Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 3
Mi6vikudagur 17. janúar 1996 - VHPiR 3 Forsetaframboö 7 996. Nýir og ábur óþekktir kostnaöarliöir munu koma fram í baráttu forsetaefnanna. Ljóst er aö aögangur aö Bessastööum kann aö kosta stórfé: Mega reikna með 10-20 milljón króna herkostnaði Alvöru kosningabarátta fyrir forsetakosningar 1996 mun hafa í för meö sér mikil fjárútlát fyrir fram- bjóöendur. Ljóst þykir aö frambjóöandi og stuön- ingsfólk munu þurfa mikiö fé handa á milli til aö heyja alvöru kosningabaráttu. Kunnáttumenn sem Tím- inn ræddi viö í gær giska á kostnaö upp á 10-20 millj- ónir króna. Sú tala gæti oröiö hærri. Liöin eru 16 ár síöan alvöru kosningabarátta fór fram vegna forsetakjörs á íslandi. Fullyröa má aö á þessum tíma hafi oröiö verulegar áherslubreytinga'r í framboðsmálum, til dæmis meiri auglýsingamennska en áður hefur þekkst. Indribi G. Þorsteinsson fyrrum kosningastjóri forsetaframbjóöanda: Má reikna meö uppa- stæl á kosningabarátt- unni Indriöi G. Þor- steinsson rit- höfundur stýröi kosn- ingabaráttu Al- berts heitins Guðmunds- sonar áriö 1980. Indriði sagöi í gær að full aögát hefði veriö höfö í peningamálum í þeirri baráttu, nema undir lokin aö órói kom í suma menn í lið- inu og eitthvað hafi verið eytt um efni fram þegar mannskap- urinn tók aö æsast. „Síðan síöasti forseti var kos- inn höfum við lifað uppatím- ana. Þaö verður því eflaust uppastæll á þessum kosningum meö öllu sem því tilheyrir. Ég hef hins vegar ekki nokkra trú á að allar þessar auglýsingar í öll- um miðlunum hafi nokkurn skapaöan hlut að segja. Þaö sem gildir er sú ímynd sem mann- eskjan hefur. Ég held aö þaö komi ekki annað til greina núna en aö vinstri maður vinni kosn- inguna. Þannig hefur þetta allt- af veriö, þeir eru svo fjölmennir í landinu. Þegar þeir geta sam- einast um eitthvað sem þeir kalla „ópólitískan mann" þá kjósa þeir hann og sigra allar svona kosningar. Á þennan hátt geta vinstri menn sameinast," sagöi Indriði G. Þorsteinsson. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson: Akveöin „ælumörk" í kynningu og auglýs- ingu á frambjóöanda „Alvöru kosn- ingabaráttu má líklega vinna þokkalega fyrir þetta 10 til 15 m i 1 1 j ó n i r króna," sagði Gunnar Steinn Pálsson sem rekur fyrirtæk- Cunnar Steinn iö GSP Al- mannatengsl, en tók fram aö það væri lausleg áætlun, reikna þyrfti dæmiö mun nákvæmar. Hann sagöi aö vinnan við fram- boð yrði væntanlega aö stærst- um hluta unnin af sjálfboðalið- um. Fulla vinnu á skrifstofu, ýmsa ráðgjöf og ótalmargan kostnaö annan yröi aö greiöa fullu veröi. „Forsetaframboð er bundið einstaklingi. Það má segja aö þaö sé aö finna ákveðin „ælu- mörk" varöandi kynningu og auglýsingu á einstaklingi. Þaö má ekki fara yfir ákveöið magn auglýsinga á einni persónu ef ekki á að skaöa ímyndina. Hugs- urn okkur bara sem dæmi aö frambjóðandi noti 15 heilsíðu- auglýsingar í dagblööum, meira má jDað ekki vera, þá eru komn- ar 3 milljónir strax, plús kannski hálf milljón í tímarit. í ljósvakamiðla færu eflaust 3 milljónir til viðbótar í þaö minnsta. Sekúndan í auglýs- ingatíma sjónvarpsstööva kost- ar á aö giska 1.500 krónur, hálfr- ar mínútu auglýsing sem væri birt tvisvar á kvöldi í heilan mánuö á hvorri stöð, þýddi að þar eru komnar 5,4 milljónir króna. Annars tel ég að frambjóð- andi ætti aö varast þaö að birta auglýsingar um of. Þaö er auðvelt aö skjóta sig í kaf á þeim vettvangi," sagði Gunnar Steinn. Gunnar Steinn sagöi aö þessu til viðbótar mætti hugsa sér aö kostnaður yröi við bæklinga og blöð, í 70 þúsund eintökum, sem dreifa ætti til allra heimila á landinu. Útgáfa tveggja blaða stuðningsmanna mætti ímynda sér aö kostaði 1,5 milljónir. Bæklingagerö gæti kostað ann- aö eins, ef vel er vandað til bæk- lingsins. Milljón færi án efa í skrifstofuhald, laun og síma miöað viö fimm mánuöi. Þarna er talan komin í 12,9 milljónir króna, án virðisauka- skatts, og kostnaður ekki frá- dráttarbær til skatts fyrir fram- bjóðendur. Þó sagði Gunnar Steinn að ekki væru öll kurl komin til grafar. Ýmis kostnaður til viö- bótar væri ekki kominn í mynd- ina, til dæmis ferðalög og kostn- aður við fundi, flug, gistingu og fleira og fleira. Ámundi Kosningastjórinn Amundi Amundason: Kostnabaráætlun á þab til ab tvö- til fjórfaldast Á m u n d i Ámundason, auglýsinga- stjóri og fyrr- verandi um- boösmaöur er einn sjóaöasti kosningastjóri landsins. „Forseta- framboð held ég aö mundi kosta lágmark 10 milljónir, ef ég á aö skjóta á þaö, ög fyrir þaö gerir frambjóðand- inn sáralítiö. Frambjóðandi þarf húsnæöi í 2-3 mánuði í það minnsta, tvo starfsmenn á laun- um í þann tíma eða lengur. Frá því aö Vigdís var kosin hefur allt breyst og verður frambjóðend- um miklu dýrara. Þegar slagurinn byrjar fer venjulegast allt úr böndunum og áætlunum hættir til aö standast engan veginn. Ef þetta veröur mikill slagur eins og mér finnst allt stefna í, þá veröa menn örvæntingarfullir og hætta að hugsa um kostnaðar- hliðina. Maður hefur séð kostn- aöinn tvöfaldast, jafnvel fjór- faldast á stuttum tíma, þegar svona gerist," sagöi Ámundi Ámundason. Ámundi sagöi aö auglýsinga- stofur mundu án efa reyna aö maka krókinn á forsetakjörinu. Þar mundu án efa tveir menn á stofu annast um einn frambjóö- anda í kannski tvo mánuði. Al- mennileg hönnun og prentun á bæklingi mundi kosta á þriðju milljón króna auk þess sem aug- lýsingagerö kostaöi morö fjár. Ámundi sagðist halda að kosningabarátta R-listans í Reykjavík hefði kostaö um 15 milljónir króna, þó hafi listinn varla þurft ab hreyfa pyngjuna nema síöustu tvo mánuöina, þegar heldur fór aö draga saman meö R-lista og Sjálfstæðisflokki. „Þaö er talað um 110 þúsund kjósendur. Ef þú sendir í pósti eitt bréf til hvers kjósanda, þá kostar buröargjaldið eitt og sér 400 þúsund krónur. Umslögin kosta líka sitt, aö maður tali ekki um þau skilaboð sem sett eru í umslagið. Ég gæti vel ímyndað mér að til þurfi jafnvel þrjú slík bréf til hvers kjósanda til aö koma boðskapnum á framfæri," sagöi Ámundi. Fundir og mannfagn- abir um land allt: Þab sem einu sinni var inni er nú úti Fjöldamargir kostnaöarliðir aðrir verða inni í myndinni í forsetaframboði. Vitaö er aö stjórnmálaflokkar hafa til dæm- is auglýst á flettiskiltum sem er einn nútíma auglýsingamiöill- inn — og fengið 3 milljón króna reikning. Forsetaframbjóðandi þarf að ferðast um landið allt, og þaö kostar sitt í fargjöldum, gist- ingu, fæði og leigu á fundarsöl- um auk bílakostnaöar. Áður fyrr héldu forsetafram- bjóðendur magnaöa fundi í stærstu samkomustöðum lands- ins, íþróttahöllinni í Laugardal, eöa Háskólabíói. En eru slíkir fundir inni í myndinni á tímum uppanna? „Ég hef ekki nokkra trú á að fá hingað fundi af þessu tagi. Frá því 1980 þegar síðast var kosiö um forseta hefur allt breyst. Fjölmiðlar hafa gert svona fundi með frambjóðendum og skemmtikröftum óþarfa," sagði Gunnar Guðmannsson, fram- kvæmdastjóri Laugardalshallar. Hann sagði að höllin stæöi engu að síður frambjóöendum til reiðu, og dagurinn þar kost- aði 127.000 krónur. Við það mætti bæta einhverjum kostn- abi vib að gera höllina fundar- færa. Ása Hreggviðsdóttir í Háskóla- bíói sagði að stóri salurinn, sem tekur 976 manns í sæti kostaði 250-300 þúsund krónur á besta tíma vikunnar, t.d. kl. 8 á föstu- dagskvöldi. Á mánudags- og miðvikudagskvöldum væri sal- urinn leigður á lægra gjaldi. - JBP 'mmmm: mSIh«$ braoiega geta gestir Kaffileikhússins tekib þátt ígrískri veislu þar sem kynnt verSa tónlist og Ijób Mikis Þeodorakis á dagskrá sem nefnist Vegurinn er vonargrœnn. Þegar vertarnir hafa mettab gesti á grískan máta tekur Zorbahópurínn vib en hann skipa Sif Ragnhildardóttir, söngkona, Eyrún Ólafsdóttir, kórstjórí Táknmálskórsins sem mun túlka og „syngja" á táknmáli, jóhann Krístinsson, píanóleikarí og Þórbur Árnason, sem leikur á gítar og bouzouki. Sigurbur A. Magnússon, ríthöfundur og libsmabur Zorba-hópsins, mun frceba gesti um litríkan ceviferil Þeodorakis. -LÓA Ríkisendurskoöun: Breytt starfskjör skiluöu sumum starfsmönnum Reykjalundar 33% launahœkkunum: Einkapraxís afar óæskilegur í vinnutíma á sjúkrastofnun „Vakin var athygli á breyting- um sem gerðar voru á starfs- kjörum nokkurra starfshópa sem hafði í för með sér allt að 33,5% aukningu á launagreiðsl- um til þeirra. í tengslum við þessar breytingar var m.a. sam- ið um að sjúkraþjálfarar fengju að sinna utanspítalasjúklingum í vinnutíma sínum. Bent var á að afar óæskilegt væri að starfs- mönnum væri heimilað aö sinna eigin sjúklingum í vinnu- tíma hjá stofnuninni", segir Ríkisendurskoðun m.a. í um- fjöllun um Vinnuheimili SÍBS á Reykjalundi. I endurskoðunarskýrslu fyrir 1994 var vakin áthygli á fjárhags- vanda stofnunarinnar. Rekstrar- halli nam 38 milljónum á árinu, en hann var 1,9 milljón árið ábur og 14 milljónir 1992. í athuga- semduin kemur m.a. fram ab starfsmenn greiða hvorki göngu- deildargjöld við komu til rann- sókna, í sjúkraþjálfun né á heilsu- gæslustöð, heldur tekur stofnun- in á sig þessi gjöld. Tekjutap stofnunarinnar vegna þessa segir Ríkisendurskoðun hafa numið um 800.000 kr. árið 1994, sem þar meö er einskonar launaupp- bót til starfsmanna. Sömuleiðis kemur fram ab Reykjalundur er ein þeirra sjúkra- stofnana sem ekki hefur notað stimpilklukku til þessa. Ríkisend- urskobun leggur til að stimpil- klukkukerfi verið tekið upp fyrir alla starfsmenn og það tengt viö launakerfið. Einnig var bent á að skila þyrfti farseðlum vegna ferðalaga á veg- um stofnunarinnar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.