Tíminn - 09.12.1995, Page 8

Tíminn - 09.12.1995, Page 8
8 Laugardagur 9. desember 1995 „Mabur getur ekki veriö aö taka þátt í aö hlaupa á eftir sveiflum í skoöanakönnunum," segir borgarstjóri: Höldum okkar striki Styr hefur staöib um kaup borg- arinnar á Asmundarsal og bar hann ásamt fleiri málum á góma manna á borgarstjórnar- fundi á fimmtudag. Tíminn haf&i samband viö Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgar- stjóra, og kannaöi hvernig borgarstjórn hygöist bregöast viö mótmælum á kaupum Ás- mundarsalar. „Þab er búiö ab gera þessi kaup og húsiö er komiö í eigu borgar- innar. Við höfum heyrt þessi mótmæli frá listamönnum sem leggja mjög mikiö upp úr því að húsið veröi áfram nýtt í þágu myndlistar og viö skynjum að þetta er mikið tilfinningamál fyr- ir mörgu fólki. Við höfum ein- faldlega ákveðið að hlusta á rök þessa hóps og reyna að leita lausna á þessu máli þar sem allir geti vel við unað. En við verðum auðvitað að leysa vanda leikskóla- barna í hverfinu því það eru 140 börn á biðlistum. Það er ekki af engu sem við höfum verið að leita að húsi og keyptum þetta hús." -Gœti sá möguleiki komið upp í stöðunni að borgin seldi aftur Ás- mundarsal? „Jú, jú. Það getur vel komið upp. Við erum að skoða þessi mál. Það liggur ekkert lífið á. í rauninni standa allar gáttir opnar ennþá." -Er engin auð lóð í gamla mið- bœnum [tar sem hægt væri að reisa nýjan leikskóla? „Nei, allavega ekki sem menn hafa komið auga á. Þetta er nátt- úrulega þegar þyggt hverfi. Það væri einna helst einhvers staðar á Skólavörðuholtinu en ég held að það sé ekki neitt sem geti gengið, en ég þori ekki fullyrða um það. Það kom a.m.k. aldrei upp þegar viö vorum að ræða þetta að þar væru einhverjir byggingarmögu- leikar." -Er það staðreynd að þessi kostur sé ódýrari heldur en að byggja nýj- an leikskóla? „Já. Eins ólíklegt og mörgum kann að virðast það og gagnstætt því sem m.a. hefur verið haldið fram í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir því aö þetta var niðurstaðan var sú að þetta var hagkvæmur kost- ur. Þetta eru 20 milljónir fyrir húsið og 20 milljónir ef menn fara út í fyllstu breytingar. Það eru 40 milljónir og þetta á að vera tveggja deilda leikskóli fyrir 40 börn. Það er milljón á plássið. En nýbyggingakostnaður hjá okkur er heldur yfir því." Sala borgareigna Verið er að kanna hvaða eignir borgarinnar kemur til greina að selja og Ingibjörg sagði að verið væri að velta við hverjum steini í fjárhagsáætlunarvinnunni. Þær eignir sem koma til álita, sem Ingibjörg nefndi með þeim fyrir- vara að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, er hlutur borgar í Landsvirkjun og Skýrr, Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Einnig kemur til álita sala á Malbikunarstöð, Grjótnámi og Jarðborunum. Kröfur menntamála- ráöuneytis -Á borgarstjómarfundi í vikunni kom fram að kröfur væm að berast ftá menntamálaráðuneyti um mál sem borgin tæki að sér — án þess að til kæmu tekjustofnar til að vega upp á móti viðbótarkostnaði. Hvað er menntamálaráðuneytið að fara fram á? „Þeir eru að gera nokkuð ákveðnar kröfur til okkar, t.d. í byggingamálum Menntaskólans í Reykjavík þó að framhaldsskól- inn sé fyrst og fremst á verk- og valdsviöi ríkisins. Við erum að fara að taka við óskaplega stórum verkefnum í grunnskólamálun- um og erum þegar búin að taka við stórum verkefnum sem við eigum fullt í fangi með hvað varðar grunnskólann. Ég vil líka nefna listaháskólann þar sem bú- ið er að samþykkja lög um list- nám á háskólastigi. Þar var hálft í Vísitala neysluverös hefur nú lækkab annan mánuöinn í röb, um 0,1% til viðbótar 0,3% lækkun í nóvember, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Ver&bólga hef- ur mælst a&eins 0,2% siöustu þrjá mánuði, en 2% á einu ári. hvoru gengið út frá því í greinar- gerð að í skólann kæmu 90 millj- ónir frá Reykjavíkurborg án þess að það hafi nokkurn tímann ver- ið rætt við okkur." -Hefur borgin einhvem tímann lagt fram slík rekstrarframlög til skóla á háskólastigi? „Nei, það er alveg klár verka- skipting milli ríkis og sveitarfé- laga um að nám á framhalds- og háskólastigi er á verk- og valds- sviði ríkisins og grunnskólinn er hjá sveitarfélögunum, nema kennslukostnaður sem við eigum að fara að taka yfir næsta haust ef ab líkum lætur." -Hvaða forsendur eru þá fyrir þessum kröfum? „Þær eru að borgin leggur í dag rúmlega 40 milljónir til Mynd- lista- og handíðaskólans og rúm- lega 40 milljónir til Tónlistarskól- ans í Reykjavík samkvæmt lög- um. Þar er nám ab miklum hluta á framhalds- og háskólastigi. Þannig að þeir hugsa sér væntan- lega að flytja bara þau framlög yf- ir í Listaháskólann. En við viljum náttúrulega helst að sveitarfélagib losni út úr slíkum framlögum, að það verði skýr verkaskipting. Síð- an getum við eftir atvikum styrkt eitthvab ef okkur sýnist svo með einstökum styrkjum en ekki með bundnum rekstrarframlögum eða öðru slíku." Fylgistap í könnun DV -Hvað segirðu um þann mótbyr sem R-listinn fékk í skoðanakönnun DV fyrir skömmu? „Auðvitað getum við sagt að Lækkun vísitölunnar síbustu tvo mánuöi má ab mestu rekja til verðlækkunar á matvörum. Þær lækkubu um tæplega 0,1% aö jafnabi á milli nóv- ember og desember og eru þar meb orönar nærri 5% ódýrari en í október sl. Jólasteikurnar eru nú m.a.s. ódýrari heldur en í desember í fyrra. Þaö sama má segja um fiskmeti og mjólkurvörurnar eru á sama veröi og í fyrra. Nær allir matvöruflokkar í vísitölugrunninum hafa lækkað síðustu tvo mánuði nema brauð/körnvörur og mjólkur- vörur og egg. Ávextir og græn- meti lækkuðu nú um rúmlega 9% til viðbótar rúmlega 6% lækkun í síðasta mánubi, þann- ig að þessar hollustuvörur eru nú rúmlega 15% ódýrari ab meðaltali heldur en í október. Þótt kartöflur hafi aftur hækkað um 137% eru þær samt enn um 13% ódýrari en í október. Kjöt er jafnaðarlega 7% ódýrara og fiskur, feitmeti, sykur, kaffi og súkkulaði kostar um 2-3% minna en fyrir tveim mánuð- um. Allir aðrir liðir vísitölunnar en maturinn hækkuðu eða lækk- uðu um minna en 1 prósent milli nóvember og desember. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. þarna sé ákveðin vísbending á feröinni. Hins vegar var úrtakið mjög lítið og alltof víðtækar ályktanir dregnar af úrtakinu. Eins og t.d. kjósendur hverra flokka væru að flytjast yfir til Sjálfstæðisflokksins, eins og Þjóð- vaki og Alþýðuflokkur, því þetta byggir kannski á örfáum einstak- lingum. Hins vegar er þetta vís- bending til okkar og ég held kannski að okkar fólk sé ekki mjög ánægt. Ég get vel ímyndað mér að svona umræða eins og var í kringum kjaramálin og Ás- mundarsal hafi haft þar áhrif. Sé aftur á móti litið á þróun- ina frá desember '94 kemur m.a. í ljós að jólafötin og skórnir ættu nú aö fást á sama verði og í fyrra. Húsnæðiskostnaöur hefur litið sem ekkert breyst. Mestar verðhækkanir hafa orbiö á ýmsum vörum og þjón- ustu. Til dæmis reiknast Hag- stofunni til að orlofsferð kosti nú rúmlega 8% meira en fyrir jólin í fyrra. ■ „Mér finnst þab ekki slæm hugmynd ab stjórnarandstað- an hittist reglubundiö og ræöi þau mál sem brýnust eru hverju sinni," sagöi Margrét Frímannsdóttir í samtali viö Tímann í gær. Vegna fréttar blaðsins þar sem haft er eftir Kristni H. Gunnars- syni alþingismanni að Margrét Frímannsdóttir hafi ekki sagt opinberlega ab hún hefbi áhuga á reglulegum sameiginlegum Maður getur ekki veriö að taka þátt í að hlaupa á eftir einhverj- um sveiflum í skobanakönnun- um. Þaö er aðalatriðið að við höldum okkar striki og að viö sé- um sátt við það sem við höfum veriö aö gera þegar upp verður staðiö." -LÓA Verzlunarmannafélag Reykjavíkur: Uppsögn ekki í höndum félaga í ályktun fundar trúnabar- mannaráös VR meb starfs- greinafulltrúum kemur m.a. fram aö heimild til uppsagnar samninga sé ekki í höndum einstakra félaga heldur launa- nefndar. En nefndin komst aö þeirri niöurstööu ab forsendur fyrir uppsögn væru ekki fyrir hendi. Verzlunarmannafélagib legg- ur hinsvegar áherslu á að verka- lýðshreyfingin hefji þegar skipulegan undirbúning ab kröfugerð fyrir næstu samninga. Lagt er til ab kröfugerðin mibi ab því að tryggja að launakjör hérlendis verbi sambærileg vib það sem gerist og gengur í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við um samkeppn- isstöðu fyrirtækja. -grh stjórnarandstöðuþingflokks- fundum er rétt að taka fram að Kristinn var ab vísa til fundarins á Sögu sem fram fór nýlega. Áb- ur haföi Margrét sagt í útvarp- sviðtali að hún teldi slíkt koma til greina. Nokkurs misskilnings virðist hafa gætt hvort ákveðnir þingmenn innan Alþýðubanda- lagsins hafi verið að ræða einn sameiginlegan þingflokksfund vegna fjárlaganna eða reglulega fundi vegna annarra mála. -BÞ Námskeiö í flugumferöarstjórn Fyrirhugab er námskeið í flugumferöarstjórn, sem hefj- ast mun í byrjun ársins 1996. Fjöldi þátttakenda verður takmarkabur. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, hafa lok- ib stúdentsprófi, tala skýrt mál, hafa gott vald á enskri tungu og standast tilskildar heilbrigbiskröfur. Umsóknareybublöb og nánari upplýsingar fást hjá flug- umferbarþjónustu á í. hæb í flugturnsbyggingunni á Reykjavíkurflugvelli (Gubrún eba Helga). Umsóknarfrestur er til 2. janúar 1996. Veröbólgan hefur aöeins mcelst 0,2% síöustu þrjá mánuöi: Matvöruverö lækkaö 5% á tveim mánuöum Margrét Frímannsdóttir: Stjórnarandstaðan ræbi reglulega saman

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.