Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. október 1995 Slsifittti UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Veraldlegir stjórnarandstööuhópar í Alsír taka undir ásakanir múslima á hendur frönsku stjórninni: Frakkar buðu hættunni heim París — Reuter Um leið og franska lögreglan lýsti yfir áhyggjum sínum af því að hætta kynni ab vera á frekari sprengjuárásum í París á næstunni, lýstu veraldlegar stjórnmálahreyfingar í Alsír yfir stuðningi sínum vib kröf- ur íslamskra trúarhópa um að franska stjórnin láti eiga sig ab taka afstöðu í alsírska borgara- stríðinu. Leiðtogar Þjóðfrelsisfylking- arinnar (FLN), sem ábur hafbi stjórn Alsírs með höndum, og leiðtogar Fylkingar sósíalískra afla (FFS) sökuðu Jacques Chirac um að leggja blessun sína yfir forsetakosningarnar sem fram eiga að fara í Alsír 16. nóvember nk., en þær eru að sögn þeirra sýndarmennsk- an ein og nánast öruggt er að núverandi forseti, herforing- inn Liamine Zeroual, vinni sigur í þeim. Moustapha Bouhadef, aðal- ritari FFS, sagði í viðtali við dagblaðið La Croix að fundur Chiracs í næstu viku með Zeroual í New York geti vart talist annað en „stuðningur við ríkisstjórnina og stefnu hennar sem byggir á mann- réttindabrotum og spillingu." Og aðalritari FLN, Abdelham- id Mehri, sagði í viðtali við dagblaðið Liberation að fund- urinn sýndi að „Frakkland styðji sjónarspil lýðræðis og kosninga sem eru ekki frjáls- ar." Bæði íslamskir og veraldlegir stjórnarandstöðuhópar í Alsír ætla að sniðganga kosningarn- ar, og Abdelhamid Brahimini, fyrrverandi forsætisráðherra í Alsír sem nú býr í útlegð í Lundúnum, segir kosningarn- ar vera „leikaraskap þar sem útkoman er vituð fyrirfram." Brahimi sagði ennfremur að vel væri hugsanlegt að örygg- issveitir Alsírs stæðu að ein- hverju leyti á bak við GIA, íslömsku skæruliðahreyfing- una sem sagst hefur bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í París sem orbib hafa sjö manns að bana og sært yfir 170. GIA hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem Chirac er varað- ur við því að hitta Zeroual, og nú hafa sem sagt veraldlegir stjórnarandstöðuhópar tekið undir kröfur skæruliðanna, þótt á öðrum forsendum sé. GIA er klofningshópur frá Frelsisfylkingu íslams (FIS), sem átti sigur næsta vísan í kosningum sem áttu að fara fram árið 1992, en vib þær kosningar var hætt á síðustu stundu að frumkvæði hersins. í vikublaðinu al-Ribat, sem alsírskir útlagar gefa út í Þýska- landi, er franska stjórnin sögð hafa boöið hættunni heim með því að taka afstöðu í borg- arastyrjöldinni í Alsír. „Eng- inn í Alsír hafbi áhuga á að flytja átökin út, en það eru franskir leiðtogar sem hafa tekiö afstöðu í alsírsku átökun- um." Ricardo Chávez Carcía er lögregluþjónn í Mexíkóborg. Hann geröi sér lítiö fyrir og lét kross- festa sig í því skyni ab mótmœla spillingu meöal yfirmanna mexíkósku lögreglunnar. Hann erþó ekki einn síns liös þvífjöldi starfsfélaga hans ílögreglunni tók þátt í mótmœlunum meö honum, þótt þeir hafi reyndar ekki látib binda sig fasta á kross. Viröa þarf laga- hefðir frumbyggja Canberra — Reuter Alastair Nicholson, yfirdómari við fjölskyldudómstól Ástralíu, hvatti ríkisstjórnina til þess að virða laga- hefð frumbyggja í landinu og tekið veröi tillit til hennar í ástralska dómskerfinu. „Það er dapurleg endurspeglun á fortíöarviðhorfum til frumbyggja okkar að enn í dag, eftir 200 ár, skuli gagnrýnendur halda því fram að við vitum ekki ennþá nóg um hefðarrétt til þess að geta skilið hann og tekist á við hann," sagði Nicholson. Það er næstum áratugur síðan nefnd um endurskoðun og endur- bætur á áströlskum lögum mælti með því að dómstólar tækju tillit til laga og siða frumbyggja þegar veriö væri að ákveða refsingu, skilgreina glæpi og fjallaö væri um fjölskyldu- mál á borð við hjónaband og ætt- leiðingu. „Það er Iöngu kominn tími til aö við skoðum í alvöru leiðir til að láta lagahefðir frumbyggja, hvað snertir málefni fjölskyldunnar, njóta þeirr- ar viðurkenningar og virðingar sem tilhlýðilegt er," sagði Nicholson. Frumbyggjar eru alls 1,5% af þeim 18 milljónum manns sem búa í Ástralíu, en nærri 15% þeirra sem sitja í fangelsi þar í landi eru frum- byggjar. Rannsóknir á vegum hins opinbera hafa sýnt að sjálfsmorð séu mun algengari meðal frum- byggja sem hafðir eru í haldi, og að frumbyggjar eru handteknir 16 sinnum oftar en aðrir íbúar lands- ins, auk þess sem tilefniö er oft að- eins smávægilegt, svo sem drykkju- skapur á almannafæri. Paul Keating forsætisráðherra hefur gert það að einu helsta stefnu- máli ríkisstjórnarinnar að vinna að sáttum milli frumbyggja og annarra íbúa landsins. M.a. hefur hann fengið því framgengt að sett hafa verið lög um landareignir sem gera fmmbyggjum kleift að endur- heimta hefðbundin landsvæði sín. Einnig er reiknað meö því að hann kynni víðtækan félagsmálapakka á næstu mánuðum þar sem stefnt er að því að bæta lífsskilyrði frum- byggja. ■ Atvinnuleysi í Finnlandi er meö því mesta sem þekkist í Evrópu: Stjórnin ákveöur að- gerðir til að dragaúrat- vinnuleysi Helsinki — Reuter Finnska stjórnin hefur komiö sér saman um abgerbir í atvinnumál- um sem miða að því að minnka atvinnuleysi í landinu um u.þ.b. helming á næstu árum. Atvinnuleysi í Finnlandi er með því mesta sem þekkist í Evr- ópu. í ágúst sl. taldist finnsku hagstofunni svo til að 404.000 manns væru atvinnulausir, en það er 16,2% atvinnuleysi. At- vinnumálaráðuneytið notar öðruvísi mælikvarða á atvinnu- leysi og þar segja menn að 452.100 manns hafi verið að leita sér aö atvinnu í september, sem samsvarar 17,9% atvinnuleysi. Aðgerðirnar, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til, fela m.a. í sér að skattar á vinnuafl verði lækkaöir, endurbætur veröi gerðar á atvinnumarkaðnum, stutt verði viö bakiö á sjálfstæð- um atvinnurekstri, menntun og starfsþjálfun verði efld og bygg- ingastarfsemi verbi aukin, ab því er segir í yfirlýsingu finnska fjár- málaráðuneytisins. Þessar að- gerðir eiga ab minnka atvinnu- leysi þannig að árið 1999 verbi það komið niður í 8 til 9 prósent, sem þýðir að um 120.000 manns verði útveguð atvinna á þeim tíma. í yfirlýsingu fjármálaráöuneyt- isins var ekki tekið fram hver kostnaöur ríkisins yrbi af þessum aðgerðum, en að sögn finnska út- varpsins hefur Paavo Lipponen forsætisráðherra Iagt áherslu á að aðgerðirnar muni ekki auka fjár- lagahallann, sem er 57 milljarðar finnskra marka (u.þ.b. 700 millj- arðar ísl. kr.) á þessu ári, eða um fjóröungur af heildarútgjöldum ríkisins. ■ HEILSUGÆSLUSTOÐVAR I REYKJAV.K STjÓRNUNARSVIÐ Inflúensubólusetning á vegum heilsugæslustöbvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöbvar Seltjarnarness og sjálfstætt starfandi heimilis- lækna Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn inflúensu á vegum heilsugaeslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvar- innar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Samkvæmt upplýsingum landlæknis er öldrubum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvunum í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 567-1500, Heilsugæslustöb Grafarvogs, Hverafold 1 -3, sími 587-1060, Heilsugæslustöbin Efra-Breiðh., Hraunbergi 6, sími 567-0200, Heilsugæslustöbin í Mjódd, Þönglabakka 6, sími 567-0440, Heilsugæslustöbin í Fossvopi, Borgarspítala, sími 569-6780, Heilsugæslan Lágmúla 4, simi 568- 8550, Heilsugæslustöb Hlíbasvæbis, Drápuhlíb 14, sími 562-2320, Heilsugæslustöb Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 562-5070, Heilsugæslustöbin Seltjarnarnesi, Suburströnd, sími 561-2070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykja- vík þessar bólusetningar. 19. október 1995. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslustöbin á Seltjarnarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.