Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 31. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Veró í lausasölu 150 kr. m/vsk. Samhugur í verki Flateyringar hafa orðið þess kröftuglega áskynja, sem Súðvíkingar í fyrravetur, að þegar áföllin dynja yfir, standa þeir ekki einir. Hvaðanæva berast kveðjur og stuðningur við fórnarlömb náttúruhamfaranna á Flateyri, bæði héðan að heiman og erlendis frá. Einn viðamesti farvegur þess hlýhugar, sem landsmenn bera til bræðra sinna og systra fyrir vestan, er söfnunin „Sam- hugur í verki", sem Rauði krossinn, fjölmiðlar, Póstur og sími o.fl. hafa skipulagt. Þær ótrúlega kröftugu viðtökur, sem þessi söfnun hefur feng- ið, og rausnarskapurinn, sem hún dregur fram, er tvímælalaus vitnisburður um hversu mikið áfall snjóflóðið var fyrir alla þjóðina. Eignatjón varð mikið og átakið við að hefja nýtt líf getur kostað stórfé og síst af öllu er ástæða til að fjár- hagsáhyggjur auk alls annars álags plagi Flateyr- inga vegna náttúruhamfaranna. Söfnunarféð kemur í góðar þarfir til að mæta því tjóni sem peningar geta bætt. Söfnunin gerir líka meira, því hún hefur ann- að og meira en peningalegt gildi. Með því að sýna „samhug í verki" er fólk að láta í ljós raun- verulega hluttekningu sína og fórna einhverju til að koma henni á framfæri. Sú fórn er þó án allra skilyrða og hún er sprottin af þörf þess, sem gefur, til að leggja eitthvað af mörkum. Það und- irstrikar enn frekar þennan hug þjóðarinnar að heimilin hafa úr litlu að moða þessa dagana og mánaöarkaupsfólkið löngu farið að velta fyrir sér hverri krónu. Hinar háu upphæðir, sem þegar hafa safnast, munu koma í góðar þarfir. Söfnuninni lýkur formlega í dag, en segja má að hún hafi náð há- marki með glæsilegum samsendingum útvarps og sjónvarps í gær. í sjóðstjórninni situr fólk með mikla reynslu, sem er nauðsynlegt við það vandasama verk að úthluta úr sjóðnum. Lær- dómurinn frá því í Súðavík mun koma sjóð- stjórninni að miklu gagni, rétt eins og sú reynsla hefur komib sér vel í öllu björgunar- og hreins- unarstarfinu líka. Þeim vandasama þætti er því eins vel fyrir komið og kostur er. Þó er rétt ab undirstrika það, sem fram kom í útvarpsviðtali í gær við heimamann frá Súðavík, en þessi at- hugasemd hans er einmitt samhljóða athuga- semd sem gerð var í forustugrein hér fyrir helg- ina. Þessi Súðvíkingur taldi óheppilegt að tengja fjárstyrki og greiðslur til fórnarlamba flóðsins við áframhaldandi búsetu á svæðinu, eins og í raun gerðist í Súðavík. Það er persónuleg ákvörbun hvers og eins hvar hann vill búa og hvort hann treystir sér til að búa áfram á Flateyri í skugga minninganna. Samkennd okkar með Flateyringum er sterk í dag, og Tíminn hvetur fólk til ab láta þessa sam- kennd í ljós meb þátttöku í Samhug í verki. Frikki slökkviliösmaður Friörik Sophusson fjármálaráð- herra sýndi af sér mikiö snar- ræöi á málþingi á vegum um- boösmanns barna um helgina, þegar hann slökkti í borðskreyt- ingu sem kviknaði í þar sem hún stóö á sjálfu pallborðinu. Á meöan kvinnurnar viö boröiö horföu ráölausar á, tók ráðherr- ann fram vasaklút og vætti hann og lagði yfir eldinn af karlmannlegri yfirvegun. Að sjálfsögöu hlaut hann að laun- um Iófatak málþingsgesta, enda þetta ekki síðra björgunarafrek en slökkvistarf Kaspers, Jespers og Jónatans, sem fram fór á öör- um stað í bænum um svipað leyti. En þaö voru aðrir eldar sem brunnu á VMSÍ-þinginu, sem lauk fyrir helgina og í athyglis- veröri frétt í Tímanum á laugar- dag voru borin saman drögin aö kjaramálaályktun VMSÍ-þings- ins annars vegar og svo hins vegar endanlegri ályktun sem þingið sendi frá sér. í drögunum að ályktuninni er miklu púðri eytt í aö skamma stjórnvöld (Friðrik slökkviliðsstjóra) og Kjaradóm fyrir að hafa hækkaö kaupið hjá hálaunaaðlinum á sama tíma og láglaunahópum er haldið niðri. Heitir eldar En á þinginu viröist hins veg- ar nýir og heitari eldar kviknað, því gjörbreyttur tónn er kom- inn í kjaramálaályktunina eins og hún var á endanum sam- þykkt. Nýi tónninn er miklu beinskeyttari og nú vilja menn fá kauphækkanir til sín og lífs- kjör svipuö því sem gerist í Dan- mörku. Nú má líka búast við aö vinnuveitendasamtökin fari aö hafa verulegar áhyggjur af því hvað er aö gerast. Verkamanna- sambandiö er hætt aö tala um kauphækkanir embættismann- anna, eins og allt myndi lagast ef þær yrðu afturkallaðar og úr- skuröi Kjaradóms breytt. í álykt- GARRI uninni er ekki minnst á Kjara- dóm, engar skammir á ráöherra eða það aö eitthvert siðferöilegt órétti hafi verið framið meö því að hækka kaupið mest hjá þeim sem mesta kaupiö höfðu fyrir. Eflaust þykir mörgum kom- inn tími til að kjaramálaálykt- anir verkalýðshreyfingarinnar fari aö snúast um það aö bæta kjörin hjá félagsmönnum í stað þess aö vera sífellt aö reyna að stjórna landinu með því að hafa áhrif á félagslega íbúöakerfið, vaxtaþróunina eða það hvort rekstrargrundvöllur atvinnu- greina er betri í dag en í gær. Kaupkröfur liggja í loftinu og menn viröast ætla að fylgja kröfum sínum hart eftir og rjúfa gildandi samninga með öllum tiltækum ráðum. Og stjórn- málamennirnir, sem hafa meö hverjum afleiknum á fætur öðr- um unnið svo ötullega aö því aö gera niðurstöðu Kjaradóms að því almenna sprengiefni sem hún hefur oröiö, eru að því er viröist endanlega aö missa mál- iö út úr höndunum á sér. Þeir eru nánast búnir að tryggja sér ófriö á vinnumarkaði við fyrsta tækifæri, með því að hafa ekki gripið inn í áhyggjur og gagn- rýni launþega síþustu vikurnar. Þaö hefur ekki einu sinni verið haft fyrir því aö lægja öldurnar með því að stofna einhvers kon- ar samstarfsnefndir ríkis og að- ila vinnumarkaðar til að beina umræðunni í einhvern skyn- samlegan farveg. Halldór Ás- grímsson einn manna hefur gert tilraun til að koma upp ein- hverjum díalog um málið, þegar hann talaði um að finná þyrfti nýja siðferöissáttmála í launa- málum í landinu. Sú hugmynd fékk góðan hljómgrunn, en henni hefur einfaldlega ekkert veriö fylgt eftir. Róm ab brenna Þess vegna standa menn nú frammi fyrir stórátökum þar sem aöilar eru að grafa sig niöur í skotgrafirnar. Þetta á eftir að verða dýrkeypt orrusta, ef hún á annað borð nær sér vel á strik, og hætt er við að hinn marg- frægi stöðugleiki verði eitthvað minni en menn hafa verið aö vonast til. Einhvern tíma talaði ágætur maður um að Róm væri að brenna í íslensku samfélagi. Það er búiö aö kveikja marga óánægjuelda vítt og breitt um landið og þess vegna hljóta menn nú að líta til fjármálaráö- herra, sem sjálfur hefur kveikt marga þessara elda, í leit að lausnum og úrræðum sem duga. Hann hefur sýnt hug- kvæmni við að fást við hina smærri elda, en þarf nú að kljást viö þá hina stærri þjóðfélags- elda áður en hann verður út- nefndur slökkviliösstjóri í Kar- demommubæ Verkamanna- sambandsins. Garri Klukku stolið í annaö sinn Einu sinni áttu íslendingar eina sameign. Þaö var klukka, gömul, lúin og sprungin. Þar kom að byssusteypiríin vantaöi kopar og var kóngsins bífalningsmaður sendur til Þingvalla að ná í sam- eignina. Honum til aöstoöar var snærisþjófur af Akranesi, sem skar klukkuna niöur, og reiddu þeir hana til Bessastaöa, sem er mikill dýröarstaöur. Þjófurinn var settur þar í þrælakistuna, en klukkan send til Kaupinhafnar. Eftir sat bóndinn í Bláskógaheiðinni og átti hvorki tóbak né hlutdeild í neinni sameign lengur. Hann varð aö bíða afurðasölulaganna þar til hagur hans vænkaöist á ný. Aö því rak aö íslendingar eign- uöust klukku á ný. Halldór Kiljan afhenti þjóð sinni íslándsklukk- una á stríösárunum síðari. Hún er sameign eins og klukk- an forna á Þingvöllum, sem eng- inn sá eftir nema öreiginn í Blásk- ógaheiöinni. En íslandsklukkan eina og sanna hefst á frásögn af endalokum gömlu klukkunnar. Ræturnar Og nú er aftur búiö aö stela ís- landsklukkunni. Franskur rumm- ungsritþjófur geröi sér lítið fyrir og endurskrifaöi hugverkiö og hefur það veriö gefið út undir hans nafni og franskir menning- arvitar lofa afrekið og spá þjófn- um aö minnsta kosti Nóbelsverð- launum fyrir Eld í Kaupinhafn, sem er heitiö á verkinu sem stoliö var frá íslendingum. Ríkisfréttir skýrðu frá þessu voðaverki og töldu firn mikil, ekki síst fyrir þaö að ekki var tekið fram í þýfinu að því væri stoliö frá Halldóri og Ólafi í Vöku. Nú á að kæra þjófnaðinn og sýna það og sanna fyrir Fransmönnum að ís- lendingar eiga íslandsklukkuna einir og að þeir, sem dirfast að lesa frönsku útgáfuna, séu ekki annaö en réttir og sléttir þjóf- snautar. Á víbavangi En hvaðan fékk Halldór ís- landsklukkuna sem hann afhenti þjóðinni og Vöku? Eiríkur Jóns- son rekur þaö í miklum doðranti, sem bannað er að lesa og ræða í Háskólanum, þar sem bók- menntafræðin rannsakar og met- ur hégiljur og hjáfræði af miklum lærdómi í anda Jóns Grunnvík- ings, sem trúði öllu nema því sem sannaö varö meö rökum og staö- reyndum. „Rætur íslandsklukkunnar" er að mestu upptalning á þeim bók- um, sem höfundur nýju sameign- arinnar hefur efni sitt úr og raðar upp á nýtt af miklum hagleik, og úr verður óbrotgjarnt snilldar- verk. Hvenær stelur mabur bók...? Margar skáldsagna Halldórs eru sóttar í aðrar bækur, traustar heimildir eða skröksögur eftir at- vikum. Engum heilvita manni dettur samt í hug að bendla hann við ritþjófnað eöa að hann hafi tekið Úukku landsins traustataki, eins og Fransmaðurinn er vændur um núna. Yfirleitt eru Frónbúar uppveör- aðir þegar íslandsvinirnir geta þeirra í útlandinu. Allt er auglýs- ing fyrir landið og túrismann, og margfeldi Garðars Hólm eykur frægð lands og íbúa meðal þjóð- anna. En þegar Árna Magnússyni og Jóni Hreggviðssyni er snúið upp á frönsku og heimilda leitað í þeim samtíningi sem íslandsklukkan er, sé litið til hvert efniviðurinn er sóttur, snýr mörlandinn upp á sig og ríkisfréttir flytja þau tíðindi að búið sé aö stela íslandsklukkunni . rétt einn ganginn. Nú dugir varla minna en að heimta að sett verði lögbann á aö henni verði hringt í Frakklandi, svo illa sem hún er fengin. Er engu líkara en að sá armi skálkur Jón Marteinsson, sem stal bókum handa þeim sænsku, sé kominn í spilið að breiða út ís- lenska menningu í óæskilegum löndum. Eöa þá að Karl Einfer sé búinn aö selja Nóbelsverðlaunin til Frans. En hann hefur þá skaff- að þau áður með vafasömum hætti. Hvaö sem því líður, er vonandi aö íslandsklukkan eigi eftir að auðga franska menningu, hvernig sem hún er fengin. Og ósvaraö er spurningunni stóru: Hvenær stelur maður bók og hvenær stelur maður ekki bók? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.