Tíminn - 28.10.1995, Síða 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur
Laugardagur 28. október 1995
203. tölublaö 1995
Höfubborgarbúar einhuga um ab minnka kjötfjallib:
Allt ab þrjátíuföld
sala á lambakjöti
Fyrir utan verslanir Hagkaups
í gærdag sást til fólks rúllandi
á undan sér frá tveimur og
upp í fjórum innkaupakerrum
meö hálfum lambakjöts-
skrokkum sem nú eru á útsölu
víba um bæinn. Þetta er árs-
gamalt lambakjöt sem kom í
verslanir á fimmtudagsmorg-
un.
Þegar Tíminn reyndi aö hafa
samband viö verslunarstjóra
stærri verslana á höfuöborgar-
svæðinu gekk þaö erfiðlega og
Samhugur í verki
Aö frumkvæöi þeirra aðila, sem
stóðu aö söfnuninni Samhugur
í verki fyrir Súöavík í janúar sl.,
hefur nú veriö ákveöið aö
hrinda af staö svipaðri söfnun
fyrir Flateyringa. Söfnunin
hefst nú um helgina. ■
virtust miklar annir hamla því
að hægt væri að svara í síma. í
Nóatúni vestur í bæ sagöi Matt-
hías Sigurðsson, verslunarstjóri,
að móttökur hefðu verið góðar
en þar er kílóið selt á 295 kr.
Hann sagði að sala á lambakjöti
hafi veriö lítil undanfarið og sal-
an síðustu tvo daga sé um tíföld
á við venjulega. Þeir hjá Nóa-
túnsbúðunum skera skrokkana
niður eftir ósk kaupenda.
Guömundur Hafsteinsson,
verslunarstjóri í Tíu ellefu í Mið-
bæ, sagði aö salan hefði verið
mjög góð. „Bara botnlaus sala
nánast. Við erum búin að fá
fimm sendingar síðan við byrj-
uðum á fimmtudagsmorgun.
Þetta er margföld sala miðað við
þegar við höfum verið með
þetta áður, svona tuttugu til
þrjátíuföld sala. Við erum búin
aö selja alveg upp undir eitt og
hálft tonn á dag núna." -LÓA
Leit á snjófíóbasvœbinu á Flateyri lauk í gœr kl. 16.17 þegar Rebekka Rut
Haraldsdóttir, 1 árs, fannst látin. Þá hafbi fjölmennt björgunarlib leitab
samfellt á svœbinu í 34 klukkustundir meb ómetanlegri abstob leitar-
hunda.
Fé fennti víba á Norbur-
landi í aftakavebrinu:
Leitað með
aðstoð
hunda
Fé fennti í stórum stíl á Noröur-
landi í illviörinu í vikunni. Allt
aö 30 kindur grófust í fönn í
Reykjahlíö 1 í Mývatnssveit og þá
fennti fé á Jökuldal. á Grímsstöö-
um á Fjöllum, í Hrútafiröi og víö-
ar.
í gær var barist við tímann með
aðstoö hunda að bjarga fé í Mý-
vatnssveit og var búið að bjarga um
10 ám í Vogum 2 í Mývatnssveit.
Guörún Jakobsdóttir, húsfreyja í
Reykjahlíð 1, sagði að um 30 kindur
hefði fennt þar, 4 hefðu drepist.
„Viö ætluðum að fara á miðviku-
dagsmorguninn að ná í féð en
veðrabrigöin urðu svo snögg, að við
urðum frá að hverfa vegna hvass-
viðris og ofankomu. Annars getur
maður ekki kvartað þótt þetta sé dá-
lítil búmannsraun. Þeir eru margir
sem eiga um sárt að binda þessa
dagana," sagði Guðrún.
Aætla má að fjöldi kinda sem
fennti um allt land hafi skipt
hundruðum en megninu af fénu
tókst að bjarga samkvæmt heimild-
um Tímans. -BÞ
í minninau
látinna a
Flateyri
Fánar blöktu víba í hálfri stöng á
íslandi í gœr. Menn minntust ógn-
aratburbanna á Flateyri abfara-
nótt fimmtudagsins og hugsubu til
þeirra fjölmörgu sem nú eiga um
sárt ab binda og þeirra sem þar
létu lífib. Þessir krakkar standa vib
fánastöngina vib skóla sinn, Hlíba-
skóla ígœr. Víba í Reykjavík blakta
útikerti á kvöldin til ab minnast
þeirra sem létu lífib.
Tímamynd: CS
Björn Hafberg skólastjóri á Flateyri var veöurtepptur í Reykjavík þegar snjóflóöiö skall á
heimabœ hans:
Fjölmargar fjölskyldur
munu flytja úr bænum
Mannskcebustu náttúru-
hamfarir í 85 ár:
Litla stúlk-
an fundin
Árs gömul stúlka, Rebekka Rut
Haraldsdóttir, fannst kl. 16.17 í
gærdag á snjóflóðasvæðinu á
Flateyri. 20 manns fórust alls í
flóöinu sem eru mestu náttúru-
hamfarir síðan 1910 þegar snjó-
flóð féll á Hnífsdal. Það flóð varð
einnig 20 manns að bana.
Aðstæður til leitar voru þokka-
legar á Flateyri í gær, veður skap-
legt en snjórinn harður. 60 nýir
björgunarsveitarmenn komu frá
ísafirði í gær og 18 frá Suöurnesj-
um. Þeir 130 björgunarmenn
sem leituðu í fyrrinótt fengu því
hvíld. Þá var um hádegi í gær
komiö meö tvo óþreytta hunda
frá Saubárkróki en þeir sem voru
fyrir, voru mjög þreyttir og sum-
ir illa særöir. -BÞ
Skólastjóri grunnskólans á
Flateyri, Björn Hafberg, var
veburtepptur í Reykjavík
þegar snjóflóbið féll á
heimabæ hans. Björn hafbi
dvalib í Reykjavík og sótt
tölvunámskeib vegna tölvu-
væbingar í skólanum. í gær-
morgun beib Björn eftir fari
til Holtsflugvallar vib Ön-
undarfjörb.
Björn sagöi aö það hefði verið
erfitt að fá fréttirnar um slysið á
fimmtudagsmorguninn. Þab
hafi verið erfitt að vera ekki á
vettvangi. Hann hefði síðan
reynt allt til að komast til Flat-
eyrar.
„Framundan eru erfiðir tímar
hjá okkur á Flateyri, ég held að
öllum sé það ljóst. Ég fæ ekki
séð annaö en ab talsvert margar
fjölskyldur séu neyddar til að
flytja úr bænum og þaö verbur
sárt að sjá á eftir þeim," sagði
Björn Hafberg.
„Ég verð að viöurkenna það
aö ég hef stundum gert lítib úr
hættunni af snjóflóöum, en ann-
að hefur komið á daginn. Nú
hefur þaö sannast að maðurinn
fær ekki rönd vib reist þegar nátt-
úruöflin eru annars vegar. Varn-
argarbar og önnur mannvirki
sem fólki finnst hin traustustu ab
sjá, virðast ekki hafa mikið að
segja og snjóflóðin eru gjörsam-
lega óútreiknanleg," sagði Björn.
Hann býr á skilgreindu hættu-
svæði að Hjallavegi 9. Fyrr á ár-
inu þurfti hann ab leita til ætt-
ingja sinna oftar en einu sinni
þegar rýma þurfti hús. Björn seg-
ir að óhugur sé skiljanlega í Flat-
eyringum. Hann óttist um ab
framundan séu erfibir tímar í
byggðarlagi sem hefur verib á
mikilli uppleið. -JBP