Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. ágúst 1995
11
Steinunn Jónsdóttir
Fædd 20. janúar 1915
Dáin 18. ágúst 1995
Það var fyrir rúmum þrjátíu árum
að ég varð svo lánsöm að fá að
kynnast Steinunni og síðar að
tengjast henni sem tengdadóttir
hennar. Við höfðum því átt sam-
leiði í gleði og sorg í svo mörg ár,
er kallið kom undrafljótt þann
18. þessa mánaðar.
Víst er um það að við eigum öll
að vera reiðubúin að kveðja þá
einstaklinga sem eru okkur kærir,
einkum og sér í lagi þá sem eiga
svo mörg æviár að baki, en Stein-
unn fagnaði áttatíu árum á heim-
ili mínu og sonar síns, Sigurðar
Kjartanssonar, í janúarmánuði
síðastliðnum. Einhvern veginn er
því þó þannig farið að við erum
aldrei reiðubúin að kveðja þá sem
okkur eru kærir.
Steinunn átti því láni að fagna í
lífinu að búa við góða heilsu, en
sjúkdómurinn sem sigraði að lok-
um gerði fyrst vart við sig í maí á
þessu ári.
Steinunn var dóttir hjónanna
Jóns Þóröarsonar, bónda að Mið-
felli í Hrunamannahreppi, og
konu hans, Guðfinnu Andrés-
dóttur. Þau hjónin áttu fjögur
börn en áður hafði Guðfinna
eignast eitt barn. Á lífi er Þórður,
bóndi að Miðfelli.
Steinunn var alin upp að Mið-
felli. Sveitin og allt lífið þar sem
tengdist uppvaxtarárunum átti
mikið í henni. Það var því yndis-
legt að vita af því að hún fór aust-
ur yfir fjall til æskustöðvabna
með frænku sinni Margréti, syst-
urdóttur sinni, nokkrum vikum
fyrir andlátið. Með þeim frænk-
um var afar gott samband og
traust. Fyrir það og alla vináttu
hennar í garð fjölskyldu Stein-
unnar viljum við sérstaklega
þakka.
Áður en leið Steinunnar lá suð-
ur yfir heiðar, frá æskustöðvun-
um til höfuðborgarinnar, kynnt-
ist hún eiginmanni sínum Kjart-
ani Ólafssyni. Kjartan var einnig
fæddur fyrir austan fjall, að
Haukadalskoti í Biskupstungum,
sonur hjónanna Sigríðar Jóns-
dóttur og
Ólafs Guðmundssonar bónda
þar. Lengst af bjó fjölskylda hans
að Kjóastöðum í sömu sveit.
t MINNING
Þau Steinunn og Kjartan gengu
að eiga hvort annaö 25. júlí áriö
1942. Þau hjónin eignuðust þrjú
börn, Þóri sem átti við vanheilsu
að stríða allt frá fæðingu, Sigurö
byggingafræðing og Guðjón er
lést af slysförum aðeins fimmtán
ára gamall.
Slíkur barnamissir markar djúp
spor, en mikla huggun fundu þau
hjón í því að eignast síðar þrjú
barnabörn, Kjartan Ólaf, Nínu
Björk og Ingu. Steinunn, sem
vildi aldrei láta hafa fyrir sér, var
hógvær í öllum hlutum, reyndist
þeim og fjölskyldu sinni traust og
góð móðir, tengdamóðir og
amma. Hennar líf og Kjartans
heitins, en hann lést fyrir rétt tíu
árum þann 24. júlí árið 1985,
snerist um fjölskyldu þeirra. í syni
sínum og barnabörnum sáu þau
drauma rætast, sem voru ekki
innan seilingar á uppvaxtarárum
þeirra, þegar þjóðin iagði leið sína
frá fábrotnu lífi, sem svo oft var
þó gott og blessunarríkt, til þess
þjóðfélags er við byggjum í dag.
Mikla áherslu lögðu þau hjón á aö
börnin fengju að mennta sig, sem
ekki var allra hlutskipti á þeirra
uppvaxtarárum.
Steinunn starfaði þó nokkuð
utan heimilis. Lengst af starfaði
hún hjá heildverslun Halldórs
Jónssonar. Hún var ákaflega dug-
leg kona og samviskusöm. Hér í
Reykjavík bjuggu þau hjón m.a. í
Eskihlíðinni, í Barðavogi og Efsta-
sundi. Árið 1989 flutti Steinunn
aö Aflagranda 40, þar sem var
þjónustuíbúð fyrir aldraða. Þar
undi hún vel í góðum hópi, tók
þátt í félagsstörfum, einkum og
sér í lagi þótti hún liðtæk í spila-
mennskunni, hvar hún lagði sitt
af mörkum.
Og nú er kveðjustundin orðin
að raunveruleika. Við, ég og fjöl-
skyldan mín, — já fjölskyldan
þín, Steinunn, viljum hér þakka
þér fyrir allt það sem þú gafst okk-
ur öllum með lífi þínu, umhyggju
og kærleika. Við eigum okkar
yndislegu og góðu minningar um
þig. Minningar um góða móður,
tengdamóður og ömmu. Þær
munu lifa meðal okkar.
Við vitum að þú ert hjá honum
„sem gerir alla hluti nýja". Hjá
þeim „er þerrar hvert tár af aug-
um okkar". Megi góöur Guð
blessa minninguna fögru um þig.
Eyrím Gunnarsdóttir
Ávallt er því þannig farið að
okkur bregður í brún þegar okkur
eru færðar fréttir um að
ástvinur sé ekki lengur á meðal
okkar. Við eigum okkar trú og vit-
um að sá sem kvaddur er, er hjá
þeim sem gefur okkur lífib eilífa.
En um leið og við fréttum af því
aö ástvinur hafi verið numinn á
Brott koma allar góðu minning-
arnar upp í hugann.
Þannig minningar sóttu að mér
þann 18. þessa mánabar er ég
fékk fréttina um að hún Steinunn
móbursystir mín, væri ekki leng-
ur á meðal okkar. Ég fék sem bet-
ur fer tækifæri til að kveðja hana,
sjálf stödd á sjúkrahúsinu er loka-
stundin rann upp. Baráttan var
ekki langvinn, meinið gerði fyrst
vart við sig í síðastliðnum maí-
mánuði.
Ég fór að hugsa um hvað það
hefði verið sem tengdi okkur
Steinunni svo sterkum böndum.
Ef til vil var það að ég var eitt
barna móður minnar og eflaust sú
staðreynd að svo margir virðast
eiga eina frænku eða frænda sem
ættarböndin tengjast sérstaklega
við. Hún Steinunn átti svo gott
með að hlusta á aðra, átti gott
með að setja sig í spor annarra.
Við áttum því gott með að ræða
saman um landsins gagn og
nauðsynjar, fjölskylduna og vini.
Og Steinunn varð ekki abeins
frænkan góða og trygga, heldur
vinur, vinkona, sem ávallt var
hægt að leita til í gleði og sorg.
Þær eru margar stundirnar sem
ég minnist þegar við lögðum í
bæjarferð, verslunarferðir. Lögð-
um leið okkar niður Laugaveginn,
en Steinunn hafði yndi af því aö
versla fyrir fjölskyldu sína. Þær
koma einnig upp í hugann allar
góöu stundirnar að Miðfelli.
Þakklát er ég fyrir að hafa fariö
með henni austur yfir fjal á
heimaslóðir hennar nú fyrir
nokkrum vikum. Vissulega var
það ekki í huga okkar sem hinsta
ferð til æskustöðvanna. Þar naut
hún sín á meðal ættmenna og
vina. Það gerði Steinunn einnig
svo oft á heimili sonar síns, Sig-
urðar, og Eyrúnar. Sunnudags-
boðin á heimili þeirra sem og all-
ur annar samfagnaður gladdi
hana. Reyndar fór ekki mikið fyr-
ir henni, hún var hógvær og vildi
láta lítið fara fyrir sér. Hún var
dugleg og samviskusöm. Stærsta
gleöi hennar í lífinu var án efa að
sjá- barnabörnin vaxa úr grasi,
dafna og standa sig vel í því að
mennta sig.
Hún lagði á það áherslu í lífinu
aö fólk menntaði sig, en hennar
kynslóð þekkti það vel að ekki
gátu það þó allir þótt hæfileikar
væru til stabar. Það var stór stund
í lífi hennar og Kjartans heitins,
eiginmanns hennar, er sonur
hennar, Siguröur, lauk bygginga-
tæknifræði við Tækniháskólann í
Kaupmannahöfn. Reyndar fóru
þau hjón í siglingu til þeirra, för
sem þau gleymdu aldrei þótt ár og
dagur liði.
Og nú hefur hún Steinunn,
frænka mín og vinkona, lagt upp
í aðra för. Við vitum hvert ferð-
inni er heitið. Þangað heim fylgja
henni kveðjur og blessunaróskir
um leið og ég þakka fyri allt það
sem hún var mér og fjölskyldu
minni.
Margrét A Ibertdóttur
Útfór Steinunnar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, fumntudaginn
24. ágúst, kl. 13.30.
DAGBÓK
Fimmtudaqur
24
ágúst
*
236. dagur ársins -129 dagar eftir.
34. vika
Sólris kl. 05.44
sólarlag kl. 21.14
Dagurinn styttist
um 7 mínútur
Frá Félagi eldri borgara
Brids, tvímenningur í Risinu kl.
13.00 í dag. 31. ágúst verður farin ferö
um Nesjavelli og í Básinn, Ölfusi, í
kvöldmat og dans.
Lagt af stað kl. 14 fá Risinu. Skrá-
setning á skrifstofu félagsins s:
5528812.
Hjólað umhverfis Kópa-
vogsbæ
Áhugafólk um hjólreiðar á höfuð-
borgarsvæðinu stendur fyrir könnun-
arferð á aðstæðum til aö hjóla um-
hverfis Kópavogsbæ. Öllum er heimilt
að taka þátt í þessu og hjóla alla leið-
■ -v ; ' \
ina eða hluta hennar. Ekkert þátt-
tökugjald.
Mæting við hlið Skógræktarfélaga
Reykjavíkur í Fossvogsdal. Hjólað
verður með ströndinni út í Kársnes og
síðan með Kópavoginum að norðan-
verðu og áfram upp með Læknum að
Reykjanesbraut og til baka niður Foss-
vogsdalinn að Skógræktarhliðinu.
Ferðin tekur um eina og hálfa klukku-
stund.
Kombó Ellenar Kristjáns
í Deiglunni í kvöld
í kvöld skemmtir Kombó Ellenar
Kristjáns í Klúbbi Listasumars '95 og
Karólínu á Akureyri. Kombóið skipa
auk Ellenar Eðvarð Lárusson gítarleik-
ari, Birgir Baldursson trommuleikari
og Þóröur Högnason á bassa. Tónleik-
arnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangur
ókeypis.
Suomi Duo
Fimmtudaginn 24. ágúst, í dag, kl.
5 opnar sýning finnsku leirlistar-
kvennanna Hilkku Jarva og Marjukku
Pietainen í Gallerí Úmbru á Bern-
höftstorfu.
Ilikka Jarva, sem var einn af frum-
kvöðlum að stofnun leirlistavinnu-
stofunnar Pot Viapori á eyjunni Svea-
borg rétt utan við Helsinki árið 1972,
hefur starfað þar síðan. Hún er sjálf-
menntuö í list sinni.
Marjukka Pietiainen útskrifaðist frá
Listiönaðaraháskólanum í Helsinki
árið 1974 og hefur starfað að list sinni
síðan.
Sýningin er opin til 13. september
A&alfundur Landssam-
bands kúabænda
Aðalfundur Landssambands kúa-
bænda verður haldinn að Hvanneyri í
Borgarfirði dagana 28.-29. ágúst nk.
Fundurinn veröur settur kl. 11.00
mánudaginn 28. ágúst.
Tanja tatarastelpa í Æv-
intýra- Kringlunni
Tanja tatarastelpa skemmtir í Ævin-
týra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni
kl. 17.00 í dag, fimmtudag. Tanja tat-
arastelpa hefur áður komið í heim-
sókn í Ævintýra-Kringluna og hefur
frá ýmsu að segja. Líf tataranna er að
flestu leyti frábrugöið lífi íslendinga
en í leikþættinum fá börnin að
skyggnast inn í heim Tönju og fjöl-
skyldu hennar. Tanja tatarastelpa er
leikin af Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu.
Ævintýra-Kringlan er listasmiðja
fyrir börn á aldrinum 2-8 ára og geta
foreldrar verslaö í rólegheitunum á
meðan börnin dveljast þar í góðu yfir-
Iæti. Á hverjum fimmtudegi kl. 17.00
eru leiksýningr þar fyrir börn. Börn og
fullorðnir hafa kunnað vel að meta
þessa nýbreytni og hafa leiksýning-
arnar verið vel sóttar.
Ævintýra-Kringlan er opin virka
daga frá kl. 14.00-18.00 og laugardaga
frá 10-16.
Reykjalundarhlaupið '95
Reykjalundarhlaupið '95 verður
haldið laugardaginn 26. ágúst. Hlaup-
ið hefur verið haldið sjö síðastliðin ár
og hefur tekist afar vel. í fyrra tóku
hátt í þúsund manns þátt í þessu
trimmi. Hér er um almenningshlaup
að ræða sem Reykjalundur gengst fyr-
ir í samvinnu við SÍBS, Búnaðarbank-
ann og íslandsbankann í Mosfellsbæ.
Aö Reykjalundi er rekin ein um-
fangsmesta endurhæfingarstarfsemi
hér á landi og það er því við hæfi að
sem flestir geti tekið þátt í hlaupinu.
Það verður reyndar ekki bara hlaupið
heldur er einnig boðið upp á göngu-
leiðir og fólk í hjólastólum og meö
önnur hjálpartæki er velkomið. Hér er
líka kjörið tækifæri fyrir þá fjölmörgu
sem hafa dvalið á Reykjalundi að vera
með.
Fjórar vegalengdir eru í boði fyrir
væntanlega þátttakendur. Sú lengsta
er 14 km, skemmtilegur hlaupa-
hringur sem liggur eftir Vestur-
landsvegi og Hafravatnsvegi í kring-
um Úlfarsfell. Þá verður einnig hægt
að skokka 6 km langan hring í nág-
enni Reykjalundar og aörir geta
gengið eða skokkað 3 km leið.
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavlk (rá 18. tll 24. ágúst er (Garðs apótekl og
Reykjavlkurr apótekl. Þaö apótek sem (yrr er ne(nt
annast eltt vörsluna (rá kl. 22.00 að kvöldl ttl kl. 9.00
að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum.
Upplýslngar um læknls- og lyf jaþjónustu eru gelnar
I sfma 18888.Halnargönguhópurlnn:
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Símsvari 681041.
Hafnarijörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjómu apótek eru opin
virka daga á opnunadíma txiða. Apótekin skiptast á sína
vikuna hvod að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opk) I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl.
19.00. Á helgidögum er opið (rá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-
21.00. Á öórumtímum er lyfjafrædingur á bakvakt. Upplýs-
ingar eru gelnar I síma 22445.
Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyla: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjanns er opið virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-
18.30,en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
1. ágúst 1995
Mánatorgreibslur
Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921
1/2 hjónalífeyrir. 11.629
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 28.528
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 29327
Heimilisuppbót 9.697
Sérstök heimilisuppbót 6.671
Barnalífeyrir v/1 barns 10.794
Meðlag v/1 barns 10.794
Mæðralaun/febralaun v/1 barns 1.048
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 5.240
Mæðralaun/feðralaun v/ Bja barna eba fleiri 11.318
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139
Fullur ekkjulífeyrir 12.921
Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190
Fæbingarstyrkur 26.294
Vasapeningar vistmanna 10.658
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658
Daggreibslur
Fullir fæbingardagpeningar 1.102,00
Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00
Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00
Slysadagpeningar einstaklings 698,00
Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00
í ágúst er greidd 20% orlofsuppbót á fjárhæbir tekju-
tryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilis-
uppbótar. Uppbótin skerbist vegna tekna í sama
hlutfalli og þessir bótaílokkar skerbast.
GENGISSKRÁNING
23. ágúst 1995 kl. 10,50 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengi skr.fundar
Bandarfkjadollar 66,09 66,27 66,18
Sterlingspund ....101,62 101,90 101,76
Kanadadollar 48,66 48,86 48,76
Dönsk króna ....11,489 11,527 11,508
Norsk króna ... 10,201 10,235 10,218
Sænsk króna 9,003 9,035 9,019
Finnskt mark ....15,071 15,121 15,096
Franskur franki ....13,000 13,044 13,022
Belgfskur frankl ....2,1654 2,1728 2,1691
Svissneskur franki. 53,79 53,97 53,86
Hollenskt gyllini 39,79 39,93 39,86
Þýskt mark 44,51 44,63 44,57
itölsk Ifra ..0,04082 0,04100 0,04091
Austurriskur sch 6,326 6,350 6,338
Portúg. escudo ....0,4308 0,4326 0,4317
Spánskur peseti ....0,5233 0,5255 0,5244
Japanskt yen ....0,6846 0,6866 0,6856
irskt pund ....103,83 104,25 104,04
Sérst. dráttarr 98,34 98,72 98,53
ECU-Evrópumynt.... 83,68 83,96 83,82
Grísk drakma ....0,2784 0,2794 0,2789
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
568-6915
AKUREYRI
461-3000
PÖNTUM BÍLA ERl NDIS