Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.10.1995, Blaðsíða 15
15 ?>döíílO’,8S lUgsblBgUBJ1 Laugardagur 28. október 1995 WffHÍtttí 60 ára: Egill Sigurðsson menntaskólakennari „Enginn stöbvar tímans þunga nib," segir Davíð skáld Stefáns- son. En Liljuskáld, Eysteinn munkur, sagöi um Guð: „Gjörði hann heim og teygði tíma tvo jafnaldra í sínu valdi." Innan marka þeirra jafnaldra líður því vor, hvort sem hún mælist lengur eða skemur. Stundum undrast þeir, sem eldri eru, þegar ungu mennirnir ná sjötta eða sjöunda tug allt í einu. Og þó gerðist það ekki á skammri stundu. Egill Sig- urðsson var ungur maður, nýtek- inn að kenna við Menntaskóla Laugarvatns, þegar ég sá hann fyrst. Er ég kom sem nemandi í einn gagnfræbaskóla í Reykjavík, kynntist ég því, að það er ekki sjálfgefið ab öllum kennurum, sem bæði eru vel gefnir og vel menntaðir, verði auðvelt að skila þekkingu til annarra, sér í lagi til unglinga, sem hafa mismikinn á- huga á námi. Ýmislegt slíkt hefur stundum líka vib brunnið í menntaskóla. Oft er ungur kenn- ari nokkuð nærri stúdentsefnum að aldri. Strax fór orb af því ab Eg- ill, þessi látlausi og prúði ungi maður, réði vel vib að kenna sín fög, sem voru stærðfræði og töl- fræöi. Ég minnist þess, að einhvern tíma komu tveir göngugarpar ofan af Mosfelli um haust. Annar þeirra var vinur okkar, Ólafur Briem menntaskólakennari, og hinn var nýkomni kennarinn, Eg- ill Sigurðsson. Bábir voru þeir málamenn, annar íslensku- og bókmenntafræðingur, hinn stærðfræðingur. Þeir gengu á fjall- ið til þess ab njóta útsýnis og máski sáu þeir þar rjúpur, sem voru að hafa stakkaskipti, en þeir tóku ekki byssur og daubann með sér til skemmtunar. Þeir voru gób- ir gestir. Reykvíkingurinn Egill var meðalhár, samsvaraði sér vel, hafbi gráblá augu og ljóst hrokkið hár, sem fór vel, ljós og norrænn eins og nafnið bendir til, mabur mjög kurteis og hefur ekki mætur á að gjöra hugsanir sínar kunnar. Og nú er þessi hógværi mennta- maður búinn að ná sextíu ára aldri. Ekki lengur ungi kennar- inn. Frú Gerður Jóhannsdóttir, sem er mikill vinur minn, lánaði mér eitt sinn bók, sem heitir Málsvörn stærðfræbinnar, eftir Hardy; Ein- ar Alexandersson þýddi. Ég sleppti ekki bókinni fyrr en ég hafði lesið hana alla um kvöldið og fram á nótt. Hún var svo merkilega vel skrifuö, til að veita almenningi ofurlitla innsýn eða brot af hugmynd um heim stærð- fræbinnar. Mig minnir, að höf- ÁRNAÐ HEILLA undur segði, að hin eiginlega stærðfræði ætti ekkert skylt við venjulegan reikning, heldur væri hún langt þar fyrir ofan, og í raun og veru gagnslaus. Stærbfræði væri leikur hugans með fagurlega uppsettar formúlur. Menn klifra þangab ekki upp. Stærðfræðigáf- an verður að vera fyrir hendi, og síðan leidd til þroska. Egill Sig- urðsson hefur utanlands og inn- an ástundað sína mennt í stærð- fræbinni og þekkir þá heima sem bókin segir frá. Egill Sigurbsson kenndi við góðan orðstír 13 vetur að Laugarvatni. Svo gerðist það að Laugarvatns Menntaskóli missti þennan ágæta kennara, Egil Sigurðsson. Og hann tók með sér til Reykjavíkur annan afburðakennara frá Hús- mæðraskóla Suðurlands, frú Gerði Jóhannsdóttur. Þau vom þá gift og fengu bæði kennarastöður í Reykjavík. Hann kennir vib fjöl- brautaskóla, sín sömu fög. Og hún kennir eftir sinni mennt. Það er víst, að þau bera bæði mikla umhyggju fyrir framförum nem- enda sinna. Húsmæðraskóli Suðurlands var í húsi, sem bar nafnið I.indin og var inni í stórum trjágarði með útsýni á vatnið og Heklu. Skólinn í Lindinni varð fyrst þröngt set- inn og frægur um allt land, eftir að frk. Jensína Halldórsdóttir varð þar skólastjóri og frk. Gerður Jó- hannsdóttir yfirkennari. Skólinn þeirra var yfirfylltur, vetur eftir vetur 32 nemar. Þeir komu víða að af landinu. Alla jafna voru þar líka afbragðs handavinnukennar- ar. Stórkostlegar jólaskemmtanir hélt skólinn fyrir Laugarvatns- börnin. Þá var nú árshátíð nem- enda vegleg skemmtun. Voru stúlkurnar látnar vinna að öllu þessu. Mjög báru þær þess merki á vorin, að þær höfðu haft gott af skólagöngunni. Nýja skólahúsib, sem reist var síðar fyrir kvennaskólann, varð líka yfirfyllt vetur eftir vetur, oft- ast með 60-62 nema. Það er mik- ill skabi ab þessir fyrstu verk- námsskólar fyrir ungar stúlkur skyldu leggjast af. Við frk. Jensína söknuðum vin- ar í stað, þegar frú Gerður flutti til Reykjavíkur með manni sínum, því að hún var öruggur kennari og okkar beggja ástrík vinkona, síglöð og uppörvandi. Og þótt elskulegar viðtökur voru ævinlega á heimili þeirra Egils, þá var nú vík á milli vina. Skólastjóri og yf- irkennari voru mér alla tíð, eftir að við kynntumst, eins og tvær góðar systur. Frú Gerður minnti mig alltaf á systur mína, sem ég hafði misst. Mér fannst Gerður jafnvel lík henni í sjón, og svo mjög í allri framkomu með ljúfri glaðværð, umhyggju og skör- ungsskap. Segja má, að þær voru báðar alltaf jafn skemmtilegar og líflegar að hitta. Auk þess eignað- ist ég mikla vini þar sem var frú Hanna, systir Gerðar, og Sigurbur maður hennar og dætur þeirra, Lilja trúboði og frú Guðrún og Valur maður hennar Þorvaldsson, landbúnaöarráðunautur, og börn þeirra. Hafa þau öll verið mér sem náið skyldfólk. Ég þakka frú Gerði vinkonu minni alla hennar elskusemi og skemmtilega samveru á liðnum árum og báðum hjónum alveg sérstæða gestrisni á þeirra fallega heimili. Ég get óskab þeim báðum til hamingju með vel unnin störf, einnig óskir um blessun á nýjum tímamótum og áframhaldandi farsæld í lífi og starfi. Innileg afmæliskveðja frá húsi mínu, Rósa B. Blöndals DAGBÓK Lauqardaqur 28 október 301. daqur ársins - 64 daqar eftir. 43. víka Sólris kl. 8.56 sólarlag kl. 17.26 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni Sunnudagur 29. okt.: Bjóbum vetur velkominn í Risinu í kvöld kl. 20. Brids, annað sinn í minning- armóti Jóns Hermannssonar, í Risinu kl. 13. Félagsvist í Risinu kl. 14 og dansað í Goðheimum kl. 20. Félagsfundur í Risinu með heilbrigðis- og tryggingaráð- herra mánudag 30. okt. Fundar- efni áhrif fjárlagafrumvarpsins á kjör ellilífeyrisþega. Söngvaka kl. 20.30 í Risinu mánudag. Stjórnandi Jón Tóm- asson. Gjábakki, Fannborg 8 Ný námskeib hefjast n.k. þribjudag. Enn er hægt að bæta við á nokkur námskeið. Síminn er 554-3400. „Forn frægðarsetur": Borg á Mýrum Sunnudaginn 29. október fer Útivist þriðja áfanga ferðaraðar- innar Fom frægðarsetur". Ab þessu sinni verbur Borg á Mýr- um fyrir valinu. Séra Þorbjöm Hlynur Árnason mun stikla á stóm um sögu stabarins. Ab því loknu mun hópurinn ganga gamla alfara- leið frá Borg. Mæting fyrir kl. 9.30 við Akra- borg í Reykjavíkurhöfn (athugið breyttan brottfarartíma frá áætl- un). Frá Akranesi verður ekið í rútu upp í Borgarnes. Áætlab er að koma til baka til Reykjavíkur kl. 18. Haustferö Minja og sögu Haustferö Minja og sögu verð- ur að þessu sinni farin sunnu- daginn 29. október. Gengið verður um Vesturbæinn undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Lagt veröur af stað frá Bæjar- fógetagarbinum (gamla kirkju- garðinum) á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis kl. 13.30 og gengið upp Grjótagötu. Því næst verður haldið eftir Garða- stræti til norðurs og farið niður stíginn meðfram Unuhúsi til Mjóstrætis og þaban Fischer- sund uns komið er á Abalstræti. Þá er ætlunin að ganga Vestur- götu að Stýrimannastíg og síðan upp hann og ljúka gönguferb- inni við gamla Stýrimannaskól- ann. Hugab verður að sögu, mann- lífi og byggingarlist. Félagsmenn, fjölmennum og tökum með okkur gesti. Þátt- taka er ókeypis og öllum vel- komin. P.s. Að lokinni göngunni gefst kostur á aö kaupa hressingu (kr. 340-540) á Kaffi Reykjavík, Vest- urgötu 2, spjalla saman yfir kaffibolla og beina fyrirspurn- um til Guðjóns Friðrikssonar. Að yfirlögðu rábi (Murder in the First) ★★★ Handrít: Dan Cordon. Leikstjórí: Marc Rocco. Abalhlutverk: Chrístian Slater, Kevin Bacon, Cary Oldman, Brad Douríf, Embeth Davidzt og R. Lee Ermey. Regnboginn. Bönnub innan 12 ára. Hér er fjallaö á áhrifaríkan hátt um frægt morömál í Bandaríkjunum, en þegar réttað var yfir sakborn- ingnum, þá snerist málið meira um sekt eða sýknu hins alræmda Alcatraz-fangelsis. Nýútskrifuðum lögfræðingi, James Stamphill (Slater), er falið að verja Henri Young (Bacon), sem sakaður er um að hafa myrt sam- fanga sinn í Alcatraz. Mál hans virðist í fyrstu óverjandi, þar sem fjöldi fanga sá hann stinga mann- inn til bana. Þegar hins vegar Stamphill heyrir sögu Youngs, sem dæmdur var til fangelsisvistar fyrir að stela 5 dollumm og eyddi þrem- ur ámm í einangrun fyrir flóttatil- raun, auk þess aö þola pyntingar af hálfu fangelsisstjórans (Oldman), þá sér hann að moröinginn á sér málsbætur. Fórnarlamb Youngs var sá sem reyndi að flýja með honum og benti síðan á hann sem forsprakkann og slapp þannig við einangrun. Með góðu handriti og frábærum leik tekst að gera þessari sögu raun- sæ, trúverðug og umfram allt á- hrifamikil skil. Það er Stamphill sem segir söguna af kynnum sín- um vib Young, ævi hans og mál- inu, sem varð til þess ab hlutverk Alcatraz, „fyrirmyndarfangelsis- ins", var tekiö til endurskoðunar. Máli Youngs em gerð ítarleg skil sem og réttarhöldunum yfir hon- KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON um, en þetta er gert án þess að það sé á kostnab vandaðrar persónu- sköpunar. Helsti gallinn við mynd- ina er að það er fært full mikiö í stílinn í kvikmyndatökunni. Sag- an stendur alveg fyrir sínu án allra „stæla" í tökum, sem virka bara truflandi. Aðalleikararnir tveir, Christian Slater og Kevin Bacon, standa sig með afbrigðum vel, en þó verður ab taka Bacon sérstaklega út, því hann sýnir sannkallaðan stórleik í hlutverki Youngs. Að yfirlögðu ráði er vönduð og áhrifamikil mynd, sem er með því betra í kvikmyndahúsum borgar- innar þessa daganna. ■ Sýningarstúlkur (Showgirls) 1/2 Handrit: joe Ezsterhas. Leikstjóri: Paul Verhoeven. Abalhlutverk: Elizabeth Berkley, Cina Gershon, Kyle MacLachlan, Robert Davi, Gina Ravera og Clenn Plummer. Bíóborgin og Bíóhöllin. Bönnub innan 16 ára. Sýningarstúlkur er fjarskalega ómerki- leg mynd í alla staði og fær hér þann vafasama heiður að falla í flokk mynda, sem Bandaríkjamenn kalla „sexploitation"-myndir. Erfitt er að þýða þetta orð á íslensku, en gróft skil- greint eru þetta myndir, þar sem nekt og kynlíf eru notuð til að fylla upp í lé- legan söguþráð eöa án þess að það komi söguþræöi nokkuð viö. Sagan segir af Nomi Malone (Berkley), stúlku með vafasama fortíð, sem kemur til að „meikaða" í Las Veg- as. Hún gerist fatafella á vafasamri búllu, en dreymir stærri hluti, þ.e. aö komast að sem berbrjósta dansari í einhverri stórsýninganna. En leiðin á tindinn er þyrnum stráð og baráttan við aörar stúlkur er hörð. Fyrir utan það eru síöan margir vondir karl- menn, sem stjórna öllu saman. Söguþráðurinn er svo dæmalaust vitlaus að þaö nær engri átt. Til að fela hvaö lítið er í hann spunniö er fyllt upp í með löngum og leiöinlegum dansatriðum með tilheyrandi brjósta- skaki (sama atriðið er m.a.s. sýnt þrisvar með örlitlum frávikum). Til aö kóróna síðan ósmekklegheitin er skellt inn sem hliðarsögu ógeðfelldri nauögun, þegar hefði verið nærtækara að vinna betur úr fátæklegri aðalsög- unni. Nekt kemur hér söguþræði vissulega við, en eftir aö myndinni lýkur spyr maður sig hvað söguþráður- inn kom nektinni eiginlega við. Nekt kemur viö sögu meira og minna allan tímann, en sagan er látinn mæta af- gangi. Leikararnir em síðan sérkapítuli útaf fyrir sig. Elizabeth Berkley fellir föt ágætlega svo langt sem það nær en þegar hún opnar munninn þá vandast málið allvemlega. Aðrir leikarar em litlu skárri. Það er orðið slæmt ástand- ið þegar Robert Davi, sá alræmdi B- myndaleikari, stendur upp úr leik- araflómnni. Það er vel skiljanlegt að kvenrétt- indakonur hafi hakkað þessa mynd í sig. Sýningarstúlkur er karlrembu- mynd af verstu gerö en það er e.t.v. bót í máli hversu hundleiöinleg og vitlaus hún er. ■ Netið (The Net) ★★ Handrit: John Brancato og Michael Ferr- is. Leikstjóri: Irwin Winkler. Abalhlutverk: Sandra Bullock, Jeremy Northam, Diane Baker og Dennis Miller. Sagabíó og Stjörnubíó. Bönnub innan 12 ára. Það er í tísku þessa daganna í Hollywood að framleiöa myndir, sem byggja á tölvum, tölvusam- skiptum og ýmis konar sýndar- veruleika. Netið er bara ein af mörgum og áhorfendur mega eiga von á fleirum í kjölfarið vegna vel- gengni hennar í miöasölunni. Þessi velgengni er meira til marks um að Sandra Bullock er rísandi kvikmyndastjarna, en að myndin sem slík sé svo góö. Hún leikur tölvusérfræöinginn Angelu Bennett, sem dag einn kemst óvart yfir hættulegar upp- lýsingar. Áður en varir er stór- hættulegur morðingi farinn aö elta hana og hópur tölvuhakkara, sem geta brotist inh í hvaða gagnabanka sem er, búnir aö breyta opinberum upplýsingum um hana, þannig að allt í einu er hún skráö undir öbru nafni og eft- irlýst af lögreglunni. Hún getur hvergi verið óhult og veröur að treysta á kunnáttu sína í tölvu- fræðunum til aö geta snúist til varnar. Þaö tekst á köflum að gera úr þessu spennandi atburðarás, en hasarinn dettur alltaf niöur inn á milli. Það er fyrst og fremst í kringum tölvurnar, sem tekst að gera söguna áhugaverða, en það er einungis þreytandi og tilgeröar- legt þegar reynt er aö koma til- finningum og misgáfulegum sam- ræöum að í handritinu. Þetta er leiðinlegur löstur á myndinni, því hugmyndin er góð og um margt mjög athyglisverð á upplýsinga- öldinni. Það heföi mátt vinna mun betur úr þessum efnivið. Eins og áður sagöi er Sandra Bullock orðin ein af stóru númer- unum í Hollywood og getur nú krafist um 7 milljón dollara fyrir hverja mynd. Þótt hún sé alls ekki léleg leikkona, þá er hún einhvern veginn ekki mjög trúverðug í hlut- verki sínu hér. Netið er sæmilegasta afþreying, þótt heildin gangi ekki upp. Veikt handrit kemur í veg fyrir það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.