Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Föstudagur 20. október 1995 197. tölublaö 1995 Byggingavísitala: 1,2 prósent verðbólga Hagstofan hefur reiknaö út vísi- tölu byggingarkostnaðar sam- kvæmt verölagi um miðjan október. Hún hefur hækkaö um 0,3% frá því í september. Síö- ustu tólf mánuöi hefur vísitalan hækkaö um 3,4%. Undanfarna þrjá mánuöi hefur hún hins vegar hækkað um 0,3 sem jafn- gildir 1,2% veröbólgu umreikn- að til ársgrundvallar. ■ íslensk mynd verölaunuö: Ási vinsæll í Chicago Barnamyndin Ási hlaut veröaun sem vinsælasta kvikmyndin á kvik- myndahátíð bama og unglinga sem haldin var í Chicago í Banda- ríkjunum á dögunum. Myndin var valin vinsælust af áhorfendum úr hópi 130 mynda frá 35 löndum. Myndin, sem var framlag Innlendr- ar dagskrárdeildar Sjónvarps í leik- inni þáttaröð innan barna og ung- lingaeilda evrópsku sjónvarstö- vanna (EBU), er eftir Sigurbjöm Að- alsteinsson. Myndin er þriðja mynd Sigurbjöms sem hlýtur verð- laun á erlendri grundu en hinar eru „Hundur, hundur" og „Ókunn dufl". Sigurbjörn er þessa dagana að ljúka annari mynd fyrir Sjón- varpið sem verður framleg í nýrri þáttaröð innan EBU og nefist sú mynd „Björgun". ■ Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar viðurkenndi á blahamannafundi í gær að á hann rynnu nú tvær grímur varðandi bæjarábyrgðir, sem hann í eina tíð hafi verið samþykkur. Málefni Miðbæjar Hafnarfjarðar, sem fékk 120 milljón króna bæjarábyrgð, hafa orðib bænum dýrkeypt. Hafnarfjarðarbæ er í raun nauð- ugur sá kostur að kaupa af fyrirtæk- inu eignir upp á 250 milljónir króna, hótelturn og bílakjallara, og leggja í afar flókið ferli makaskipta á fasteignamarkaði. Sá gjörningur verður endanlegur á fundi bæjar- stjórnar eftir helgi. Ljóst er að minnihluti bæjarstjómar hefur sitt- hvað vib samningana að athuga. í bæjarráði upphófust miklar þrætur Fjölmennur félagsfundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún samþykkti mótatkvæbalaust í Bíóborginni í gær aö fela stjórn og trúnabarmannarábi félags- ins ab segja upp gildandi kjara- samningi, frá og meb næstu áramótum. Ábur en til at- kvæbagreibslu kom, hafbi fundurinn í raun samþykkt til- lögu stjórnarinnar meb lófa- klappi þegar hún var lesin upp í upphafi fundar. Niðurstaðan í Bíóborginni kom í sjálfu sér ekki á óvart miðað við þá óánægju sem var meö samn- ingana þegar þeir voru samþykkt- ir fyrir rúmu hálfu ári síðan. Þaö milli fylkinganna í gærdag. í makaskiptaferlinu sem fram- undan er eru meðal annars kaup Hafnarfjarðarkaupstaðar á 659 fer- metra húsnæði í gömlu Morgun- blaðshöllinni í hjarta Reykjavíkur. Þá eign hyggst Hafnarfjarðarbær selja Reykjavíkurborg eða öðrum þeim sem kaupa vilja. Eignin er keypt af SÍF, sem aftur kaupir í hót- eltumi miðbæjarframkvæmdanna auk þess að fá lóö til athafna í bæn- um. Þeir Ingvar Viktorsson og Jóhann Gunnar Bergþórsson, formaður Miðbæjarnefndar, sáu þó eilítið ljós í myrkrinu. Þrátt fyrir aö bærinn verði nú enn skuldsettari en fyrr, næst sá árangur ab ljúka fram- kvæmdum við vægast sagt um- kom hinsvegar fram í máli ræðu- manna á fundinum að það væri ekki nóg að segja samningunum upp, ef menn væru ekki tilbúnir að leggja hart að sér í baráttunni fyrir hækkun launa og betri kjör- um. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar sagði í ræðu sinni á fundinum að hug- myndafræöilegur grundvöllur febrúar-samninganna hefði snú- ist í andhverfu sína með þeim samningum sem gerðir hafa verib við þá sem á eftir komu. Hann sagði það vera áfellisdóm yfir ís- lensku atvinnulífi að í nágranna- löndum væri hægt aö greiða allt deilda miðbæjarbyggingu. Þá næst líka sá árangur að stórfyrirtækið SÍF, Sölusamtök íslenskra fiskframleið- enda, góbur skattgreibandi og at- vinnuskapandi, flytur alfarið í Hafnarfjörð og kaupir tvær hæðir í svokölluðum hótelturni miðbæjar- kjarnans ásamt 20 bílastæöum í kjallara. Hótelturninn svonefndi kostar Hafnarfjörð 169 milljónir króna en bílakjallari tæpar 84 millj- ónir. Jóhann Gunnar Bergþórsson benti á að nágrannasveitarfélög legðu fram fé þegar í byrjun til að stuðla að framgangi „kringlu"versl- ana, þab væri því ekkert einsdæmi að bæjarfélög kæmu að rekstri sem þessum. Þá benti hann á ab fyrrver- andi meirihluti hefði hjálpab verk- að þrefalt hærri laun fyrir sam- bærilega vinnu og unninn er hér- lendis. Þaö heföi hinsvegar verib tekið eftir því að enginn af for- svarsmönnum atvinnulífsins hefði getaö útskýrt ástæður fyrir þessum launamun. Hann gagnrýndi harðlega meintan stöðugleika og þá aðal- lega vegna þess að tilgangur þeirr- ar efnahagsstefnu virtist ein- göngu vera á þá leið að halda lág- um launum áfram lágum. Afleið- ingarnar væru m.a. þær að verkafólk gæti ekki lengur eignast eigið húsnæði og þaðan af síður búið í félagslega íbúðarkerfinu vegna lágra launa. takafyrirtækinu Byggðaverki út úr ógöngum gagnvart Iðnlánasjóði. Nauðsynlegt væri að koma til að- stoðar Miðbæjarframkvæmdum sem réðu ekki lengur við fram- kvæmdina. Miðbæjarframkvæmdin var á sínum tíma gagnrýnd, jafnt af fagurfræðilegum sem og viðskipta- fræðilegum ástæðum. Ingvar Viktorsson sagði að Hafn- arfjörður, senn næst stærsti bær landsins yrði að geta boðið upp á samsvarandi aðstöðu og önnur sveitarfélög. „Sjálfstæbi okkar bygg- ist á því að halda versluninni í bæn- um," sagði Ingvar. Hann sagði við- skipti í nýja verslunarkjamanum lífleg. Ingvar neitaði því að bygg- ingin hefbi frá upphafi verið mis- tök. -JBP Formaðurinn sagði að ekkert afl gæti stöðvab verkalýöshreyfing- una ef hún legðist á eitt í barátt- unni fyrir markmiðum sínum og skoraöi á önnur félög að fylgja fordæmi Dagsbrúnar og ísfirskra verkamanna í Verkalýðsfélaginu Baldri. Hann sagði aö VSÍ stjórn- aði ekki Dagsbrún og gaf lítið fyr- ir viöleitni þeirra til að beita ein- hverjum lagarefjum til að reyna að hindra framgang réttlætis. -grh SFR á fundi í gœr: Vill ræða uppsögn samninga Á trúnaðarmannafundi SFR sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem launastefna vinnuveitenda og ríkisvalds er harðlega gagnrýnd. Beinir trúnaðarmannaráðið því í samþykkt sinni til stjórnar félagsins að kalla saman samninganefnd og Iaunamálaráð til þess að ræða upp- sögn samninga. SFR er fyrsta félag opinberra starfsmanna til að hreyfa uppsagnarmálum og er tónninn í félaginu augljóslega svipaður og í félögum sem samþykkt hafa upp- sögn samninga. Þannig er t.d. talað um ab „á sama tíma og almennu launafólki er skammtab úr hnefa færir alþingi og kjaradómur háemb- ættismönnum, ráðherrum og al- þingismönnum tugþúsundir á silf- urfati." Trúnaðarmannafundurinn krefst þess einnig ab gerðar verði breytingar á þeim þáttum fjárlaga- frumvarpsins sem rýra kjör launa- fólks og valda auknu misrétti og ójöfnuði í þjóöfélaginu. ■ Hafnarfjaröarbœr fastur í neti bœjarábyrgöarinnar og kaupir fasteignir fyrir rúmar 250 milljónir króna: Kaupir í Moggahöllinni — fær aðalstöövar SÍF í bæinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.