Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 11
Þribjudagur 12. desember 1995
11
Saga fræoara og frumkvööuls
Bjarm Gubmundsson: Halldor a Hvann-
eyri. Saga fræbara og frumkvöbuls í land-
búnabi á tuttugustu öld. Bændaskólinn á
Hvanneyri 1995.
Þetta minningarrit um Halldór Vil-
hjálmsson skólastjóra á Hvanneyri
er sögurit um íslenskan landbúnað
og raunar íslenska þjóöarsögu yfir-
leitt. Bókin virðist vönduð og
studd frumheimildum svo sem
veröa má. En jafnframt því má
hún vera áminning um það hversu
fljótt heimildir glatast stundum.
Það sjáum viö t.d. af því hve
gloppótt verður sagan um ostagerð
úr sauðamjólk á Hvanneyri.
Hér er okkur sagt að Halldór hafi
„sjálfur reynt gráðaostagerð á
Hvanneyri 1913, sennilega með
samvinnu við Gísla Guðmundsson
gerlafræðing."
Svo er sagt að Tryggvi Þórhalls-
son hafi verið prestur á Hesti,
áhugamaður um landbúnað og
góður liðsmaður Halldórs, en þeir
voru mágar og bræðrasynir og þeir
mágarnir hafi „komið upp mikilli
girðingu á Hesti til þess að geyma
kvíaærnar". Meira er ekki vitað.
Hversu mikil var framleiðslan?
Hvernig og hvar seldist hún? Hvað
fékkst fyrir mjólkina?
Hér virðast engin svör til. Hitt
má þó vera ljóst að þessar ráða-
gerðir og tilraunir, að því leyti sem
um tilraunir hefur verið að ræða,
hafa ekki gert menn afhuga fram-
haldi.
Hér er sagt að Jón Á. Guð-
mundsson frá Þorfinnsstöðum í
Önundarfirði, nemandi á Hvann-
eyri 1908-1910, hafi að því námi
loknu farið til Skotlands „til sauð-
fjárræktarnáms með nokkrum fjár-
styrk frá Búnaðarfélagi íslands.
Hann hélt síöan til Roquefort í
Frakklandi, þar sem hann kynnti
sér gráðaostagerð. Gráðaostagerðin
var iðnaðarleyndarmál. Engu að
síður komst hann yfir verkþekk-
inguna og sveppina sem til þurfti.
Jón Ágúst kom heim 1913 og hóf
ostagerð í Önundarfirði samsum-
ars. Hann stundaði síðan ostagerð
víða um land og var jafnan við
hana kenndur."
Ég held að þaö sé missögn að
Jón hafi gert osta í Önundarfirði
1913. Sumarið 1924 stjórnaði
hann gráöaostagerð þar, en árið
áður vann hann að henni í Þing-
eyjarsýslu. Um þessa tilraun í Ön-
undarfirði má lesa fróðlega ritgerð
í Ársriti Sögufélags ísfirðinga eftir
Jens Hólmgeirsson. En snúum nú
aftur til Hvanneyrar.
í sögu Halldórs skólastjóra segir:
„Jón Ágúst mun hafa stundað
ostagerð hjá Halldóri á Hvanneyri
1916-1918, en ekki hafa fundist
nánari heimildir um það. Hugsan-
Halldór Vilhjálmsson.
BÆKUR
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
legt er þó að reynslan af henni hafi
hvatt Halldór til þess að leggja svo
mikið undir sem ráða má af frétt-
um í Frey vorið 1918."
Fréttin í Frey var sú að Bjarni Ás-
geirsson, síðar þingmaður og ráð-
herra, Eggert Jónsson frá Nautabúi,
Halldór Vilhjálmsson og Jón Á.
Guðmundsson hefðu keypt
Sveinatungu í Norðurárdal og ætl-
uðu sér að reka þar ostabú. Sumar-
ið 1918 var Jón við ostagerð í Ól-
afsdal.
Ostagerðin í Sveinatungu stóð
tvö sumur, 1919 og 1920. Þetta var
slæmur tími. Jörðina keyptu þeir
félagar á 20 þúsund krónur 1918,
en seldu á 11 þúsund 1920. Vetur-
inn 1919-20 var með fádæmum
snjóaþungur og eyddust hey í
Sveinatungu.
Um þetta er fjölyrt hér vegna
þess að hér höfum við glöggt
dæmi þess hversu fljótt sögur fyrn-
ast og heimildir glatast.
Halldór Vilhjálmsson var á Eið-
um eftir að hann kom frá námi í
Danmörku. Lýsing hans á aðstöðu
þar er dæmi um aðbúnaö í skóla-
málum í byrjun aldarinnar. Hann
skrifaði Þórhalli biskupi, föður-
bróður sínum:
„Aldrei hefði mér komið til hug-
ar að fara hingað, hefði ég haft
hugmynd um það væri nokkuð
líkt því sem það er. Hvergi er líf-
vænt í þessum kofum fyrir trekk
og kulda ... Ekki er að tala um að
hægt sé að hafa sérstakt herbergi,
alls staðar er maður á flækingi,
enginn friður til að hugsa eða
skrifa, enda ekki hægt annað en
standa og berja sér, meðan þróttur
endist. Föt mín og annað dót verð-
ur að liggja niðri í kössum, fúna
þar og skemmast, því ekkert er
hægt að taka upp, því það litla
rúm sem til er, hélar og rennur út
á víxl eftir veðri. Skautasvell er
stundum í skólastofunum og 7
gráðu frost í svefnherbergjum.
Hvar mun finnast dæmi til annars
eins?"
Bjarni Guðmundsson lýkur eftir-
mála við bók sína með þessum
orðum:„Skrifarinn vill líka þakka
fyrir það að hafa fengið tækifæri til
þess að kynnast Halldóri Vi 1 -
hjálmssyni og umhverfi hans. Saga
hans er angi af hinu íslenska ævin-
týri þessarar aldar."
Undir þau orð vil ég taka. Von-
andi verða margir lesendur ánægð-
ir meö það tækifæri sem hér býöst
til þess að kynnast Halldóri Vil-
hjálmssyni.
Hann er gott að muna. ■
NÝJAR
BÆKUR
Guömundur Árni Stefánsson.
Hver vegur ab
heiman...
í þessari bók ræðir Guð-
mundur Árni Stefánsson al-
þingismaður vib sex íslendinga,
sem allir eiga það sameiginlegt
ab hafa flust af landi brott og
dvaliö erlendis við störf og leik
um langt árabil. Landsmenn
vilja fá fréttir af „sínu" fólki á
erlendri grund. Hvað er þab að
fást við? Er gott að vera Islend-
ingur í útlöndum? Hver er sýn
þessara íslendinga til „gamla"
landsins eftir langa útiveru?
Viðmælendur eru: Ástþór
Magnússon athafnamaður,
Englandi; Gunnlaugur Stefán
Baldursson arkitekt, Þýskalandi;
Gunnar Friðþjófsson útvarps-
stjóri, Noregi; Linda Finnboga-
dóttir hjúkrunarfræðingur,
Bandaríkjunum; Rannveig
Bragadóttir óperusöngvari,
Austurríki; hjónin Þórður Sæ-
mundsson flugvirki og Drífa
Sigurbjarnardóttir hótelstjóri,
Lúxemborg.
Útgefandi er Skjaldborg. Bók-
in kostar 3.480 krónur.
Kínversk
stjörnuspeki
Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið
út bókina Kínversk stjörnuspeki
eftir Paulu Delsol. Bókin kom
fyrst út í Frakklandi fyrir rúmum
aldarfjórbungi og hefur notið
mikilla vinsælda og verið þýdd á
mörg tungumál, enda er hér á
ferðinni aðgengilegt og
skemmtilegt undirstöðurit um
austræna stjörnuspeki, þar sem
framandleg og heillandi speki er
túlkuð á lifandi hátt og notuð til
að svara spurningum um lífið,
ástina og hamingjuna. í kynn-
ingu á bókarkápu segir meðal
annars:
Fæddist þú undir heillatungli?
Kínverjar hafa spáb í himin-
tunglin og áhrif þeirra á líf
manna árþúsundum saman og
eiga einnig sinn dýrahring, ólík-
an þeim sem við þekkjum best.
Ertu Tígur eða Hani, Köttur eba
Geit? Hvaða merki eiga best vib
þig, úr hvaba merkjum áttu að
velja þér vini og hvab ber þér að
varast í samskiptum við hin
merkin? Hvenær rennur ár Drek-
ans næst upp og hvaða áhrif hef-
ur það á líf þitt? Og hvernig
fléttast kínverska stjörnuspekin
saman við hina hefðbundnu?
Atli Magnússon þýddi bókina,
sem er 183 blaðsíður, prentub í
Prentbæ hf. Verð hennar er
2.480 krónur.
löunn Steinsdóttir.
Ævar á
grænni grein
Bókaútgáfan Ibunn hefur gef-
ið út nýja barnabók eftir Ið-
unni Steinsdóttur rithöfund og
nefnist hún Ævar á grænni
grein. Höfundurinn hefur áður
sent frá sér allmargar bækur
fyrir börn og unglinga og hafa
þær fengib góða dóma og notið
mikilla vinsælda meðal les-
enda.
Hér segir frá Ævari, Iitlum, ís-
lenskum dreng sem býr í út-
löndum með pabba sínum og
mömmu, afa og ömmu. Og það
er ekki eintóm sæla! Ævar er
hugmyndaríkur snáði, sem
lendir í ýmsum ævintýrum og
gerir ótal skammarstrik. Stund-
um leiðist honum og stundum
er gaman, en hann er líka bara
venjulegur strákur og dálítið
kenjóttur eins og gengur. Ævar
á grænni grein er stórskemmti-
leg og fjörleg bók fyrir alla
krakka, sem fullorðnir geta les-
ið fyrir yngri börnin og haft
jafngaman af og þau.
Bókina prýðir fjöldi fallegra
mynda eftir Gunnar Karlsson,
sem jafnframt gerði kápumynd.
Ævar á grænni grein er 115
blaðsíður, prentuð í Prentbæ
hf. Verð bókarinnar er 1.680
krónur.
Saga Selfoss frá
1930 til 1960
Um þessar mundir er að koma
út á vegum Selfosskaupstaðar 2.
bindi af Sögu Selfoss, sem fjallar
í meginatriðum um tímabilið
1930-1960, þótt ýmislegt vilji
þar skarast og sums staðar verði
þessi tímaskil harla óljós.
Skráð hefur Gubmundur Krist-
insson og í ritnefnd eru Jón R.
Hjálmarsson, Páll Lýbsson og
Þór Vigfússon.
Bókin skiptist í 23 meginkafla.
Þar er fyrst yfirlit yfir sögu
Mjólkurbús Flóamanna, Kaupfé-
lags Árnesinga og Verslunar S.Ó.
Ólafssonar 8c Co. Á umræddu
tímabili voru þessi fyrirtæki
burðarásar atvinnulífsins í hinu
unga kauptúni.
Sagt er frá upphafi bílaaldar
og Ölfusárbrú þegar hún brast
og ný var byggð. Þá er kafli um
landbúnað, búskap bæjarbúa,
heimasölu nýmjólkur og loð-
dýrarækt. Sagt er frá skipulagi og
landakaupum og birt nöfn allra
íbúðarhúsa árib 1946. Kaflar eru
um vatnsveitu, rafveitu, slökkvi-
lið, farskóla og fastan skóla á
Selfossi, sýslumenn og upphaf
löggæslu.
Síðan er kafli um sveitarstjórn,
sem var framan af í höndum
gildra bænda í Sandvíkurhreppi
og kosib í heyranda hljóði á
þingstaðnum Litlu- Sandvík.
Sagt er frá pólitískum flokka-
dráttum og hvernig völdin í
hreppsmálum færbust í hendur
Selfossbúa. Þar er sagt frá fyrstu
læknum og stofnun Selfosslækn-
ishéraðs og sjúkrahúss.
Sagt er frá 21 iðnabarmanni,
sem settust ab á Selfossi fyrir
1950, 5 kaupmönnum, íþróttum
og afreksmönnum. Þá er kafli
um samkomuhús og veitingar,
um veitingarekstur Brynjólfs
Gíslasonar og Kristínar Árna-
dóttur í Tryggvaskála, kvik-
myndasýningum Georgs Magn-
ússonar í Georgsbíói og Eiríks
Bjarnasonar í Tryggvaskála og
byggingu og rekstri Selfossbíós.
Gerö er grein fyrir þeim félög-
um, sem stofnuð höfðu verið
fyrir 1950 og eftirminnilegum
mannafundum, lýðveldishátíð
1944 og heimsókn Ásgeirs for-
seta 1955.
Þá er ítarleg frásögn af stofnun
Selfosshrepps, sem olli miklum
deilum á sínum tíma. Eftir ár-
angurslausar samningatilraunir
við ráðamenn Hraungerðis-
hrepps og Ölfushrepps var málið
lagt fyrir Alþingi. Þar var þjarkab
um málið í tvo mánuði og stofn-
un Selfosshrepps loks samþykkt
með lögum.
Loks er langur kafli um dvöl
breskra og bandarískra her-
manna við Ölfusárbrú á stríðsár-
unum með ljósmyndum frá
komu þeirra. Sagt er frá víggirð-
ingu þeirra umhvérfis Selfoss-
byggð, loftárás á brúna og her-
búðirnar sem ollu uppnámi í
Bandaríkjunum. Sagt er frá
könnunarflugi Þjóðverja meb
loftmynd, sem þeir tóku af Sel-
fossbyggð 2. maí 1942, og
bandarískum hermönnum sem
gættu brúarinnar sumarið 1942.
Birt er ljósmynd með skýringum
Richards Dursts kafteins, yfir-
manns búbanna 1942. Sagt er
frá drukknun þriggja hermanna,
handtökum og ryskingum á Ölf-
usárbrú, Selfossdætrum á offí-
séradansleik í Kaldaðarnesi,
flóttanum frá Kaldaðarnesi og
bardögum hermanna frá Selfossi
á meginlandi Evrópu undir
stjórn hins fræga hershöfðingja
Georgs Pattons.
Bókin er 387 blaðsíður og
prýdd 365 ljósmyndum og upp-
drittum og með skrám yfir
heimildir, ljósmyndir og nöfn
1220 manna sem við sögu
koma.
Þetta er stórfróðleg saga af því
hvernig byggbin vib Ölfusárbrú
varð samgöngumiðstöð, stór-
veldi í verslun og iðnaði og höf-
uðstaður Suðurlands, sem tengd-
ist meb nokkrum hætti átökun-
um í síðari heimsstyrjöldinni.
Bókin er unnin í Prentsmibju
Suburlands hf. á Selfossi og
bundin hjá G.Ben.-Eddu hf. í
Reykjavík.
Skilnabar-
barn
Hvaö nú? heitir fyrsta barna-
bók Hallfríðar Ingimundardóttur,
en hún hefur áður sent frá sér
ljóðabækur.
Stefán er venjulegur strákur og
oftast í góbu skapi. En eftir að
foreldrar hans slitu samvistum
leið honum ekki vel. Skilnaður er
sár, en stundum eina lausnin og
öllum líður betur þegar hann er
afstaðinn. Stefán tekur líka brátt
gleði sína á ný. Hann á ennþá
bæði pabba og mömmu, þó að
þau búi ekki lengur saman.
Hér er á ferðinni samlestrarbók
fyrir börn og foreldra sem standa
í líkum sporum og Stefán og fjöl-
skylda hans, en jafnframt nota-
leg saga handa hvaða barni sem
er.
Bókin er 113 blaðsíður, prent-
uð hjá Scandbook í Svíþjóð. Alda
Lóa Leifsdóttir gerði kápu. Mál
og menning gaf út bókina sem
kostar 1.490 krónur. ■