Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. október 1995 Landssöfnun vegna náttúruhamfaranna á Flateyri: Samhugur í verki Samstaöa og einhugur á þingi Verkamannasambandsins: Bjöm Grétar Sveinsson end- urkjörinn formaöur VMSI Þjáning og sorg íbúa á Flateyri og gífurlegt eignatjón kalla á skjót vibbrögb annarra íslendinga þeim til hjálpar og stuðnings. Þess vegna hafa allir fjölmiblar landsins ásamt Pósti og síma, ákveðiö ab efna til landssöfnunar á mebal allra landsmanna. Lands- söfnunin „Samhugur í verki" hefst á morgun, Iaugardaginn 28. október, kl. 12 á hádegi — og síb- an verbur tekib á móti framlög- um í símamibstöb söfnunarinnar til þribjudagskvölds 31. október. Landssöfnunin verbur með því sniði að fólk getur annars vegar hringt í símanúmer landssöfnunar- innar og tilgreint fjárhæb sem er sett á greiðslukort eða heimsendan gíróseðil. Hins vegar er hægt að leggja beint inn á bankareikning söfnunarinnar hjá öllum bönkum, sparisjóbum og pósthúsum. Símanúmer landssöfnunarinnar er 800 50 50. Bankareikningur landssöfnunar- innar er 1183-26-800 hjá Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Tekið verður á móti framlögum í smímamiðstöð söfnunarinnar frá kl. 12.00 til 22.00 laugardaginn 28. október, sunnudaginn 29. október kl. 9.00-22.00, mánudaginn 30. október kl. 9.00-22.00, þribjudag- inn 31. október kl. 9.00-22.00. Síbasta sýningarhelgi á Trójudœtrum: Frábærar undirtektir Hvunndagsleikhúsib hefur undanfarib haldib sýningar á Trójudætrum eftir Evrípedes í Ibnó. Sýningarnar hafa fengib frábærar undirtektir gagnrýn- enda og áhorfenda og húsfyllir verib á sýningum. Listamenn sýningarinnar verða brátt kallabir til annarra starfa og því verba einungis tvær sýningar til vibbótar, í kvöld föstudaginn 27. okt. og sunnudagskvöldib 29. okt. Hvunndagsleikhúsib hefur þó ekki lagt upp laupana og er nú ab fara af stab meb sýningar á verk- inu Leggur og skel um grunnskóla á höfubborgarsvæbinu. Leggur og skel er samib af Ingu Bjarnason og Leifi Þórarinssyni og fjallar þab um þjóbskáldib Jónas Hallgríms- son. -LÓA Tekið verður á móti framlögum inn á bankareikning landssöfnun- arinnar frá og með mánudeginum 30. október.Þeir sem standa að Landssöfnun vegna náttúruham- fara á Flateyri hvetja alla íslendinga til að sýna samhug í verki og láta sitt af hendi rakna svo milda megi áhrif hinna válegu atburöa á líf og afkomu fjölskyldna og einstaklinga á Flateyri. ■ Samstaba og einhugur ein- kenndi störf 18. þings Verka- mannasambands íslands sem lauk í Reykjavík í gær. Þingib gerbi ýmsar sam- þykktir og ályktanir. Þeirra helst telst vera kjaramála- ályktun, sem samþykkt var á fimmtudag, þar sem þingib skorar á launanefnd og verkalýbsfélögin ab segja kjarasamningum upp og hefja strax undirbúning um gerb nýrra samninga. 18. þing VMSÍ samþykkti einnig að framkvæmdastjórn sambandsins skipi eftir þing fimm manna nefnd sem falin verði framkvæmd þeirrar tímamótaáætlunar sem VMSÍ gerbi í starfsmenntamálum. Björn Grétar Sveinsson, Dagsbrún, var einróma endur- kjörinn formabur sambands- ins til næstu tveggja ára og Jón Karlsson, Fram, Saubárkróki, var endurkjörinn varaformab- ur til sama tíma. Hervar Gunnarsson, Vlf. Akraness, var kjörinn ritari og Sigríbur Ólafsdóttir, Dagsbrún var kjörin gjaldkeri. Þau skipa fjögur veigamestu embættin í níu manna framkvæmda- stjórn VMSÍ. Sigríbur tekur vib af Halldóri G. Björnssyni, Dagsbrún, Reykjavík. Þrír deildarformenn em sjálfkjörn- ir í framkvæmdastjórn VMSÍ, þ.e. Björn Snæbjörnsson, Vlf. Einingu, Eyjafirbi, formabur deildar verkafólks hjá ríki og Frá þingi VMSÍ. sveitarfélögum, Abalsteinn Baldursson, Vlf. Húsavíkur, formabur fiskvinnsludeildar og Gubmundur Finnsson, for- mabur deildar verkafólks vib byggingar- og mannvirkja- gerb. Ur framkvæmdastjórn gengur Halldór G. Björnsson, Dagsbrún. Þingib færbi hon- um einlægar þakkir fyrir heilladrjúgt starf í þágu sam- bandsins á libnum ámm. Þá kaus ný sambandsstjórn VMSÍ, sem kjörin var í lok þingsins, tvo fulltrúa úr sínum hópi í framkvæmdastjórnina, þau Sigurb T. Sigurbsson, Hlíf, Hafnarfirbi og Karitas Páls- dóttur, Vlf. Baldri, ísafirbi. Framkvæmdastjórnarmenn- irnir níu eiga sæti í sambands- stjórn VMSÍ. Þingib kaus 23 fulltrúa ab auki í sambands- stjórn og 15 til vara. Sambandsstjórnarmenn em: Agnes Jóna Gamalíelsdóttir, Hofsósi, Benóný Benedikts- son, Grindavík, Einar Karls- son, Stykkishólmi, Elínbjörg Magnúsdóttir, Akranesi, Gub- ríbur Elíasdóttir, Hafnarfirbi, Gubrún E. Ólafsdóttir, Kefla- vík, Ágúst Þorláksson, Reykja- vík, Hjördís Þóra Sigurþórs- dóttir, Höfn, Karitas Pálsdótt- ir, ísafirbi, Kristján Gunnars- son, Keflavík, Kristján Jóhannsson, Búbardal, Ragna Larsen, Selfossi, Ragnheibur Víglundsdóttir, Vestmanna- eyjum, Signý Jóhannesdóttir, Siglufirbi, Sigríbur Rut Páls- dóttir, Ólafsfirbi, Sigrún D. El- íasdóttir, Borgarnesi, Sigurbur Bessason, Reykjavík, Sigurbur Ingvarsson, Eskifirbi, Sigurbur R. Magnússon, Reykjavík, Sig- urbur T. Sigurbarsson, Hafnar- firbi, Stella Gubnadóttir, Reykjavík, Valdimar Gub- mannsson, Blönduósi, Þuríbur Valtýsdóttir, Reykjavík. 148 fulltrúar (af 156 sem Félagasamtök verkfræbinga og tæknifræbinga hafa nú tekib höndum saman um út- gáfu á vöndubu fréttablabi, sem ber nafnib Verktækni. Blabinu er ætlab ab vera öfl- ugur málsvari verkfræbinga og tæknifræbinga og mibill fyrir upplýsingar sem varba þessar stéttir. Lögb verbur áhersla á fjölbreytt efnistök til ab þjóna ýmsum þörfum þessara stétta, sem lítt er sinnt af hinum al- mennu fjölmiblum. Má þar nefna fréttir af framkvæmdum, tækninýjungar, orku- og um- hverfismál, nýjungar í stöblum, reglugerbum o.þ.h., atvinnu- mál, kjaramál og hagsmunamál stéttanna í þess orbs víbasta skilningi. Þá mun blabib einnig Tímamynd: CS áttu seturétt) víbsvegar af landinu sátu 18. þing VMSÍ. Verkamannasambandsþing eru haldin á tveggja ára fresti. Þau eru æbsta vald í málefn- um sambandsins sem hefur nærri 29 þúsund manns innan sinna vébanda og er lang- stærst landssambandanna innan heildarsamtaka launa- fólks á íslandi. ■ fjalla um ýmis þjóbfélagsmál, sem stéttir tæknimanna telja sér skyld. Ritstjóri Verktækni er Sig- rún S. Hafstein. Félögin eru blabinu sterkur málefnalegur og fjárhagslegur bakhjarl, sem tryggir reglulega og stöbuga útgáfu þess. Verk- tækni er gefin út í 2200 eintök- um og er dreift án endurgjalds til allra félagsmanna Stéttarfé- lags verkfræbinga, Tæknifræb- ingafélags íslands og Verkfræb- ingafélags íslands. Þannig er Ijóst ab blabib berst reglulega til næstum allra íslenskra verk- fræbinga og tæknifræbinga. Fyr- ir marga auglýsendur er þetta verbmætur markhópur og ekki abgengilegur meb öbrum aug- lýsingamiblum. ■ Nýtt fréttablab verk- og tœknifrcebinga: Verktækni Halli Reynis meb nýja plötu, Hring eftir Hring: Spilamennskan er besta auglýsingin „Besta auglýsingin er ab spila á sem flestum stöbum og láta fólk sjá mig meb gítarinn. Þá skiptir heldur engu máli hvab stabur- inn heitir, heldur taka þeim bobum sem bjóbast," segir Breibhyltingurinn og trúbador- inn Halli Reynis, sem nýverib gaf út sína abra sólóplötu sem hann nefnir „Hring eftir Hring". Eins og svo margir abrir hafa gert á seinni tímum, þá fjármagn- ar Halli sjálfur útgáfu plötunnar, en Japis sér um dreifinguna. Alls eru tíu lög á plötunni, en spila- tími hennar er um 40 mínútur. Nær öll lög og textar eru eftir Halla. Hinsvegar þarf ekki ab hlusta lengi á plötuna til að fá það á tilfinninguna ab helstu áhrifa- valdar hans af innlendum vett- vangi em menn eins og Bubbi Morthens og Bjartmar Gublaugs- son. Tónlistin er slétt og felld, rennur mjúklega í eyru og venst mjög fljótt. Ef eitthvab er, þá vantar kannski meiri frumleika, kraft og ögrun til þess ab platan nái ab skapa sér sérstöbu á mark- abnum umfram það ab vera eftir Halla. Abspurbur segist hann ekki ótt- ast þab ab hann muni eiga í ein- hverjum erfibleikum meb ab fá þá „stóm í bransanum" til ab stilla plötunni á áberandi stöbum í plötubúbunum, þannig ab eftir henni verbi tekib. í því sambandi vitnar hann til reynslu sinnar vib útgáfu á sinni fyrstu plötu, sem kom út fyrir tveimur árum. Einn helsti samstarfsmaður Halla á nýju plötunni er sjálfur Björgvin Gíslason gítarleikari, sem stjórnaði upptökum, auk þess sem hann er skrifabur fyrir útsetningum ásamt Halla. Upp- tökur fóm fram í Studio Stef á tímabilinu febrúar-mars í ár. Halli er mjög ánægbur meb samstarfib vib Björgvin, sem og aðra þá tón- listarmenn sem koma við sögu á plötunni. Sjálfur segir Halli mjög vandab til plötunnar og bendir m.a. á að hann gaf sér góban tíma vib gerb hennar og hætti m.a. vib útgáfu um síðustu jól. Kjaftfullt var á útgáfutónleik- um Halla á Fógetanum fyrir skömmu og m.a. þessvegna er ráðgert ab halda abra útgáfutón- leika á sama stab í næstu viku. Til ab kynna plötuna verbur Halli á fullri ferb næstu daga og vikur; t.d. verbur hann í Vestmannaeyj- um um næstu helgi. Eftir því sem abstæbur leyfa mun hann ein- beita sér ab landsbyggbinni í næsta mánubi, en í desember er kúrsinn settur á höfubborgar- svæbib, fjölmennasta markabs- svæbib. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.