Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 2
2
Wmivm
Miðvikudagur 1. nóvember 1995
Tíminn
spyr...
Er rétt a& breyta reglum um
útivistartíma barna?
Siv Fri&leifsdóttir þingma&ur:
Já. Þetta eru veruleikafirrt lög
miöa& vi& uppeldisheföir íslend-
inga, þar sem börn um 10 ára ald-
ur eru yfirleitt úti eftir kl. 20.00.
Samkvæmt því er þorri foreldra
glæpamenn. Börn yngri en 12 ára
mega ekki vera úti á almannafæri
eftir kl. 20.00 og 13-16 ára börn
mega ekki vera úti eftir 22.00. Ég
hef enga trú á aö foreldrar fari eft-
ir þessu, reglur verba að vera
þannig ab hægt sé aö fara eftir
þeim. Þetta á aö vera samkomu-
lag milli barna og viökomandi
foreldra en það er ágætt þegar
foreldrasamtök taka sig saman
um samræmingu útivistartíma.
Þær reglur sem þau hafa sett
stangast hins vegar á við lögin
eins og þau eru í dag.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
’iorgarfulltrúi:
Nei. Reglur eru reglur og fólki
ber að fara eftir reglum. Mér
fihnst ekki eðlilegt að krakkar
yngri en 12 ára séu úti eftir kl.
20.00 á kvöldin. Hvað ættu 10
ára krakkar aö vera að þvælast úti
í myrkrinu á veturna eftir kl.
20.00? Mér finnst vart sæmandi
alþingismanni aö tala um að
svona reglur eigi bara að vera
samkomulag milli barna og for-
eldra. Þetta eru lög í landinu og ef
þú getur farið þannig með lög að
þaö sé bara samkomulagsatriði
milli þeirra sem í hlut eiga, þá
þurfum viö engin lög.
Rannveig Gu&mundsdóttir
þingma&ur:
Mér finnst foreldrar almennt of
eftirlátir viö börnin sín og vib
leyfum börnum okkar ab vera
miklu lengur úti en annars staö-
ar. Sjálf vildi ég sjá aöeins meiri
aga hjá börnum varöandi þessi
mál en þaö þurfa líka að vera
heilbrigðar reglur til hliðsjónar
sem fólk ber virðingu fyrir.
Útsölukjötiö rifiö út— veröstríö á markaönum:
Hafa ekki undan ab
saga nibur skrokka
Einn fjölmargra áhugasamra kaupenda útsölukjötsins handfjatlar einn pok-
ann. Tímamynd: CS
Ekkert lát er á eftirspurn eftir árs-
gömlu lambakjöti í verslunum.
Allt kjöt sem kemur í verslanir
selst upp og ríkir hart verðstríð á
milli jieirra. Borið hefur á kjöt-
skorti eftir a& átakið hófst og
kenna sláturleyfishafar því um
að hafa fyrst fengið upplýsingar
um fyrirkomulag útsölunnar sl.
mánudag.
Matvöruverslanir keppast við aö
niðurbjóða hver aðra í verði á árs-
gömlu lambakjöti. Verðið er víðast
innan viö 300 krónur fyrir kílóið og
allt niður í 244 krónur í Bónus. Þar
hefur framboðið hins vegar Verið
lítið.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í
Bónus, kvartaði yfir því í samtali
viö Tímann í gær að söluátakið
væri illa skipulagt. Sláturleyfishafar
hefðu ekki fengið tíma til undir-
búnings. Nú hefðu þeir ekki undan
við að saga kjötið.
„Við fengum tvo litla skammta á
laugardaginn og nánast ekkert á
mánudag en smáræði í morgun.
Kjötið hverfur um leib og það kem-
ur í búðirnar en þetta er allt of lítið
magn," sagði Jóhannes. Hann
bætti við að það væru „fantakaup"
í kjötinu og sennilega hefði lamba-
kjöt aldrei fengist á jafn góðu verði.
í verslunum „Tíu ellefu" er búiö
að selja um 50 tonn af kjöti frá því
að útsalan hófst. Eiríkur Sigurðsson
framkvæmdastjóri segir að eftir-
Ekki er búið að greiða eina ein-
ustu krónu af þeim 94,8 milljón-
um sem Lífeyrissjóöur bænda á
inni hjá Emerald Air.
Fyrrverandi framkvæmdstjóri
sjóðsins veitti lánið á sínum tíma
og átti fyrsta greibsla, um 10 millj-
ónir króna, ab koma 20. september
sl. og önnur greiðsla að upphæð
33,8 milljónir 15. október sl. 15.
nóvember nk. er þriðji og síðasti
eindagi, þá ber Emerald Air að
spurnin virbist endalaus og fólk sé
mjög ánægt með framtakið. Hann
segir aö búðirnar fái nýja sendingu
af kjöti á hverjum degi en samt hafi
komiö fyrir ab ekkert kjöt sé til í
einhverri verslun í nokkrar klukku-
stundir. í Tíu ellefu er kjötið seit á
279 krónur kílóið.
í Hagkaupi er kílóverðið 289
krónur og þar hafa allt að 100 tonn
af kjöti verið seld, að sögn Arnar
Kjartanssonar sölustjóra.
Mest allt kjötið sem verið er ab
selja er unnið hjá Goða. Hjá SS var
greiða 44,9 milljónir króna til líf-
eyrissjóbsins.
Settur framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs bænda, Guðríður Þorsteins--
dóttir, segir að ekki liggi enn fyrir
hvort Emerald eigi einhverjar eignir
en menn séu ekki of bjartsýnir þar á
bæ. „Við erum orðin harla vondauf
um að fá þessar greiðslur. Af þeim
sem ekkert á, er ekkert hægt að
hafa."
-BÞ
búið ab selja svo til allt kjöt áður en
átakið hófst enda fengu menn upp-
lýsingar um það með mjög stuttum
fyrirvara.
Kjötið sem er á markaönum er í
besta gæðaflokki lambakjöts, DIA,
að sögn Kristínar Kalman hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins, en
skrokkarnir í stærri kantinum.
Kristín segir að í heildina sé búið ab
selja um 200 tonn af kjöti en ætl-
unin er að seija um 600 tonn í
þessu átaki. Kristín segir það rétt að
sláturleyfishafa hefðu fengið of lít-
inn tíma til undirbúnings.
-GBK/JBP
Tár úr steini:
/
Framlag Islands
í óskarinn
Tár úr steini, kvikmynd Hilmars
Oddssonar, hefur verib valin fram-
lag íslands til bandarísku Óskars-
verblaunanna, þ.e. í þann flokk sem
keppir um tilnefningu sem besta er-
lenda kvikmyndin, en um 12,500
manns hafa nú séð myndina í
Stjörnubíó. Atkvæðagreibsla um til-
nefninguna fór fram á sérstakri
samkomu alira félaga ísknskra
kvikmyndagerðarmanna. Endan-
legar tilefningar bandarísku kvik-
myndaakademíunnar verða til-
kynntar í febrúar. ■
Engar greiöslur borist enn frá Emerald Air til Lífeyris-
sjóös baenda. Framkvœmdastjóri sjóösins:
Erum harla vondauf
um ab fá nokkub
Fílafóöur auglýst hjá gœludýraverslun. Viöbrögö gegn dýrasmygli til landsins:
„Datt svona í hug ab ein-
hver hefði smyglað fíl
'B0661
E/Z ÞETM £KtO f?ETT
E//VN T/IOÖÞ/WÞ/E/NN
FRÁ /TONOM ÓNNKI ?
Sagt var...
Gluggab í garnir
„já, ég er nýbúin að glugga í garn-
irnar og sá ekki annað en allt sæmi-
legt. Þetta verður gott framan af, al-
veg fram undir jól."
Segir garnaspákonan Lauga á Kára-
stö&um í DV í gær um ve&ráttu kom-
andi vetrar.
Nakib klám
„Auövitaö er bók þessi, Skuggar
vögguvísunnar, ekkert annaö en nak-
ið klám frá upphafi til enda. Ég
undra mig mest hve fróö konan er
um þennan neöanjarðarheim öfug-
ugga og vanheilla í kynferöismál-
um.
Ragnhei&ur jónsdóttir um bók Sú-
sönnu. DV.
Heimstjórar, ekki bílstjórar
„íslendingar þykjast vera orðnir svo
alþjóðlegir að þeir þurfa alltaf að
vera að tala í síma. Þær fáu hræöur,
sem ferðast með rútum, veröa aö
hlusta alla leibina á eitthvert fimm-
mínútnavit þáttagerðarmanna út-
varpsstöbvanna, í bland við símtöl
bílstjóranna. Síminn hringir látlaust.
Halda mætti ab þeir stýrbu heimin-
um, ekki rútu."
Gu&bergur Bergsson í DV.
Eins og stjbrf naut
„íslenskir stjórnmálamenn geta ekki
stabib eins og stjörf naut og bebiö
eftir því að mál þróist í Evrópu. Þaö
er enginn endapunktur til þar sem
hægt er að vakna af dvalanum og
segja: Félagar, þróuninni er lokib, nú
getum við rætt af viti um málið."
Skrifar Birgir Hermannsson í Alþýbu-
bla&ib.
Ófyndinn Hafnarfjarbar-
brandari
„„Mibbæjartáknib" í Hafnarfirði er
orðið að Hafnarfjarbarbrandara sem
er hættur að vera skemmtilegur —
hafi hann nokkru sinni verib þab."
Kristján Bersi Ólafsson er ósáttur vib
þróun mála í Hafnarfirbi. Mogginn í
gær.
Togstrelta ritstjóra og skálds
„Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, hefur gjarnan reynt ab
markaössetja sig í fjölmiblum sem
baráttumann gegn skobanakúgun
og fasisma. Nú ber svo vib að hann
ætlar að banna skoðanir um innri
mál Alþýbuflokksins sem eru and-
snúnar skoðunum ritstjórans og yfir-
boðara hans hjá Alþýöublaöinu. Hvar
er nú hinn írjálsi andi skáldsins?"
Spyr Magnús Hafsteinsson, formabur
Alþý&uflokksféiags Hafnarfjar&ar, sem
birtir grein í Mogganum í gær, sem
hann segir ekki hafa fengib inni á Al-
þýbublabinu.
jón Ormur Halldórsson, stjórnmála-
fræbingur, hefur flutt skilmerkileg er-
indi um Sameinubu þjóbirnar í útvarpi
nokkra sunnudaga í röb. Sl. sunnudag
sýndi hann fram á hve lítiö væri hlust-
ab á smáþjóbir á þeim vettvangi og ab
heimsóknir og ávörp rábherra næbu
ekki hlustum nokkurs manns.
Samkvæmt því var hvergi sagt frá ræbu
Davíbs sem hann flutti um daginn
nema í Morgunblabinu. Heimsóknir
æbstu manna fámennra þjóba vekja
hvergi athygli og eru öryggisvörbum
einum til armæbu. Æbstu menn kunna
Jóni Ormi litlar þakkir fyrir ab skýra frá
því sem allir ættu að vita ...
•
Merakóngar vöknubu upp vib vondan
draum þegar upp kom ab enginn sjób-
ur er til sem bætir hross sem verba úti í
harbindum. Saubkindin er meira virbi
og hleypur Bjargráöasjóbur undir
bagga þegar þegar fé fennir og krókn-
ar. Hestaeigendur í pottinum eru á
einu máli um ab koma verbi á fót jafn-
réttisrábi sem sér um ab ekki verbi gert
upp á milli dýrategunda á svona frek-
legan hátt...
•
Tvær sjónvarpsstöbvar sem ætla ab
senda út afþreyingarefni eru ab komast
í gagnib. Þær munu leggja allt kapp á
ab senda út íþróttaefni og bíómyndir. í
pottinum eru menn ab velta fyrir sér ab
hvaba leyti þær verða frábrugðnar ríkis-
sjónvarpinu og Stöb 2. sem samkævmt
þessu sinna ekki afþreyingu né íþrótt-
um. Hvab skyldu sjónvarpsstjórar nýju
stöbvanna halda aö sé í gömlu stöbv-
unum?