Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 11
MiövikUdagur 1. hóvemBer 1995
11
Laufey Marteinsdóttir
frá Gilá
Laufey Marteinsdóttir var fœdd á
Blönduósi 28. janúar 1960. Hún
andaðist af slysfórum 22. október
síðastliðinn. Foreldrar hennar em
Marteinn Ági'ist Sigurðsson hús-
gagnastniður, f. 17. október 1923,
búsettur að Gilá í Vatnsdal, og
Þuríður Indriðadóttir, f. 8. júní
1925, d. 25. ágúst 1993. Systkini
hennar em: Baldur, f. 8. mars
1951; Páll, f. 23. ágiíst 1954, fyrr-
utn sambýliskona hans er Soffta Jó-
hannesdóttir; Kristín Indíana, f.
24. júní 1956, hennar tnaki er
Hannes Sigurgeirsson; jakob Daði,
f. 21. október 1958; Einar, f. 20.
október 1966, tnaki Hrefna Einars-
dóttir, d. 25. febrúar 1995; Þór, f.
t MINNING
5. nóvember 1967, maki hans er
Valgerður Laufey Eiriarsdóttir.
Laufey ólst upp að Gilá. Hún
gekk í bama- og unglingaskólann
að Húnavöllum. Gagnfrœðapróf
1977 frá Reykjaskóla. Próf frá Hús-
stjómarskóla Reykjavíkur 1978.
Upp frá því fiutti hún til Blönduóss
þar sem hún vann við saumaskap,
lengst af hjá saumastofunni Evu.
Auk þess tók hún að sér hin ýmsu
störf, svo setn skrautritun, málun,
sauma og margt, margt fleira, enda
listfeng svo afbar.
Laufey var í sambúð með Hjör-
leifi Júlíussyni um nokkurt skeið
og eignuðust þau einn son, Auðun
Agúst, f. 8. des. 1990. Þau slitu
samvistum.
Útför Laufeyjar fór fratn frá
Blönduóskirkju þann 28. október
síðastliðinn.
Elsku systir mín, Laufey, er
látin, svo snöggt að mann setur
hljóöa. Sorgin er mikil, en
seinna víkur sársaukinn fyrir
ljúfum minningum. Ég á ótal
minningar um mína elskulegu
systur, svo margar að ekki er
hægt að koma þeim öllum á
blað. Þannig að fátækleg verða
orð mín, en allar skipa minn-
ingarnar stóran sess í huga mín-
um.
Laufey var í senn besta systir
og jafnframt mjög góður vinur.
Hún var vinur vina sinna og
alltaf tilbúin að rétta öðrum
hjálparhönd. Litli Auðunn Ág-
úst var hennar sólargeisli og var
hún búin að festa kaup á eigin
íbúð og búa þeim mæðginum
sérlega fallegt og hlýlegt heim-
ili.
Ég vil þakka minni elskulegu
móðursystur, Kristjönu Indriða-
dóttur, hve hún reyndist Lauf-
eyju vel eftir fráfall móður okk-
ar.
Elsku Laufey mín, ég þakka
þér af alhug allar okkar góðu
stundir. Ég mun ætíð geyma
minninguna um þig í hjarta
mínu.
Elsku Auðunn minn, pabbi,
systkini mín og allir þeir, sem
um sárt eiga aö binda. Guð gefi
ykkur styrk.
Kristín Indíana Marteinsdóttir
Nýjar útgáfur og stimplar
Þá líður að lokum útgáfustarfsemi
Póstmálastofnunar á þessu ári.
Síðustu frímerkin, sem út koma,
eru væntanleg þann áttunda nóv-
ember næstkomandi. Þetta eru í
fyrsta lagi frímerki er minnast
fimmtíu ára afmælis Sameinuðu
þjóðanna, sem var þann 24. októ-
ber síðastliðinn. Þá koma einnig
út jólafrímerki og fjórða frí-
merkjaheftið á árinu.
Sigríður Bragadóttir hefir hann-
að öll frímerkin, sem út koma
þennan dag. Öll eru frímerkin
gefin út í 50 stykkja örkum. Sam-
einuðu þjóðirnar eru prentaðar
hjá Cartor S.A., en jólafrímerkin
hjá BDT International. Útgáfu-
númerin eru: S.Þ. nr. 333, Jól nr.
334 A 30,00 kr. og B 35,00 kr. Þá
Lífstttyndir skálds er titill bókar
um Halldór Laxness, sem Vaka-
Helgafell gefur út. í henni eru
ljósmyndir og knappur texti með
þeim. Höfundar eru Ólafur Ragn-
arsson og Valgerður Benedikts-
dóttir, auk fjölda ljósmyndara.
í formála segir m.a.:
„Bókin Ltfsmyndir skálds er gef-
in út í tilefni af níræðisafmæli
Halldórs Laxness, árið 1992.
Henni er ekki ætlað að vera tæm-
andi úttekt á ferli Halldórs. í stað
þess sýnir hún brot úr lífi, stiklur.
Hér er gerö tilraun til að nálgast
skáldið með nýjum hætti, í takt
við öld hraða og tíma myndmiðl-
FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
eru aðeins þrjátíu króna frímerkin
í frímerkjaheftunum. Hið alþjóð-
lega 50 ára afmælismerki S.Þ. er
fellt inn í frímerkið. Segja má að
þarna sé komið upp stórt teg-
undasafnssvið, einnig þar sem
merkið er fellt inn í marga sér-
stimpla eins og fyrsta dags stimp-
ilinn. Þá hafa S.Þ. einnig fellt
merkið inn í ýmsa sérstimpla
sína, bæði handstimpla og vél-
stimpla. Þá var sérstimpill á degi
frímerkisins, degi Leifs Eiríksson-
ar, þann 9. október sl. Var, eins og
unar. Myndræni þátturinn skipar
þannig öndvegi í bókinni og ræö-
ur ferð, en í texta er sagan sögö og
brugðið upp svipleiftrum af hugs-
un Halldórs Laxness.
Víða hefur verið leitað fanga
við gerö þessarar bókar og birtast
hér hátt á fimmta hundrað ljós-
myndir, sem safnað hefur veriö
frá öllum heimshornum, en uppi-
staðan er úr einkasafni Halldórs,
fjölskyldu hans og vina. Mynd-
efni bókarinnar hefur verið valið
úr þúsundum ljósmynda og koma
margar þeirra nú í fyrsta sinn fyr-
ir almenningssjónir."
pmniuiiiniMinmn’
■..............................................
vel á við, mynd Leifs á stimplin-
um.
Þegar svo þessi frímerki eru öll
útkomin, þá er allt tilbúið til að
senda ársmöppuna fyrir 1995 á
markaðinn. Ekki er hún samt til-
kynnt í kynningarbæklingi No.
8/1995, en væntanlega kemur þá
nýr bæklingur No. 9/1995 með
tilkynningu um hana, ásamt því
hvaða frímerki verða gefin út á
næsta ári.
Ef við nú virðum fyrir okkur á
spámannlegan hátt hvað viö gæt-
um átt í vændum á næsta ári, þá
hlýtur það að líta út eitthvað á
þessa leið:
Sameiginlegar útgáfur verða
eins og ávallt Evrópufrímerkin og
svo Norðurlandafrímerkin. Þá má
fastlega reikna með að 100 ára af-
mælis Ólympíuleikanna verði
Fjölskyldualbúm Halldórs
Nor 4/1995
PÓSTUR OG SlM
Krím«trkch»,U«-, Siamp ILhiLIcI.
UricfmarUfHÍU'ffehcM, Carwt <ic
Frínier/c)
10 x 30 kr.
Frímerkin
sem
koma út
þann átt-
unda
nóvem-
ber.
Frímerkjaheftiö meö jólasveinunum ís-
lensku.
Stimpillinn meö mynd Leifs Eiríkssonar.
minnst. Átta frímerkja blokk með
flugvélum komi út í framhaldi af
skipunum í ár. Smáörk komi út á
degi frímerkisins. Jólafrímerkin
komi út í nóvember, vonandi
gamlar íslenskar kirkjur, og auk
þess má reikna með framhaldi á
útgáfu fuglafrímerkja. Ef við svo
rifjum upp eitthvað af 100 ára af-
mælum, í þeirri von að unglings-
afmælum verði ekki sinnt á frí-
merkjum, þá eru 100 ár á þessu
næsta ári síðan St. Jósefssystur
komu til íslands. Margs, sem
minna er vert, hefir veriö minnst.
Þá hafa nær öll lönd minnst 100
ára afmælis loftskeyta, eða upp-
fyndingar Marconis, á árinu
1995, svo varla förum við að
minnast þess héðan af. Ef viö svo
leitum að afmælum með hærri
tölum, þá er Menntaskólinn í
Reykjavík 150 ára og Dómkirkjan
200 ára. Árið 1997 er svo 150 ára
afmæli starfs móðurkirkju allra
kristinna kirkna, kaþólsku kirkj-
unnar, á íslandi, en lengra fram
skulum við ekki spá að þessu
sinni.
Nú skal þaö tekið fram, að þeg-
ar þetta er ritað, er enn ekki vitað
um endanlega útgáfuáætlun og
eftir því sem höfundur hefir
fregnað, hefir enn ekki veriö
gengið frá henni. Hins vegar hefir
fjöldi landa þegar birt áætlanir
sínar, sem ég mun segja frá í
næstu þáttum. ■
Hvers vegna var grip-
iö til vopna 1914?
Das vergangene Reich: Deutsche Aus-
senpolitik von Bismarck bis Hitier, 1871-
1945, eftir Klaus Hildebrand. Deutsche
Verlags-Anstalt (Stuttgart), 1.054 bls.,
DM 128.
í bók þessari rekur Klaus Hilde-
brand utanríkisstefnu Þýska-
lands frá sameiningu þess í
janúar 1871 til falls „Jrriðja rík-
is" þess í apríl 1945. I ritdómi í
Times Literary Supplement 13.
október 1995 sagði: „Einn leið-
andi stjórnmálamanna Þýska-
lands hafði stofnandi þess,
Otto von Bismarck, glöggan
skilning á snöggum blettum
þess. Hið sögulega afrek Bis-
marcks var að sameina Þýska-
land innan marka, sem evr-
ópskir grannar þess gátu á sæst.
Frá 1871 til 1890, að hann var
Fréttir af bókum
knúinn til að segja af sér,
reyndi Bismarck að sjá til þess,
að Þýskaland færði ekki út þau
mörk sín. Var hann ávallt
minnugur þess, að Þýskaland
þyrfti að gæta þess, hve ber-
skjaldaö það væri, er það neytti
afls."
„Innan lands sem utan sættu
tök Bismarcks á málum ávallt
andspyrnu. Heima fyrir átti
hann í átökum við öflug pólit-
ísk öfl, sem æsktu útþenslu
Þýskalands í Evrópu og í öðrum
heimsálfum. Á alþjóðlegum
vettvangi hlaut hann harðan
mótbyr, því að statt og stöðugt
var reynt að þoka Rússlandi til
bandalags við Frakkland, en
„martröð hans" var samfylking
óvina Þýskalands á eystri og
vestri landamærum þess. Síð-
ustu ráöstafanir hans, það
flókna net samninga og sam-
komulaga sem hann óf 1887,
gliönuöu eftir brottvikningu
hans úr embætti ríkiskanslara
(1890). Martröð Bismarcks var
orðin staðreynd 1894: Keisara-
dæmið Rússland og Lýðveldið
Frakkland voru bandamenn."
„í þessari erfiöu stöðu varð
Theobald von Bethmann Holl-
weg ríkiskanslari 1909. Beth-
mann var fyrrverandi embætt-
ismaður, en án reynslu af milli-
ríkjamálum, og reyndi hann að
stemma stigu við versnandi al-
Bismarck.
þjóðlegri stöðu Þýskalands og
rétta við, í fyrstu að diplóma-
tískum leiðum með því að stía
Bretlandi frá frönskum og rúss-
neskum bandamönnum sínum
og síðan sumarið 1914 að því
áhættuspili að efna til stað-
bundins stríðs. Fyrir sakir
þeirra pólitísku mistaka var
Þýskalandi heimsstyrjöld búin
og heim boðið áföllunum, sem
á eftir fóru."
„Frá útkomu bókar Fritz Fi-
schers um heimsstyrjöldina
(1961) hefur kringum rit hans
staðið hin bitrasta deila sagn-
fræðinga frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Áður en
Fischer gaf út bók sína, voru
þýskir sagnfræðingar sammála
um, að Bethmann hafi verið
grandvar og góöviljaður fulltrúi
hinnar gömlu stjórnskipanar
og að hin óheppilega frávikn-
ing hans 1917, að tilhlutan Lu-
dendorffs, hafi verið fyrirboði
og forspil að sigri Hitlers 16 ár-
um síðar. En aö áliti Fischers og
skoðanabræðra hans var stefna
síðasta þýska ríkiskanslarans
fyrir friðslitin höfö til marks
um viðvarandi ágengni Þýska-
lands fremur en sorglegan
ófarnaö hefðbundinnar hóf-
semi. Að þeir héldu fram, leit-
abi Bethmann beinlínis eftir
stríði 1914 til að firra Þýskaland
óleysanlegri kreppu í innan-
landsmálum."