Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. ágúst 1995 5 Friörik Jónsson: GATT er ekkert grín... Það virðist vera orðin lenska hjá embættismönnum íslenska rík- isins að leggja sig í líma við að misskilja alþjóðlega viðskipta- samninga sem ísland gerist aðili að. Þegar hefur komið fram að íslenska embættismannakerfið, og þá einkum Hollustuvernd ríkisins, ætla sér að verða kaþ- ólskari en páfinn hvað varðar notkun á umbúðamerkinga- reglugerð Evrópusambandsins, þ.e. bókstafstrúarreglan verður notuð og þar með lokað á t.d. þær bandarísku vörur sem ekki uppfylla evrópustaðlana. Þetta er gert jafnvel þó vitað sé að innan ESB er ekki farið svona hart eftir þessari reglu og að ennfremur, eins og undirritaður benti á í grein fyrr í þessum mánuði, er ekki víst að hún standist skuldbindingar okkar gagnvart GATT. Vel á minnst. Framkvæmd og misþyrming embættismanna- kerfisins á nýja GATT-samn- ingnum er farinn að snúast upp í sársaukafullan farsa. Það er orðið aumkunarvert að fylgjast með tilburðum kerfisins að reyna að réttlæta misbrestina í framkvæmd GATT, en eins og þegar hefur komið fram hafa á- lögur allt í einu snarhækkað á þeim landbúnaðarafurðum sem áður voru fluttar inn á undan- þágum þrátt fyrir innflutnings- bann. í þessu samhengi má nefna ostaduft, kartöfluefni og gerilsneyddar eggjarauður. Síð- astliðinn mánudag heyrðust svo þær fréttir í ríkisútvarpinu að eggjaduft sem flutt haföi verið inn og notað í bakstur bæri nú um 1.000 króna hærri toll á kíló eftir að nýi GATT-samningurinn tók gildi. í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag ver Indriði H. Þorláks- son þessar sérkennilegu afleið- ingar nýja GATT-samningsins með því að benda á að innflutn- ingsbann hafi áður gilt á ýmsum landbúnaðarhráefnum til iðn- aðarframleiðslu en landbúnað- arráðuneytið hafi hins vegar haft heimildir til að veita frá því undanþágur. Þessar undan- þáguheimildir hafi hins vegar fallið niður þegar nýi GATT- samningurinn var samþykktur. Orðrétt segir Indriði: "Meining- in var að sem minnst raskaðist með samþykkt GATT-laganna. Þarna eru hlutir sem breytast, en það er á það að líta að tollunum var ekki eingöngu breytt, heldur líka viðskiptaháttunum, þ.e. að í stað þess að innflutningi yrði stjórnað með undanþágum og leyfum til einstakra fyrirtækja yrðu settar almennar reglur... Þá verða menn líka að spyrja hvort rök séu fyrir því að innflutning- ur á landbúnaðarhráefnum í til- tekna framleiðslu, til dæmis egg í mæjónes, sé tollfrjáls um leið og innflutt egg í bakstur eru toll- uð. Ætla menn að fara í sam- ræmt kerfi eða halda áfram í- vilnunum fyrir ákveðna hópa?" „Það breytir því þó ekki að þegar landbúnaður loksins fellur undir GATTþá stríðirþað mót anda samningsins að hann verði til hœkkunar á tollum þar sem þeir voru lágir fyrir og á það ekki að skipta máli að um hafi verið að rœða undanþágur frá al- mennu innflutnings- banni." VETTVANGUR Já, hér virðist gæta nokkurrar hneykslunar í orðum Indriða að á íslandi séu til hópar sem hafa hingað til notið forréttinda um- fram aðra og vilji halda áfram að njóta þeirra forréttinda. Slíkt er að sjálfsögðu fáheyrt í okkar á- gæta landi. En þetta voru óneit- anlega forréttindi sem spruttu af nauðsyn, þar sem innlend fram- leiðsla var ekki nægileg. Ég er þó sammála Indriða í því að í- vilnanir fyrir ákveðna hópa um- fram aðra eru af hinu slæma, en samræmt kerfi þar sem allir eru jafnir fyrir guði og ríkissjóði er ekki nema sanngjarnt. Þaö sem hins vegar ergir mig er að í sönnum kerfisstíl var samræmt upp á við í tollgreiðslum, þ.e.a.s nú skyldu allir fá að flytja inn en þá verða líka allir að borga háa tolla. Hér heföi verið mun eðli- legra að samræmt hefði verið niöur á við, þ.e.a.s. allir mega flytja inn og allir á lágum toll- um. Það er nú svo meö GATT að í hvert skipti sem nýrri samn- ingalotu lýkur á þab aö leiða til lækkunar tolla. Það verður þó ab viðurkennast að síðasti GATT-samningur, sem var nið- urstaöa hinnar langvinnu Úrúg- væ-lotu GATT, var sá fýrsti til þess að fella landbúnað undir yfirráð GATT. Það breytir því þó ekki að þegar landbúnaður loks- ins fellur undir GATT ab þá stríðir það mót anda samnings- ins ab hann verði til hækkunar á tollum þar sem þeir voru lágir fyrir og á það ekki að skipta máli að um hafi verið að ræða undan- þágur frá almennu innflutnings- banni. Staðreyndin er sú að hér hefur verið heimill þó nokkur tollfrjáls innflutningur á land- búnaðarhráefnum til iðnaðar- framleiðslu og baksturs. Við breytingu á kerfinu með upp- töku nýja GATT-samningsins átti kerfið ekki að njóta vafans og skrúfa upp tolla, heldur átti hinn ábur sértæki innflutningur án tolla ab verða hin almenna regla, þ.e.a.s. nú ætti ekki að þurfa sérstakar undanþágur til þess að flytja þessar vörur inn án tolla, eins og verið hefur, heldur ætti einfaldlega að vera heimill á þeim innflutningur án tolla. Tilgangurinn með gerð al- þjóðlegra viðskiptasamninga er að auðvelda viðskipti milli landa og þar með þjóna sem hvati fyrir bæði aukinn inn- flutning og útflutning. Umfram allt eiga alþjóðlegir viöskipta- samningar ab vera til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki með því að auka samkeppni og stuðla að lægra vöruverði. Þetta er grunnhugsunin bak við það markaðshagkerfi sem við búum við og hefur verið leibarljós í þróun hins alþjóða hagkerfis frá lokum seinni heimstyrjaldar. Það ætti kannski einhver að segja þeim í embættismanna- kerfinu frá því! Höfundur er alþjóbafræöingur. Séreignastefnan er dauö Nýlega sendi Samband ungra sjálfstæðismanna frá sér álykt- un um húsnæðismál. Er það hið fróðlegasta plagg og skemmti- legt til þess að vita, að stjórn- málahreyfingar skuli vera farnar að hugsa þessi mál í einhverju samhengi. Hitt er svo öllu lak- ara, að samhengi íhaldsunglið- anna byggir á rótgrónum hálfr- ar aldar misskilningi íslendinga á hugtakinu heimili. Það er útbreiddur misskiln- ingur, að rugla saman heimili og steinsteypu. Heimili hefur ekkert með steinsteypu að gera, að öbru leyti en þvi, að hún er notuð í umbúöir utan um það. Orðið heimill er tákn ákveð- ins lifnaðarforms. Það er þó ólíkt öðrum táknum, að því leyti, að það krefst umbúða, þ.e.a.s. húsnæðis og ýmissa hluta, sem fólk kýs að staðsetja þar. Það, hvort umbúðirnar, hús- næðið, er í eigu heimilisfólksins eba einhvers annars, skiptir engu máli. Enn síður skiptir eignarformið máli, þ.e. hvort um er að ræða húsnæði í einka- eign eða félagslegri eign. Það sem þýöingu hefur, er að fólk geti haft fasta búsetu, að teknu tilliti til tekna og annarra efna- legra gæða. Séreignastefnan hefur lengi veriö sjálfstæðismönnum trúar- atribi. Afleiðingin er sú, ab hið opinbera hefur att fólki út í geð- veikislega skuldasöfnun. Hún gekk ágætlega, meðan verðbólg- an fór sem eldur í sinu. Menn slóu einfaldlega lán, sem þeir þurftu aldrei aö borga, nema að óverulegum hluta. Sú kynslóð, sem þannig hagaði sér, rændi sparifé foreldra sinna og sló lán, sem hún ætlaði börnum sínum og barnabörnum að greiða. Fyrir u.þ.b. fimmtán árum voru lánin verðtryggð, samtímis því, sem verðtrygging launa var afnumin. Þetta gerðu stjórn- völd, án þess að veita almenn- ingi nokkra fræðslu um afleið- ingarnar. En þær létu ekki á sér standa. Þúsundir heimila urðu gjaldþrota. Og ekki varð vaxta- okur bankanna til að bæta úr skák. Þab var við þessar abstæð- ur, sem stjórnvöld brugðust loks við, með því að auka byggingu félagslegs íbúðarhúsnæðis. Vitanlega er það kerfi, sem nú gildir varðandi félagslegt íbúð- arhúsnæði, ekki heilagt, frekar en önnur mannanna verk. Raunar mætti skrifa margar greinar um annmarka þess. En það breytir ekki því, ab tugþús- undir manna hefðu ekki mögu- leika á þaki yfir höfuðið, ef ekki væri til að dreifa félagslegu íbúðarhúsnæði. í öllum sæmilega siðmennt- ubum löndum, gefst fólki kost- ur á, ab hýsa heimili sín með ýmsum hætti. Þar telst það ekki eðlilegt, að fólk eyði stærstum hluta ævinnar í að komast und- ir þak. Þar tíðkast það heldur ekki, eins og viðgengst hér, að auðmenn njóti opinberra styrkja til að byggja yfir sig glæsivillur. Á íslandi er næstum hver einasti íbúðareigandi á framfærslu hins opinbera, burt- séð frá efnahag. Þetta hefur gerst í gegnum Húsnæðisstofn- un, húsbréfakerfið og eftir ýms- um öbrum leiðum. SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Auðvitaö á ríkið ekki að vera að vasast í fasteignakaupum vel stæös fólks, nema til að skatt- leggja gróba og óhóf. En hinu opinbera, hvort heldur er riki eða sveitarfélögum, ber að tryggja nægilegt frambob á fé- lagslegu húsnæði, jafnt til leigu sem sölu. Þannig gæti fólk notib búsetuöryggis, jafnvel þótt laun þess væru lág. Auk þess mundi slíkt ástand færa aukið fjármagn inn í atvinnulífið. Ég er að vísu ekki sjálfstæðis- maður, en þó af „gömlum og I sumri og sól A sumarferöalagi kom ég að Hall- bjarnarstöðum á Tjömesi, þar sem hjónin Fanney Sigtryggsdóttir og Árni Kárason hafa af myndarskap og snyrtimennsku komib upp safni, sem tengist jarðfræði þessa afar þýðingarmikla þáttar á jarðsögu ís- lands, myndunarsögu Tjörness. En jafnframt er þetta minningarsafn um föður Árna, Kára Sigurjónsson, bónda á Hallbjarnarstöðum sem mikinn áhuga hafbi á jarðfræði, safnaði gögnum og ritaði greinar, m.a. í Náttúrufræðinginn um langt skeið. Mun sá áhugi hafa vaknað eða aukist af kynnum Kára við dr. Helga Pjeturss, sem rannsakaði þetta svið í upphafi aldar. Helgi get- ur um Kára í doktorsritgerð sinni (1905) sem 'brábvel gefins og dug- legs sonar bónda' („særdeles intell- igent og dygtig sön af bonden"), sem hann treysti svo vel að hann baö hann að safna steingervingum fyrir sig, og það gerbi hann með LESENDUR þrýði. En að vera þannig nefndur í slíku riti á þeim dögum, jafnaðist á við nokkra sjónvarpsþætti nú á tím- um. Það var háttur dr. Helga, þá og síðar, að halda fram efnilegu ungu fólki. Þegar ég fór að líta á kynningar- arkir þessa merka safns, kom það mér á óvart að nefndir voru sem aö- almenn rannsókna á Tjörnesi: Gub- mundur G. Bárðarson og Þorleifur Einarsson en ekki doktor Helgi. Þetta er fjarri öllum sanni — engan ber fyrr að nefna en þann, sem fyrstur fann Tjörneslögunum réttan stað, og skildi þýðingu þeirra sem milli-myndunar (intercalation) í jarölagastafla fslands. Meb öbrum orðum, þann sem ruddi brautina fyrir þá sem á eftir komu. Það rýrir á engan hátt hlut þeirra merku manna, að þetta sé tekib fram, held- góðum" íhaldsættum. Því renn- ur mér blóðið til skyldunnar þegar ég sé unga íhaldsmenn lofsyngja þá séreignastefnu, sem þeirra eigin flokkur átti stærstan þátt í að koma fyrir kattarnef. Séreignastefnan byggir á þvílíkum smáborgara- skap og kotungshætti, að það jaðrar við tepruskap, aö freista þess, að blása glæðum í kuln- andi glóðir hennar. Dr. Helgi Pjeturss ur verður meira úr verki þeirra viö að sjást í réttu samhengi. Tel ég víst, að jarbfræðingar leibrétti þetta um leið og á það hefur verib bent, enda væri meira en lítið undarlegt ef þaö yrði ekki gert. Hins vegar mun það auka veg Tjörness-safnsins ef sköru- lega er ab því staðib í öllum aöalat- riðum, og verður gott til þess að vita, því safn þetta er menningar- auki í héraðinu og jarðfræði íslands styrkur. 22. ágúst 1995 Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.