Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 8
fflítttÍWVl Mibvikudagur 17. janúar 1996
Króatískir hermenn ráöast til atlögu (hér í Vestur-Slavóníu): talaö um „kerfisbundin morö" í Krajina.
Síbustu Serbamir í Krajina
Tudjman Króatíuforseti (t.h., meö Izetbegovic, forseta Sarajevostjórnar, og Christopher, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna): vestrœnum ráöamönnum o.fl. mun hafa fundist þjóöarhreinsun Króata í Krajina
„einfaida máliö".
■ y'
Nokkur þúsund
Serbar eru enn eftir í
Krajina, aöallega
gamalt fólk og sjúkt
sem ekki gat flúiö
undan sókn Króata í
ágúst
jóöarhreinsanir hafa
verib drjúgur li&ur í
stríbinu í fyrrverandi
Júgóslavíu, sem nú er
kannski afstaöið, og stund-
abar af öllum stríösaöilum.
Af þeim hefur þesskonar
„hreinsun" í Krajina líklega
vakiö mesta athygli.
Ástæöa til þess er aö líkind-
um ab sú „hreinsun" var fram-
kvæmd í einkar skjótri svipan,
á fáeinum dögum í ágústbyrj-
un. Önnur ástæöa er aö þarna
leið undir lok sérstætt samfélag
með langa sögu að baki, samfé-
lag sem hafði í aldaraðir veriö
sérstök heild pólitískt séö aö
vissu marki og lengi haft sér-
réttindi og einskonar sjálf-
stjórn. Þaö má því meö nokkr-
um rétti kalla Krajina- Serba
þjóð sér. í Bosníu hafa múslím-
ar, Króatar og Serbar flúið í
hundruöþúsundatali hverjir
undan öörum, Serbar undan
Króötum frá Króatíu og Króatar
undan Serbum frá Austur-Slav-
óníu. En serbneski þjóðernism-
innihlutinn í Króatíu utan
Krajina var ekki samstæö heild
með hliðstæöa sögu aö baki og
Krajina- Serbar og þrátt fyrir
allar þjóðarhreinsanirnar í Bo-
sníu er hún áfram byggð músl-
ímum, Serbum og Króötum.
Allir sem vettlingi
gátu valdib
Nær allir Krajina-Serbar sem
vettlingi gátu valdiö — svo aö
segja — flýöu í ágústbyrjun til
Bosníu og Serbíu undan sókn
Króata, sem nefnd var Aðgerð
Stormur. Eftir varð aðallega
gamalt fólk og veikt, sem sjálft
var ékki fært um að flýja og átti
ekki kost á aðstoð til þess. Af
þessu fólki eru nú um 4000-
9000 manneskjur eftir í landi
feðra sinna — síðustu Serbarn-
ir í Krajina.
Því er haldið fram, m.a. haft
eftir króatískri heimild í
danska blaðinu Information,
að frá ágúst til október hafi átt
sér staö í Krajina „kerfisbundin
morö" á Serbum sem orðið
höfðu eftir. Þau morð frömdu
Króatar — hermenn, lögreglu-
menn í sérsveitum innanríkis-
ráðuneytis Króatíu, óbreyttir
borgarar. Enginn veit líklega
með vissu hve mörg þessi
morð urðu, en Helsinki Watch,
króatísk mannréttindastofnun,
segist í því samhengi vita um
715 nýjar grafir, nafnlausar, í
Krajina. Þar að auki megi búast
við að sumir hinna drepnu
hafi verið jarðaðir í fjöldagröf-
um, ómerktum, og að lík ann-
arra eða grafir hafi ekki fundist.
Króatísk heryfirvöld hafa
stundum haldið því fram að
þeir drepnu hafi verið hryðju-
verkamenn. Því héldu yfirvöld
þessi fram um fimm manneskj-
ur, sem myrtar voru í þorpinu
Grubori 26. ágúst. En þrjár af
þessum manneskjum voru 65
ára og eldri, þar á meðal níræð
kona sem var brennd inni.
Rétt er að taka fram að ýmsir
króatískir aðilar, t.d. Helsinki
Watch, króatíski Rauöi kross-
inn og einstaklingar, hafa for-
dæmt hryðjuverk þessi og/eða
leitast við að hjálpa serbneska
fólkinu sem varð eftir og margt
er ósjálfbjarga sökum aldurs og
veikinda.
„Svi&nar, glugga-
lausar rústir"
„Þorp eftir þorp hefur verið
brennt til grunna, húsin eru
sviðnar, gluggalausar rústir,
umhverfis þau akurskikar með
löngu þornuðum maísplönt-
um, hrúgur af innanhússmun-
um sem enginn hefur viljað
taka til handargagns, brennd
flök af bílum í skurðum eða á
ökrunum." Þannig lýsir dansk-
ur blaðamaður aðkomunni í
Krajina og eitthvaö þessu lík er
hún einnig í Knin, höfuðstaö
svæðisins. Króatar, hermenn
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
og óbreyttir borgarar, hafa hirt
úr húsum Serba það sem þeim
leist á þar og lagt síðan eld í
húsin, til að tryggja að flótta-
fólkið sneri ekki aftur.
Gamla fólkið, sem enn er eft-
ir, er sumt á víð og dreif í þorp-
um, sem erfitt er að komast til
frá því að mikill snjór féll á
svæðið, sem er fjöllótt og víða
erfitt yfirferðar, í desember. í
mörgum þorpum eru þetta
þrjár, tvær eða jafnvel ein
manneskja. „Mörg þeirra eru
yfir áttrætt," hefur Informati-
on eftir Dmitri Todorovic, Kró-
ata sem starfar hjá bresku
hjálparstofnuninni Oxfam.
„Sum þeirra vita varla hvað
hefur gerst. Flest eru veik og fá
ekki lyf og læknishjálp, nema
því aðeins að við getum látið
þeim þetta í té ... Þau hafa ekki
annað aö lifa af en neyöarhjálp
frá okkur — þegar hún kemst
til þeirra. En vegna veðurs
komumst við nú ekki til sumra
þorpanna."
Ein í þorpi upp til
fjalla
Fulltrúi danska Rauða kross-
ins sagði Information frá 87
ára gamalli konu, sem er alein í
þorpi upp til fjalla. „Hún var
skilin eftir, þegar fjölskyldan
flýði, í rúmi úti í hlöðu,
kannski af ótta við að Króat-
arnir myndu brenna íbúöar-
húsib. Þar liggur hún alein dag
eftir dag, því að öðru leyti er
þorpið alveg yfirgefið. Hún er
blind og getur ekki hreyft sig.
... Þar er ekkert til ab hita upp
með, og rafmagn er ekki heldur
í þorpinu. Hún hefur ekkert
samband við umheiminn
nema þegar við komum til
hennar, einu sinni í viku, gef-
um henni að borða, skiptum á
henni og þvoum henni svolít-
ið."
„Margt af þessu gamla fólki
vill alls ekki flytja. Það hefur
misst fjölskylduna, er einmana
og vill bara deyja," segir áður-
nefndur Todorovic.
Þótt dregið hafi nú úr dráp-
unum í Krajina, má ætla aö síð-
ustu Serbunum þar verði ekki
langs lífs auðið úr þessu, af ald-
urs sökum og veikinda og
slæmra kringumstæðna. Fyrir
utan mat frá hjálparstofnun-
um hafa þeir Iítib ab nærast á,
vegna þess ab uppskeran fór
forgörðum af völdum hernað-
arins og fólksflóttans. Króatísk
yfirvöld eru óliðleg við hjálpar-
stofnanir, sem reyna að leggja
þessu fólki lið. Enn ber meira á
króatískum hermönnum en
óbreyttum borgurum af sömu
þjóð í Knin og víðar í Krajina,
en sennilega er gert ráð fyrir að
Króatar setjist þar að smám-
saman. Fáum virðist detta í
hug í alvöru ab serbneskir
flóttamenn frá svæðinu þori að
snúa heim, eða aö Króatar leyfi
það.
í vestrænum blöbum bregð-
ur fyrir orðalagi á þá leið, ab
Króatar hafi „leyst vandamál"
með því að þjóðhreinsa Kraj-
ina. Þar sem serbneska þjóðar-
brotið þar, sem ekki vildi sætta
sig við króatísk yfirráð, sé úr
sögunni, sé Króatía nú orðin
einsleit þjóðernislega séö og
þar með tryggöur stöðugleiki í
króatískum innanlandsstjórn-
málum. Vestrænir rábamenn
hafa ekki fordæmt þjóðar-
hreinsunina í Krajina nema
vægt. Eigi að síður stritast
sömu menn við að viöhalda
Bosníu sem fjölþjóðlegu ríki,
enda þótt líklegast sé að það sé
þvert gegn vilja meirihluta
íbúa þar.
■