Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 7
Þri&judagur 12. desember 1995 7 UTLOND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND .. . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Mannréttinda- mál í Rúss- landi í ólestri Moskvu — Reuter Samkvæmt opinberri skýrslu rúss- nesku mannréttindanefndarinn- ar eru mannréttindamál í Rúss- landi í miklum ólestri, og hefur ástandib versnað frá því í fyrra. Höfundur skýrslunnar ér Sergei Kovaljov, formaöur mannrétt- indanefndarinnar, en það var Jeltsín forseti sem skipaði nefnd- ina á sínum tíma. Kovaljov sagbi að brot gegn tveggja ára gamalli stjórnarskrá landsins væru bæði útbreidd og kerfisbundin. „Feröafrelsi er kerfisbundið hindrað undir ýmsu yfirskini," sagbi Kovaljov á fundi sl. sunnu- dag. Algengt væri að fólk væri skyldað til að yfirgefa ekki stór- borgir, líkt og tíðkaðist á tímum Sovétríkjanna, og jafnvel þeir sem hygöust aðeins dvelja í viðkom- andi borg um takmarkaðan tíma gætu lent í því. Einnig sagði hann ab tilskipun, sem Jeltsín undirritaði í fyrra til að koma í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi, sé í andstöðu viö stjórnarskránna, en samkvæmt tilskipuninni er heimilt að haida grunuöum í haldi án ákæru í allt að 30 daga. „Jafnvel Jesjov (yfir- maður leynilögreglu Stalíns á fjórða áratugnum) hélt fólki ekki nema í 15 daga," sagði Kovaljov. Jeltsín hefur hingað til hunsað störf nefndarinnar, en Kovjalov, sem er 65 ára og fyrrverandi and- ófsmaður í Sovétríkjunum, hefur hlotiö ýmsar mannréttindaviður- kenningar á Vesturlöndum fyrir baráttu sína gegn stríðinu í Tsjetsjeníu. joseph Rotblat, fribarverblaunahafi. Friöarverölaun Nóbels afhent í Osló. Joseph Rotblat: Kaldastríðshugsunin lifir enn góðu lífi Osló — Reuter Á sunnudaginn var Joseph Rot- blat, 87 ára kjarneðlisfræbingi, afhent friðarverðlaun Nóbels við hátíðlega athöfn í ráðhús- inu í Osló. Verðlaunin, sem nema um 65 milljónum ís- lenskra króna, skiptast jafnt á milli hans og Pugwash samtak- anna sem hafa helgað sig bar- áttu gegn kjarnorkuvopnum, en Rotblat er einn af stofnendum samtakanna. Rotblat var upphaflega einn þeirra sem tóku þátt í ab smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna í Bandaríkjunum. Um leiö og ljóst var að Þýskaland Hitlers myndi ekki ráða við að smíba kjarn- orkusprengju hætti Rotblat hins vegar öllum afskiptum af til- raunasmíðinni og hefur alla tíð síðan verib einn af skeleggustu andstæbingum kjarnorkuvopna. „Kalda stríðinu er lokið, en kaldastríðshugsunarhátturinn lifir enn góbu lífi," sagði Rotblat í ræðu sinni þegar hann tók við verðlaununum í Osló. „Þá var okkur sagt að tilvera kjarnorku- vopna kæmi í veg fyrir heims- styrjöld. Nú er okkur hins vegar sagt að kjarnorkuvopn komi í veg fyrir allar tegundir af styrj- öldum." Staðreyndin væri hins vegar sú að ekkert benti til þess að kjarnorkuvopn hafi komiö í veg fyrir heimsstyrjöld. „Þvert á móti er vitað að þau voru nærri því að orsaka styrjöld," sagði Rotblat og vísaði til Kúbudeil- unnar árið 1962, en þá segist hann hafa upplifað eitt hræði- legasta augnablik ævi sinnar. Hann hélt því einnig fram að fjöldi vísindamanna, sem óspart hafa kynt undir kjarnorku- vopnakapphlaupib, hafi svert ímynd vísindanna mjög. Hann hvatti alla vísindamenn til að axla þá ábyrgb sem þeim ber og taka ekki þátt í framleiðslu kjarn- orku- eða efnavopna. Gerðu þeir þab myndu slík vopn hverfa af yfirborði jarðar. Um 1.000 manns gengu í blys- för um miðborg Oslóar á sunnu- dagskvöld til heiðurs Joseph Rot- blat og Pugwash- samtökunum. „Við komum hingað sérstaklega til þess ab sjá Rotblat og til þess að mótmæla kjarnorkutilraun- um Frakka og Kínverja," sagði Trine Eskeland, háskólanemi í Tromsö í Norður- Noregi. Nób- elsverðlaunanefndin lysti því yf- ir þegar tilkýnnt var í október hver hljóta myndi verðlaunin þetta árið, að þau væru m.a. veitt í mótmælaskyni við kjarnorku- tilraunir Frakka í Kyrrahafinu. Óþekkt hestategund finnst í afskekktum fjalladal í Tíbet: Steinaldarhestur, sem sjá má á hellamyndum, enn í fullu fjöri Tveir hinna nýfundnu hesta. Þeir eru smáir, harbgerir og líta nákvœm- lega út eins og hestar á ævafornum hellamyndum frá steinöld. Þann 15. september sl. héldu sex manns af stað akandi frá Lhasa í Tíbet í norðaustur í átt til bæjarins Dengsjen og ætl- uðu síðan að halda þaðan áfram upp eftir ánni Salween, en þar reiknuöu þeir með að finna sjaidgæfa hestategund sem einn leiðangursmanna, dr. Michel Peissel frá Frakk- landi, hafði rekist á áður á þeim slóðum. Þetta var 25. ferö Peissels um þessar slóðir. Frá Dengsjen héldu þeir áfram á hestum ásamt 11 Tíbetum. Ferðin var mjög erfið og veður- skilyrði óhagstæð. Veturinn var óvenju snemma á ferð þetta árið og mikill snjór lá yfir öllu. „Þaö var mjög kalt," sagði Peissel. „Við lentum í hagléli og þurft- um að fara fótgangandi um hættulega stíga með hengiflug á abra hönd. Eg held að þetta sé erfiöasta för sem ég hef fariö í." Eftir að hafa ráðfært sig við heimamenn sem voru með í för- inni ákvað Peissel að taka á sig krók sem lítt hafði verið kann- aður til þessa. Þegar komib var yfir u.þ.b. 5.000 metra hátt fjallaskarö komu þeir niður í fjalladal sem ekki var teiknaður á kortin sem þeir höfðu meö- ferbis. Og sú sýn sem þá blasti við kom þeim mjög á óvart. „í miðri auðn túndrunnar," segir Peissel, „sáum við yfir Hestarnir fundust íafskekktum dal sem er umkríngdur háum fjöllum á allar hlibar. ósnerta skóga með voldugum birkitrjám, víöitrjám og barr- trjám." Ekki minnkaði undrun þeirra þegar þeir sáu dýrateg- undirnar sem þarna vom: apar af markattarætt grófu í snjóinn að leita sér fæðis, og skammt þar frá var hjartartegund sem talin er í útrýmingarhættu. Þaö voru þó smáhestarnir sem vöktu mesta athygli þeirra, en ekki var annað að sjá en að þeir væru nákvæmlega eins útlits og hestar á hellamyndum frá stein- öld. „Þegar við rákumst á fyrsta dýrið," sagði Peissel, „héldum við að það væri vanskapað. En svo komum við auga á annaö, og það þriðja, og loks heila hjörð." Milli tuttugu og þrjátíu smávaxnir hestar með kubbs- laga höfuð, snöggt fax og bleikir á lit, ráfuðu þarna um í snjón- um. Síðar rákust þeir á fleiri hjarðir í dalnum. Það var ekki bara líkamslögun- in sem var kunnugleg frá stein- aldaramyndunum, heldur líka dökk röndin eftir endilangri hryggsúlunni sem var nákvæm- lega eins og á steinaldarhestun- um sem taldir voru löngu út- dauðir. Frumstæbir og harb- gerbir hestar Þarna niðri í dalnum er krökkt af smáþorpum, þar sem býr fólk af Bon- po þjóðflokki. Bændurn- ir veiða þessa hesta með snöru þegar þeir þurfa að nota þá á einhvern hátt, til reiðar eða sem burðarklára. En þegar þeir hafa lokib hlutverki sínu í það sldptið er þeim sleppt lausum á nýja- leik. Leiðangursmenn áttu hins vegar í mesta basli með ab fanga hestana. „Við gátum í mesta !agi komist í um fimm metra fjar- lægð frá þeim, þá ærðu peir sig," sagði Dr. Casas einn leið- angursmanna. Þeim tókst þó ab koma höndum yfir einn hest- inn, og tóku úr honum blóð- prufu áöur en þeir slepptu hon- um aftur. Hún verður rannsök- ub gaumgæfilega þegar til Evr- ópu er komið, ásamt fjölda myndbanda sem þeir tóku af hestunum. Dr. Ignasi Casas, dýralæknir sem var meðal leiðangurs- manna, sagðist halda að Rivoke- hesturinn — eins og leiðangurs- menn nefndu tegundina, eftir héraðinu bar sem hún fannst — hljóti að hafa einangrast þarna í fjalladalnum og þess vegna haldib sérkennum sínum. „Hann viröist vera mjög frum- stæður og mjög harðger," segir hann. „Hestarnir í næstu hémö- um eru mjög ólíkir honum." Enda þótt hestarnir hafi í sjálfu sér getað farið frjálsir ferða sinna um allt Rivoke-hérað, sem er rétt sunnan við landamærin að Kína, þá er dalurinn (17 mílna langur) þar sem þeir fund- ust lokaður inni á milli hárra fjalla, og j>að eru aðeins tvö fjallaskörð, rúmlega 5.000 metr- ar á hæð, á hvorn veg sem tengja dalinn við næsta um- hverfi: „Hestar fara ekki auð- veldlega um þessi fjallaskörð vegna þess að í þessari hæð er ekkert gras, ekkert fæði til þess að lifa á," sagöi dr. Casas. Einstakur í sinni röb „Það er mjög sjaldgæft að finna stórt spendýr sem ekkert er vitað um," sagði Steven Harri- son, breskur erfbafræðingur sem mun sjá um að gera erfðafræbi- rannsóknir á blóðsýninu sem tekið var. „Það verður athyglis- vert ab bera saman erfðaefni hestsins og annarra villtra hesta." Með erfbagreiningu blóðsins er m.a. vonast til þess að hægt verði að staðsetja Ri- voke- hestinn í fjölskyldutré hestakynsins. „Það stendur ekkert í fræðun- um um þennan hest," sagöi dr. Casas. „Þetta er spennandi fund- ur vegna þess ab hestar hafa ver- ib ræktaðir og blandast og ferö- ast um allan heim, en þess virð- ist enn sem komið er vera ein- stakur í sinni röð." Byggt á The New York Times og Der Spiegel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.