Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. október 1995 9$MfÍWH 11 Fimm fyrrverandi formenn Félags framsóknarkvenna. Standandi frá vinstri: Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Sturludóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Sólveig Alda Pétursdóttir og Sigríbur Thorlacius. Rannveig Þorsteinsdóttir situr fyrir miöju. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík 50 ára: Vilja hvetja konur til þátttöku 1 stjómmálum Framsóknarkonur meö laufabrauö sem þær seldu á basar aö Hótel Lind í desember 1988. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík fagnar 50 ára af- mæli sínu í dag. Meb félag- inu starfa um 200 reykvískar framsóknarkonur, sem leit- ast viö aö styöja hver viö aöra og þjálfa sig til starfa í stjórn- málum. Og þótt slíkt sé ekki á starfssviöi félagsins, kunna þær aö sjálfsögöu líka aö baka! Fyrsti þingmaöur Framsóknarflokksins í Reykjavík var meölimur fé- lagsins. Stofnfundur Félags fram- sóknarkvenna í Reykjavík var haldinn 18. október 1945. Á fundinum var ákveöiö aö stofna sérstakt félag framsókn- arkvenna, sem varð að veru- leika á framhaldsstofnfundi 24. október. 43 konur sóttu fundinn. í fyrstu stefnuskrá félagsins var aðaláherslan lögö á aö ráöa bót á vandamálum húsfreyja, t.d. hvað snertir hreinlæti og aöstöðu á heimilum. Konurnar vildu einnig efla baráttuna gegn böli áfengis og efla sam- starf heimilis og skóla, sem hvorutveggja eru málefni sem enn eru í fullu gildi. Sigríður Hjartar, núverandi formaður félagsins, segir að stefnumál félagsins fyrstu árin hafi einkennst af því ab á þeim tíma tíðkaðist ekki að giftar konur ynnu utan heimilis. Samt sem áður hafi strax frá upphafi verið litib á félagið sem sjálfstæðan aðila innan flokksins. Fulltrúar þess hafi t.d. verib boðaðir til fundar vegna bæjarstjórnarkosning- anna 1946 óg strax það ár hafi konur verið hvattar til að taka til máls á fundum félagsins og þjálfa sig til starfa fyrir flokk- inn á öðrum vettvangi. Sigríður minnir á að fyrsti þingmaður Framsóknarflokks- ins var einmitt kona, Rannveig Þorsteinsdóttir. Hún sat á Al- þingi á árunum 1949-1956. Rannveig var jafnframt eina konan sem hafði leitt lista fyrir alþingiskosningar í Reykjavík allt þar til Kvennalistinn bauð fyrst fram 1983. Árangur Rann- veigar er enn merkilegri í ljósi þess að næsta þingkona Fram- sóknarflokksins var Valgerður Sverrisdóttir sem tók fyrst sæti á Alþingi árið 1987. Framsóknarkonur í Reykja- vík hafa hins vegar átt þó nokkra varaþingmenn og síð- ast en ekki síst er þetta þriðja kjörtímabilið sem framsóknar- kona leiöir hóp framsóknar- manna í borgarstjórn. 'Félag framsóknarkvenna í Reykjavík átti fmmkvæði að stofnun Landssambands fram- sóknarkvenna. Þær skipuðu fyrstu nefndina innan félags- ins, stjórnmálanefndina, sem hafði það markmiö að hvetja framsóknarkonur um land allt til virkari þátttöku í stjórnmál- um. Helsta krafa framsóknar- kvenna í dag er ab mati Sigríð- ar að þær séu metnar ab verð- leikum og á sömu forsendum og karlmenn. Að því tilskildu leggi þær áherslu á ab fram- sóknarfólk af báðum kynjum vinni saman. Sigríður segist nokkub ánægð með stöðu kvenna í flokknum og teljur að flokksbræbur þeirra líti al- mennt á þær sem jafningja sína. Hún leggur áherslu á að starf félags eins og þessa hljóti að vera í stöðugri þróun, eins og samfélagið allt. Um leið verbi konur að vera tilbúnar að vega það og meta hvort tímarnir hafi breyst þab mikib ab ekki sé lengur þörf á sérstöku félagi kvenna. Sigríður segist telja að sú þörf sé enn fyrir hendi. í spjalli blaðamanns og Sig- ríðar notabi Sigríður gjarnan orðið kvenfélag. Vegna for- dóma blaðamanns gagnvart orðinu kvenfélag var hún því að lokum spurð hvort þær tækju að sér kökubakstur fyrir karlmennina í flokknum. „Vib erum kvenfélag í þeirri merkingu að við emm félag kvenna, en við emm ekki kvenfélag Framsóknarflokks- ins. FéTagið'h.eitir Félag fram- sóknarkvenna í Reykjavík —n en ab sjálfsögbu kunnum við líka aö baka!" -GBK Framsóknarflokkurinn Elín Halldór Sigurbjörg Ingibjörg Sigríbur Kristjana Herdís Drífa 7. Landsþing LFK /rKonur í framsókn" Hansfna Valgerbur verbur haldib í sal Lionsmanna í Kópavogi ab Aubbrekku 25, dagana 20.-22. október. Dagskrá: Föstudagurinn 20. október Kl. 19.30 Þingsetning ab Borgartúni 6. Setning: Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Kjör embættismanna þingsins. Ávörp: Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Siv Fribleifsdóttir, 1. þingmabur Reykjaneskjördæmis. Kl. 20.00 Fundi frestab til laugardags. Kl. 20.00 Kvöldverbarhóf í tilefni 50 ára afmælis Félags framsóknarkvenna í Reykjavik. Ávarp: Sigribur Hjartar, formabur FFK. Hátíbarræba: Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. Laugardagurinn 21. október Kl. 8.30 Afhending þinggagna ab Aubbrekku 25, Kópavogi. Kl. 9.00 Ávarp: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formabur Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi. Kl. 9.10 Skýrsla stjórnar. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Þóra Einarsdóttir gjaldkeri. Umræbur — afgreibsla. Mál lögb fyrir þingib. Kl. 9.45 MANNRÉTTINDI KVENNA Mannréttindi eldri kvenna Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formabur Freyju og fulltrúi á kvennaráb- stefnunni í Kína. Áherslur í mannréttindamálum kvenna Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. Lög og framkvæmd jafnréttisáætlunar ríklsstjórnarinnar Elín Líndal, formabur jafnréttisrábs. Efnahagslegt sjálfstæbi — grundvallarmannréttindi Herdís Sæmundardóttir, formabur undirbúningsnefndar um stofnun lánatryggingasjóbs kvenna. Þróunarabstob meb persónulegum samskiptum Hansína Björgvinsdóttir, ritari LFK og fulltrúi á kvennarábstefnunni í Kína. Umræbur. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Umræbur um stöbu kvenna í Framsóknarflokknum og framtíbar- sýn þeirra. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Ávarp: Cubjón Ólafur jónsson, formabur SUF. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigbisrábherra. Valgerbur Sverrisdóttir, formabur þingflokks framsóknarmanna. Siv Fribleifsdóttir, alþingismabur Reykjaneskjördæmis. Umræbur. Tillögur ab jafnréttisáætlun í flokksstarfi lagbar fram. Drífa Sigfúsdóttir, vararitari Framsóknarflokksins. Umræbur. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.15 Hópstarf. Kl. 17.00 Skobunar- og skemmtiferð í Mosfellsbæ fram eftir kvöldi í bobi Esju, félags framsóknarkvenna í Kjósarsýslu. Leibsögumabur er Helga Thor- oddsen bæjarfulltrúi. Sunnudagurinn 22. október Kl. 9.00 Morgunkaffi. Kl. 9.15 Ávarp: Ingibjörg Pálmadóttir, ritari Framsóknarflokksins. Kl. 9.30 Umræba og afgreibsla jafnréttisáætlunar. Kl. 11.00 Afgreibsla mála. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Afgreibsla mála. Kl. 13.45 Stjórnarkjör. Kl. 14.45 Þingslit. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Noröurlandskjör- dæmi eystra verbur haldib þann 3. og 4. nóvember n.k. á Húsavík. Þingib hefst föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Páll Pétursson félagsmálarábherra ávarpar þingib. Stjóm KFNE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.