Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 5
Miövikudagur 17. janúar 1996
5
Áslaug Brynjólfsdóttir:
„Eitt bros getur dimmu
í dagsljós breytt"
Þessi ljóðlína úr „Einræð-
um Starkaðar" eftir Einar
Benediktsson skáld kem-
ur upp í hugann við lestur
hinnar ágætu bókar „Lengi
muna börnin", sem gefin er út
af átakinu „Stöðvum ung-
lingadrykkju". Um þessar
mundir er þessi bók að berast
með skólabörnum inn á u.þ.b.
30 þúsund heimili á landinu
öllu. Hér er á ferðinni óvenju-
leg bók, einstök aflestrar, ráða-
góð og rökföst. Hún er frábær
hugvekja og góð „biblía" fyrir
foreldra um samskipti og upp-
eldi barna þeirra. Ég vil því
leyfa mér að hvetja alla for-
eldra til að lesa hana og gaum-
gæfa vel þá kafla, sem sérstak-
lega eru merktir „Til umhugs-
unar".
„Uppeldi barna er heillandi
verkefni," segir framkvæmda-
stjóri átaksins „Stöðvum ung-
lingadrykkju" í formála bókar-
innar, og er ég honum inni-
lega sammála. Ekkert veitir
foreldrum meiri hanringju en
þegar vel tekst til með uppeldi
barna þeirra, og sams konar
tilfinningu fá kennarar og aðr-
ir sem koma að uppeldi barna.
Það er mjög mikilvægt að með
þessum aðilum, sem eru sann-
kallaðir samherjar í uppeldi
æskunnar, takist gott samstarf
og ab öll samskipti þeirra séu
sem mest og best.
Það er hins vegar eitthvert
hið dapurlegasta senr fyrir for-
eldra getur komið og alla sem
annast uppeldi barna og ung-
menna, ef þau fara út af spor-
inu og verða jafnvel óþekkjan-
legir einstaklingar.
Yndislega barnið, sem fékk
góðar gáfur í vöggugjöf og all-
ir fögnuðu þegar það kom í
heiminn, getur á stuttum tíma
orðið nánast óviðrábanlegt,
þegar það fer að stálpast. Hvað
veldur? Þessari spurningu
þurfa allir foreldrar sífellt að
vera að velta fyrir sér og vera
stöbugt á verði. Uppeldi er
ekki einfalt mál. Þegar hegð-
unarvandamál koma upp, get-
ur stundum verið um líkam-
legar ástæbur að ræba, en oftar
eru þó ástæðurnar félagslegar
og/eða tilfinningalegar. Ein-
hvers staðar hefur átt sér stað
misgengi, sem síðan getur
hlaðið utan á sig og magnast í
barnssálinni eða hjá viðkvæm-
um unglingi, sem er að ganga í
gegnum sitt mikilvægasta
breytingarskeið í lífinu. Sjálfs-
mat og sjálfsöryggi ungmenn-
isins getur þá mjög auðveld-
lega brenglast. Þá er hættan
mest á aö leitað sé „lausna" í
vímuefnum.
Fyrst er e.t.v. farið rólega af
VETTVANGUR
„Við eigum góðan epíi-
við í œsku þessa lands
og gætum verið auðug-
ust allra þjóða, efvið
legðum alla okkar alúð
við mannrœktina. Það
er erfiðara að greiða
þær skuldir til baka,
sem safnast við van-
rcekslu uppeldis en
nokkrar beinar fjár-
magnsskuldir".
stað með bjórdrykkju, en síð-
an leiðst út í sterkari drykki.
Þeir geta svo leitt til notkunar
enn sterkari vímuefna. í bók-
inni „Lengi muna börnin" er
einmitt komið inn á margar
góðar ábendingar til foreldra
um það hvað hægt er að gera
til ab koma í veg fyrir þróun af
þessu tagi. Þjóðin öll þarf ab
standa saman gegn þessum
versta vágesti og samtakamátt-
Heilbrigbisrábherra, Ingibjörg Pálmadóttir, skobar bók þeirra jóhanns
Inga Gunnarssonar og Sæmundar Hafsteinssonar. Lengst tii vinstri á
myndinni er Valdimar jóhannesson. Timamynd CVA
ur að skapast um það að ekki
sé liðið að börn og unglingar
neyti áfengis.
Við eigum góban efnivib í
æsku þessa lands og gætum
verið auðugust allra þjóba, ef
við legöum alla okkar alúð við
mannræktina. Það er erfiðara
að greiða þær skuldir til baka,
sem safnast við vánrækslu
uppeldis en nokkrar beinar
fjármagnsskuldir.
Ab lokum vil ég þakka höf-
undum bókarinnar, þeim Sæ-
mundi Hafsteinssyni og Jó-
hanni Inga Gunnarssyni sál-
fræðingum, og öllum þeim
sem stóðu að þessu átaki, ekki
hvað síst framkvæmdastjóra
þess, Valdimar Jóhannessyni.
Ég vona að verk þeirra eigi eft-
ir að hafa mikil áhrif, falla í
góðan jarðveg og skila góðri
uppskeru.
Hugleibum öll við og við eft-
irfarandi ljóðlínur Einars
Benediktssonar, sem segja svo
ótrúlega margt sem skiptir
máli í samskiptum okkar við
ómótuð og viðkvæm börn og
unglinga:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig lieillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nœrveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brást
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Höfundur er fræöslustjóri Reykjavíkur-
umdæmis.
Verkefni fyrir dannebrogsmanninn
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar 11. janúar
tókust með allra besta móti í
þetta sinn, ekki síst fyrir tilstilli
hins spræka og ágæta danska
einsöngvara. Sá heitir Guido
Paévatalu og er fastráðinn bari-
tónsöngvari við Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn.
Fyrir utan sönginn fæst Paévat-
alu við leiklist og grín, og þessa
síðastnefndu kunnáttu sína
nýtti hann óspart á tónleikun-
um til að koma öllum í gott
skap. Ekki hitti það nú allt í
mark vegna þess að margir
skildu sýnilega ekki dönskuna,
sem hann þó talaði mjög vel.
Það sást best af því, að undir
lokin hafði Paévatalu orb á því
að mikill væri kvennablóminn í
sinfóníuhljómsveit íslendinga,
og bað stúlkurnar að standa
upp. Þá stóðu bara sumar upp,
en aö auki margir karlspilarar,
og höfðu greinilega ekki skilið
orð af því sem Danskurinn
sagbi. Flestir íslendinganna eru
þó með margra ára dönskunám
að baki, enda sýnir þetta að nýi
dannebrogsmað-
urinn okkar, Ólaf-
ur G. Einarsson Al-
þingisforseti, verð-
ur að taka á hon-
stóra
um stora smum í
dönskukennslumálunum. Það
er nefnilega ekki vansalaust að
eyða öllum þessum tíma í
dönskunám ef árangurinn er
jafnrýr og raun ber vitni, sér-
staklega þar sem íslendingar
hafa þá sérstöbu að vera eina
þjóðin í heiminum sem lærir
dönsku sem fyrsta erlenda
tungumálanám sitt. Hins vegar
er skemmtilegt að þessi prýði-
legi söngvari og ágæti stórdani
skyldi sýna okkur þann sóma að
tala dönsku við okkur í staðinn
fyrir hið eilífa enskustagl sem
flestir bjóða okkur, enda þótt
Norðurlandabúar telji íslend-
__________________ inga víst vera
11 „let amerikanis-
I UIMLlJ I erede" svo ekki
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON sé meira sagt.
........ En Paévatalu
lét sér ekki nægja að segja
brandara á dönsku, heldur söng
hann flestar aríurnar á dönsku
líka, og í þeim fáu sem hann
söng á þýsku studdist hann við
texta. Það er til marks um langa
óperu- og óperettuhefð Dana,
að allar helstu óperur eru til á
dönsku og sennilega fluttar oft-
ast þannig. Breytingin er að vísu
fremur óveruleg frá þýskunni,
enda hefur Nóbelsskáldið víst
sagt að danskan sé ekkert annað
en lágþýsk mállýska.
Eftir fjörlega fluttan forleik-
inn að Brúðkaupi Fígarós söng
Paévatalu sem sagt aríu Papa-
genós „En fuglefanger er jeg
nok" (Ein Vogelfanger bin ich
ja) og spilaði sjálfur á panflaut-
una með meiri tilþrifum en
kunnáttu. Svo fylgdi hvað öðru,
valsar, polkar og óperettuaríur,
undir fjörlegri en látlausri stjórn
Romans Zeilinger, sem átti sinn
góða þátt í því hve skemmtileg-
ir tónleikarnir voru.
Vínartónleikarnir eru með
vinsælustu atriðum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar — nú voru
þeir endurteknir tvisvar og sög-
ur herma að þegar sé farið ab
panta miða fyrir næsta ár!
Fiskveibistefna EB fram á níunda áratuginn
í öndverðu var það sjónarmið
að baki hinnar sameiginlegu
landbúnaðarstefnu EB, að aðild-
arlönd þess yrðu sjálfu sér nóg
um búvörur. Og í fyrstu réðst
líka mótun stefnu þess í fisk-
veiðum af því stefnumibi. í
reglugerð 2908/83, 11. grein,
var kveðið á um, að vib lánveit-
ingar úr Uppbyggingarsjóði
(Structural Fund) ÉB skyldu við
umfjöllun forgangs njóta um-
sóknir um lán til smíði nýrra
fiskiskipa; fiskiskipa í stað skipa
eldri en 12 ára; og fiskiskipa í
strandhéruöum, sem löngum
höföu haft fiskveiðar að megin-
atvinnuvegi.
Vib mótun fiskveiðistefnu EB
á áttunda áratugnum sagði ekki
til ótta við ofveiði. Og raunar
var þab ekki fyrr en 1978, að
fiskifræðingar voru hafðir til
ráðgjafar hjá því. Og á áttunda
og níunda áratugnum óx fisk-
veiðifloti EB ört, úr 794.000
tonnum 1970 upp í 1.618.519
tonn 1987. Þrátt fyrir þessa
stækkun flotans tók að draga úr
afla um miðjan níunda áratug-
inn. Rétt áður, 1983, hafði verið
farið að taka tillit til stærðar
fiskstofna við mótun fiskveiði-
stefnu EB (að multi-annual gu-
idance programmes, MAGP).
Og var aflageta flota fiskiskipa
metin eftir stærð og vélarafli, en
ekki tekið tillit til venjubundins
úthalds né veiðarfæra. Settum
aflaviðmiðunum hlíttu abeins
Frakkland og Vestur-Þýskaland
fram til 1986. Við setningu afla-
viðmiðana fyrir næsta árabil,
1987-91, varð ekki framhjá of-
veiði horft, einkum í Norðursjó,
þar sem mjög hafði gengiö á
stofn þorsks og ýsu, og vestan
Skotlands. Stærðarmörk fiski-
EFNAHAGSLÍFIÐ
flotans voru þó aðeins lítillega
nibur færð fyrir árabil þetta,
tonnafjöldi um 3%, vélaráfl um
2%. Þegar til kom, vantaði 11%
eða meira á, að Belgía, Bretland,
Grikkland og Holland fylgdu
þessum fyrirmælum.
Þegar kom aö setningu afla-
viðmiöana fyrir árabilið 1992-
96, reyndi framkvæmdastjórn
EB að telja aðildarlöndin á veru-
lega minnkun fiskveiðiflotans,
um 30% að hermt er. Gegn því
lögðust Frakkland og írland al-
farið. Og í fyrstu tókst aðeins ab
setja aflaviðmiðun fyrir 1992. í
lok þess árs tókst þó samkomu-
lag um allnokkra smækkun
veiðiflotans, togskipa meö
botntroll um 20% og þeirra,
sem bótnfisk veiddu, um 15%,
en ekki annarra veiðiskipa. Og
um smækkunina var fyrirvari: I
öðru, svo sem fækkun úthalds-
daga, gat hún falist að 45
hundraðshlutum. Þótt tilskilin
smækkun væri lagaleg kvöð á
aðildarlöndum, hafði fram-
kvæmdastjórnin ekki önnur ráð
henni til framfylgdar en styrk-
veitingar og synjanir. Um leið
og framkvæmdastjórnin kvað á
um smækkun veiðiflotans, fór
hún að leggja áherslu á auknar
úthafsveiðar og fiskirannsóknir.
Um fisksölu í Evrópusam-
bandinu, ESB (áður Efnahags-
bandalagi Evrópu, EB), gildir
reglugerð 3759/92. Sett eru við-
mibunarverð, dregin af aflasölu
á undanfarandi þremur árum.
Ef markaðsverð fellur niður í
70-90% af vibmibunarverði,
getur komið til brotttöku fisks
af markaöi. Til brotttöku er
greiddur styrkur, stiglækkandi
eftir magni, hæstur 85%. En
þrátt fyrir stækkun fiskveiði-
flota EB (ESB) hefur innflutn-
ingur þess af fiski aukist, úr 703
þúsund tonnum 1984 í 1709
þúsund tonn 1990, þ.e. úr ecu
2,28 milljörðum í ecu 5,23
milljarða.
Segja má, að út á við hafi EB
ekki tekið upp virka fiskveiði-
stefnu fyrr en 1977, eftir að
þriðja hafréttarráðstefna S.Þ.
löghelgaði 200 mílna fiskveiði-
lögsögu, sem gildi tók í upphafi
þess árs. Um leið tók EB.um fisk-
veiöimál að semja út á við fyrir
hönd aðildarlanda. í ársbyrjun
1994 hafði ESB (EB) gert samn-
inga við 27 ríki, 19 þeirra í Afr-
íku. Þeim samningum fylgdu
útgjöld, sem 1983-90 námu um
29% framlaga þess til fiskveiða.