Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1995, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 20. október 1995 Umhverfismál eru meöal þess sem veröur rœtt á samgönguráöstefnu SSH: Brýnt aö draga úr notkun einkabílsins Umhverfisáhrif umfer&ar er me&al þess sem rætt veröur á samgöngurá&stefnu Samtaka sveitarféiaga á höfu&borgar- svæ&inu nk. föstudag. Þar ver&- ur me&al annars rætt um hvern- ig draga megi úr notkun bíla í borgum og þar me& stu&la a& auknum gæöum umhverfisins, færri slysum og minni orku- notkun. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar ver&a einkum þrjú. Framkvæmdir og uppbygging umferðarmann- virkja verða á dagskránni fyrir há- degi en síbar um daginn verður rætt um þátt almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæöinu og um umhverfismál og frágang. Ingibjörg R. Gu&laugsdóttir, yf- irskipulagsfræöingur hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, flytur er- indi á ráðstefnunni sem hún nefnir „Nýjar aöferöir í sam- göngumálum: „Car free Cities", tilraunir með breytt fyrirkomu- lag/nýjan hugsunarhátt." I erindinu mun Ingibjörg kynna samtökin „Car free Cities Club" — (samtök borga án bíla). Samtökin voru stofnuð í mars á síðasta ári og var Reykjavík meöal þeirra borga sem stóöu aö stofnun þeirra. Samtökin vilja beita sér fyrir því aö draga úr bílaumferð í borgum. Aukin umferö er vaxandi vanda- mál í borgum þar sem henni fylgja fleiri umferöarslys og meiri mengun. Einnig er víða erfitt, sér- staklega í eldri hverfum, aö skapa svigrúm fyrir bílinn án þess að umhverfi og sérkenni borgarinnar spillist. Menn vilja því „hætta að láta borgina ablagast bílnum en þess í staö láta bílinn aðlagast borginni". Innan samtakanna er viður- kennt að ekki sé nóg að hefta um- ferb einkabílsins heldur þurfi um leið aðrar samstilltar aögerðir til að bæta aðra ferðamáta. Þar er t.d. átt vib almenningssamgöngur og aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda. -GBK Hugmynd ungs uppfinningamanns veröur aö framleiösluvöru: Ruslakarfa fyrir körfuboltafrík Ruslakarfa er ekki sama og ru- slakarfa. Hjá fyrirtækinu Barna- smiöju er hafin framleiösla á ru- slakörfu sem er hönnuö eftir hugmynd Sveins Freys Sævars- sonar, uppfinningamanns og nemanda í Foldaskóla í Reykja- vík. Ruslakarfan á aö hvetja börn til a& Iosa sig viö rusl á réttan staö. Sveinn Freyr Sævarsson sendi hugmynd sína aö ruslakörfu i Ný- sköpunarkeppni grunnskólanem- enda. Hugmynd hans var ásamt nokkrum öðrum kynnt eigendum Barnasmiðjunnar með fyrrgreind- um árangri. Sveinn Freyr fékk hugmynd að ruslakörfunni í skólanum. Þar hafði hann veitt því athygli að í staö þess að ganga ab ruslakörfun- um og losa sig þannig við rusl, stóbu krakkarnir gjarnan álengdar og köstuðu ruslinu eins og körfu- bolta í körfu. Hugmynd Sveins Freys tók mið af þessu og var hún upphaflega ruslakarfa með körfu- boltakörfu fyrir ofan. Smíbuð var frumgerð eftir teikningu Sveins Freys en hún reyndist hafa þann gaíla að ruslið vildi lenda í kringum körfuna jafnt og ofan í henni. Með styrk frá Samtökum iðnaðarins var Sig- ríöur Heimisdóttir hönnuður fengin að verkefninu og á hún heiöurinn ab þeirri lausn sem af- hjúpuð var meö viðhöfn í Barna- smiðjunni í gær. • í útfærslu Sigríðar er ruslakarfan í líki körfuboltamanns sem situr á hækjum sér (hægt er aö fá fleiri fígúrur). Á honum miðjum er stórt gat eða lúga og inn um það er ruslinu hent. Bak við gatið er ruslakarfan sjálf staðsett. Sveinn Freyr afhjúpaöi ruslak- örfuna sjálfur. Hann sagðist ánægður með útlit hennar og tók léttilega skot á hana fyrir við- stadda. Ætlunin að bjóða skólum og leikskólum ruslakörfuna til kaups ásamt öðrum stöðum þar sem börn eru. -GBK IIIIIIIIIIIIIII # # é # Ásgeir Gubmundsson, forseti ICEM. Forstjóri Námsgagna- stofnunar: Endurkjörinn forseti ICEM Ásgeir Gu&mundsson, forstjóri Námsgagnastofnunar, hefur veriö endurkjörinn forseti aiþjóöasam- takanna ICEM — Intemational Council for Educational Media — til næstu tveggja ára. ICEM eru alþjóðleg samtök sem vinna aðjrví að efla kennslutækni í skólum. I samtökunum eru um 30 þjóöir og hefur Námsgagnastofnun- in verið aðili að þeim fyrir íslands hönd frá upphafi. Auk hennar eru 14 íslenskir aðilar félagar í ICEM. Ásgeir Guðmundsson var kjörinn forseti samtakanna árið 1993 til tveggja ára. Síðan hefur verið unniö að gagngerum breytingum á lögum og starfsháttum samtakanna, sem ganga einkum í þá átt að gefa fleiri aöilum kost á að taka virkan þátt í starfi þeirra. Ásgeir var endurkjör- inn forseti samtakanna á aðalfundi þeirra í Mainz í Þýskalandi 13. október sl. -GBK andi mynd, er húsið mjög fallega upp- gert. Ekki verbur heldur neinn fyrir von- brigðum þegar inn er komib, þar er allt uppgert og mjög smekklegt. Gamli stíll- inn látinn halda sér eins og viö varð komið. Á efri hæö eru þrjár samliggj- andi stofur, eldhús og baö. Á neöri hæð fjögur herbergi og hol. Séríbúö er í kjall- ara, tvö herbergi og eldhús. Þab skemmtilegasta viö þá íbúö er eldhúsiö, sem er meö sínum upprunalegu eldhús- innréttingum sem hafa veriö unnar upp af mikilli natni. Garöurinn viö húsiö er lítill, en mjög smekklega skipulagöur. Fyrir nokkrum árum byggöu þau hjónin snotra garðstofu í norövesturhorni garösins á þeim bletti sem skúr Eyjólfs stóö. Vatnsstígur 9 er hús meö sál og blær liöinna tíma umvefur húsiö. Ekki er laust viö aö stundum hafi sú hugsun læöst aö íbúunum aö þeir væru ekki ein- ir í húsinu. Þess varö vart um tíma, þeg- ar umferö var hljóönuð og kyrrö var komin á, aö hljóö heyröist úr næsta her- bergi, sem líktist því helst aö skúffa væri dregin til í dragkistu. Stundum heyröist fótatak sem ekki var hægt aö rekja til umgangs íbúa hússins. En hvaö sem þetta var, er þaö löngu hljóönaö. Þessu fylgdi einungis gott, sögöu þeir sem heyröu og fannst þetta miklu frem- ur vera þægilegt en óþægilegt. Einungis gott að vita að fylgst væri meö húsinu og íbúum þess. Óvenju fagurt útsýni er frá efri hæö hússins og sést Sólfariö, skúlptúr sem reistur var sjávarmegin viö Sæbrautina og snýr stafni út á sundin. Engey og Viöey blasa viö og í baksýn Esjan, Skarösheiöi og Akrafjall. Vatnsstígur 9 Vatnsstígur er gata í Skuggahverfi sem liggur frá Laugavegi niður á Skúlagötu. Gatan er fremur fjölfarin, ólíkt Veg- húsastígnum, götunni sem liggur aö henni og er næst Hverfisgötu. Á horn- inu þar sem Veghúsastígur og Vatnsstíg- ur mætast er húsiö sem sagt verður frá hér á eftir. Árið 1903 í september selur skipta- ráöandinn, fyrir hönd dánarbús Bjarna Bjarnasonar, býliö Grjóthús. Þá kaupir býliö Árni Halldórsson. Árni selur síöan helming eignarinnar þann 20. nóvem- ber sama ár, Gunnlaugi Ólafssyni. Eign- inni var ekki skipt og verður hún sam- eign þeirra um tíma. Sama ár fá þeir leyfi til aö reisa hús á Grjóthúsalóö aö stærö 11x12 álnir, sem í dag er Vatns- stígur 9. Lýsing á húsinu, sem þeir byggja áriö 1904, fer hér á eftir og er tekin uppúr brunavirðingum (brunabótamati) frá sama ári. Þar er sagt aö Árni Halldórsson og Gunnlaugur Olafsson hafi byggt á lóðinni viö Vatnsstíg einlyft hús meö risi. Húsiö byggt úr bindingi, klætt aö utan meö 1" plægöum borðum, pappa, listum og járni þar yfir og meö járnþaki. Innan á bindingi pappi og listar. Kjallari er undir öllu húsinu, 3 álnir á hæö, en ekki byrjaö aö inn- rétta hann. Á hæö- inni 4 íbúðarher- bergi og 2 eldhús, 2 fastir skápar. Þar er allt þiljaö og herbergin meö pappa á veggjum, en striga og pappa í lofti, allt málaö. Tvær eldavélar voru í húsinu og tveir ofnar. í risi geymsla. Inngangur er að vestan- veröu í viöbyggingu jafn hárri húsinu. Árni Halldórsson selur síðan Jónasi Páli Árnasyni sinn hluta eignarinnar ár- iö 1905. Á næstu árum á eftir er tvíbýli í húsinu. Jónas Páll Árnason selur hluta af lóö sinni í júlí 1915 Gunnari Ólafs- syni, sem sama ár byggir steinhús á lóö- HUSIN FREYJA arpartinum Vatnsstíg 9 a. Sonur Gunnlaugs Ólafssonar, Eyjólfur, fær leyfi til að byggja ofan á Vatnsstíg 9 árið 1927. Eyjólfur og kona hans Guðrún búa þar ásamt afkomendum sínum og er um tíma þríbýli í húsinu. Úti á lóðinni var lengi skúr- bygging eða hjallur, sem Eyjólfur eyddi mörgum stundum í viö aö berja haröfisk. Þegar Veghúsastígur var breikkaður á árun- um 1927 til 1930 varö . Jónas Páll Árnason að láta spildu úr ióð sinni undir götuna. Þá mun einhver skipting hafa veriö komin á lóöina, en eins líklegt að þaö hafi einungis verið munnlegur samningur á milli eigenda. Jónas Páll Árnason og kona hans, Franziska Karolína Sigurjónsdóttir, bjuggu í húsinu til æviloka. Árið 1974 kaupir Árni sonur Jónasar Páls þann hluta eignarinnar sem faöir hans átti, en áöur' haföi Árni fest kaup á efri hæöinni. Móöir Árna, sem þá var oröin ekkja, bjó hjá syni sínum og tengdadóttur, Aðalbjörgu Ágústsdóttur. Áriö 1980 kaupa þau hjónin þann hluta neöri hæöarinnar, sem ekki var falur áö- ur, og þá er Vatnsstígur 9 allur orðinn eign þeirra hjóna. Þau hófust handa viö aö gera húsiö upp og áriö 1983 var húsiö tekiö í gegn aö utan og hiö upprunalega útlit látiö halda sér. Eins og sjá má af meðfylgj- I BÆNUM JÓNSDÓTTIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.