa vonandi sveppasafnarar framtíöarinnar. Verkefniö er styrkt af Byggða- stofnun. Leikfélag Akureyrar: Þrjú stór leikverk á næsta leikári Leikfélag Akureyrar mun á næsta ári setja upp þrjár stórar leiksýningar. „Áherslan er svo- lítið öðruvísi en undanfarin ár því viö leggjum áherslu á þrjár stórar sýningar en áður höfum við verið meö fleiri og smærri verk," segir Viðar Eggertsson, leikhússtjóri, og telur að sýn- ingarnar veröi bæöi ögrandi fyr- ir leikarana og vonandi spenn- andi fyrir áhorfendur. Fyrsta verkefni leikársins er leikgerö af sögunni um Drakúla greifa en um þessar mundir er liöin ein öld frá því aö höfund- urinn, Bram Stolker, skrifaöi söguna. Leikstjóri sýningarinn- ar veröur írinn Michael Scott en hann samdi jafnframt leikgerö- ina sérstaklega fyrir leikfélagið. „Hann er einn af athyglisverð- ustu leikhúslistamönnum íra," segir Viðar. „Ég vissi af honum áður en ég kom fyrst til starfa og er búinn aö vera í vibræðum við hann f tvö ár um að fá hann hingað til aö vinna með okkur og það hefur loksins tek- ist." Viðar segir að Michael Scott hafi ekki endanlega raðað í hlutverkin heldur vinni hann fyrst með leikurum í eins konar leiksmiðju. „Hann fær ákveð- inn hóp leikara til að vinna með og eftir viku eða tíu daga vinnu kemur hann til með aö ákveða hver á ab leika hvað." Drakúla veröur frumsýndur föstudaginn 13. október. Næsta verk leikfélagsins er leikritiö Sporvagninn Girnd eftir Tenn- essee Williams, sem frumsýnt er þriöja dag jóla. Síðasta verkefn- iö af þremur er nýr íslenskur gamanleikur sem Kjartan Ragn- arsson og Einar Kárason hafa skrifaö sérstaklega fyrir leikfé- lagið. Gamanleikurinn veröur frumsýndur í lok mars. Sam- starf þeirra hefur hingaö til ver- ið á þann hátt ab Einar hefur skrifað bækur og Kjartan síðan breytt þeim í leikgerö. í þessu tilviki er leikritiö hins vegar ekki skrifað upp úr bók heldur skrifa þeir leikritiö saman. Rósa Gubný Þórsdóttir leikur hlut- verk Blanch í leikritinu Sporvagninn Girnd sem Leikfélag Akureyrar sýnir í vetur. „Blanch er líklega eitt eftir- sóknarverbasta hlutverk sem skrif- ab hefur verib á þessari öld," segir Vibar Eggertsson, leikhússtjóri. Mcegburnar Bjartey Sigurbardóttir og Hólmfríbur Bjartmarsdóttir meb heilsuteib úrAbaldalshrauni. Hólmfríbur Bjartmarsdóttir: Heilsute úr Aöal dalshrauni - bergt á blóöbergi og birki „Ég hef veriö meö te úr ís- lenskum jurtum í fjögur ár og hef selt þaö í heilsubúöum, aðal- lega í Reykjavík en einnig á Ak- ureyri. Viö erum meö fjórar teg- undir: Vallhumalsblöndu, fjalla- grasablöndu, blóöbergsblöndu og hreint blóöberg. Þetta hefur selst mjög vel og viö höfum varla undan," sagöi Hólmfríöur Bjartmarsdóttir frá Sandi II en hún kynnti gestum í garðinum viö Hraunkot framleiöslu sína ásamt dóttur sinni, Bjartey Sig- urðardóttur. „Þessi vinna skapar mér alveg laun á sumrin. Þegar minna er aö gera hjá manninum mínum, Sigurði Ólafssyni, starfar hann viö þetta meö mér. En í sumar hefur hann haft mikiö aö gera svo ég hef veriö aö mestu ein. Allar jurtir sem viö notum eru taldar upp í bókinni íslenskar lækningajurtir. Þar er hægt aö lesa um hvernig jurtimar virka. Utan á pokana höfum viö sett lágmarksupplýsingar, en gátum ekki sett allt, þaö heföi veriö svo langt mál. Blóöberg, vallhumall og fjallgrös hafa rætur í íslenskri menningu, fólk trúir á lækn- ingamátt þessara jurta viö ýms- um kvillum og hann hefur sann- aö sig. Við notum ekki mikiö af jurtum sem eru taldar upp sem lyf sem ekki megi neyta mikils af. Þá höfum viö það lítiö magn í teinu aö ekki ætti að vera hægt aö drekka of mikið. Viö notum t.d. aöeins 10% af aðalbláberja- lyngi sem ráölegt er aö drekka ekki meira en þrjá bolla af. Þannig þyrfti fólk aö drekka meira en 30 bolla á dag til aö drekka of mikið," sagði Hólm- fríður. - Hvernig datt þér þessi fram- leiösla í hug? „Mér datt þetta ekki í hug, Sig- fúsi bróöur mínum datt þetta fyrst í hug og fór aö vinna viö þetta meö vini sínum fyrsta sumariö. Síðan voru þeir upp- teknir viö aöra vinnu og gátu ekki haldiö áfram. Viö Siggi tók- um þá viö." Hólmfríöur telur aö hægt sé aö auka viö framleiösl- una. „Viö heföum getaö selt meira í ár þannig aö ég býst viö aö eitthvað væri hægt að auka þetta. Viö höfum líka fengiö boö um aö selja þetta á stööum sem viö höfum ekki getað sinnt. Viö getum ekki aukið framleiösluna nema hætta alfarið annarri vinnnu yfir sumarið. Ég veit ekki hvort þaö væri boröliggj- andi gróöi svo viö höfum þetta svona eins og þaö er. Sumar jurt- irnar þarf aö tína á ákveönum tímabili og ekki er hægt aö lengja söfnunartímabiliö." Innheimtu á stabgreiöslu atvinnuleysisbóta frestaö: Friörik tekur^ undir rök ASÍ Friörik Sophusson fjármála- rábherra hefur meö útgáfu reglugeröar frestaö upptöku staögreiöslu vegna atvinnu- leysisbóta til næstu áramóta. En upphaflega stóö til aö staögreibslan kæmi til fram- kvæmda um næstu mánaöa- mót, þann 1. september n.k. Alþýöusamband íslands telur aö meö þessari ákvöröun sinni hafi fjármálaráðherra komið til móts viö framkomna ósk for- seta ASÍ í þessu máli. Á fundi miðstjórnar ASÍ þann 16. ágúst sl. mótmælti miðstjórnin þeim vinnubrögöum sem viðhöfö voru vegna upptöku staö- greiðslu af atvinnuleysisbótum. I framhaldi af mótmælum miö- stjórnar sendi Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, fjármálaráö- herra erindi þar sem mótmæli miðstjórnar voru rökstudd, auk þess sem hann lagði til viö ráð- herra aö nýja skattheimtufyrir- komulaginu yrði ekki hrundiö í framkvæmd fyrr en um næstu áramót. Meö útgáfu reglugeröarinnar er úthlutunarnefndum at- vinnuleysisbóta sem þess óska gefinn kostur á að fresta upp- töku staðgreiðslubóta til næstu áramóta. Þaö er þó háö því skil- yröi aö nefndirnar sendi ríkis- skattstjóra erindi þar aö lútandi sem fyrst. Auk þess hefur skrif- stofa Atvinnuleysistrygginga- sjóös þegar gert ráöstafanir til aö úthlutunarnefndir atvinnu- leysisbóta fái senda umrædda reglugerð á næstu dögum. Samningar standa yfir um sameiginlega neyöarsvör- un og neyöarnúmer 7 72; Ein neyðarvakt yfir allt landið Dómsmálaráöuneytiö í sam- vinnu vib Ríkiskaup hefur ákveðið aö ganga til samn- inga vib fimm abila um rekst- ur á samræmdu neyöarnúm- eri (112) um land allt. Gert er ráb fyrir ab rekin veröi ein vaktstöb fyrir allt landiö og mun ætlunin ab þetta fyrir- komulag veröi tekið upp um áramót. Áætlanir gera ráö fyrir aö stofnaö veröi hlutafélag um reksturinn og munu þessir fimm aöilar sem um ræöir, Slökkviliðið í Reykjavík, Vari, Securitas, Slysavarnafélagið og Sívaki, sem mynda munu hlutafélagið, greiða stofnkostn- aö. Rekstrarkostnaður er ráö- gerður á bilinu 75-85 milljónir á ári og greiöa þessir fimm aðil- ar fimm milljónir hver, eða 25 milljónir. Ríkiö greiðir helm- inginn af afgangnum og sveit- arfélögin í réttu hlutfalli viö íbúatölu, þaö sem út af stendur. Þrátt fyrir aö nú sé gengiö til samninga viö þessa fimm aöila er þó heimilt að taka inn nýja samstarfsaðila, svo framarlega sem samþykki dómsmálaráöu- neytis liggi fyrir og þeir munu þá koma inn á sömu forsend- um og kjörum og aðrir. Þegar hafa tveir nýir aöilar verið nefndir, Póstur og sími og Ör- yggisþjónustan, og mjög líklegt er talið að þeir sláist í hópinn. Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri dómsmálaráöu- neytis, segir aö gert sé ráö fyrir aö hægt verði að nota vakstöö þessa til að veita ýmsa aöra þjónustu, sem þeir aðilar sem standa aö neyðarsvöruninni, hafa gert. Þar eru margir mögu- leikar í stööunni, s.s. tilkynn- ingaskylda o.fl. en þó hefur ekkert verið ákveöið enn. ■ Svipaö atvinnu- leysi og í fyrra Fjöldi atvinnulausra á Akur- eyri er svipabur og á sama tíma á síbasta ári. Um síbustu mánabamót voru 422 skráöir án atvinnu hjá Vinnumiðlun- arskrifstofu Akureyrarbæjar. Konur voru nokkru fleiri en karlar eöa 255 á móti 167 körlum. Fyrir ári voru 425 manns skráöir án atvinnu á Akureyri. Atvinnuleysi á Akureyri mest í marsmánuöi en þá reyndust alls vera 630 manna á atvinnu- leysisskrá en frá þeim tíma hef- ur skráningum fækkaö þar til nú í ágúst aö þeim hefur fjölg- aö nokkuö aö nýju. Er það í samræmi viö sveiflu undanfar- inna ára atvinnuleysi hefur jafnan verið minnst í júlímán- uði. Þí, Akureyri. Aösendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa ab vera tölvusettar og vistaöar á diskling scm texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. m 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.