Tíminn - 25.08.1995, Page 1

Tíminn - 25.08.1995, Page 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Föstudagur 25. ágúst 1995 157. tölublað 1995 Félagsmálaráöherra leitar lausna á vanda sveitarfélaga vegna félagslegra íbúöa sem nú standa auöar tugum saman. Páll Pétursson: Of dýrt fyrir fátæka Páll Pétursson félagsmálaráb- herra sagbi í gær á fundi á Egils- stööum ab hann vildi ab sveit- arféiögin tækju húsnæbisbæt- urnar yfir á sína arma og ab hugsanlega gæti ríkisvaidib létt á sveitarfélögunum í félagslega íbúbakerfinu í stabinn. „Ég er abeins ab velta upp hug- myndum. En ég mun skipa nefnd sem verbi meö aöild félagsmála- rábuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem á aö fara yfir þennan vanda. Sveitarfélögin eru sum komin í óskaplega kreppu út af félagslegum íbúbum. Þetta hef- ur oröið aö iðnaðarvandamáli fyrst og fremst, til aö hafa einhver umsvif og byggja. íbúbirnar hafa orbiö allt of dýrar, kröfurnar of strangar um frágang, til dæmis um aö skila trjám á lóbinni, sem er hrein firra. Fyrir bragöiö eru þessar íbúðir sem áttu aö hjálpa eignalitlu fólki orðnar of dýrar, fólk hefur ekki ráðið við aö búa í þessum íbúðum," sagði Páll Pét- ursson á Egilsstöðum í gær, en þar sat hann fund Sambands sveitar- félaga á Austurlandi. Páll sagði ljóst að ef fólk ætti nánast ekkert við íbúðakaupin þá lenti fólk nánast alltaf í vanda- málum með ----------------------- greiðslur. Nú stæðu slíkar fé- lagslegar íbúð- ir auðar tugum saman í sum- um byggðar- lögum. Á þessu vanda- máli yrði aö taka og fá íbúðirnar í notkun. „Ein aðferð gæti verið að afskrifa þær, færa niður í eðlilegt markaðsverð á hverjum stað. Nú er markaðsverðið mis- munandi eftir byggöarlögum og þá yrði um mismunandi afskriftir að ræða. Ein hugmyndin gæti verið sú að færa íbúðimar niður í verði þannig aö sveitarfélgöin gætu leigt þær á skikkanlegum kjörum. Því ef þau ættu að reka þær sem leiguíbúðir, þá yrði leig- an svo há að láglaunafólk fengi ekki risið undir henni," sagði Páll Pétursson í samtali við Tímann í gær. ■ Páll Pétursson. Samkomulag um Helguvík ]ohn /. Sheehan hershöfölngi, yfirmabur Atlantshafs- flotastjórnar Atlantshafsbandalagsins, og Halldór Ás- grímsson utanríkisráöherra undirrituöu í goer sam- komulag um tiltekin afnot íslenskra stjórnvalda af hafnarmannvirkjum Atlantshafsbandalagsins í Helgu- vík. Viö sama tœkifœri undirrituöu utanríkisráöherra, Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Pétur jóhannsson hafnarstjóri í Reykjanesbœ samkomulag um afnot Reykjanesbæjar og hafnarstjórnarinnar af fyrrgreindum mannvirkjum. Samkomulagiö tryggir yf- irstjórn Atlantshafsflotans vissan forgang aö notkun hafnarinnar og leiöir jafnframt til þess aö hafnar- stjórnin í Reykjanesbæ njóti góös af hafnarmannvirkj- um Atlantshafsbandalagsins í Helguvík, sem felur í sér umtalsveröar hagsbœtur fyrir íbúa á Suöurnesjum. Fyrr um morguninn áttu Sheehan hershöföingi og Halldór Ásgrímsson fund þar sem þeir ræddu almennt samskipti Islands og Atlantshafsbandalagsins og ís- lands og Bandaríkjanna á sviöi utanríkis- og öryggis- mála. Tímamynd CS Á einu og hálfi ári hefur 31 smábátur undir 12 brúttólestum oröiö aö fréttaefni vegna óhappa: Bilun í vél og vélbúnaði helsta ástæban Svo virbist sem bilun í vél og vélbúnabi smábáta undir 12 brl. sé helsta ástæban fyrir/ þeim óhöppum sem hent hafa 31 smábát sl. eitt og hálft ár. Af 36 bátum sem björgunar- sveitin Sæbjörg í Sandgeröi abstobabi á tímabilinu frá maí 1987 til júní 1990 voru 12 dregnir i íand vegna vélarbil- unar, eba 33,3%. í samantekt Vélstjórafélags ís- lands um þessi óhöpp kemur m.a. fram aö á tímabilinu frá 14. mars 1994 til 7. ágúst 1995 hefur 31 bátur undir 12. brl. orðið að fréttaefni vegna óhappa. Þar af voru 9 tilvik vegna vélarbilunar eða 29,03%, auk annarra tilvika, s.s. eins og ofhleöslu, elds í vélarúmi og leka vegna bilunar í dælu sem rekja má til bilunar í vélbúnaði. Á þessu tímabili sukku 7 bátar vegna leka sem kom að þeim úti á sjó og annar eins fjöldi sökk í höfn. Talið er að orsakir þessara óhappa megi einnig rekja til bil- unar í vélbúnaði þeirra. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, segir aö þessar tölulegu staðreyndir sýni það svart á hvítu aö vandamál smábátasjómanna úti á sjó séu vegna vankunnáttu á vélbúnað bátanna. Hann gefur ennfremur í skyn aö þótt menn útskrifist með svonefnt „pungapróf", þ.e. réttindi á báta sem eru 30 tonn og minni, þá sé þekking þeirra og kunnátta á vél og búnaði þeirra nánast engin. Þaö bendir ótvírætt til þess að það séu vib- hafðar rangar áherslur viö kennsluna. Ekki sé nóg ab kenna mönnum siglingafræði og aðra þætti sem henni eru tengdar ef menn kunna svo ekki skil á vélbúnaði báta. Af þeim sökum sé brýnt aö efla fræbslu smábátasjómanna um vélar og annan vélbúnað sem er um borð í bátunum. Sem dæmi nefnir Helgi aö smábátar hafi oröið olíulausir og ennfremur eru dæmi um að menn hafi ekki einu sinni kunnað að skipta um sigti. Formaður Vélstjórafélagsins telur einsýnt að það þurfi að ráðast að rót vandans og gefa smábátasjómönnum kost á aö sækja sérstök námskeiö í með- ferö og noktun á vélum og skyldum búnaði sem er um borð í smábátum. Enda sé þab ekki verjandi ab menn skuli komast upp með þaö ab kunna ekki skil á þessum þáttum sem skipta sköpum. Hann bendir jafnframt á ab þetta ástand sé ekkert einkamál smábátasjó- manna því þjóbfélagið beri töluverban kostnab viö leit og björgun. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.