Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 1. nóvember 1995 5 Er kalda stríöinu lauk, virtust margir gera ráb fyrir stórauknu vœgi S.þ. í heimsmál- um. Nú viröast fáir í alvöru búast viö miklu frá heimssamtökum þessum Lífiö hefur því aðeins gildi ab það sé til einhvers fyrir aðra. Fyrir mig er það að lifa án þess að vera til einhvers fyrir aðra verra en dauði. Þessvegna verð ég — í þessari miklu einsemd — ab þjóna öðrum." Þetta skrifaði Svíinn Dag Ham- marskjöld, aðalframkvæmda- stjóri Sameinubu þjóðanna 1953- 61, í dagbók sína 29. júlí 1958. Margra mál er að virðing alþjóða- samtaka þessara hafi vaxið undir hans handleiðslu og trúlega aldr- ei verið meiri. Meðal þess, sem sagt er í óteljandi greinum í blöð- um vítt og breitt af tilefni hálfrar aldar afmælis S.þ., er að þau sið- rænu markmið, sem Hammar- skjöld setti samtökunum, hafi æ síðan sett svip á þau eða a.m.k. kröfur þær, sem margt fólk enn gerir til þeirra, eba kannski frekar vonir sem menn binda við þau. Endurspeglun valdatafls Varla er nema eðlilegt að þessa sé minnst, þegar hver greinarhöf- undurinn af öbrum lætur í ljós meira eða minna ákveðið að flestir hafi orðib fyrir vonbrigð- um, mismunandi sárum, meb S.þ., og að fáir vænti sér í alvöru mjög mikils af þeim í framtíð- inni. Ef marka má skrif, gerbu furðu margir fyrr á tíð sér vonir um ab heimssamtök þessi myndu tryggja heiminum frið og velferð. Það hefur ekki gengið eftir. S.þ. hafa aldrei verið sjálfstæbur aðili i heimsmálum. Yfirlýsingar þeirra og athafnir, sem og at- hafnaleysi, hafa fyrst og fremst verið endurspeglun valdatafls að- ildarríkjanna og þess hvernig styrkleikahlutföllin hafa verib í heimsstjórnmálum hverju sinni. Þab er sá kaldi raunveruleiki heimsins. S.þ. urðu til upp úr hernabar- bandalagi sigurvegara heims- styrjaldarinnar síðari og voru stofnaðar til þess aö tryggja heiminum þá skipan, sem þeim sigurvegurum fannst, hagsmuna sinna vegna, heppilegast ab á honum yrði Jil frambúðar. Þar réöu Bandaríkin mestu, þar næst Sovétríkin. í samræmi við þab tryggbu risaveldi þessi sér neitun- arvald í öryggisráði S.þ.; þriðja stórveldib, Bretland, fékk þar einnig neitunarvald, sem og Frakkland og Kína, sem talin voru til stórvelda fyrir kurteisis sakir. Á bak við neitunarvald stór- veldanna á að vera raunsæishugs- un á þá leið, að með því sé sam- tökunum tryggð viss kjölfesta; nauðsynlegt sé að öll voldugustu ríki heims standi saman um við- urhlutamestu ákvarðanir. En, er fyrir löngu farið að spyrja, hvers vegna hafa þá Bretland og Frakk- land neitunarvald, þegar Japan og Þýskaland hafa það ekki eba jafnvel Indland og Brasilía? Sómalía, fyrrverandi júgóslavía, Rúanda Meðan kalda stríðið var, heyrb- ist oft sagt að þaö setti S.þ. baga- legar skorður, og 1989-90, þegar margir þóttust merkja að nýir og betri tímar væru að ganga í garb, Fagnaðarlítib fimmtugsafmæli BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON gerðust ófáir til að spá S.þ. auknu vægi í heimsmálum. Stórveldin höfbu við orð ab fá S.þ. hersveitir til umráða. Talað var um að nú yrbi ab leysa efnahagsvandræði samtakanna og Bandaríkjastjórn fór ab borga af skuld sinni til þeirra, sem orðin var há. Engu var líkara en menn væru í alvöru farnir að gera sér vonir um að S.þ. væri að veröa sjálfstæður aðili, óhábur ríkjum, meira að segja stórveldum. Sem slíkur aðili skyldu S.þ. skerast í leikinn til að stöðva og koma í veg fyrir stríð, fjöldamorð, hungur, einnig þótt valdhafar hlutabeigandi ríkja væru því andvígir. Og vitaskuld átti þetta allt að gerast í nafni mannúðar, óháð hagsmunum einstakra ríkja, rikjablokka og stórvelda. Nú er annab hljóð í strokkn- um. S.þ. þótti takast illa til í Sóm- aliu, þær komu sér í heldur vand- ræbalega flækju í fyrrverandi Júgóslavíu og höfðust lítt að, er hálf eða heil milijón manna var Barn í Suöur-Súdan: hversvegna hafa S.þ. ekki sent her þangab, eins og til Sómaiíu og Bosníu? S.þ.-liöar sem standa á milli Crikkja og Tyrkja á Kýpur: nokkuö mun vera til í því aö þær aögeröir samtakanna, sem vel heppnast, hverfi á bak viö þœr sem takast miöur vel. myrt í Rúanda. Þetta skyggir á þær aðgerðir samtakanna, sem þykja hafa heppnast frekar vel, t.d. í Kambódíu og Makedóníu og á Kýpur. Og ljóst er ab abgerðir og aðgerðaleysi S.þ. stjórnast sem fyrr af því hvaða ríki og ríkja- blokkir eru öflugust í heiminum eba í einstökum hlutum hans. S.þ. hafast t.d. lítið eða ekkert ab í Noröur-Kúrdistan, þar sem tyrk- neski herinn hefur lagt þúsundir sveitaþorpa í eyði og hrakið fólk svo milljónum skiptir á vergang, eða í Súdan, þar sem stjórnvöld hafa í mörg ár háb útrýmingar- stríð gegn þjóðflokkum í suður- hiuta landsins. Svæ&isbundin bandalög taki vi&? S.þ. háir þar að auki að margra mál er að sumar stofnanir þeirra séu athafnalítil og spillt skrif- stofubákn. Þróunarstarf S.þ. og t.d. Alþjóðlega heilbrigðismála- stofnunin (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) hafa í því samhengi sætt haröri gagnrýni af hálfu óháðra aðila. Varla er alveg óhugsandi að hér sé um að ræða stofnanaveiki af því tagi, sem birtist í því að aðal- tilgangur stofnana verður ab halda sjálfum sér við, vegna hagsmuna og framavona þeirra er við þær starfa. Þetta á sinn þátt í að sum ríki tregðast við að borga S.þ. það sem þau hafa skuldbund- ið sig til ab láta þeim í té. Meðal tillagna um framtíð S.þ., sem nú sjást á prenti, er að við- leitni samtakanna til að varðveita frib og koma á friði verði skipu- lögð svæðisbundið, þannig að svæðisbundin bandalög og sam- tök taki þetta starf að sér í hinum ýmsu heimshlutum, í umbobi heimssamtakanna. NATO taki t.d. ab sér að gæta friðar í Evrópu og Einingarsamtök Afríku (OAU) í þeirri álfu. En þar með er hætt við þróun í þá átt að heimurinn skiptist milli stórvelda og ríkja- blokka og að vægi S.þ. minnki enn frá því sem nú er. Og spurn- ingar kunna að vakna í þessu samhengi um, hversu mikið traust sé berandi til svæðis- bundnu bandalaganna. Afreka- skrá OAU er ekki merkileg. Vera kann ab NATO takist að koma á friði í fyrrverandi Júgóslavíu, en það gerir bandalagiö með því að ganga í lib með tveimur stríðsað- ilum gegn hinum þriðja, út frá meintum hagsmunum Vestur- landa í Evrópu- og heimsmálum. Eðlilegt er ab spurt sé hvort sá friður verbi til mikillar frambúð- ar, takist að koma honum á. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.