Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 1. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ný skýrsla um Ríkisútvarpið Ríkisútvarpið er afar veigamikill þáttur í ís- lenskri fjölmiðlun og skipulag þess hlýtur ávallt að verða til umræðu, ásamt afkomu þess. Það er ljóst að Ríkisútvarpið sem stofnun gegnir veigamiklu hlutverki menningarlega og einnig varðar tilvist þess almennt öryggi. Stofnunin á langa og merka sögu. Miklar breytingar hafa orðið í íslenskri fjöl- miðlun. Samkeppni hefur aukist og ný sam- skiptatækni ryður sér mjög hratt til rúms, sem er hinn svokallaði „Veraldarvefur". Við slíkar aðstæður er nauðsyn að marka mjög vel hlutverk Ríkisútvarpsins og hvaða markmiðum beri að vinna að með rekstri þess. Með innheimtu afnotagjalda hefur það sér- stöðu meðal annarra fjölmiðla. Það skal ekki lastað, en því meiri nauðsyn er á að hlutverk Ríkisútvarpsins á hverjum tíma sé vel skil- greint. Ríkisendurskoðun hefur nú skilað stjórn- sýslu endurskoðun á Ríkisútvarpinu. Hún hef- ur að geyma tillögur um róttækar breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins, sem eru niðurstaða af athugunum stofnunarinnar á honum. Þar eru meðal annars gerðar tillögur um nýja viðmiðun fyrir innheimtu afnotagjalda. Lagt er til að gagnger uppstokkun fari fram á deildum stofnunarinnar, t.d. að fréttastofur útvarps og sjónvarps verði sameinaðar. Lagt er til að stofnunin starfi undir einu þaki. Þá er einnig tillaga um að leggja Framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins niður, en hann er að dómi Ríkisendurskoðunar barn síns tíma. Einnig er lagt til að gengið verði til samninga við Póst- og símamálastofnun um afnot af ljósleiðara í stað þess að byggja áfram upp eigið dreifikerfi. Hér er drepið á helstu tillögur sem felast í skýrslunni. Hér er um róttækar tillögur að ræða, en geta má þess að sumar þeirra hafa komið fram áður, en ekki verið framkvæmdar. Ríkisútvarpið gegnir veigamiklu hlutverki og svo mun verða áfram. Það er hins vegar nauðsyn fyrir stofnunina að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum sem verða með aukinni samkeppni í fjölmiðlun. Skýrsla Ríkis- endurskoðunar er athyglisvert innlegg í þá umræðu sem hlýtur að verða um þessi mál á næstunni. Hjálpartæki ástarlífsins Fangelsi ill nau&syn Bókmenntagiiúi ÍSruÆiomi hvo UP JSitSnlnp' “""“tíSS&K jmisöpu . en(j\ ilnum — .6 þio .ttlnl ttI rtwarsjsg ro °* irm hiel --hnl. Helitl munir s (ooft** e.-. .7 ousófinii ^n*ö*ium eb* 'l M&r r N, ^ ? N'" >“’■ ..“PP- *ÖV p11*' IW ■' muní" ’ & r>$r Ah.**h, , tb vonUuf t' * . hún W" Súsanna Svavarsdóttir, fyrrum stóri- dómur Morgunblaösins á leiklistar- sviöinu, hefur nú sent frá sér smá- sagnasafniö „Skuggar vögguvísunn- ar". Garri hefur enn ekki komist til aö lesa þessa merku bók, en augljóst er aö hjá því verður ekki komist. Tveir ritdómar hafa birst um þessa bók, annar hér í Tímanum í síðustu viku og hinn í Morgunblaðinu í gaer. í báðum þessum ritdómum kemur það mjög ákveðið fram að bókin er mjög djörf, berorð og klaemin og því líkari því sem menn almennt kalla sjoppulitteratúr en fagurbókmenntir. Tímaritdómur- inn, sem bar heitið „Bókmennta- gildi hringvöðva", var raunar mun meira afgerandi hvað þetta varðar, og þar kemur fram aö aðeins á ein- um stað kemst Súsanna nálægt því aö vekja upp bókmenntaleg hug- hrif, en „leitast ekki eingöngu við að vekja lesendur upp neðan mitt- is", eins og bókarýnirinn Lóa Aldís- ardóttir orðar það. Ljóðrænt fyrirheit í Mogganum í gær er síðan rit- dómur eftir Jóhann Hjálmarsson undir yfirskriftinni „Erótík til dag- legs brúks". Ljóðskáldið Jóhann segir í dómi sínum að nafn bókar- innar, „Skuggar vögguvísunnar", gefi fyrirheit um ljóðræna munúð. „Eftir lestur sagnanna gæti niður- staðan orðið nytsöm munúö í merkingunni erótík til daglegs brúks." Þessi nytjaerótík, sem Jó- hann bendir á, virðist vera honum ofarlega í huga, því hann velur ein- mitt þennan punkt í gagnrýni sinni sem yfirskrift. Það er mjög athyglisvert að hver bókmenntarýnirinn á fætur öðrum skuli einmitt hnjóta um þessa hlið sagnasafns Súsönnu, það er að bók- in „veki lesendur neðan mittis" og sé því gagnleg til daglegs brúks. Niðurstaðan er því sú að þó bók Sú- sönnu sé e.t.v. ekki mikið bók- menntaverk, þá er hún augljóslega gagnleg sem hjálpartæki ástarlífsins — sem „erótík til daglegs brúks". GARRI Garri var einmitt aö ræða það við konuna hvort ekki væri eðlilegt að ganga í ísfirðingafélagið eða jafnvel bara Húsvíkingafélagiö í Reykjavík, vegna þess að í sjónvarpsþáttum frá þessum stöðum kom einmitt fram að þar telja menn eðlilegt að hjón geri það 3,3 sinnum í viku og upp í 4,5 sinnum í viku. Hugmyndin var auövitað sú að athuga hvort þessi sjónarmið um tíöni myndu ekki með einhverjum hætti smitast inn í hjónaband Garra. Súsanna á nátt- boröinu Nú er greinilegt að miklu nær- tækara er að gleyma ísfiröingum og Húsvíkingum í bili, en kaupa þess í stað bókina hennar Súsönnu. Það er aldrei að vita hvað sú bók kann „aö vekja upp" í hjónabandinu, ef hún er höfð á náttborðinu og kafli og kafli kannski lesinn upphátt svona rétt fyrir svefninn. Ólíklegt er þó að bókin verði höfð til daglegs brúks hjá Garra eins og hjá Jóhanni Hjálmarssyni, sem hlýtur eiginlega að vera af ísfirskum ættum. Það stefnir í að nú gefist Garra tækifæri til að festa kaup á texta, sem hann hefur ekki einu sinni hugsab um síðan Tígulgosinn leið undir lok. Þessi texti virðist einmitt vera öflugt hjálpartæki ástarlífsins, sem þó er þeim kostum gætt að enginn þárf að roðna af feimni við ab kaupa sér það. Þetta hjálpartæki er menningarlegt og þegar allir reykvísku karlarnir, sem frétt hafa um hina húsvísku og ísfirsku staðla, fara í bókabúð að kaupa Súsönnu, er það að sjálfsögðu vegna bók- menntaáhuga þeirra og leiftrandi áhuga á [rví sem er að gerast í ís- lensku menningarlífi. Garri Vinnsluvirbi og gæðastjórnun Ríki og sveitarfélög eru vel rekin, en fyrirtæki hörmulega illa. Þetta kem- ur glöggt í ljós með þeim einfalda samanburði, að ríki og bæir geta borgað svo miklu betra kaup en fyr- irtækin á frjálsa vinnumarkaðnum. Verkamannasambandið stefnir nú ab því að verkafólk geti unnið fyrir sambærilegum kjörum og ger- ist og gengur á öðrum Norburlönd- um. Röksemdin er sú að Kjaradóm- ur telur sjálfsagt og eðlilegt að opin- bera báknið, sem hann ákvarðar kaup fyrir, búi við sömu laun og kollegarnir í Skandinavíu. Vinnuveitendasambandið er á öðru máli og segir atvinnuvegina hrynja ef vinnulýðurinn á ab fara aö bera sig saman við mannsæm- andi stabla, eins og þeir háttvirtu pólitíkusar sem ná kosningu og æruverðugir embættismenn. Ástæðan er sú, að sögn hagfræð- ings atvinnurekenda, ab vinnslu- virði í framleibslugreinum er svo miklu lægri hér en á öðrum Norður- löndum. Au&leg&in og fá- tæktin Þar höfum við það. Landsfram- leiðsla og þjóðartekjur eru með því sem best gerist í veröldinni og aub- legð landsmanna er að sama skapi nærri heimsmeti. Menntun er al- mennari og orkubúskapurinn er hagkvæmari en annars staðar þekk- ist. En það er vinnsluvirðið sem er svo lélegt að það kemur í veg fyrir að unnt sé aö greiða öðrum en pen- ingaaölinum þau laun sem þykja sjálfsögð annars staðar. Útsendarar nómenklatúru og handhafa góðra lífskjara klifa á því statt og stöðugt að ekki sé hægt að bera saman lífskjör milli landa, þar á að spila svo margt inn í sem þess- um lygalaupum tekst aldrei að út- skýra né gera neina fullnægjandi grein fyrir. Ekki fremur en hvernig á því stendur að sjálfsagt þykir ab sumar stéttir njóti svipaðra lífskjara og samsvarandi stéttir í alvöruvel- ferðarríkjum en aðrar ekki. Á víbavangi En hvernig skyldi standa á þessu hræmulega vinnsluvirbi? í Frétta- bréfi vinnuveitenda eru taldar upp þó nokkrar skýringar, en eina er þó varast að minnast á, sem er að mörgum fyrirtækjum er hörmulega illa stjórnað. Heimskir og fákunnandi stjórn- endur, sem skipuleggja heilu at- vinnuvegina, eru ekki kallaðir til ábyrgðar. Heldur er látið að því liggja að vinnulýburinn afkasti ekki sem skyldi. Sjálfsagt er eitthvab til í því, en eftir höfðinu dansa limirnir, eins og ungu skáldkonurnar eru að kenna okkur fyrir þessi jól. Verksvitið í askana Gæðastjórnun er hugtak sem ungu skipuleggjendurnir kunna. Eftir því sem næst verður komist felst það í því, að þeir sem stýra fyr- irtækjum eöa verkefnum hafi eitt- hvert verksvit og þekkingu á starfs- greininni til að bera. Sé svo, veröur verksvitið í askana látið. En á því er mikill misbrestur, eins og fjárfestingaæðib, lánahungrib og fallítin eru glöggur vitnisburður um. Óþarfi er að gera upp á milli at- vinnugreina, þegar minnst er á allt það bruðl og óstjórn sem liggur eins og mara á þjóbfélaginu og heldur almennum lífskjörum langt undir þeim mörkum sem aublegð lands- ins og geta þjóðarinnar ættu aub- veldlega að standa undir. En alltaf er það huggun harmi gegn, að einhvers stabar skuli hjól- in vera vel smurð og að flest gangi í haginn. Ríkinu er óskaplega vel stjórnað og sveitarfélögum ekki síður. Lög- gjafarsamkundan, Hæstiréttur og Kjaradómur eru innilega sammála um að vinnsluvirði þeirra, sem stýra ríki og bæjum, sé á við það sem best gerist í Skandinavíu og ber því fólki, sem í þeim geira starfar, umbun samkvæmt því og er auðvitað ekk- ert annað en réttlátt. En vinnsluvirðiö í fiskslubbi, iðn- aði og slíkum störfum er náttúrlega ekki hæfandi OECD-ríki, enda er ís- lenskur verkalýður þar í botnbarátt- unni og á ekki annað skilið. Þab verður ekki fyrr en skíta- launapakkib á almenna vinnu- markaðnum tekur gæbastjórnun ríkis og sveitarfélaga sér til fyrir- myndar, ab von er til ab hagurinn vænkist. Þá verður nú ekki slugsað. Þá hætta heimilin að safna skuldum. Þá verður ekki bruðlað meb lánsfé og öllu gæludýrahaldi verður hætt. Gæðin munu skína út úr hverju handtaki og kjörin batna að sama skapi. Hallelúja! OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.