Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 1. nóvember 1995 Málefni hestamanna í mikilli gerjun tapa, ef horfib verður til samein- ingar. Akveöib var ab 6 menn, þrír frá LH og þrír frá HÍS, tækju sam- an drög ab lögum fyrir nýtt sam- band og skiluðu því verki í byrj- un maí á næsta ári. Þeir, sem kosningu hlutu í þessa nefnd af hálfu LH, voru Sveinbjörn Svein- björnsson Gusti, Sigfús Ólafsson Létti og Haraldur Þórarinsson Sleipni. Auðheyrt var á formanni LH ab hann hefur ákveöinn fyr- irvara varðandi. framvindu máls- ins. 46. þingi Landssambands hestamannafélaga lauk á laug- ardag í Garbabæ. í upphafi þingsins minntist Guömundur Jónsson, formabur LH, atburöanna á Flateyri og baö þingfulltrúa ab rísa úr sætum og votta hinum látnu virbingu sína og abstandendum samúö. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnar og kom þar fram ab verkefnin eru fjölmörg og tíma- frek og umfang starfsins fer vax- andi. Þema þingsins var Framlag hestamanna og hestamennsk- unnar til samfélagsins. Þar voru framsögumenn Birgir Þorgilsson formaður Ferbamálaráös, Þórar- inn Sólmundarson rábunautur og kennari á Hólum, og Einar Bollason framkvæmdastjóri ís- hesta. Umræbur urbu ekki miklar um erindin, enda flestir sammála um að framlagið væri verulegt og á skorti aö það fengi viður- kenningu sem vert væri. Einn ljóöur væri þó á þessu máli vegna þess að mikið af þeim tekjum, sem þarna mynduðust, kæmu ekki upp á yfirboröið. Markaöurinn að taka völdin Að þessum málum afgreiddum var hafist handa við umfjöllun þeirra tillagna sem fyrir þinginu lágu. Þar voru tvær tillögur sem telja má stefnumarkandi fyrir samtökin. Þar ber fyrst ab nefna að samþykkt var ab landsmót skyldu haldin annab hvert ár eft- ir 1998. Mótanefnd sambands- ins var faliö að leggja fram tillög- ur um framkvæmd móta fyrir ársþing 1996. Gert er ráð fyrir því að mikil breyting verði á mótahaldi, sem meðal annars feli í sér að fjórðungsmót veröa lögð niður veröi landsmótin haldin annab hvert ár. Landsmót hafa verið haldin á fjögurra ára fresti frá 1950. Þá voru landsmótin fyrst og fremst þjóðhátíb hestamanna, en jafn- framt úttekt á kynbótastarfinu á landsvísu. Nú þykir mörgum sem kominn sé tími til að breyta þessu. íslenski hesturinn sé í vaxandi mæli markaðsvara sem þurfi að koma á framfæri og til þess séu landsmótin kjörinn vettvangur. Undanfarin ár hafa þessi stór- mót verið að þróast á þann veg, að atvinnuknapar hafa sýnt flest hrossin. Samkeppnin er orbin mikil í því að koma hrossum á mótið, en til þess að svo geti orð- ið verða kynbótahrossin að ná vissri lágmarkseinkunn, en gæð- ingarnir að komast í hóp þess úr- vals sem hvert félag má senda, og slíkt útheimtir mikla þjálfun. Fjármagnið er því þegar farið ab setja verulegan svip á móta- haldið. Þær raddir heyrbust á þinginu að bjóða ætti mótin út og skapa þannig tekjur fyrir landssam- bandið. Hvað sem verður um þessa þróun, þá er ljóst að markabur- inn mun setja svip sinn á þessi mót, en félagslegi þátturinn verba á undanhaldi. Efasemdir eru um það hvort þessi þróun HE£TA- MOT KARI ARNORS- SON reynist almennri hestamennsku til framdráttar, en hún getur hins vegar haft mikla þýðingu fyrir ræktendur, sýningamenn og seljendur. Hvað græðist og hvaö tapast? Hin tillagan víkur að því, ab skoðað verði til hlítar að sam- eina Landssambandiö og Hesta- íþróttasambandib í eitt. Þessi umræða hefur verið í gangi all- Cubmundur Jónsson form. LH seturþingib. lengi og þar verib skiptar skoð- anir. Landssambandið er sjálf- stæð stofnun þar sem hesta- menn rába öllum sínum málum sjálfir. Við inngöngu allra í Hestaíþróttasambandið, sem er aðildarsamband ÍSÍ, yrði þetta með öðrum hætti. Félagslegur bakfiskur hestamanna er í LH, en félagsstarfsemi hestaíþrótta- deildanna er mjög lítiL Þetta eru sjónarmið sem ber að hafa sterkt í huga, þegar þessi mál eru í- grunduð, og gæta þess vel hvað menn græða og hverju menn Fulltrúar á 46. þingi LH í Garbabœ. Lítil þekking á starf- semi LH Þetta voru meginmál þingsins, en hins vegar varð mikil umræba um rekstur sambandsins og kostnað við skrifstofuhald, þing- hald og fundi. Greinilega kom fram í ræðum þeirra, sem vildu lækka skatt félaganna til Lands- sambandsins og þar með skera niður starfsemina, að þeir þekkja lítið til starfs skrifstofunnar og stjórnarinnar. Skerðing á fram- lagi til reksturs Landssambands- ins myndi fyrst og fremst bitna á stjórninni, sem þá yrði að bæta verulega við þaö sjálfboðaliða- starf sem stjórnarmenn vinna í dag, mest þeir sem eru á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Menn virðast heldur ekki gera sér grein fyrir þeim kostnaði, sem í því feíst að reka landssam- band sem er með stjórnarmenn vítt um landið. Nýr maöur í stjórn Sú breyting varð á stjórn LH aö Sigfús Guðmundsson frá Vestra- Geldingaholti gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn- inni og í hans stað var kjörinn Sigurgeir Bárðarson Hvolsvelli. Stjórn LH skipa: Guðmundur Jónsson Herði formaður, Guð- brandur Kjartansson Fáki vara- formabur, Halldór Gunnarsson Feyki, Sigbjörn Björnsson Faxa, Jón Bergsson Freyfaxa, Krist- mundur Halldórsson Gusti og Sigurgeir Bárðarson Geysi. Varamenn eru: Ágúst Oddsson Sörla, Marteinn Valdimarsson Glað, Guðlaug Hermannsdóttir Létti, Haraldur Þórarinsson Sleipni og Birgir Rafn Gunnars- Áríbandi ab virkja almenning Félagsandinn í lágmarki í rœktunarmálum Vegna fréttar af fundi hesta- manna í Hornafiröi meb Kristni Hugasyni, vilja forystumenn í Hestamannafélaginu Hornfirð- ingi taka fram að þessi fundur var haldinn ab áeggjan þess fé- lags, segir Jens Einarsson sem vildi koma á framfæri athuga- semdum vib fréttina í síðustu HESTAMÓTUM. Áöur fyrr var Hestamannafélag- ib Hornfirðingur með ræktunar- málin á sínum snærum, en ekkert hrossaræktarsamband hefur verib starfandi í Austur-Skaftafellssýslu. Síbar var svo ákveðiö ab flytja þessa starfsemi til Búnaðarsam- bands A-Skaft. og sambandinu gefinn stóbhesturinn Flosi frá Brunnum. Þá stofnabi Búnaðar- sambandið kynbótanefnd, sem síðan hefur haft með ræktunar- málin að gera. Enginn félagsskap- ur hefur verið um ræktunarmálin annar en þessi nefnd, og lítil sem engin umræða né samstaða um hrossarækt. Mikill hugur sé í mönnum um viðræbur við Hrossaræktarsam- band Suburlands, enda hafi sú umræða komið upp áður. Verði það úr aö hrossaræktendur í A- Skaft. sameinist í deild í H.S., þá eigi hestamenn almennt að eiga þar fullan aðgang. Þab sé mikil- vægara að fá marga menn, þó hver hafi fáar hryssur, heldur en aðeins fá ræktendur með margar hryssur. Með því móti séu meiri mögu- leikar á því að halda umræðunni vakandi og virkja almennan á- huga, sem sé mikill í þéttbýlinu. Menn ekki á eitt sáttir „Menn eru ekki sáttir við aö sú nefnd, sem valin verður til að tala við Sunnlendinga, verði skipuð eins og nú er verið að tala um, þ.e. tveimur mönnum frá Búnað- arsambandinu, tveimur mönnum frá deild Félags hrossabænda, en aðeins einum frá Hestamannafé- laginu Hornfirðingi, sem sé þó virkasti abilinn á svæðinu," segir Jens. Slök útkoma á libnum árum sé ekki síst því að kenna að enginn raunhæfur félagsskapur hafi verið um ræktunarmálin. Því sé nauð- synlegt að stofna öfluga deild, Ágúst Ólafsson, formabur Horn- firbings, og Jens Einarsson, fram- kvœmdastjóri fjórbungsmótsins ab Fornustekkum. sem hestamenn eigi aðila að, og sú deild kjósi síöan fulltrúa til viðræöna við stjórn Hrossarækt- arsambands Suðurlands. Þeirri fullyrðingu, að leiguhest- ar hafi veriö rægðir nibur, mót- mælir Jens. Það, sem valdið hefur lítilli notkun þeirra, segir hann, er að þessir hestar hafa yfirleitt kom- iö austur á seinna gangmáli eftir mikla notkun, og fyljunin hafi verið slök, um 50%. Þetta hafi oft verið dýrir hestar og menn hvekkist á því að borga dýran folatoll, fá svo hryssurnar geldar og ekkert sé greitt til baka. Hafi hins vegar fyljunarprósentan ver- ib í lagi, hafi menn gjarnan feng- ið þá hesta aftur og þá hafi þeir fengið góða notkun, samanber Otur frá Sauðárkróki. Varöandi notkunina á stóö- hestinum Kópi frá Mykjunesi, sem Búnaðarsambandið keypti helming í fyrir tveimur árum, þá séu menn því sammála ab hann, byggingarinnar vegna, henti ekki hryssum af hornfirskum stofni, þó hann gæti passab annars stað- ar. Þetta sé einnig álit hrossarækt- arráðunauta. Því sé lagt til að hesturinn sé seldur. Það er mikill hljómur fyrir því að ganga til samstarfs við Sunn- lendinga um stóðhestahald og vonandi að menn nái því að ganga þar inn sem öflug deild, sagði Jens að lokum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.