Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 4
4 Þribjudagur 12. desember 1995 fÍMtmf STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Heilbrigöiskerfið og skattarnir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráðherra lýsti því yfir aö hún teldi nauðsynlegt aö þjóöin og stjórnmálamenn geröu upp hug sinn gagnvart því hversu mikla og hversu góða heilbrigðisþjónustu menn vilja hafa í landinu. Við sama tækifæri lýsti ráðherrann þeirri skoðun sinni að hún teldi það betri kost að afla aukinna tekna — hækka skatta — en skera niður þá heilbrigðisþjónustu sem nú er boðið upp á. Tilefni þessara ummæla ráðherrans var að Ríkisspítalar hafa ekki náð að draga úr hallarekstri sínum eins og til stóð samkvæmt samkomulagi við heilbrigðis- og fjármála- ráðherra stefnir nú í að við þessi áramót verði uppsafnað- ur halli 400 milljónir króna. Friðrik Sophusson hefur brugðist illa við þessum tíðind- um og sagt að stjórn spítalans virði fjárlög að vettugi og ekkert viðbótarfjármagn fáist nema það sem hann kallar „alvöru tillögur'' komi fram frá stjórninni um það hvernig bregðast megi við vandanum. Heilbrigðisráðherra hins vegar hefur bent á að gríðarlegt sparnaðarátak hefur þrátt fyrir allt farið fram og sú staðreynd að þau markmið sem að var stefnt hafi ekki náðst knýi á um svör við ákveðnum grundvallarspurningum um heilbrigðiskerfið. Þetta eru ekki nýjar spurningar né eru þær einskorðaðar við ísland eins og ástandið í Evrópu sýnir. Aðhaldið er nauðsyn og breytingar á velferðarkerfinu óhjákvæmilegar. Hins vegar er ekki sama hvernig þessu aðhaldi er beitt og á hverjum það bitnar. Um það snúast stjórnmálin í dag í Evrópu og á íslandi. Ríkisspítafarnir eru stórt viðfangsefni þessa aðhalds og til þeirra hefur verið gerð — eins og annarra hluta heil- brigðiskerfisins — víðtæk sparnaðarkrafa. Ætla má að ástæðan fyrir hinum mikla halla á rekstrinum sé ekki ein- göngu viljaleysi stjórnendanna að kenna heldur því að sparnaðarkrafan sé orðin óraunhæf miðað við þær kröfur og væntingar sem gerðar eru til spítalans. Það eru einmitt þessar kröfur sem heilbrigðisráðherra hefur nú lýst yfir að megi ekki minnka, jafnvel þó það þýði að ekki verði hægt að mæta í einu og öllu þeim sparnaðar- kröfum sem settar hafa verið fram. Hins vegar bendir heil- brigðisráðherrann á að ýmsir möguleikar felist í frekari samvinnu sjúkrahúsa. Reynslan sýnir aö það hefur reynst erfitt að ná settum markmiðum varðandi sparnað í heilbrigðiskerfinu. Þessir erfiðleikar stafa hins vegar ekki af kæruleysi eða mótþróa stjórnenda, eins og fjármálaráðherra virðist vera að gefa í skyn. Hann stafar af því að það skortir pólitíska stefnu- mörkun um grundvallarbreytingar. Það hefur ekki verið endurskilgreint af stjórnmálamönnum hvaö þeir vilja að heilbrigðiskerfið geri og hve mikla þjónustu það veiti þegnunum. Þegar er búið að skera að mestu burt fituna á kerfinu og nú er komiö að því að ákveða hvaða útlim menn vilja höggva af. Heilbrigðisráðherra hefur nú varpað upp boltanum varðandi þessa pólitísku stefnumörkun og vill skoða þann möguleika aö í framtíðinni verði brugðið á að hækka skatta frekar en draga meira úr þjónustunni. Ljóst er þó að heilbrigðiskerfið í dag á við bráðavanda að etja í fjármál- um. Þann vanda hljóta menn ab leysa með bráöameðöl- um og hörku eins og fjármálaráðherra er að boöa, þó það þýði að menn séu aðeins að pissa í skóinn. Sú umræða sem heilbrigðisráðherrann er að reyna að koma á dagskrá þolir hins vegar enga bið lengur — stefnumörkunin í heilbrigð- ismálum er oröin aðkallanndi peningalegt spursmál og því tímabært að taka alvarlega spurningar um forgangsröðun heilbrigbisverkefna. Vib höfum verið að pissa í skóinn undanfarin ár og ýtt vandanum á undan okkur. Nú erum við hins vegar komin á gjárbarminn og þurfum að hrökk- va eða stökkva. Heilbrigðisráðherrann hefur stokkib á skattahækkanir í bland við sparnað og lýst því yfir. Hvaða leið vilja aðrir stjórnmálamenn? Háskóli á villigötum Athyglisverbur samanburöur kemur fram í DV í gær á samstarfsanda nemenda í Háskóla íslands og háskólum í Bandaríkjunum. Tilefnið er að rúmlega tíu viðskiptafræðinemar voru gripnir vib að svindla í prófum í Háskóla íslands, nokkuð sem Ingjaldur Hannibalsson, formaður viðskipta- skorar, segir óþekkt í Ameríku. Ástæðan er sú að í Bandaríkjunum ríkir svo öflugur samkeppnisandi að enginn nemandi með sjálfsvirðingu léti sig hafa það að hjálpa ná- unganum. Eins dauði er annars brauð mun hugmynda- fræðin, sem Könunum er innprentub frá blautu barnsbeini, og þess vegna reyna þeir að hylja úrlausnarblabib hjá sér í prófum, ef þá grunar að einhver félagi þeirra sé að reyna að kíkja og leita sér hjálpar. Guð hjálpar þelm sem hjálpast að Á íslandi er þessu hins vegar öðruvísi farið og samhjálpin virðist öflugri en vestanhafs, enda munu hinir .íslensku viðskiptafræðingar framtíð- arinnar almennt horfa til Áusturlanda fjær sem fyrirmyndar, vegna þess að þar ríkir jú svo mikill hagvöxtur. Þetta austurlenska módel hefur oft verið kallab býflugnahagkerfið og því eðlilegt að velvakandi námsmenn taki trúanlega speki Spil- verks þjóbanna um að ein lítil býfluga sanni að Guð hjálpar þeim sem hjálpast að. En Háskólinn virðist af einhverjum ástæðum ekki skilja þessa framsæknu hagsýni viðskipta- fræðinga framtíðarinnar og er nú að refsa fyrir frumkvæði þeirra með því að gefa þeim núll í ein- kunn. Það eru heldur aum rök í þessu samhengi að benda á ab reglurnar séu skýrar um að bannab sé að svindla á prófum, auk þess sem það stríði gegn almennu siðferði. Viðskiptafræðingar, sem héldu slíkum hugmyndum fram þegar út í vib- skiptalífið væri komið, fengju sennilega lítið ab gera, en sem kunnugt er snýst íslenskt viðskiptalíf að verulegu leyti um ab svíkja undan skatti og pretta ríkisvaldið og alla abra sem hugsanlega er hægt að pretta, t.d. með gjald- þrotakoll- steypum. Al- mennt við- skiptasiðferði er á mörkum þess að vera til á íslandi og tilraunir ým- issa hugsjónafélaga, s.s. Samtaka iðnaðarins, til að koma því á hafa ekki borið árangur. Fílabeinsturn akademíunnar Viðskiptafræðinemarnir ungu eru því meira með á nótunum en kennarar þeirra, sem staðnað hafa og dagað uppi í fílabeinsturni akademíunnar. Þar hafa menn ekki uppgötvað að hástemmd boð- orð laissez-faire kapítalismans hafa nú vikið fyrir býflugnabúskapítalisma Austurlanda. Þar hafa menn heldur ekki áttaö sig á að hin gömlu al- mennu siðalögmál, sem bjuggu til viðskiptasiö- ferðilegan ramma fyrir hina óheftu samkeppni, hafa líka fyrir löngu vikið fyrir afstæðishyggju bý- flugunnar, sem sér heiminn með áttskiptu auga og notar þá mynd sem best hentar hverju sinni. Uppákoman í Háskóla íslands er því til vitnis um skelfilega stöðu framhaldsmenntunar á ís- landi, þar sem í ljós kemur að kennararnir eiga margt ólært — og gætu sem hægast lært það af nemendum. Garri i á annan tug nemenda uppvis aft nrófsvindli í Háskólanum 30 Pr0Tr?:;0ll ’imai..-..“"Sa jx'ini veröur rclsað. f. GARRI Veburstofan stjórnar heimilishaldi Samkvæmt lagafrumvarpi um varnir gegn skriðu- föllum og snjóflóðum á Veðurstofa íslands að leið- beina fólki á hættusvæðum um hvenær það má búa í húsum sínum og hvenær það má ekki hafast við í þeim. Eitthvaö eru menn að deila um hvort það á aö vera í verkahring veðurfræðinga viö Bú- staðaveg, eða Almannavarna og sveitarstjórna sem skipuleggja byggð af mikilli fífldirfsku, aö ákveöa hvenær fólk í brekkubyggðum fær að dvelja á heimilum sínum og hvenær á ab banna þá heimavist. Hvort frumvarp þetta á að koma í veg fyrir skaða eða aðeins hvort það á að auövelda mönn- um aö kenna hver öörum um, þegar skaðinn er skeður, er ekki með öllu ljóst. En tilurö frumvarpsins bendir ekki til að leggja eigi niöur háskabyggbir eða að hætt veröi ab reisa mannvirki í farvegi skriðufalla og snjóflóöa. Það, sem veriö er að kynna úr frum- varpsdrögunum, er hverjir eigi ab ákveða brottflutning fólks þegar lífsháskinn vofir yfir. Ruglukollar Ef til vill er þarna á feröinni fyrsti vísir að því að einhverjir verði gerðir ábyrgir fyrir stórtjónum, sem óbeinlínis eru af mannavöld- um. Að öllu jöfnu fer fram vibamikil rannsókn, þegar slys verða á sjó eða landi og ekki síst þegar loftför eiga í hlut. Yfirleitt er náttúruöflunum ekki einum kennt um. En þegar snjóflób valda stórslysum, verður ráð- leysiö algjört og menn þvæla hver upp í annan hvort þarna hafi snjór skriöið fram áöur eða ekki og náttúrufræðingar eru látnir burðast við að útskýra einföld lögmál um aðdráttarafl jarðar og hvernig afleibingar þess virka, jafnvel á flatlendi. Vitnað er í gleymdar skýrslur og rauðar línur eru settar á kort. Yfirvöld heimta rannsókn á söguburði um að fiób hafi fallið á tilteknum staö tiltekið ár og vilja koma í veg fyrir allt slíkt kjaftæði, af því að þau eru á móti snjóflóðahættu. Svo á bara að efla snjóflóöavarnir, sem enginn veit hvort koma nokkru sinni að gagni, og til ab undirstrika ráðleysið á Veðurstofan að sjá um að reka fólk að heiman þegar sýnt þykir að heimili þeirra verði rústuö innan tíðar. Hetjubragur Árum saman berast af því fréttir annaö slagið að fólk í hinum og þessum byggbarlögum hafi þurft að yfirgefa heimili sín dögum og vikum saman vegna snjóflóöahættu. Þar er því engin óþekkt ógn á ferðinni. En það stórskrýtna er ab undantekn- ingalítið eru þaö tiltölulega ný íbúðahverfi eöa at- vinnufyrirtæki sem eru í mestri hættu og flóöin æða yfir. Enginn spyr nokkru sinni hverjir það eru sem skipuleggja þessi ósköp. Þekkja menn ekki landslag, einföldustu náttúrulög- mál eða að veöurlag er rysjótt á mótum Golfstraums og Dumbs- hafs? Ráöamenn í hættulegustu skriðubyggöum komast upp meö að gera mun minna úr hættunni en hún raunverulega er, og þurfa aldrei ab viðurkenna hryllileg mistök í skipulagningu byggða. Þeir rausa abeins um að efla varnir og svo það venjulega ab lausn alls vanda liggi í ríkissjóði. Eitthvab er til sem nefnist Skipulagsstjórn ríkisins og virðist hún vera álíka vel að sér í eðli niðurkomu og snjóalaga og húsameistararnir, sem byggja öll flötu þökin, um þá náttúru vatns að hafa tilhneigingu til að renna niður í móti, eins og mætur menntamálaráðherra reyndi að upplýsa þá um hér um árið. Að minnsta kosti skiptir stjórnin sú sér ekkert af skipulagi byggða í farvegi flóba. Er kannski ekki á hennar verkefnaskrá. Lagafrumvarp, sem kveður á um hvaöa aðili á aö láta fólk flýja heimili sín til ab forða lífinu þegar hættan vofir yfir, sýnir að engu hefur verið gleymt og ekkert lært. Bæjarstjórnir og aðrir, sem ráðskast með líf og eignir fólks, óttast ekkert meira en aö fólk flytji á brott úr lífsháskanum og því skal setja upp gagns- lausar varnir og gera veöurfræðinga ábyrga fyrir aö enginn sé heima þegar ósköpin dynja yfir og heim- ilin splundrast. Alþingi mun vafalaust samþykkja frumvarpið um ábyrgð veröurfræöinga og afgreiöa þaö með svipuöum hetjubrag og hreppstjórarnir, sem neita að viðurkenna náttúruöflin þegar þeir eru að láta skipuleggja sumarbyggðina OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.