Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 6
Tri>Tf|-fr awHHCT Mi&vikudagur 17. janúar 1996 6 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Ógreiddar lífeyr- ishækkanir Bæjarráöi í Vestmannaeyj- um hefur verið tilkynnt ab bæjarsjóði og rikissjóði verði stefnt vegna ógreiddra lífeyris- hækkana fyrrum starfsmanna Sjúkrasamlags Vestmanna- eyja. Hefur bæjarritara verið falið að kanna réttarstöðu Vestmannaeyjabæjar í þessu máli. Koparklukka frá miböldum fundin í landi Narfastaða í Reykja- dal er fundin merkileg kopar- klukka frá miðöldum. Klukk- an er lítil, svokölluð hand- bjalla, og er taliö að hún hafi verið látin hanga uppi og not- uð sem kirkjuklukka eða við bænhús. Engar heimildir eru um bænhús við Narfastaði, en vitað er að slíkt hús var við næsta bæ, Daðastaöi. Það var í sumar að klukkan fannst, en Ingi Tryggvason var þá að jafna kant vestan við gamalt hús að Narfastöð- um. „Það er ágætur hljómur í klukkunni," segir Ingi, „en kólfinn vantar. Klukkan er mikið slitin að innan og það sést að hún hefur verið hengd upp og mikið notuð. Hún er þung og efnismikil, miðað við stærð. Greinilegt er að klukk- an hefur legib í mýri og hluti hennar upp úr, því að á henni er rönd sem um það ber vitni." Klukkan er nú komin í Þjóð- minjasafnið og segir Þór Magnússon þjóðminjavörður að þar sé til sambærileg klukka, sem fundist hafi við Öngulsstaði í Eyjafirði. Merkilegt þykir að klukkan skuii hafa varðveist, en ekki verið brædd upp, þar sem klukkur vildu brotna og alltaf vantaði smíðaefni fyrr á tíð. Hérabsnefnd Eyjaf jarbar vill jöfnub í atvinnu- uppbyggingu Á vetrarfundi sínum sam- þykkti Hérabsnefnd Eyjafjarð- ar ályktun þar sem lýst er ánægju með að samningar hafi tekist um stækkun álvers- ins í Straumsvík, um leið og lögð er áhersla á að í samn- ingaviðræöum vib erlenda fjárfesta verði kostum allra landshluta haldið fram. Minnir fundurinn í því sam- bandi á undirbúning vegna orkufreks iönaðar í Eyjafirði og víðar á landsbyggðinni. Fundurinn taldi að í kjölfar samninganna í Straumsvík verði ríkisvaldið að gæta þess að jöfnuður verði í atvinnu- uppbyggingu á landinu öllu og skoraði á ríkisstjórn og Al- þingi að endurskoða fjárveit- ingar til opinberra fram- kvæmda með tilliti til þess. Tjóniö minna en talib var Árni Bjarnason, skipstjóri á Akureyrinni sem fékk á sig brotsjó í Víkurálnum um dag- inn, segir að tjónið á togaran- um sé mun minna en talið var í fyrstu. „Það þurfti að skipta út litlum hluta af tækjunum í brúnni og sum tækin, sem tekin verða í land, verða kannski fullgób aftur," segir Árni. Þegar óhappið varð, var Ak- ureyrin nýkomin á miðin og hafði fengiö níu tonn af grá- lúðu í fyrsta holi og var með annaö í togi. Skipin, sem nú eru stödd á Hampiðjutorginu í Víkurál, eru að fá tonn af grálúðu eftir fimm til sex tíma hol. Gott verð fæst fyrir grálúðu og því þarf veiðin ekki að vera ýkja mikil til að réttlæta úthaldið. Ný völva spáir betri tíb Spá völvu, sem ekki hefur komið fram í fjölmiðlum fyrr, er birt í blaðinu. Völvan spáir landsmönnum að mörgu leyti batnandi tíð og telur að vegna aukinna þjóbartekna verði knúiö fast á um hækkun launa. Austra-völvan segir að viljasterkur maður stjórni fjár- málum þjóðarinnar meb óbil- andi hugrekki og festu, og njóti þar liðsinnis dökkhærðr- ar konu. Völvan þykist sjá aö ekkert verbi gert í því að lagfæra fjár- hagsvanda heimila og fjöi- skyldna í landinu, og segir að það verði ekki fyrr en á árinu 1997 aö rætast fari úr efna- hagsvanda þjóðarinnar. Sunnubergib til Vopnafjaröar ÉIÉÉ FnÉTTnninn m SELFOSSI Hérabsdómur í „stóra sumarbú- stabarmálinu,/ kvebur á um sekt og brottnám geymslu Vítaverður dráttur á rekstri málsins hjá embætti ríkissak- sóknara, svo og það að ósannað er að byggingafulltrúi hafi gefið fyrirmæli um brottnám annarra bygginga en geymsluhúsnæðis, valda því að eigendur risavaxins sumarbústabar í landi Kárastaða í Þingvallasveit þurfa aðeins að hlíta því að lítil geymsla á lóö- inni verði fjarlægð, auk þess aö greiða 300 þúsund króna sekt. Jón Ragnar Þorsteinsson, dómari vib Héraðsdóm Suöur- lands, kvað upp dóminn, en í dómsorði segir: „Með játningu ákærða þykir sannað að hann hafi reist sum- arbústaðinn án þess að leyfi yf- irvalda lægi fyrir. Ákærða mátti þó vera ljóst að hann þurfti aö afla samþykkis byggingaryfir- valda Þingvallahrepps og Þing- vallanefndar áður en hann hóf byggingaframkvæmdir, enda var það gert að skilyrði í lóðar- leigusamningi og Iögum um friðun Þingvalla, sem og bygg- ingarlögum." Rökstubningur dómara fyrir að dæma ekki eftir þessum málsatvikum er sá að þetta mál hafi verið að velkjast í kerfinu í fjögur ár, þar af fjögur og hálft ár hjá ríkissaksóknara. „Sá dráttur, sem varð á r.ekstri máls- ins hjá ríkissaksóknara og ekki hefur veriö skýrður við meðferð málsins, er vítaverður. Hann brýtur í bága við 1. mgr. 138. gr. þágildandi laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Þá er hann einnig í andstöðu við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi á íslandi, sbr. lög nr. 62/1994." Sunnubergið GK-199 hefur verib keypt til Vopnafjarðar. Um kaupin hefur verib stofn- aö einkahlutafélagið Bjarnarey þar sem Vopnafjarðarhreppur og Tangi hf. eiga hvor um sig helming hlutafjár. Sunnuberg er nótaskip, smíðað 1966, og gekk á sínum tíma undir nafninu Gísli Árni. Maöur ársins á Suöurnesjum Helguvíkurmjöl hefur þegar tekib í notkun lobnuflokkunarstöb. Var Hákon ÞH fyrsta lobnuskipib sem lagbist ab bryggju í Helguvík og landabi lobnu í stöbina. Víkurfréttir í Keflavík völdu mann ársins 1995 á Suburnesjum. Sá er Þorsteinn Erlingsson, sem í bókstaflegri merkingu er á kafi í fiski. Hann hefur látib mjög til sín taka í atvinnulífinu á Suburnesjum, var lengi fengsœll lobnuskipstjóri, hefur rekib rœkjuvinnslu og saltfiskverkun ímörg ár, og hefur beitt sér af krafti fyrir byggingu fiskimjölsverksmibju í Helguvík. Sá draumur hans rœttist á árinu sem leib, en þá ákvab SR-mjöl ab reisa slíka verksmibju og er henni œtlab ab framleiba hágæbamjöl til útflutnings. Er ekki ab efa ab þeir Suburnesjamenn hyggja gott til glóbarinnar, því ab verksmibjan er vís til ab verba mikil lyfti- stöng fyrir atvinnulíf í byggbarlaginu. Beinar siglingar Eimskips frá ísafiröi, Akureyri og Eskifiröi til Evrópu: Þjónustumi&stöð á Austurlandi Eimskip hefur beinar siglingar frá ísafirði, Akureyri og Eskifirbi til erlendra hafna síbar í þessum mánubi, en þá kemur til fram- kvæmda fyrri hluti nýs siglinga- kerfis félagsins. Nýja kerfib mib- ar ab því ab auka þjónustu vib vibskiptavini Eimskips og efla samkeppnisstöbu meb aukinni flutningsgetu, meiri tíbni og styttri flutningstíma, samkvæmt frétt frá fyrirtækinu. I tengslum vib þessar breytingar opnar Eim- skip þjónustumibstöb á Austur- landi meb absetur á Eskifirbi. Nýja kerfib tekur gildi næsta þriðjudag, 23. janúar, með við- komu Reykjafoss á ísafirði. Skipið veröur á Akureyri miövikudaginn 24. janúar og daginn eftir, fimmtu- daginn 25. janúar, á Eskifirði. Það- an verður siglt til Færeyja, Imming- ham og Rotterdam. Með tilkomu þessarar siglingaleiðar, Strandleið- ar, opnast nýir möguleikar til út- flutnings af landsbyggðinni. ísa- fjörður, Akureyri og Eskifjörður veröa útflutningshafnir með bein- an aðgang að helstu mörkubum Evrópu. Reykjafoss og systurskipið Skóga- foss munu annast vikulegar sigl- ingar á Strandleið. Þó mun leigu- skipið Altona sigla fyrir Skógafoss fram í mars. Múlafoss mun áfram annast vikulegar strandsiglingar, en viðkomudagar breytast til sam- ræmis við Strandleið. Siglingar annarra skipa til Evrópu verða óbreyttar fram á mitt ár, þegar seinni hluti hins nýja siglingakerfis tekur gildi. Brúarfoss og Laxfoss sjá áfram um flutninga til Imming- ham, Rotterdam og Hainborgar og Bakkafoss og Dettifoss sigla til Fær- eyja og Norðurlandanna. -BÞ i v- • ~ 'YÍHpyB WmMM. W , <í Stjórnendur fyrirtœkja fjölmenntu á fund, sem ibnabar- og vibskiptaráb- herra stób fyrir í Borgarnesi á dögunum. Tímamynd tþ, Borgamesi Fundaherferö iönaöar- og viöskiptaráöherra. Finnur Ingólfsson: Mikil þörf fyrir upplýsingar Finnur Ingólfsson, ibnabar- og vibskiptarábherra, hefur undan- farna daga verib ab fara sína fyrstu yfirreib um landib síban hann tók vib embætti. Bæbi er um ab ræba fundahöld og heim- sóknir í fyrirtæki og var rábherr- ann á ferbinni í Borgarnesi á dög- unum. „Þetta er kynningarfundur fyrir stjórnendur fyrirtækja og þá þótti mér rétt ab heimsækja fyrir- tækin á sama tíma, ibnfyrirtækin, og kynna mér hvab væri ab ger- ast," sagbi Finnur. Viðbrögðin við fundunum hafa verið mjög góð, að sögn ráðherra, og jafnvel betri en hann bjóst við. Það segir hann sýna fram á þörfina fyrir þessa fundi og áhuga íslenskra stjórnenda á að afla sér upplýsinga um möguleikana sem bjóðast vegna EES-samningsins. Tilgangur fundanna er tvíþættur: „Fyrst og fremst er verið að kynna stjórnendum fyrirtækja og ákveðnu starfsfólki fyrirtækja þau tækifæri, sem eru í EES-samningn- um á grundvelli þessarar skýrslu sem er þarna samantekin. Og svo þetta verkefni sem við erum í og köllum Átak til atvinnusköpunar," segir Finnur. Skýrslan, sem vísað er til, kom nýlega út og kallast „Evr- ópuverkefni á sviði lítilla og mebal- stórra fyrirtækja". TÞ, Borgamesi Fjármálaráöuneytiö: Uttekt á stöðu kynjanna Starfshópur fjármálarábuneytis um jafnréttismál skilabi fyrir skemmstu fjármálarábherra greinargerb um hvort mismunur sé á launamyndun, starfsframa, endurmenntun og fleiru milli kynja hjá fjármálarábuneyti og undirstofnunum þess. Ákvöröun fjármálaráöherra um skipun starfshóps um þennan málaflokk og sú vinna, sem starfs- hópurinn hefur unnib, er ab mati Jafnréttisrábs mjög mikilvæg. Jafn- framt mun þetta vera í fyrsta skipti sem ráðherra lætur vinna úttekt á stööu kynja innan síns starfssviös. Jafnréttisráð lýsir yfir ánægju sinni með þetta frumkvæði fjármálaráð- herra. Jafnframt hvetur ráðiö til þess að aðrir ráðherrar og ráðu- neyti og fyrirtæki á hinum al- menna vinnumarkabi taki sér þetta framtak til fyrirmyndar og láti gera sambærilega úttekt og setji fram tillögur til úrbóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.