Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 12. desember 1995 5 Magnús H. Gíslason: íþróttir á Alþingi Tímarnir breytast og mennirnir með. Á það jafnt við um okkur þessa óbreyttu og „okkur stjórnmála- menn", eins og formaður fjár- laganefndar nefnir sig gjarnan þegar hann vill greina sig frá almúganum. Ekki fer sögum af því í seinni tíð, að líkamlegar íþróttir séu stundaðar í miklum mæli í söl- um Alþingis. Það henti þó stundum á árum áður. Eg minnist þess til dæmis, að nokkrum sinnum sá eg þann frækna íþróttamann Hermann Jónasson, fyrrum ráðherra og alþingismann, koma hlaup- andi inn í þingflokksherbergi framsóknarmanna, smeygja sér úr skónum og stökkva jafn- fætis upp á borð. Og fleiri listir átti Hermann til að leika þarna. Þá kom það stundum fyrir, að Karl Kristjánsson alþingismað- ur greip annarri hendi um stól- bak og lyfti síðan stólnum með beinum handlegg í axlarhæð. En þetta er líklega liðin tíð og þær fregnir, sem nú berast af „íþróttaiðkunum" í þinginu, benda til þess að þær séu með nokkuð öðrum brag en áður. Hér á dögunum bárust hing- að norður þær fréttir, að þver- slaufuþingmaðurinn Ossur Skarphéðinsson hefði verið að halda ræðu, sem út af fyrir sig er ekki ný bóla né telst til tíð- inda. Þeim virðulega þing- manni Árna Johnsen mun ekki hafa allskostar líkað orðræða Össurar og varð það á að hrista höfuðið undir lestrinum. Nú má vera, að heyrn Össurar sé næmari en annarra dauðlegra manna og á hann að hafa sagt, Össur Skarphéöinsson. VETTVANGUR „En eigi „íþróttimar" hinsvegar að vera fólgnar í eymatogi og fótasparki, þá væri æskilegra að þær væni fremur iðkaðar í öðnim íþróttasal en í þinghúsinu." er hann merkti höfuðhreyfing- ar Johnsens: „Mér heyrðist háttvirtur þingmaður Árni Johnsen hrista höfuöið." Johnsen þingmaður mun hafa talið, að með þessu sér- kennilega orðalagi væri Össur Árni johnsen. að gefa í skyn, að eitthvað skrölti innan höfuðskelja hans. Honum þótti ab vonum hart vegið að sínum innra höfuð- búnaði og brást hib versta við. Auðvitaö hefði hann bara átt að labba í rólegheitum til Öss- urar, klappar góðlátlega á koll hans og segja: „Tómahljóð". En í stað þess óð hann hinn vígamannlegasti að Össuri, greip um annað eyra hans og snéri upp á heyrnartækið. Þá aðferð notaði einstaka maður þegar hann átti í átökum vib ódæl hross, en sú aðferð var bæði óþörf og ruddaleg, auk þess sem ekki verður fallist á að Össur minni beinlínis á hross. Nú mátti ætla að Árni hefði talið sig hafa komiö fram mak- legum hefndum, en svo reynd- ist þó ekki vera. Og er Össur hafði hlynnt að sínu hart- leikna eyra og var á leið til Hermann jónasson. kaffistofu með sínum hnakka- kerrta formanni, laumast þá ekki háttvirtur þingmaður Árni Johnsen aftan að honum, slæmir til hans fæti og hittir Karl Kristjánsson. beint á bossann, enda ekki auðvelt að skjóta framhjá því marki. Þessi óvenjulegi fóta- burður á Alþingi gaf Össuri ástæðu til að bæta við fyrri lýs- ingu sína á Árna og líkti nú þessum samþingmanni sínum við hamflettan lunda. Og lauk þar með þessari þingveislu. Já, tímarnir breytast og mennirnir með. Hermann Jón- asson og Karl Kristjánsson ibk- uðu fimleika og aflraunir í þingflokksherbergi sínu á Al- þingi. Vilji þingmenn nú feta að þessu leyti í fótspor þeirra Hermanns og Karls, þá er það síst að lasta. En eigi „íþróttirn- ar" hinsvegar að vera fólgnar í eyrnatogi og fótasparki, þá væri æskilegra að þær væru fremur iðkaðar í öbrum íþróttasal en í þinghúsinu. Höfundur er fyrrum blabamabur. Að liðnum Bindindis- degi fjölskyldunnar Frá skemmtun á Bindindisdegi fjölskyldunnar. Hinn 24. nóvember síðastliðinn var hinn árlegi Bindindisdagur fjölskyldunnar, sem Stórstúka íslands ásamt mörgum öðrum félagasamtökum stób að. I sambandi við hann voru rit- aðar margar góbar og tímabærar greinar, sem birtust í fjölmiðl- um víðs vegar um landið, bæbi í dagblöðum og hérabsblöðum. Þá tóku bæði útvarpsstöðvar svo og Stöð 2 virkan og jákvæban þátt í kynningu dagsins. Kjörorð hans var að þessu sinni beint til foreldra og uppal- enda með spurningunni: „Á beinni leið til Bakkusar! foreldr- ar í fararbroddi?" Þá var og spurt: „Hver ræður ferbinni: Foreldrar? Börnin? Bakkus?" Þannig voru foreldrar og aðrir uppalendur kallaðir til sérstakr- ar ábyrgöar í sambandi vib áfengis- og vímuvarnir. Og vissulega er það staðreynd, sem vart verður of fast kveðið að eða of mikil áhersla á lögð, að það eru foreldrar og uppalendur barnanna, sem áhrifaríkastir éru um mótun þeirra og lífsafstöðu á framtíðarför, til heilla eða óheilla með fordæmi sínu og daglegum lífsstíl í orði og verki. Hinir fornu málshættir: „Svo læra börn málið að fyrir þeim sé haft" og „Lengi býr að fyrstu LESENDUR gerð", eru enn í fullu gildi og ættu sífellt að minna okkur á skyldur okkar gagnvart hinni uppvaxandi kynslóð. Það væri áreibanlega langtum árangursríkara, að við tækjum ærlega í hnakkadrambið á okkur sjálfum í stað þess ab vera sífellt ab lemjast á unglingunum, leggja ábyrgðina á þeirra herðar og kenna þeim um svo og svo margt af því sem miður fer. Áfengislaus dagur fjölskyld- unnar á að sýna í verki, að heill hennar og hamingja skipar fyr- irrúmið. Við legggjum áherslu á breytta lífshætti, betra umhverfi og bættan hag fjölskyldunnar. Þab gerum við með því að draga úr áfengisdrykkju og forða þannig ýmsum frá því ab verða fórnarlömb á altari Bakkusar. Áfengislaus dagur fjölskyld- unnar á að sýna í verki, ab heill hennar og hamingja skipar fyr- irrúmið. Við leggjum áherslu á breytta lífshætti, betra umhverfi og bættan hag fjölskyldunnar. Það gerum við með því að draga úr áfengisdrykkju og forða þannig ýmsum frá því að verða fórnarlömb á altari Bakkusar. Það er bæði athyglisvert og mjög þakkarvert, hve lögreglan víða um land átti mikinn þátt í að gera Bindindisdaginn áhrifa- ríkan. Omar Smári Ármanns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, kemst m.a. svo að orði í skeleggri grein, er hann nefnir: „Af fullu fólki": „Hver og einn noti nú tækifærið, hugsi sinn gang og takmarki síban neyslu áfengis eftir því sem skynsemin segir til um, ef ekki sjálfs sín vegna, þá vegna barna sinna og annarra aðstandenda. Þar fara saman hagsmunir lög- reglu og almennings." „Bind- indi er leið til betra lífs," segir Helgi Seljan, fyrrverandi alþing- ismaður, og Páll V. Daníelsson spyr: „Eru þeir fullorðnu vanda- mál unglinga og barna?" „Mis- notkun áfengis bitnar oft á heimilunum," segir Eðvarö Ing- ólfsson rithöfundur og Geir Bjarnason, forstöðumaður Vit- ans og Götuvitans, fullyrðir að áfengi eigi aldrei samleið með börnum og unglingum. Síst má gleyma hinni frábæru mynd af „Þurrkaranum", sem Sigmund teiknabi í Morgun- blaðið í tilefni Bindindisdags- ins, af sinni alkunnu snilld. Á Bindindisdaginn stóðu ung- lingar fyrir utan verslanir ÁTVR í Reykjavík og bubu þeim, sem þangað lögbu leið sína, upp á ávaxtadrykki frá Mjólkursam- sölunni. Vakti þetta framtak verulega athygli. Þá var haldin fjölskylduskemmtun í Vinabæ í Reykjavík, sem bæði var fjölsótt og tókst framúrskarandi vel. Sá sem skipulagði hana og hafði allan veg og vanda af fram- kvæmdum var Jón K. Guðbergs- son. Þá voru samkomur haldnar á ýmsum stöðum úti á.lands- byggðinni. Og hver var svo niðurstaðan og árangurinn af átaki Bindind- isdagsins? Þeirri spurningu svar- ar m.a. eftirfarandi brot úr dag- bók lögreglunnar í Reykjavík frá 25. nóvember sl.: „Árlegur Bindindisdagur fjölskyldunnar var sl. laugardag. Ef taka á mið af dagbókinni, virðist fólk al- mennt hafa virt þau skilaboð, sem send höfðu verið út í tilefni dagsins, því afskipti lögreglunn- ar af ölvuðu fólki voru í lág- marki þennan dag." Öllum þeim, sem áttu þátt í farsælum framgangi Bindindis- dagsins, færi ég heils hugar þakkir fyrir lofsvert framtak, sem vonandi á eftir að skila sér á jákvæðan hátt í langtímaáhrif- um, íslenskum æskulýð og ís- lensku þjóðinni allri til heilla, hags og farsældar. I vikunni eftir Bindindisdag- inn ræddi ég við unglings- stúlku, sem sagði m.a.: „Síðasta helgi var algjört æði. Mamma og pabbi voru bæði heima og bæði edrú, af því að þau sögðust vera að halda upp á Bindindis- daginn!" Þar, eins og vonandi miklu víðar, báru skilabob dags- ins góðan og tilætlaðan árang- ur. Bjöm fónsson stórtemplar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.