Tíminn - 12.12.1995, Blaðsíða 10
10
Þriöjudagur 12. desember 1995
NÝJAR
BÆKUR
Frelsun úr
ánaub
Vaka-Helgafell hefur gefið út
bókina Engin miskunn eftir
Miriam Ali og Jana Wain. Eng-
in miskunn er sönn saga
breskrar móður sem berst fyrir
því að leysa dætur sínar úr
ánauð. Eiginmaður hennar
seldi tvær dætur þeirra í hjóna-
band til heimalands síns, Je-
men. Þar beið þeirra auðmýk-
ing, ofbeldi og nauðganir. Nad-
ía og Zana voru fjórtán og
fimmtán ára þegar þetta gerð-
ist. Móðir þeirra, Miriam Ali,
brotnaði saman við þessi tíð-
indi, en reis síðan upp til varn-
ar dætrum sínum — og sjálfri
sér. Hún neitaði að gefast upp,
hóf baráttu fyrir því að frelsa
dæturnar um leið og hún sagði
eiginmanninum, sem hafði
kúgað hana og niðurlægt, stríð
á hendur.
í kynningu frá útgefanda seg-
ir: „Zana, dóttir Miriam, lýsti
reynslu sinni í bókinni, Seld,
fyrir nokkru. Engin miskunn er
ekki síður átakanleg lesning og
lætur engan ósnortinn."
Engin miskunn er 271 blað-
síða að iengd. Helgi Már Barða-
son þýddi bókina, en hún var
filmuunnin í Prentmyndastof-
unni hf. Engin miskunn kostar
2.480 krónur.
Skilnaðarbarn
á plánetunni
Peð á plánetunni Jörð heitir
ný unglingabók eftir Olgu Guð-
rúnu Arnadóttur.
Magga Stina er fjórtán ára og
lætur ytri aðstæður ekki kúga
sig, hún er full réttlætiskenndar
og grípur til sinna ráða þegar
mikið liggur við. Hér er velt
upp ýmsum umhugsunarefn-
um varöandi skólann, fyrstu
ástina, fjölskylduna, og fjallað
um unglingamál af fullri alvöru
þótt sagan sé á gamansömum
nótum.
Bókin er 174 blaðsíður,
prentuð hjá G.Ben.-Eddu prent-
stofu hf. og kostar 1.880 krón-
ur. Kápan er unnin hjá Næst.
Mál og menning gefur út.
Kynferðisaf-
brotamál í
ljóðum
Björg Gísladóttir hefur sent
frá sér ljóðabókina Sigurvegar-
inn sárfætti. Þetta er fyrsta
ljóðabók Bjargar, en hún vakti
mikla athygli fyrir leikþáttinn
Þá mun enginn skuggi vera til,
sem hún samdi ásamt Kol-
brúnu Ernu Pétursdóttur og
fjallar um sifjaspell og afleið-
ingar þeirra. Sigurvegarinn sár-
fætti skiptist í þrjá kafla sem
nefnast: Fjötrar, Fangelsi kuld-
ans og Sláttur á fiðlustreng.
A bókarkápu segir Soffía Auð-
ur Birgisdóttir bókmenntafræð-
ingur: í þessari bók eru ljóð
sem sprottin eru upp úr reynslu
Bjargar af kyi íferðisafbrotamál-
um, bæði úi ynslu hennar
sjálfrar sem þolanda og úr starfi
henr i Sti amótum. Björg
Björg Gísladóttir.
yrkir af innsæi og hugrekki um
þetta málefni sem lengst af hef-
ur verið þaggað niður í okkar
samfélagi. En í bókinni eru
önnur ljóð: Ljóð um lífið, ást-
ina og fegurðina, ljóð um allar
hliðar þess að vera manneskja.
Saman endurspegla öll ljóð
bókarinnar skynjun og tilfinn-
ingar einstaklings sem hefur
gengiö í gegnum eldskírn á leið
sinni til manns og stendur uppi
sem sigurvegari — þótt sárfætt-
ur sé.
Sigurvegarinn sárfætti er 47
bls. og unnin í Stensli hf. Bókin
fæst í bókabúð Máls og menn-
ingar, Laugavegi, Eymundsson,
Austurstræti, og hjá höfundi.
Nærvera
meistarans
Ljósheimar, Guðspekisamtök-
in í Reykjavík, hafa sent frá sér
nýja bók, Hinn kyrri hugur.
Bókin, sem er 93 síður í vasa-
broti, er fyrsta bók hans. Spak-
mælin eru til þess fallin að leið-
beina okkur og aðstoða við úr-
lausn vandamála daglegs lífs.
Þau hjálpa okkur enn fremur
við að bregöast af dirfsku og
visku við þolraunum hvers-
dagsins, bæði stórum og smá-
um. White Eagle opnar augu
okkar fyrir nærveru Meistarans,
eða eins og segir í formála: „Ef
unnt væri að lyfta blæjunum,
gleddi það þig og fyllti þig
þakklæti að vita aö í krafti
Guðs og samkvæmt vilja Hans
koma andlegir bræður þér til
hjálpar þegar þú klifrar upp á
við. Reyndu að finna huggun-
ina í hlýju klappi þeirra —
hönd þeirra á öxl þinni, skiln-
ingi þeirra." Nafn bókarinnar er
fengið úr einu spakmælanna,
sem er: „Leyndardómur styrk-
leika felst í hinum kyrra huga.
Bókin er m.a. seld í verslun-
inni Betra lífi í Borgarkringl-
unni.
Saga Skeggja-
stabakirkju
Út er komin bókin Skeggja-
staðir — Kirkja og prestar 1591-
1995, eftir síra Sigmar I. Torfa-
son.
í þessu merka heimildarriti
gerir höfundur á skilmerkilegan
hátt grein fyrir ævi og starfi
þeirra 27 presta sem teljast hafa
setiö Skeggjastaöi frá 1591 til
vorra daga. í bókinni er einnig
að finna merka sögu kirkjunnar
sjálfrar, sem fyrst er getiö í
kirknaskrá Páls biskups Jóns-
sonar frá því um 1200. Þá lýsir
höfundur gömlu torfkirkjunum
á Skeggjastööum og gerir grein'
fyrir skiúða og áhöldum sem í
þeim var.
Bókin, sem er 200 blaðsíð r,
ei geíin ut af höfundinum s
. mvinnu við Mál
Ástir, stríö og mótlæti
Hin hljóbu tár
Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur
Sigurbjörg Árnadóttir skráöi
Vaka-Helgafell 1995
181 bls.
Ásta Sigurbrandsdóttir hefur upp-
lifað tímana tvenna. Lífshlaup
hennar spannar ekki aðeins eitt
mesta umróts- og breytingaskeið í
vestrænum heimi, heldur var hún
virkur þátttakandi í mestu ógn
mannkyns, síðari heimsstyrjöld-
inni.
Það er því vel við hæfi að merki-
leg saga þessarar konu komi nú út
á prenti og er það Sigurbjörg Árna-
dóttir í Finnlandi sem á heiðurinn
af verkinu.
Ásta ólst upp á Flateyri og í
Reykjavík. Þaðan fór hún til Dan-
merkur og útskrifaðist sem hjúkr-
unarkona. Leiðin lá næst að blóð-
ugum vígvelli stríðslokanna, en að
stríði loknu settist hún að í Finn-
landi og hefur hún búið þar síöan.
Fyrstu kaflar bókarinnar, dvölin
á Flateyri og í Reykjavík, gefa þegar
tóninn að því mótlæti sem Ásta
varð fyrir á lífsleiðinni. Sagan
BÆKUR
BJÖRN ÞORLÁKSSON
magnast upp með æ dramatískari
atburðum, en fellur aðeins í lokin
eftir að Ásta sest að í Finnlandi.
Sigurbjörg notar mjög knappan
stíl, reyndar fullknappan á köflum
(eins og í þeim tilvikum sem hún
sleppir frumlagi í upphafi máls-
greina), en ritun dramatískra at-
burða er vandaverk sem sjónar-
horn bókarinnar á einnig þátt í.
Ásta segir söguna ein, en samtíma-
menn hennar eru ekki teknir tali.
Slíkt setur frásögninni ákveðnar
skorður.
Ástu lærist snemma á lífsleiðinni
að gráta í hljóði, eins og titill bók-
arinnar vísar til. Þrekraun hennar,
lífið, er vel þess virði að kynna sér
hana. Ástir, stríð og feröalög: allt
eru þetta þættir sem fanga athygli
lesandans og hefur vel tekist til í
heildina að færa líf hennar í bún-
ing ævisögu.
Það er helst ef lesandinn fær það
á tilfinninguna að Ásta sé enginn
íslendingur lengur, sem áhuginn
kynni ab dala meðan á lestri bókar-
innar stendur. Okkur er nefnilega
fyrst og fremst tamt að hafa áhuga
á okkur sjálfum.
Jákvæb lífssýn
Lífsgleöi
Þórir S. Gubbergsson
Hörpuútgáfan, 187 bls. 1995
Sex íslendingar segja frá í þessari
bók, flestir vel þekktir lands-
mönnum. Hver um sig tjáir sig
með nokkuð mismunandi hætti
og lengd hverrar frásagnar er
breytileg, en sameiginlegur rauð-
ur þráður er jákvæðni og ást og
virðing fyrir lífinu. Því er vel til
fundið að kalla þessar bækur
Hörpuútgáfunnar „Lífsgleði".
Eins og tekiö er fram í bókinni,
hefur sumt af því sem birtist í
bókinni áður verið reifað á
prenti, líkt og saga Guðlaugs Þor-
valdssonar, fyrrverandi sátta-
semjara og forsetaframbjóðanda.
Nýlegir atburðir í lífi Guðlaugs
gefa þó frásögn hans gildi. Aðrir
sem segja frá eru Fanney Odd-
geirsdóttir, Guðrún Halldórsdótt-
ir, Úlfur Ragnarsson, Daníel Ág-
ústínusson og Þóra Einarsdóttir.
Mjög er mismunandi eftir því
hver á í hlut hversu vel forvitni
lesandans er svalaö, en það er
einmitl forvitnin í þessu fá-
menna samfélagi sem gerir ævi-
sögur og viðtalsbækur ýmiskonar
jafn vinsælar og raun ber vitni.
Þórir S. Guðbergsson viðhefur
ágætlega vönduð vinnubrögð hér
og er fátt út á frágang bókarinnar
aö setja. Ekki síst má vænta að
þessi bók veröi vinsæl hjá þeim
sem komnir eru af léttasta skeiði
og búnir áð fylgjast með þessum
einstaklingum um nokkurt
skeið.
Færeysk perla
Rckamaöurinn
jens Pauli Heinesen
Þýbing: Jón Bjarman
Almenna bókafélagib
1995 147 bls.
Hvalrekar verða mönnum ekki
alltaf til góðs. Um það hafa ís-
lendingar nýlegt dæmi frá því í
sumar, þegar verðlaus búrhvalur
varð tilefni mikilla deilna og hafa
fullar sáttir ekki enn náðst í því
máli.
Óskin um betra hlutskipti,
draumurinn um frægð og frama
er nokkuð sem við ölum öll
innra með okkur, leynt eða ljóst.
Snögg umskipti á sviði auöæfa
hafa þó jafnvel oftar en ekki haft
í för með sér einhvers konar tor-
tímingu þegar upp er staðið,
fremur en að veita hamingju.
Græögin eyðileggur skynsemina.
Þessum hlutum veltir Heinesen
fyrir sér í framúrskarandi skáld-
sögu sinni Rekamaburinn. Sagan
gerist í Færeyjum á tímum síðari
= niH pauli HLinncn
neimsstyrjaldarinnar og tjallar
um líf rekamannsins Samuel
Mathias. „Fáir rekamenn fá nafn
sitt skráð á blöð mannkynssög-
unnar. Þeir eru síleitandi, liggja
andvaka á nóttunni um að nú
velkist Iífsins stærsti reki í
strauminum úti á Aldansfirði án
þess ab nokkur hyggi að honum"
(bls. 5).
Svona er líf rekamannsins.
Samuel verður að ósk sinni.
Tvo happdrættisvinninga rekur á
fjörur hans með skömmu milli-
bili, en ekki er allt sem sýnist.
Kostur þessarar bókar er öðru
fremur góður stíll og áhrifaríkar
náttúrulýsingar þar sem hvert
smáatriði skiptir máli. Auðsæ
virðing höfundar fyrir viðfangs-
efninu skilar sér í lifandi and-
rúmslofti og húmorinn er ætíð
skammt undan. Þá skemmir ekki
fyrir að þótt boðskapur bókarinn-
ar sé alþjóðlegur, eigum við ís-
lendingar svo margt sameiginlegt
með frændum okkar í Færeyjum
ab við það eitt færist lesandinn
enn nær efninu. Þýbing Jóns
Bjarman er góð og prófarkalestur
þokkalegur. ■
mynd sf. Prentbær hf. annaðist
prentun og bókband var unnið
af Félagsbókbandinu — Bókfell
hf. Bókin er seld í Kirkjuhúsinu
við Laugaveg og hjá útgefanda.
Verð bókar er 3.192 krónur.
Myrkraverk
Vaka-Helgafell hefur geíið út
! bókina Myrkraverk eftir breska
mdinn Michael Ri' -
létturinn á bókinm
verið seldur til þrjátíu landa, en
Vaka-Helgafell varð fyrst bóka-
forlaga utan Bretlands til að und-
irrita útgáfusamning við höfund-
inn. Ári áður en bókin kom út
hafði þessi frumraun Ridpaths á
rithöfundarsviði fært honum
eina milljón punda í vasann (yfir
eitt hundrað milljónir íslenskra
króna). Framleiðandi myndar-
innar Dauðinn og stúlkan keypr:
nýverið kvikmynda: að
bókinni. Ridpath kom 1 'sV ios
a dögunum í tilefni 1; útKomu
bókarinnar.
Myrkraverk segir frá Paul
Murray, en hann er verðbréfa-
miðlari í bresku kauphöllinni og
sýslar með milljónir punda á
degi hverjum. Debbie, vinnufé-
lagi hans, finnst drukknuð í ánni
Thames og fer Paul að grafast fyr-
ir um orsakir þessa. Fyrr en varir
hefur hann dregist inn í flókinn
vef blekkinga, svika og morðs.
Áður en hann ve ■ af hefur hann
verið sakaður um innherjavið-
skipti og að hafa 1 rt I e jbie.