Tíminn - 24.08.1995, Page 7

Tíminn - 24.08.1995, Page 7
Fimmtudagur 24. ágúst 1995 7 UTLOND . . . UTLÓND . .. UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . . . Aukinn hernabarmáttur múslima í Bihac héraöi í kjölfar innrásarinnar í Krajína: Láta Bosníu-múslimar til skarar skríöa innan skamms? Stefnt aö frí- verslunar- svæöi ríkja í suöurhluta Afríku Zagreb — Reuter „Héraðsstjómin í Bihac hefur lýst því yfir, og við höfum enga ástæðu til þess að efast um það, að þeir ætli að hernema land- svæði allt að landamærunum sem gert er ráð fyrir í samkomu- lagsdrögum Samráðshópsins," segir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. í samkomulagi Sam- ráðshópsins svonefnda (Cont- act Group) er gert ráð fyrir því að 51% alls landsvæðis í Bosníu gangi til sambandsríkis Króata og múslima, en Serbar fái af- ganginn. Bosníu-Serbar neituðu hins vegar að samþykkja þessi skipti, en þeir náðu 70% af Bo- sníu á sitt vald árið 1992. Eftir að Króatar réðust inn í Krajína hérað og náðu því á sitt vald hefur Bihac hérað í Bosníu, þar sem múslimar eru í meiri- hluta, komist í beint samband við Króatíu, en héraðið hefur um langa hríð verið einangrað svæði inni á hernámssvæði Serba. Með sambandinu við Króatíu hefur ástandið í hérað- inu tekið stakkaskiptum, birgðir hafa streymt inn í héraðið frá Króatíu. Auk þess er ljóst að múslimar í Bihac héraði hafa náð á sitt vald fjöldanum öllum af vopnum af Serbum sem voru í Krajína héraði. „Það er komin upp algerlega ný staða í Bihac héraði," segir starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna. „Með aðgangi að Króatíu getur efnahagurinn tekið fjör- kipp og fimmta herdeildin hef- ur aukið hernaðarmátt sinn svo um munar." Fimmta herdeild Bosníustjórnar er staðsett í Bi- hac héraði, en hún tók þátt í bardögunum í Krajína héraði og aðstoðaði Króata við að ná því á sitt vald. „Þeir náðu á sitt vald heilmiklu af vopnum og mikl- um birgðum af skotfærum frá Krajína-Serbum," segir hann. Hrakfarir Serba í Króatíu og Bosníu undanfarið hafa dregið nokkuð úr þeim kjarkinn, klofningur hefur myndast í röð- um æðstu valdamanna þeirra og ringulreið ríkir í hernum. Bosníu-Serbar eru engu að síð- ur mun betur vopnum búnir en andstæðingar þeirra. Samt sem áður er talið líldegt að múslimar í Bihac héraði muni innan skamms láta til skarar skríða og stefni aö því að hertaka um 60 km breitt landsvæði sem liggur í boga frá norðaustri til suðvest- urs út frá landamærum Bihac. Tugir þúsunda múslima og Kró- ata voru hraktir af þessum svæðum í upphafi stríðsins árið 1992 og í fimmtu herdeildinni í Bihac1 eru þúsundir biturra flóttamanna frá þessum svæð- um sem eru staðráðnir í að ná svæðinu aftur. Einnig er hugsanlegt að her- inn stefni lengra suður á bóginn inn í Bosníu og komi þar til liðs við hermenn Króata sem enn eiga eftir að tryggja stöðu sína á hluta landamæranna milli Króatíu og Bosníu. Kóngur í ríki fjölmiölanna: Gerði kaupsamning upp á 1200 milljaroa Michael Eisner stjórnarformabur Walt Disney/ABC; „ Músin sem öskrabi" virbist vera réttnefni, því nú stjórnar hann mesta fjölmiblarisa heims eftir yfir- töku Disney á ABC. Og af toppnum getur hann öskrab þab sem hann vill á allt og alla. Michael Eisner er af þýsku bergi brotinn, nánar tiltekið af bæverskum ættum, en afi hans, Sigmund Eisner, auðg- aðist í Ameríku á því að fram- leiða skátabúninga og föt fyrir herinn. Það hefur því alltaf verið ríkidæmi í kringum Ei- sner. Hann er 53 ára gamall og kaup hans á ABC eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í við- skiptasögu Bandaríkjanna, en söluverðmæti samningsins er um 19 milljarðar dollara, eða um 1200 milljaröar íslenskra króna. Þetta jafngildir tíföld- um fjárlögum íslenska ríkisins og rúmlega það! Að þessum samningi gerðum stjórnar hann nú einni samsteypu sem verður mesta fjölmiðlaveldi í sögunni, þ.e.a.s. ef allir við- komandi hluthafar og hiö pp- inbera samþykkir kaupin. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til annars. Hver er Michael Ei- sner? En hver er þessi maður, sem að öllum líkindum er orðinn valdamesti fjölmiðlamaður í víðri veröld. Hann er hávax- inn og frjálslegur í fasi, dökk- hærður, frekar breiðleitur og allt að því valdsmannslegur. Hann þykir samt bjóða af sér strákslegan þokka og lætur oft mynda sig með ekta ameríska hornaboltahúfu og gjarnan með Mikka mús og Minní mús sér við hlið. Enda er Michael Eisner stjórnarformaður í Walt Disney. Og þegar ABC hefur bæst við hefur hann á valdi sínu fyrirtæki sem árlega skila um 6-700 milljarðum ís- lenskra króna í tekjur. Bakvið strákslega grímu leynist hinsvegar maður með ótakmarkað sjálfstraust, mik- inn metnað og gífurlegt keppnisskap. Sagt er að kröfur annarra Hollywood-forstjóra séu nánast barnaleikur miðað við þær kröfur sem Michael F.i- sner gerir. Eiginkona hans og nánasti ráðgjafi heitir Jane. Hún er tölvunarfræðingur og þau kynntust fyrir 27 árum. Saman eiga þau þrjú börn. Vinir þeirra eru fáir. Michael er með puttana í öllu, hann stjórnar, og eng- ar endanlegar ákvarðanir eru teknar nema með hans sam- þykki; endanleg klipping kvik- myndar verbur að fá hans sam- þykki, bók frá fyrirtækinu einnig. Allt sem Disney framleið- ir og sendir á markað verður að fá hans stimpil. Hug- mynd sem Mi- chael Eisner líst ekki á deyr þar meb. Af þessu má ljóst vera að hér er einvaldur á ferð. Og víst er að stjórnunarhættir hans munu ekki breytast við yfir- töku Disney á ABC. Tók við Disney í dauðateygjunum En hann á kannski þessi völd skilið, því þegar hann tók við Disney árið 1984 var fyrir- tækið dauðvona og lifði á fornri frægð, aballega gömlum teiknimyndum. En á þeim ár- um sem Eisner hefur stýrt því hefur leiðin legið upp á við og hefur fyrirtækið sem frá sér kvikmyndasmelli á borð við Raider of the Lost Ark, Satur- day Night Fever og Lion King, sem er arðbærasta kvikmynd sem gerb hefur verið. Og á síð- asta ári varö kvikmyndadeild Disney sú fyrsta í sögu Banda- ríkjanna til að taka yfir millj- arð dollara inn í miðasölu á einu ári. Villtu selja mér ABC ? Árlega hittast (há)karlarnir í amerískum fjölmiðla- og skemmtanaiðnaði til skrafs og ráðagerða. í júlí sl. hittust þeir í Sun Valley í Idaho fylki. Mi- chael Eisner var ekki á því að fara í þetta sinn, því að í fyrra veiktist hann á fundinum og í framhaldi af því þurfti hann að fara í hjartaþræðingu. En á síðustu stundu ákvað hann að fara á fundinn í ár. Þar hitti hann Warren Buffet, sem er stærsti hluthafinn í ABC. Út í loftið spurði Michael millj- arðamæringinn hvort hann væri til í að selja sér ABC. Svar hans var eitthvað á þessa leið: „Já, það hljómar vel." Og þar með var þab ákveðið. Næstu tvær vikur (síðustu tvær vikur júlí) voru notaðar vel til þess að ganga frá öllum smáatrið- um í samningnum, sem kom öllum gjörsamlega í opna skjöldu þegar hann var kynnt- ur um síðustu mánabamót. En Michael Eisner má passa sig. Hann er ekki aðeins á tind- inum á mesta fjölmiðlarisa heims, og þangað eru alltaf aðrir á leibinni, leynt eða Fjóst. Læknar hafa líka varab hann við og segja ab vegna hjartans verði hann ab slaka á. Ekkert bendir til þess ab hann ætli sér þó að gera það og nýjasta verk- efni Michaels Eisners, „músar- innar sem öskraði", eins og hann er kallaður, er að skrifa bók um það hvernig á ab stjórna skaþandi fyrirtæki sem nýtur velgengni. Byggt á The Sunday Times. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! ^ UUMFEROAR RÁD jóhannesarborg — Reuter 11 ríki í suðurhluta Afríku, sem eru aðildarríki Suður Afr- íska þróunarbandalagsins (SADC), stefna að því að und- irrita frumsamkomulag um fríverslunarsvæði bandalags- ins í ágúst á næsta ári. „Við höfum komiö okkur saman um að stefna ab sam- eiginlegum innri markaði ríkj- anna," segir Abraham Paí- langyo, sem sér um samræm- ingu verslunar- og iðnaðar- mála innan þróunarbandalagsins. „Hve- nær við náum því marki veit ég ekki, en fyrsta skrefið er að skapa fríverslunarsvæði." Hann bætti því við að þetta væri talin besta leiðin til þess að taka á þeirri staðreynd að sum aðildarríkja SADC eiga jafnframt aðild að öðrum við- skiptabandalögum: níu þeirra eru einnig aðildarríki Comesa, sem er sameiginlegt markaðs- svæði 24 ríkja í suöur- og aust- urhluta Afríku; og fimm þeirra eiga einnig abild að tolla- bandalagi Suður Afríku (SACU). Aðildarríki þróunarbanda- lagsins (SADC) eru Angóla, Botsvana, Lesótó, Malaví, Mó- sambík, Namibía, Sambía, Simbabve, Suður-Afríka, Svasí- land og Tansanía. Ver&ur Wu látinn laus á næstu dög- um? Kínverjar eru nú að búa sig undir að yfirheyra kín- versk-ameríska mannrétt- indafrömubinn Harry Wu, með þab fyrir augum að honum verði sleppt úr haldi á næstu dögum, ab því er Los Angeles Times skýrbi frá f gær. Var þar vitnað í háttsetta embætt- ismenn Clintons Banda- ríkjaforseta, sem sögðu að Kínverjar stefndu að því að Wu verbi látinn laus áður en kvennaráðstefnan í Peking hefst í næstu viku. „Þeir munu sennilega láta hann mæta fyrir rétti og sakfella hann fyrir eitt- hvað — einhvers konar njósnir, eftir þvf sem við höfum heyrt," sagði Mike McCurry, talsmabur Hvfta hússins. Microsoft dreifir Times ókeypis í dag gerist þab, í fyrsta sinn í 307 ára sögu dag- blaðsins Times í London, ab því veröur dreift endur- gjaldslaust til lesenda. Kostnabinn af þessu borg- ar bandarfski hugbúnað- arrisinn Microsoft, og er þetta gert í tilefni þess að alþjóðlegur útgáfudagur Windows 95 er í dag. Times verbur prentað í 1,5 milljón eintökum, sem er helmingi meira en venjulegt upplag blaðsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.