Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 8
8
WHwvlfw
Fimmtudagur 24. ágúst 1995
ASpáni er komiö upp
hneykslismál, sem
sagt er aö líklegt sé ab
veröi Felipe González, for-
sætisráöherra og leiötoga
Sósíalíska verkamanna-
flokksins (PSOE), aö falli
sem stjórnmálamanni.
Endalok stjórnmálaferils
Gonzálezar, sérstaklega ef
þau yrbu meb þessum hætti,
myndu þykja nokkuö sögu-
leg. González hefur veriö
forsætisrábherra í næstum
13 ár og er því í margra aug-
um orbinn einskonar ímynd
þess lýöræöislega Spánar,
sem reis eftir fráfall Francos
einræbisherra 1975.
Máliö er þannig vaxiö aö ár-
in 1983- 87 myrtu dularfull
samtök hryöjuverkamanna,
sem nefndust ,FreIsishópar
gegn hryöjuverkamönnum"
(Gal), 27 manneskjur í frönsku
Baskahéruöunum. Fyrir löngu
þótti ljóst, aö Gal væri eitt-
hvaö tengt spænskum yfir-
völdum, þótt yfirvöldin neit-
uöu því. Hópur þessi beitti sér
gegn basknesku neöanjaröar-
hreyfingunni Eta, sem lengi
hefur veriö spænskum stjórn-
völdum ærinn höfuöverkur.
Eta minnir um margt á írska
lýöveldisherinn (IRA) og vill
Baskaland sjálfstætt.
Heibarlegur dómari
Menn þeir, sem Gal myrti í
Frakklandi, munu margir hafa
veriö félagar í Eta eöa tengdir
þeim samtökum, ekki þó allir.
Nú segist Baltasar Garzón,
fertugur rannsóknardómari í
Madrid, hafa fengiö fram vís-
bendingar um aö González
hafi staöiö fyrir því aö Gal var
komiö á fót og sjálfur veriö
foringi hryöjuverkamanna
þessara. Fleiri fyrrverandi eöa
núverandi háttsettir menn í
Sósíalíska verkamannaflokkn-
um, þ.á.m. fyrrverandi ráð-
herrar innanríkis- og varnar-
mála, eru einnig undir grun í
þessu samhengi.
Aldrei fyrr í Spánarsögu hef-
ur dómari dirfst aö leiða aö
stjórnarformanni grun um að
hann heföi verið foringi
hryöjuverkahóps. Enda halda
sumir stuöningsmenn Gonz-
álezar því fram að Garzón sé
aðili að samsæri gegn forsætis-
ráðherranum og jafnvel að
hann sé genginn af göflunum.
En nú hefur Garzón orö á sér
meö betra móti, sérstaklega
fyrir að vera heiöarlegur og
ónæmur fyrir freistingum eins
og tilboöum um mútur. Hann
hefur þar að auki verið hliö-
hollur Sósíalíska einingar-
flokknum, þótt ekki sé hann
flokksbundinn. Og þeir Gonz-
ález voru þar til fyrir skömmu
samstarfsmenn í stjórnmál-
um. í þingkosningum fyrir
tveimur árum var Garzón ann-
ar á lista sósíalista í Madrid,
beinlínis að ósk Gonzálezar,
sem gerði ráð fyrir aö þessi
heldur ungi og ærlegi dómari
drægi verulegt fylgi að flokkn-
um, sem þá þegar var hrjáöur
af hneykslismálum.
Fjármögnun úr innan-
ríkisráðuneyti?
En í fyrra dró Garzón sig út
úr stjórnmálum og sagði viö
það tækifæri af beiskju nokk-
urri aö González hefði með-
höndlað sig eins og „leik-
brúöu." í blöðum var bollalagt
aö Garzón hefði orðið fyrir
vonbrigöum af því að hann
Forsœtisráöherra
Spánar er undir
grun um aö hafa
stjórnaö hryöju-
verkahópi, er
myrti stuönings-
menn basknesku
neöanjaröarhreyf-
ingarinnar Eta í
Frakklandi
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
Eta-menn dulbúnir á fundi meb fréttamönnum. Framan af níunda ára-
tugnum hrœddust margir þá mjög.
Foringi hryðju-
verkamanna?
heföi ekki verið tekinn í
stjórnina sem innanríkisráð-
herra. Hóf Garzón nú störf við
ríkissaksóknaraembættiö og
hélt áfram rannsóknum á
starfsemi Gal, en á því haföi
hann þegar veriö byrjaður er
hann fór út í stjórnmálin.
Mikilvægasta vitni rann-
sóknardómarans í málinu er
Ricardo García Damborenea,
fyrrum ieiötogi sósíalista í
Baskahéraðinu Vizcaya. Við
yfirheyrslu fyrir um þremur
vikum játaði hann að hann
heföi þegar meðan Gal var að
verki kunnað skil á hópnum,
og bætti viö því, sem mörgum
þótti mestum ög geigvænleg-
ustum tíöindum sæta: „Felipe
González vissi vel um þetta. Eg
ræddi þetta við hann, ekki
bara einu sinni, heldur oft."
Út frá þessum vitnisburöi og
ýmsu ööru, sem komið hefur
fram við rannsókn málsins,
komst Garzón dómari að
þeirri niöurstöðu, að líkur
bentu til að sá sem stjórnaði
Gal hefði enginn annar verið
en forsætisráöherra landsins.
Aörir, sem játað hafa á sig
meðsekt, hafa viö yfirheyrslur
haldið því fram, aö þeir sem
gáfu Gal fyrirmæli hafi verið
þáverandi innanríkisráöherra,
José Barrionuevo, og ráöu-
neytisstjóri hans. Hrybjuverk
sín fjármagnaði Gal sam-
kvæmt sömu heimildum úr
leynisjóöi á v^gum innanríkis-
ráöuneytisins.
Trúverðugt vitnl?
González fullyrðir að nefnd-
ar ásakanir á hendur sér séu
tilhæfulaus rógur og mörgum
þykir harla ótrúlegt aö hann
hafi verið svo nákominn Gal
sem Garzón telur líkur á að
verið hafi. Aö vísu kemur fyrir
aö framkvæmdar eru óbeint á
vegum stjórn- og yfirvalda
ýmsar aðgerðir eilítið til hliðar
viö lög og rétt (einnig í lýð-
ræðisríkjum), en í slíkum til-
fellum er yfirleitt reynt að
tryggja að ekki sé hægt að
tengja æðstu ráðamenn vib
aðgeröirnar og ab sjá til þess
að þeir geti á trúveröugan hátt
svariö fyrir að hafa nokkuð
vitað um hlutdeild stjórn- og
Garzon t.v. og Gonzáiez í kosn-
ingabaráttu 1993. Þá iék allt í
lyndi á milli þeirra.
yfirvalda í slíkum athöfnum -
meira að segja með góðri sam-
visku.
Þeir sem gruna González um
græsku í þessu máli benda á ab
á fyrstu árum níunda áratugar
hafi verið ríkjandi mikil heift í
garð Eta og hræbsla við það
vegna hryöjuverka þess, sem
samtök þessi frömdu þá stund-
um næstum daglega. Fyrir því
urðu einkum lögreglumenn
og herforingjar, en einnig
óbreyttir borgarar. González,
er sagt, kynni að hafa óttast að
Spánverjar myndu upp til
hópa snúast í lið með þeim,
sem vildu endurreisa stjórnar-
far Franco- tímans, ef ekki
tækist að berja Eta niður. Og
Francosinnar voru þá enn ekki
alveg af baki dottnir.
Ekki þykir öllum Damboren-
ea trúveröugt vitni og gruna
hann, líkt og Garzón, um
hefndarhug í garð Gonzálezar.
Domborenea hraktist sem sé
fyrir fimm árum úr Sósíalíska
verkamannaflokknum út frá
deilum við forystumenn bask-
neskra sósíalista, hallaðist síð-
an að kommúnistum um skeið
og loks að Alþýðuflokknum,
sem er helsti stjórnarand-
stöðuflokkur Spánar, íhalds-
samur og mun hafa í röðum
sínum allmargt gamalla
Francosinna.
Enn er ekki vitað hvort mál
verði höföað gegn Gonzálezi.
En margra álit er að umræðan
um þetta hafi þegar skaðaö
hann og flokk hans svo mjög,
að hann muni ekki einu sinni
endast í embætti til næstu
kosninga, sem eiga að fara
fram næsta vor, hvernig sem
framvinda Gal-málsins annars
verði. Andstæbingar forsætis-
ráðherrans, einnig þeir af
þeim sem á sínum tíma munu
ekki hafa harmað hryðjuverk
Gal, krefjast nú eöa leggja til
ab hann segi af sér.