Tíminn - 28.10.1995, Page 8
8
mtte___í.____
- laugardagur 28. október 1995
Hagvrðinqaþáttur
Af erlendum vettvangi
Illt er heimsins argaþras,
ófá mæðustundin.
Skyldi veslings Villi Klas
verða sekur fundinn?
Efþað hendir aumingjann,
existerast gœti
að herra Úffi Ellemann
erfi Klassa sæti.
Fatafellihg
(Tæplega prenthæf aulafyndni í framhaldi af nýlegu
„Dagsljósi")
Sú er athöfn ekki klúr,
enda fátíð varla,
að kona fari fótum úr
fyrir sþræka karla.
0
Þeirra örvast eðlishvöt,
eins og reynslan kennir,
þegar daman fellir fót,
fettir sig og glennir.
Inni í stofu öllum hjá,
iðka klæðafellingu
glöð og þakklát þjóðin sá
þrýstna myndarkellingu.
Búi
Ástin tær
Til þín ástin aldrei dvín,
eilífð mun það reyna.
Falleg ertu, elskan mín,
ekki skal því leyna.
Ægir Geirdal
Og áfram yrkja menn til kvenna:
Meyjan þokkaríka
Mesta yndi mannsins er
meyjan þokkaríka,
gefi hún afsjálfri sér
sálina helst líka.
Áuðunn Bragi Sveinsson
Guðlaugur Jónsson frá Fossi vildi hafa seinni hlutann
svona:
Efhún heiða hugsun ber
og hjartagæsku líka.
Vinnufélaga Péturs Stefánssonar sárlangaði í epli og úr
varð vísa hjá hagyrðingi:
Fallið
Manns er úfinn ævisjór,
þú ættir best að vita,
að Adam gamli forðum fór
flatt á eþlabita.
Þar kom að Pétur lenti í andlegum erfiðleikum og hélt sig
hafa misst skáldgáfuna:
. Ýsudorg
Gengur allt á versta veg,
vonin burtu læðist.
Andleg líðan ömurleg,
engin vísa fæðist.
Áður var mér alltaftamt
yrkja og kveða vísur.
Nú er mér í geði gramt,
geispa og dorga ýsur.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Öll hálstau sígild og
notið ekki rassvasana
Alltaf er veriö að tala um fylgi-
hluti kvenna, en eru engir fylgi-
hlutir sem eru gerðir fyrir karl-
menn? spyr kona, sem segist
vera orðin þreytt á að leita að
gjöfum fyrir manninn sinn.
Karlar hljóta líka að nota fylgi-
hluti og ef þeir gera það ekki, þá
verður bara að búa þá til fyrir
þá, því þeir geta líka verið pjatt-
aðir. Spurningin um fylgihluti
karla er lögð fyrir Heiðar.
Svar: Þeir eru eiginlega engir.
Það er kannski trefillinn og
hanskarnir. Hálsbindi eru í
rauninni ekki fylgihlutur. Þau
eru borin næstum alltaf af sum-
um körlum.
Töskur og veski geta talist til
fylgihluta. Það er nýlega búið að
fjalla um töskur karla og
kvenna, en veskin eru eftir.
Flestir karlmenn eru meö sitt
seðlaveski í brjóstvasa eða rass-
vasa. Ég mæli með því að veskin
séu geymd í brjóstvasa. Með því
að hafa veskin í rassvasa kemur
ósnið á föt og ósnið á líkamann,
þegar önnur rasskinnin er
miklu digrari en hin. Svo er
miklu auðveldara fyrir þjófa að
ná í veski úr rassvasa en úr
brjóstvasa.
Sér á parti
Bindin eru varla fylgihlutir,
eins og fyrr segir. Sumir halda
að bindatískan eigi að breytast
tvisvar á ári og eru alltaf að
kaupa ný og ný bindi.
Þetta er vitleysá. Bindatísk'a er
ekkert rígnegld. Hálstau karl-
manns er svolítið hans persónu-
leiki og hans stíll. Það er því
ekkert nauðsynlegt að fylgja
mikiö hálstautísku. Þab er allt í
lagi að vera svolítið sér á parti.
Sumir vilja hlutlaust hálstau,
aðrir vilja áberandi hálstau og
það er allt í lagi að ganga meb
bindið sem mabur fékk í jóla-
gjöf í hitteðfyrra eða árib þar áð-
ur.
Sumir vilja ganga meb risa-
stórt bindi með mynd af haf-
meyju á, og það er þeirra mál ef
þeim finnst þeir vera fínir með
svona skillirí framan á sér.
Slæðukonur og þær
hinar
Aftur á móti er ég mjög gagn-
rýninn á klúta kvenna. Nú er
hægt að fara á námskeið til að
læra slæðuhnýtingar. Það er
góðra gjalda vert og eru margar
konur sem nýta sér þaö.
Ég hef alltaf staöhæft að ann-
ab hvort eru konur slæbukonur
eba ekki. Sumum konum líður
vel með slæðu og þá eiga þær að
nota sér alla þá tækni sem hnýt-
ingarnar bjóða upp á. Svo eru
aðrar konur, sem líbur ekki vel
meö slæbu. Það er alveg sama
hvað þær læra ab binda hana
vel og festa slæðuna vel, hún er
alltaf til óþurftar og maður sér
að konan er með einhvem klafa
um hálsinn, af því að hún er
ekki slæðukona.
Litir og lag á slæbum fer eftir
persónuleika hverrar og einnar
konu.
Skuplur vom mikið notaöar
áður fyrr, en eru ekki mikið inni
í myndinni núna. Konur eru
mikiö í bílum og ég held að
skuplurnar hafi helst tilheyrt
þeim sem þurftu að fara fót-
Heiðar
jónsson,
snyrtir,
svarar
spurningum
lesenda
Hvemig
áég aö
vera?
gangandi í hvaba veðri sem var,
en þær hurfu svo með einka-
bílnum. Víðar hettur á yfirhöfn-
um hafa svo komið mikið til í
staðinn.
Litakortin góöu
Eiginmenn gera mikib af því
að gefa konunum slæbur við
ýmis tækifæri. Þeir eru stundum
klaufar að velja, en þeir ættu að
athuga hvort þeir finna ekki
einhvers staðar litakortib frá
Heibari, sem konan hefur feng-
ið á litgreiningarnámskeiði, og
hafa það með sér þegar þeir fara
ab kaupa slæbu eða eitthvað
annað á konu sína.
Konan verður líka aö gæta
þess vel að geyma litakortið á
stað þar sem maðurinn getur
komist í þab og stungið á sig
þegar hann fer út að versla gjaf-
ir handa henni.
Ef maðurinn finnur ekki lita-
kortið, eða það er alls ekki til á
heimilinu, er alltaf hægt að
skipta á slæðunni, svo framar-
lega sem hún er keypt hérlend-
is. ■