Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. ágúst 1995 9 Bœndagisting á ír- landi er góöur kost- ur og mun betri en pöbba- og búbaráp, segir Helga C. Jóns- dóttir, nuddari og sjúkraliöi í grein sinni hér á eftir: Þab var þann 4. júlí síðastlið- inn að ég fór ásamt sambýlis- manni mínum til írlands. Þeirri ferð munum við seint gleyma, svo vel heppnuð sem hún var. Ferðaskrifstofan Ferðabær sá um skipulagningu þessara sjö sæludaga, sem viö dvöldum meðal frænda vorra, Ira. Við höfðum ákvebið aö nýta bændagistingu á írlandi og sjáum sannarlega ekki eftir því og viljum að fleiri landar okkar fái notið hennar, svo og að íslenskir bændur taki sér írska stéttarbræöur til fyrir- myndaf hvað varðar allt í sam- bandi við bændagistingu, sem nú fer vaxandi hér á landi. Þeyst um undurfagrar sveitir Áö undir gamalli steinhlebslu í göngu um Mourne-fjöll. Leibsögu- maburinn Andrew Bingham, er lengst til hcegri fremst á myndinni, en vib hlib hans er greinarhöfund- ur, Helga C. jónsdóttir og sambýl- ismabur hennar. Af írskri bændagistingu geta okkar bændur margt lært Fegurb í Þögladal, Silent Valley. Hjónin í Dieskirk mœtt til vinnu sinnar í morgunblíbunni klukkan 7 um morgun. Við flugum til Irlands með Emerald European Airways og gistum fyrstu nóttina í „bed and breakfast" gististað í ná- grenni við flugvöllinn. Morg- uninn eftir færði Bergdís Krist- insdóttir frá Emerald okkur Ford Fiesta bílaleigubíl og þá var okkur ekkert að vanbúnaöi að þeysa um hinar undurfögru sveitir Norður-írlands. Um kvöldið komum við síð- an til Dieskirk Farmhouse þar sem við gistum næstu þrjár næturnar. Þar var okkur afar vel tekið af indælum hjónum, þeim Kathleen ogjames, ásamt starfsliði búgarðsins. Þau hjón reka einnig Glenariffe Tea House, veitingastað í hinum stórkostlega Glenariffe Forest Park. Gestir þeirra eiga þess kost að fá kvöldmatinn sendan heima án þess að borga send- ingarkostnað. Við notuðum dagana til ab keyra um og skoða ýmislegt sem fyrir augu bar, mebal annars forna kastala og fagra náttúru. Þarna er par- adís fyrir golfáhugafólk og margar fallegar gönguleiðir. í fjallgöngu meö írsku fjallaljóni Síðustu þrjá dagana dvöldum við hjá Andrew og Marley Bingham í Sharon Farmhouse í Kilkeel. Þar endurtók sig sama sagan. Okkur var tekið kostavel og vib umvafin gestrisni og hlýju. Bóndinn reyndist meðal Rúningskappi ab störfum, - kindin rúin á tveim mínútum sléttum. Dieskirk Farmhouse, afbragbs ab- búnabur og elskulegheit vib ferba- menn sem ber ab garbi. Bændagisting eöa búlluferöir? Með þessum orðum vil ég eindregið benda þeim íslend- irigum sem hyggjast fara til Norður-írlands á þessa tvo gististaði og bændagistingu al- mennt. Sá kostur er ekki aðeins ódýr og hagkvæmur, heldur býður hann upp á mun meiri skemmtun og afslöppun en pöbba- og búöarápið í stóru borgunum. Þegar vib hittum afganginn af íslensku ferba- löngunum á flugvellinum á heimleib heyrðist okkur á öllu að við hefðum upplifað mun skemmtilegri hluti á okkar ferðalagi. Helga G. Jónsdóttir annars frábær leiðsögumaður og fjallaljón hið mesta enda og sannkallaður írskur harðjaxl, þótt hann sé kominn talsvert á sjötugsaldurinn. Gengið var um hin undurfögru Mournefj- öll, 'en þau eru 50 metrum lægri en Esjan. Á þessu fjalli mun heilagur Patrekur hafa verið smali forðum. Fórum við í fjörutíu manna gönguhóp ásamt bónda og löbbuðum 7 kílómetra yfir fjöllin, vel ne- stuð frá húsfreyju, - og ekki að tala um að taka neina borgun fyrir það frekar en alla tesop- ana og kökurnar sem þau buðu okkur upp á svona utan dag- skrár. var gaman að skrafa um hitt og þetta. Annar bændanna sagði okkur ab við ættum að vara ís- lendinga við Evrópusamband- inu og GATT bölvaði hann í hástert og hafði allt á hornum sér gagnvart hinum útlendu skammstöfunum. Hann sagb- ist einu sinni hafa verið ríkur bóndi, en ekki lengur, sem væri afleiðing af Evrópusam- starfinu. Bændur sem vib hitt- um voru með þetta 1.000 fjár og þætti mikið á íslandi. Við fylgdumst með störfum á bændabýlunum og horfðum á mikla kappa sem fara á milli og rýja féb. Rúning á kind tók þá sléttar tvær mínútur og þótti Sharon Farmhouse bœndagistingin. Fallegt og gott hús og þrifnabur utan dyra sem innan. okkur mikið til koma að horfa á þessi handbrögð þeirra pilt- Við bændurna og þeirra fólk anna. Bændur vara viö GÖTTUM og ESBÉUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.