Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 1. nóvember 1995 3 Lengju-fyrirkomulagiö í íþróttagetraunum hefur boöið upp á spillingu og mútumál víöa um lönd. Sölustjóri Getrauna: Höfum girt fyrir alla hugsanlega spillingu Nýjasta happdrættisíyrir- komulagib, Lengjan, sem ís- lenskar getraunir reka, hefur víöa um lönd mælst illa fyrir vegna sviksemi og spillingar sem upp hefur komib. Upp hafa komiö mútumál þar sem dómarar og leikmenn hafa veriö viöriönir og sakaöir um aö hafa hagrætt úrslitum. Samkvæmt upplýsingum Tímans er fyrirkomulag eins og Lengjan byggir á ekki leyft í ýmsum fylkjum Bandaríkj- anna. Viktor Ólason sölustjóri Getrauna sagöist í gær kann- ast viö vandamáliö. En strax í upphafi heföi veriö sett undir þennan svikaleka. „Hjá okkur er hægt aö tippa á minnst þrjá leiki, ekki einn. Ástæðan fyrir því aö viö höfum þennan hátt á er einmitt þetta sem þú ert aö nefna. Viö kom- um meö þessu móti algjörlega í veg fyrir aö hægt sé aö viöhafa svik," sagöi Viktor. Hann sagöi ólíklegt aö menn gætu mútaö þrem dómurum eöa leikmönn- um. Menn þyrftu aö hafa mikiö fé handa á milli til slíks. Auk þess væru viövörunarbjöllur í kerfinu og hægt aö loka fyrir ef óeölilega mikiö er veöjaö á vissa ótrúlega samsetningu. Há- marksveö á miöa væri 12 þús- und krónur. „Núna erum viö meö til dæm- is eitt liö sem mætir Grindavík í Frægt varö máliö vegna mark- varöar Manchester United, Bruce Grobbelaar, sem sakaöur hefur veriö um aö leyfa aö skora hjá sér. Þaö mál tengist leik sem þessum, en Viktor segir aö þar í landi leyfist aö veöja á einn leik -JBP Þing lönnemasambands íslands: Forsvarsmenn félaga hafi hreina sakaskrá Á nýafstöönu þingi Iðnnemasam- bands íslands var samþykkt ályktun um aðildarfélög Iðnnemasam- bandsins og nemendafélög. Hljóðar samþykktin þannig að forsvars- menn hvers félags skuli framvegis hafa hreina sakaskrá varðandi of- beldi og auðgunarbrot. Ásakanir um spillingu og fjáróreiðu hafa gengið á milli einstakra stjórnar- manna SIR og Iðnnemasambands- ins eins og Tíminn hefur greint frá. Gjaldkeri og formaður nemendafé- lags Iönskólans eru báðir á sakaskrá og hefur fortíð þeirra verið dregin fram í dagsljósið af andstæðingum þeirra. - BÞ Skólaskyriö fékk fijúgandi start á markaönum, en síöan mótiœti: Sviknir um dósir og tafir vegna óveðra Kristján Sigurösson hampar hér miba í lengjunni. körfunni. Þaö er þrisvar sinnum á seölinum í vikunni. En viö opnum ekki fyrir sölu á seinni leikina fyrr en aö hinir leikimir eru búnir til aö koma í veg fyrir aö hægt sé aö kaupa úrslit hjá Grindavík. Viö höfum aöra reglu líka, þá aö á hverri einustu kvittun sem maöur kaupir, þar má velja minnst þrjá leiki en mest sex, þá veröa aö minnstar kosti tveir leikir aö spilast til aö miöinn sé gildur, annars er hann endurgreiddur. Þaö kom upp í síöustu viku aö nokkuö margir keyptu þrjá leiki, þar af var tveim körfuboltaleikjum frestaö vegna atburöanna á Flat- eyri. Þá var miöinn endur- greiddur þannig aö ekki væri hægt aö veöja á þennan eina leik," sagöi Viktor. Viktor sagöi aö Getraunir nytu góös af samstarfi viö koll- ega sína í Svíþjóö. Þeir hafa haldiö úti leik sem þessum í nærri tíu ár og hafa lent í vanda- málum, en tekist aö giröa fyrir óheiöarleika. Þeirra lausnir hafa veriö nýttar hér á landi. Skólaskyriö sem Mjólkurbú flóamanna framleiöir og setti á markab á dögunum hefur fengið góöa dóma hjá neyt- endum. Varan hefur hins veg- ar ekki verib fáanleg í búbum í nokkra daga. En hver er ástæban? „Þetta eru vandamál vegna svika þýsks dósaframleiðanda við Mjólkurbú Flóamanna, auk þess sem viö lentum í óveðri meö skipið, nærri tveggja daga töf. Á fimmtudaginn var veðrið slíkt aö hætta varö uppskipun. Þaö lagðist allt gegn okkur. En nú eru umbúöirnar komnar og skólaskyrið hreinlega mokast út þannig aö við ráöum ekki neitt viö neitt enn þá," sagði Adolf Oskarsson sölustjóri Mjólkur- samsölunnar. Adolf sagði aö skólaskyrinu heföi verið einstaklega vel tekið, ekki bara af skólafólki heldur líka þeim sem eldri eru, enda boðið upp á „fullorðins bragö- tegundir" eins og vanillu. -JBP Foreldraráb kosin í fyrsta sinn Foreldraráð hafa þegar verib stofnub vib nokkra grunnskóla landsins, í samræmi vib ákvæbi grunnskólalaga sem samþykkt voru á Alþingi sl. vetur. Foreldra- rábi er ætlab ab vera formlegur vettvangur til ab koma sjónar- mibum foreldra varbandi skóla- starfib á framfæri. Foreldraráð eru nýr vettvangur foreldra grunnskólabarna. Sam- kvæmt nýjum grunnskólalögum bera skólastjórar ábyrgð á því að foreldraráð séu stofnuð við hvern skóla. Foreldraráð hefur ekkert formlegt vald heldur er því ætlað að vera samráðsvettvangur og veita aö- hald t.d. varðandi gert skólanám- skrár og miðlun upplýsinga. Þrír foreldrar eiga aö skipa foreldraráö til tveggja ára í senn. Erla Hermannsdóttir, starfsmað- ur Landssamtakanna Heimilis og skóla, segir aö þegar sé búið ab kjósa fulltrúa í foreldraráö í nokkrum skólum. í öðrum skólum sé unnið ab undirbúningi og stefnt að því að kjósa í foreldraráð fyrir áramót. Erla telur að starf foreldraráðanna fari víbast hægt af stab og þetta skólaár verði að mestu notað til ab afla gagna. Verkefni foreldrarába snúa ann- ars vegar að sveitarfélaginu og skólanefndinni og hins vegar að skólanum sjálfum. Foreldraráði er ætlað að fjalla um og gefa umsögn til skólans um skólanámskrá. í bæklingi sem Heimili og skóli hafa gefið út er mælt með því að foreldraráð fái drög að skólanámskrá í hendurnar ab vori til að það geti gefið umsögn sína um hana fyrir haustið. í skóla- námskrá á ab fjalla um atribi sem varða innra starf skóla, svo sem skipulag náms og kennslu, skóla- tíma, námsmat og félagslíf nem- enda. Samtökin mæla með því að for- eldraráð leggi áherslu á stefnumót- un og forbist að verða „eins konar kvörtunardeild". í öllu starfi sínu hafi þau heildarhagsmuni nemenda að leibarljósi fremur en að fjalla um smáatriöi sem varði fáa nemendur. Foreldraráð eiga einnig að fjalla um áætlanir skólans um skólahald- ib. Þar er t.d. átt vib áform um skólabyggingar, vibhald og aðrar framkvæmdir, búnað skóla og skólaakstur. Foreldraráð getur, telji þab ástæðu til, komið meb tillögur ab úrbótum eða breytingum. Samtökin Heimili og skóli líta á stofnun foreldraráða sem mikilvægt skref í skólasögu landsins. Þau telja brýnt að foreldrar séu umsagnarað- ili um störf og áætlanir skólanefnda og jafnframt ab það sé jákvætt fyrir kennara og annað starfsfólk skóla að fá viðbrögð umhverfisins við verkum sínum. Samtökin minna á að næst á eftir nemendum séu for- eldrar stærsti hópurinn sem skólinn þjónar. -GBK FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Forstöðumaður á sambýli einhverfra Staba forstöbumanns vib sambýli einhverfra Sæbraut 2, Seltjarnarnesi er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa ab hafa menntun á uppeldissvibi og reynslu af starfi meb ein- hverfu fólki. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráb- herra og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Umsóknir sendist til félagsmálarábuneytisins, Hafnarhús- inu v/Tryggvagötu, Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Gubmundur M. Björgvinsson forstöbumabur í síma 567 70 66. Félagsmálarábuneytib s •AMHUGUR Leggðu jjitt al inörkum V \ I 1 ' 1 j inn á bankareikning nr. I \ / I—^ I / 1183á26~800 1 V Lr\l\JL í Sparisjóði Önundarljarðar á Flateyri. Ha'gl er að leggjíi inn á reikiiinj’iiiii í iilluin bönkum, sparisjóðum oi; póstlnísiim á Iandimi. Allir fjöliniðlur landsins, Póstur «j; sími. Hjálparstofntin kirkjunnar «i> Katiói kross íslands LANDSSÖFNUN VEGNA NÁTTÚRUHAMFARA A FLATEYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.