Tíminn - 25.08.1995, Síða 7
Föstudagur 25. ágúst 1995
7
Páll Pétursson félagsmálarábherra œtlar ekki ab
vinna ab sameiningarmálum meb sama hcetti og
forverinn í embcetti:
Þvingun
leiöir ekki
til góðs
„Ég hygg a& síðasti félags-
málará&herra hafi fari& mjög
slysalega a& vi& sameining-
una, þ.e.a.s. ákafi hennar a&
sameina og barátta hennar
var& mjög mislukkuö. Hún
náöi ekki verulegum árangri.
Ég mun ekki vinna aö samein-
ingarmálum meö sama hætti
og hún," segir Páll Pétursson
félagsmálaráöherra a&spur&ur
um stefnu sína var&andi sam-
einingu sveitarfélaga.
Sameining sveitarfélaga var
mjög áberandi á starfstíma síð-
ustu ríkisstjórnar og var stærsta
verkefniö sem Jóhanna Sigurb-
ardóttir ré&st í sem félagsmála-
ráöherra. Undirtektir sveitarfé-
laga við sameiningarhugmynd-
um ráðherra uröu hins vegar
sáralitlar, ekki síst sé miðað við
þá fyrirhöfn sem lagt var í.
Páll segir a& Félagsmálaráðu-
neytið muni verba þeim innan
handar sem vilji sameinast en
tekur fram a& ekki verði um
þvingunaraðgeröir eða eftir-
rekstur að ræða, né fyrirheit
sem ekki verði staðið við.
„Ég legg áherslu á það að ég
tel rétt að þau sveitarfélög sam-
einist sem vilja sameinast og
sameining verði frjáls en ekki
þvinguð. Það leiðir ekki til góðs
að ætla að fara að þvinga ein-
hverja til sameiningar ef þeir
ekki vilja," segir Páll Pétursson
félagsmálaráðherra.
-TÞ
Ritsíminn í Reykjavík, - þaöan eru skeyti borin út. Uti á landi er þaö ekki
taliö svara kostnaöi. Tímamynd cs
Landsbyggbarmenn fá heillaóskaskeytin meb seinni
skipunum:
Ritsíminn í fríi um
helgar úti á landi
Heillaóskaskeyti og önnur skeyti
sem senda á til fólks víðs vegar
um landið um helgar, eru ekki
borin út fyrr en á mánudag, þar
sem starfsfólk símstöðvanna er í
fríi um helgar. Mörgum þykir það
skjóta skökku við að skeytin skuli
ekki vera borin út á þessum tíma,
þar sem um háannatíma er að
ræða, enda bera brúðkaup, skírn-
ir, fermingar og jarðarfarir oftast
upp á helgar.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Pósts og síma, segir
skeytin vera borin út um helgar
bæði í Reykjavík og á Akureyri, auk
þess sem það er gert þar sem strand-
stöðvar eru, þ.e.a.s. á ísafirði, Siglu-
firði, Höfn í Hornafirði og í Vest-
mannaeyjum.
Guðbjörg segir hins vegar það
undir stöðvastjórum komið á hverj-
um stað, hvort símstöðin er opin og
skeytin því borin út og segist hún
vita til þess að það sé víða gert ef
um jarðarför, fermingar eða brúð-
kaup er að ræða, en það er ekki al-
gilt. „Umdæmisstjórinn á Austur-
landi hefur einmitt beint því til
stöðvarstjóranna að hafa opið ef
eitthvað sérstakt er að gerast."
Ástæðuna fyrir þessari minnk-
andi þjónustu segir Guðbjörg að á
þessum stöðum úti á iandi sé ekki
það mikið að gera í þessu aö það
svari kostnaði allar helgar, þess
vegna séu þær hins vegar opnaðar
um helgar þegar mikið er að gerast.
Á blaðamannafundi á miðviku-
dag kynnti Póst- og símamálastjóri
árskýrslu stofnunarinnar og kom
þar fram að hagnaður af rekstri
Pósts og síma var um 1,4 milljarðar
króna. Af því greiddi stofnunin
rúmlega 800 milljónir króna í ríkis-
sjóð. ■
Guörún Hanna Óskarsdóttir viö haröfiskpressuna. Tímamyndir sigurbur Bogi
Harbfiskvinnslan Cullfiskur er í Fremri-Breibadal vib Öndunarfjörb. Gubrún
Hanna Óskarsdóttir:
Kýr og haröfiskur
Á bænum Fremri-Breiðadal
við Öndunarfjörð búa hjónin
Guðrún Hanna Óskarsdóttir og
Halldór Mikkaelsson ásamt
fjórum börnum sínum. Fram-
færi sitt hafa þau að mestu
leysti af hefðbundnum sveita-
búskap, en í haust hyggjast þau
hætta meb kúabú og snúa sér
þess í stað alfariö a& harbfisk-
verkun. Þess háttar verkun
hafa þau stundað um alllangt
skeið og hún farið vaxandi, að
sögn Guðrúnar er blaðamaður
Tímans við hana á ræddi á dög-
unum.
„Síðasti vetur var afskaplega
erfiður hér vestra. Mjólk frá okk-
ur þurfti að flytja með snjósleða
út á Flateyri og síðan þaðan með
Fagranesinu á ísafjörð í mjólkur-
samlagið þar. Þrisvar sinnum
þurftum við að flýja héðan úr
húsi vegna snjóflóöahættu og
hafast vib í skólanum í Holti, hér
hinu megin við fjörðinn. Halldór
maðurinn minn fór síðan einatt
á vélsleða yfir Breiðadalsheiði til
fiskkaupa á markaðnum á ísa-
firði, en heiðin var lokuð allri bí-
laumferð í þrjá mánubi. Þá var
hér rafmagnslaust í nokkra daga
en það vandist vel og var mjög
heimilislegt. Það er afskaplega
mikil reynsla ab búa á stöðum
einsog hér og þetta gerir mann
ab mun sjálfstæöari manneskju
að öllu leyti," sagði Guðrún.
í Fremri-Breiðadal eru unnar
aballega tvær harðfisktegundir,
ýsa og steinbítur. Og raunar eru
fáar aðrar tegundir nýttar í harð-
fisk hér á landi. Steinbít er aðeins
hægt að verka á vorin en ýsuna
frá hausti og fram á útmánuði.
Úr hverju tonni af ýsu sem verk-
uð er í harðfisk fæst 9% nýting
en 7% nýting af steinbítnum. I
heildsölu frá Gubrúnu Hönnu og
Halldóri er hvert kíló af haröfiski
selt á 2.000 kr. Sumum þykir það
verð vera allhátt en Guðrún
Hanna segir það ekki vera hærra
en svo að rétt eðlilegar fram-
færslutekjur fáist fyrir þetta verð.
Við Öndundarfjörð og í
Breiðadal fæst fólk við harðfisk-
verkun á þremur bæjum. Er fisk-
urinn hengdur upp í hjöllum og
þurrkaður þar og venjulega tekur
það um sex vikur. Fer þessi starf-
semi vaxandi á öllum bæjum.
„Ég vonast til að við getum
einbeitt okkur að harðfiskverk-
uninni í ríkari mæli þegar kýrnar
eru farnar. Og þá jafnframt að
við getum eflt söluna. Við eigum
okkar tryggu viðskiptavini út um
allt land, bæöi einstaklinga og
verslanir. Þá koma ferðamenn
sem hér eiga leið um mikið við
og kaupa harðfisk. Einnig höfum
við farið suður til Reykjavíkur og
selt harbfisk í Kolaportinu og í
vor seldum við á útimarkaði á
Selfossi."
-sbs.
Bœjarhúsin í Fremri-Breiöadal viö Önundarfjörö.
Þaö er mikil reynsla aö búa á miklum snjóasvceöum einsog fyrir vestan. Þessir mynd er frá liönum vetri og sýnir
þegar mjólk frá Fremri-Breiöadal var flutt frá á þjóöveg á vélsleöa, í veg fyrir mjólkurbílinn.
Ljósmynd: Gukrún Hanna Óskarsdóttir.