Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 20. október 1995 fMw« STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Er vitlaust gefib? Kjaradómur var á sínum tíma stofnaöur til að lægja öldur og koma á sáttum í þjóðfélaginu. Hlut- verk hans er að ákveða kaup alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisins. Laun margra ann- arra embættismanna eru ákvörðuð eftir niðurstöð- um dómsins. Þegar þingmenn ákváðu sjálfir um launakjör sín braust út óánægja með þær ákvarð- anir og þótti einna líkast sjálftöku á launum. Var kvartað yfir að lítið samræmi væri milli kjarabóta þingmanna og þeirra launahækkana sem samið var um annars staðar í þjóðfélaginu. Enn og aftur hafa úrskurðir kjaradóms vakið ólgu á vinnumarkaði og skipt þjóðinni í fylkingar, misstórar og misöflugar. Sú minni ræður. Allt það fjaðrafok og sú ólga sem síðasti úrskurð- ur kjaradóms veldur helgast ekki síst af því að lítið samræmi er milli þeirra launahækkana sem há- launamenn og alþingismenn fá og þeirrar opin- berru launastefnu sem reynt er að framfylgja með atbeina ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar. Það undarlega skeður að þegar kjaradómur er búinn að gera allt vitlaust í þjóðfélaginu og raska samningum og áætlunum, neitar hann að birta forsendur þess úrskurðar sem allri ólgunni veldur. Ríkisstjórnin og forystumenn stærstu launþega- samtakanna og hafa farið fram á að forsendurnar verði birtar. En kjaradómur skellir skollaeyrum við svo eðlilegri kröfu og neitar enn sem komið er að birta forsendurnar. Það er lélegt réttarríki þar sem dómstóll sem skipaður er af Jöggjafanum neitar að skýra frá á hvaða gögnum og samkvæmt hvaða lagastoð hann byggir dómsúrskurð. Hrokafullir kjaradóm- arar segja að hvorki ríkisstjórn né gjörvöllum launþegasamtökum landsins komið við hvernig hann starfar og á hverju hann byggir vægast sagt umdeilda úrskurði. Ef neitunin byggist á lögum er sjálfgefið að þeim þarf að breyta. Jafn áhrifamikill dómstóll og kjara- dómur er hlýtur að þurfa að gera grein fyrir úr- skurðum sínum svo afdrifaríkir sem þeir kunna að vera. Ekki hefur dómstóllinn gert grein fyrir hvernig hann starfar né hvaða gögn hann rannsakar og notar til að leggja grundvöll að kaupi æðstu emb- ættismanna og þingmanna sem lögin samþykkja. Spurningin er þá hvort dómarnir eru ekki einfald- lega óvandaðir og ekki byggðir á gagnasöfnun eða þeim gögnum um launakjör í þjóðfélaginu, sem látið er í veðri vaka að grundi dómana. Dómstóll sem vinnur samviskusamlega byggir úrskurði á lögum og safnar gögnum sem eru for- sendur dómanna. Hann þarf ekkert að fela. Kjara- dómur er engin undantekning. Ef forsendur dóms eru ekki fullnægjandi er dómurinn það tæpast heldur. Spyrja má hvort kjaradómur tekur tillit til opin- berrar launastefnu eða byggir aðeins á kjörum þeirra embættismanna sem mestu hefur tekist að sölsa undir sig í krafti valda og aðstöðu? Og þá vaknar sú sígilda spurning skáldsins; hvort ekki sé vitlaust gefið? Öldungaráðib treystir Sigurbi Garri vill taka það fram að gefnu tilefni, að hann treystir Sigurði Arnórssyni, gjaldkera Alþýðu- flokksins, fullkomlega og telur að þar fari hinn mætasti maður. Að gefnu tilefni er brýnt að koma þessu á framfæri, enda telur Garri varla nóg að framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins lýsi þessu yfir í sérstökum tilkynningum til fjöl- miðla. Það er heldur ekki nóg að gert þó formaður flokksins lýsi þessu yfir í sérstökum yfirlýsing- um til fjölmiðla, né dugar það að varaformaðurinn lýsi þessu yfir í sérstakri yfirlýsingu í mörgum fjölmiðlum. Þá er þaö heldur ekki nægjanlegt að Hrafn Jökulsson taki af skarið og segi í Alþýðu- blaðinu sínu að Sigurður sé hinn besti maöur. Og þrátt fyrir að allir þessir aðilar hafi síðan í gær sam- einast um að senda frá sér til- kynningu í nafni þingflokks Al- þýðuflokksins og framkvæmda- stjórnar flokksins um að Siguröur Arnórsson njóti fulls trausts, þá telur Garri þaö rétt Sigurðar vegna, að hann taki endanlega af öll tvímæli um karakter Sigurðar og lýsi yfir trausti á honum. Bannfærður fram- kvæmdastjóri Garri getur hins vegar ekki heldur orða bundist með að lýsa líka stuðningi við framkvæmda- stjórann fráfarandi, Sigurð Tómas Björgvinsson, sem slitið hefur sér út fyrir flokkinn undanfarin fjög- ur ár af mikilli ósérhlífni og verið forustumönnum úr þingflokki og framkvæmdastjórn afskaplega dyggur liösmaður. Garri veröur að mælast til þess af framkvæmda- stjórninni og þingflokknum að GARRI Sigurði Tómasi veröi sýnd (sem treystir Sigurði Arnórssyni svo vel) kristileg miskunn og hann ekki látinn gjalda þess að hafa gagnrýnt samstarfsmenn í flokks- forustunni, þar á meðal Sigurð Arnórsson gjaldkera. Refsing kratabræðralagsins gagnvart þeim sem brjóta lög leynireglunnar er vissulega miskunnarlaus og venjulega þykir ekkert annað duga en bannfæring. Hins vegar hafa sjaldan komið upp opinber- lega slík átök, nema í kringum formannskjör þegar öldungar bræðralagsins taka upp á því að bylta sér og komast upp á kant hver við annan. Nú er orðið lángt um liðið frá því að síðast varð uppgjör með þeim hætti, en bannfæring minni spámanna úr forustusveitinni og millikader hefur hins vegar færst í vöxt. Þannig hafa fjölmargir úr Jóhönnuliðinu, sem nú er í Þjóð- vaka, lent í bannfæringu, eins og Jóhanna sjálf, Ólína og fleiri geta eflaust borið vitni um. Sigurður Tómas var á sínum tíma hallur undir þann arm og nú er hans tími kominn varðandi bannfær- ingu bræðralagsins. Munurinn á Sigurði Tómasi hins vegar og hin- um er aö Sigurður er gjörsamlega búinn að afneita Jóhönnu og Þjóðvaka og getur því ekki með góðu móti leitað skjóls undir þeirra þaki. Kristileg kratarós? Með bannfæringu sinni á Sig- uröi Tómasi og blessun á Sigurði Arnórssyni er forysta Alþýðu- flokksins því að reka fyrrum fram- kvæmdastjóra sinn út á pólitísk- an berangur fyrir tiltölulega smá- vægilega yfirsjón. Það væri því kristilegt af þing- flokknum og framkvæmdastjórn- inni í kjölfar traustsyfirlýsinga- flóðsins á Sigurð Arnórsson, að fara nú aö senda frá sér, þó ekki væri nema eina yfirlýsingu um að Sigurði Tómasi Björgvinssyni væri fyrirgefið aö hafa stigiö á tærnar á Sigurði og einum eða tveimur öldungum æðstaráðsins. Alþýðuflokkurinn myndi virka mun vingjarnlegri flokkur fyrir bragðið. Garri Island og umheimurinn Starf Alþingis rennur eftir ákveðinni starfsáætlun. Á þeirri áætlun eru nokkrir fastir liðir. Þeir felast í almennri umræðu um ýmis málefni þar sem við- komandi ráðherra heldur yfir- litsræðu og talsmenn flokkanna koma í kjölfarið með sín sjónar- mið. Þessar umræður eru efnis- legar og fróðlegar, en vekja ef til vill ekki eins mikla athygli og skyldi. Nýlega hefur farið fram um- ræða af þessu tagi um utanríkis- mál, en þessar línur eru einmitt skrifaðar í framhjáhlaupi undir þeirri umræðu. Breyttar áherslur í alþjóbamálum Þeir, sem hafa tekið þátt í stjórnmálum um langa hríð, muna tímana tvenna í utanrík- ismálum. Járntjaldið innsiglaði umræðuna um þau mál og fólk skiptist í flokka eftir því hvort það studdi aöild að Nato og her- setu á íslandi eöa ekki. Reyndar voru hafréttarmál mjög áber- andi þáttur í samskiptum við aðrar þjóðir á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Unnið var að stefnumótun á því sviði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og aö útfærslu fiskveiðilögsög- unnar heima fyrir. íslendingar eru stoltir af þessum kafla í sögu sinni og þess vegna er varðveisla þess ávinnings, sem fékkst í 200 mílna fiskveiðilögsögu, ekki að- eins efnahagslegt mál, heldur einnig tilfinningalegt. Þær breytingar sem hafa oröið og setja svip á umræðuna um utanríkismál, eru þær að járn- tjaldið myndar ekki lengur rammann um umræöuna. Þaö er fallið og fleiri þjóðir eru komnar til leiks í Evrópu sem knýja á um náið samstarf á æ fleiri sviöum. Þar má nefna ör- yggismál, efnahagslegt samstarf eða samruna og náið samstarf á sem flestum sviöum mannlegs lífs. íslendingar hafa þá stöðu að vera á markalínu milli heims- álfa. Við þurfum á því að halda að hafa sem flesta glugga opna til umheimsins og ástunda góð viðskipti og önnur samskipti Á víbavangi við sem flesta. Það er okkur sem smáþjóð lífsnauðsyn. Einangr- un er hættuleg. íslendinga greinir hins vegar á um á hvern hátt viö eigum aö taka þátt í samstarfi Evrópu- þjóöa. Það verður næstu árin viðfangsefni í utanríkismálum. Hafréttarmálin í brennidepli Hafréttarmál eru enn á ný í brennidepli í utanríkismálum íslendinga. Það risavaxna verk- efni liggur fyrir þjóðum heims að koma stjórn á veiðar og nýt- ingu auðlinda á úthafinu. Sam- starf þjóða á norðurslóðum er mikil nauðsyn til að þoka þess- um markmiðum fram. Heimalningar eba hvab? Þegar ég var að ljúka við að skrifa þessar hugleiðingar, var ungur varaþingmaður kominn í stólinn og sakaði þingheim um að sinna eingöngu ómerkilegum innanríkismálum svo sem nýt- ingu rekaviðs og varðveislu arfs húsmæöraskóla, en láta sig böl og þjáningu heimsins engu varða, ef það kæmi ekki beint við pyngju landans. Vitnaði hann í frægt ljóð Laxness, lagt í munn Bjarts í Sumarhúsum: „Spurt hef ég tíu milljón manns..." Hvað sem þessu líður, hygg ég að staðreyndin sé sú aö þátttaka þingmanna í alþjóðlegu sam- starfi hefur vaxið mjög mikið og hugsun og umræða um þau málefni. í þessum efnum hefur oröið stökkbreyting og sá tími er löngu liðinn að þessi mál séu látin eftir örfáum mönnum til umhugsunar. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.