Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. janúar 1996 Bratsif* 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND A EFTIR BOLTA KEMUR BARN... "BORCIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERÐINNI" JC VÍK öéo Franskur biskup sem páfi rak hefur fundiö sér hýtt biskupsdœmi: Fyrsti biskupinn á Internetinu Jacques Gaillot, franskur biskup sem páfinn vék úr embætti vegna frjálslyndra skoðana — og úthlutaði honum síðan biskups- dæmi í Sahara-eyðimörkinni, sem er raunar ekki lerigur til — hefur nú fundið sér nýtt biskups- dæmi, ef svo má að orði komast. Hann er fyrsti biskupinn sem haslar sér völl á Internetinu. Gaillot, sem er sextugur að aldri, hefur lengi veriö þyrnir í augum kaþólskra sem ekki vilja sjá miklar breytingar í kirkjunni. Páfinn rak Gaillot, sem verið haföi biskup í bænum Evreux í Normandí, vegna þess að hann hafði m.a. hvatt til þess að fólk notaði smokka til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu al- næmis, auk þess sem hann vildi leyfa prestum að giftast og hvatti fólk til þess að sýna samkyn- hneigðum meira umburðarlyndi. Hefur hann hlotið viðurnefnið „rauði klerkurinn" af þessum sök- um. Nú, einu ári eftir að páfinn vék honum úr embætti, er hann tekinn til við að prédika á Internetinu. „Að komast inn á Internetið er fyr- ir mig draumur, draumur um barn sem gengur eftir ströndinni í sand- fjöru og horfir út á hafið," segir Ga- illot. „Því finnst þaö vera eitt sins liðs og veikburða gagnvart gríðar- stóru hafinu. Og skyndilega vex löngun til þess ab komast í sam- band og tala við allt fólkið á jörð- inni sem býr á fjarlægum strönd- um.“ Gaillot opnaði heimasíðu sína nú um helgina. Hún ber nafnib Partenía, og heitir eftir biskups- dæminu í Suður- Alsír sem páfinn úthlutaði honum í refsingarskyni, en Partenía er forn borg í eyði- mörkinni sem hefur verið rústir einar frá því á miðöldum og er nú ab mestu grafin í sand. Netfang hinnar nýju Parteníu er hins vegar „http://www.partenia.fr/". Söfnuður hans á Internetinu gætf órðið mjög stór, allt að tugum milljóna manna um allan heim ef honum tekst að ná athygli þeirra. Gaillot hefur veriö áberandi í fjölmiðlum fyrir baráttu sína fyrir réttindum húsnæðislausra, at- vinnulausra og annarra sem lent hafa út á jabri samfélagsins. Hann segist vonast til þess ab Partenía geti orðið samkomustaður allra. Franska dagblaðib Le Figaro benti þó á að Partenía „sé vett- vangur fyrir þá eina sem eiga tölv- ur, mótöld og áskrift að Internet- inu. Ekki beinlínis fyrir þá sem kallaðir eru utangarðsmenn í sam- félaginu." -CB/Reuter Árásir Rússa á gíslatökumennina í Pervomaískoje halda áfram: / Atökin drag- ast á langinn Rússneskar hersveitir héldu enn uppi skothríö á þorpið Per- vomaískoje í gær, þar sem téténskir skæruliöar voru ásamt gíslum sínum. Um miöj- an dag í gær haföi 26 gíslum veriö sleppt frá því aö árás Rússa hófst á mánudagsmorg- un. Oljóst var um örlög hinna gíslanna. í gær tóku téténskir skæruliöar svo aðra 30 gísla í Téténíu, sem gæti orðið til þess að flækja mál- ið enn frekar. Gíslarnir voru teknir rétt utan við höfuðborg- ina, Grosní, en að sögn frétta- manna á staðnum eru fæstir nýju gíslanna Téténar. Að sögn rússneska innanríkis- ráöuneytisins hafa um 60 skæru- liðar látið lífið og 15 særst frá því árásin hófst, en Rússar hafa misst fjóra menn og 14 em særðir. Árásir hófust að nýju í gær- morgun, en hlé hafði veriö gert á þeim yfir nóttina. Boris Jeltsín Rússlandsforseti lagði blessun sína á aðgerðirnar, enda er honum umhugað um aö sýna engin veikleikamerki, ekki síst nú þegar nýkosið þing er að koma saman í Moskvu í fyrsta sinn. Hann sagði að aðgerðirnar hefðu verið nauðsynlegar vegna þess að Téténarnir hefðu þegar skotiö nokkra gíslanna og samn- ingaviðræður hefðu engan ár- angur borið. Enn hefur þó engin áreiðanleg staðfesting fengist á því að neinir gíslar hafi verið skotnir. Það kæmi Jeltsín hins vegar illa ef bardagarnir dragast á langinn, enda sagði hann á mánudaginn að hann vonaðist til þess að hægt væri að ljúka málinu fyrir miðnætti. Margir Rússar saka hann um að eiga sök á stríðinu í Téténíu, en þúsundir manna hafa látið þar lífið frá því að Jeltsín sendi herlið inn í landið í desember 1944 til þess að bæla niður sjálf- stæðiskröfur Téténa. -GB/Reuter Neöri deild rússneska þingsins, Dúman, kom saman í gær ífyrsta sinn eftir þingkosningarnar sem fram fóru í síbasta mánubi. Crigorí javlinskí (t.v.), leibtogi jabloko, flokks um- bótasinna á rússneska þinginu, hallar sér yfir cnefndan þingmann til þess ab heyra beturþann bob- skap sem jeltsín forseti hafbi fram ab fœra í gær. Reuter y Forseti Israels ávarpar þýska þjóöþingiö: Segist heyra raddir fortíðarinnar Sá óvenjulegi atburður gerðist í gær að forseti ísraels, Ezer Weiz- man, flutti ávarp á þýska þjóð- þinginu í Bonn, þar sem hann hvatti Þjóðverja til þess aö sýna andstöðu sýna viö nýnasisma hvar sem hann skýtur upp koll- inum. Weizman er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn til Þýskalands. Weizman mælti á Hebresku og sagði að það væri ekki auðvelt fyr- ir hann að heimsækja Þýskaland, þar sem hann segist heyra „raddir æpa upp úr jörðinni" frá fórnar- lömbum helfararinnar. „Sem forseti Ísraelsríkis get ég syrgt þau og minnst þeirra, en ég get ekki fyrirgefiö í þeirra nafni," sagði hann, og átti þá við þær sex miiljónir Gyðinga sem létu lífið í útrýmingarherferð nasista á hendur þeim. „Ég get ekki annað en hvatt ykkur," sagði hann viö þing- menn, „til þess aö horfa til fram- tíöarinnar með þekkingu á fortíð- inni, að þið berið kennsl á það í hvert sinn sem kynþáttahatur er að komast á kreik og kveðiö niður allar minnstu hreyfingar nýnas- ista." Á fyrstu árunum eftir að þýsku ríkin sameinuðust árið 1980 hafa um 30 manns látið lífið af völd- um kynþáttahaturs og nýnasistar hafa einnig vanhelgað Gyðinga- kirkjugarða og tvisvar kveikt í bænahúsum Gyðinga. Weizman endurtók hins vegar ekki viö þetta tækifæri orð sín, sem hann mælti á sunnudaginn, þess efnis að hann skildi ekki hvernig Gyðingar gætu enn búið í Þvskalandi. Þýskir Gyðingar hafa andmælt þessum ummælum og sagt þau koma frá síonista sem hafi takmarkaða þekkingu á Þýskalandi. -GB/Reuter NLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.00 Melvyn Tan, Greta Guðnadóttir og píanóleikari Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikarar ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanska SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (1S\ Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 Jr MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HIJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Arvo Párt: Robert Schumann: Ludwig v. Beethoven: Tabula Rasa Píanókonsert op. 54 Sinfónía nr. 5 D A G S B R 0 NJ Verkamannafélagið Dagsbrún Dagsbrúnarfélagar Miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.00 verður kjörskrá Verkamannafélagsins Dagsbrúnar lokað. Á kjörskrá eru allir þeir sem á félagaskrá voru árib 1995 og skuldlausir vib félagib, allir sem hætt hafa vinnu fyrir aldurs sakir og skuldlausir voru vib félagib og öryrkjar sem voru á fé- lagaskrá þegar þeir hættu vinnu. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.