Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 17. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoidarprentsmi&ja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vandi stóru sjúkrahúsanna Umræður um vanda stóru sjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðjnu halda áfram nú eftir áramót- in, og fréttir berast af að fyrirhugað sé að loka deildum og segja upp fólki til þess að standast markmið fjárlaga. Umræðan tekur á sig ýmsar myndir og í Alþýðublaðinu í gær er fyrirsögn yf- ir þvera forsíðu svohljóðandi: „Sjálfsagt þjóð- hagslega hagkvæmast að nota gasklefa eins og Hitler gerði." Þessi tilvitnun er höfð eftir stjórn- armanni í samtökunum Geðhjálp. Starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík er mjög umfangsmikil og er fjárlög eru skoöuð kemur í ljós að til hennar renna um tæpir ll .milljarðar króna. Framlög hafa farið vaxandi milli ára og er svo enn. Hins vegar hefur verið fjárvöntun til rekstrar spítalanna og fjárveitingar hafa ekki nægt á undanförnum árum. Þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða, sem nauðsynlegt er að nýtist sem allra best. Lokun deilda er ávallt neyðarúrræði, þar sem það þýðir að álag eykst einhvers staðar annars staðar og fastur kostnaður er fyrir hendi. Heilbrigðisrábherra hefur talað fyrir þeirri stefnu að hvetja til samvinnu stóru sjúkrahús- anna í því að ná fram fullri hagkvæmni í rekstri, og er samstarfsnefnd starfandi að þessum mál- um. Það er gríðarlega mikið í húfi að árangur ná- ist, vegna þess að hér er um ákaflega mikilvæga starfsemi að ræba í heilbrigðiskerfi landsmanna, þar sem þessi sjúkrahús eru endastöðvar sem framkvæma flóknustu og dýrustu meðferðirnar. Þeir fjármunir, sem til þeirra eru lagðir, verða því að nýtast sem best. Ef litið er á þessar stofnanir, er um þvílíkan stórrekstur að ræða ab þarna er í mörg horn að líta. Sjúkrahúsin eru risafyrirtæki, hvernig sem á málin er litið. Það hlýtur því að vera stöðugt verkefni stjórnenda þeirra að vinna að sem bestri nýtingu fjármuna 1 öllum greinum. Umræða í blöðum með gífuryrðum um vonda menn í stjórnkerfinu skilar engu jákvæbu inn í heilbrigðiskerfið. Þessi mál eru vibkvæm, um- fangsmikil, flókin, vekja siöferðilegar spurning- ar og kosta mikla fjármuni. Það er skylda allra þeirra, sem koma nálægt þeim, að vinna af ein- lægni að því verkefni að nýta fjármuni sem best fyrir þá sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsanna að halda. Því aðeins verður kerfinu haldib áfram uppi á kostnað samfélagsins. Ohugnanleg tillaga kemur fram Alþýðublaðið birtir þá ótrúlegu frétt í gær, hafða eft- ir Magnúsi nokkrum Þorgrímssyni, sálfræöingi og stjórnarmanni í Geðhjálp, þar sem Magnús þessi mælist til að teknir verði upp gasklefar að hætti Hitlers í ís- lensku heilbrigö- iskerfi. Magnús þessi er að fjalla um þann sparn- aö sem sjúkra- húsin þurfa að takast á við til að stemma stigu við útgjaldaaukn- ingunni. Garri taldi í fyrstu að þessi stjórnarmaður, sem raunar er fyrst og fremst aö fjalla um geðdeildir sjúkrahúsanna, væri meö einhverja aulafyndni eða þá að Alþýðublaðið hefði snúið út úr fyrir mannin- um til þess aö geta notaö nafn Hitlers (sem er ein- hver títtnefndasta persóna í því blaði ásamt Stalín) í fyrirsögn. Tillagan rökstudd En svo virðist þó ekki vera. Alþýðublaðið hefur orðrétt eftir stjórnarmanni Geðhjálpar: „Það er sjálf- sagt þjóðhagslega hagkvæmast að nota bara gasklefa eins og Hitler gerði." Og síðar í fréttinni kemur ná- kvæm útlegging á því hvað stjórnar- maðurinn á við og hvernig hann sér fyrir sér þessa þjóðhagslegu hagkvæmni, sem fylgir gasklefalausn- inni sem hann leggur til að sé tekin upp. Haft er eft- ir Magnúsi: „Lokanir á geðdeildum í fyrra voru mjög slæmar. Mjög margir urðu veikir á þessu tímabili og fólk var alltof oft útskrifað og snemma. Þetta þýðir að fólk fær síður lækningu og hressist síður. Þaö þarf þess vegna að leita sér lækninga aftur og því er ekki um að ræða að þetta sé eitthvað þjóðhagslega hag- kvæmt á nokkurn hátt. Þetta kostar bara meiri þjón- ustu síðar." Þannig rökstyöur þessi sálfræðingur tillögu sína um að taka upp gasklefa að hætti Hitlers, sem vænt- anlega myndu þá geta komiö í veg fyrir að kosta þyrfti upp á „meiri þjónustu síðar". Satt að segja er þessi tillaga Magnúsar Þor- grímssonar afar ógeðfelld og ótrúlegt til þess aö vita að maður í forustu fyrir merkilegum samtökum eins og Geðhjálp skuli leggja til svona nokkuö. Er þetta sjónarmið krata? Það vekur ekki síður athygli að Alþýðublaðið skuli setja málið upp með þessum hætti, því oftast miða uppslættir blaðsins að því að koma pólitískum skila- boðum kratanna á framfæri. Því verður þó ekki trú- að að óreyndu að þessi framsetning þýði að Alþýðu- flokkurinn eða Alþýðublaðið ætli að gera þessar til- lögur Magnúsar að sínum, jafnvel þó kratar séu van- ir að kasta bombum inn í heilbrigðismálaumræð- una. Þvert á móti hljóta menn að gera ráð fyrir að sjálfstætt og óháð fréttamat hafi ráðið þessum efnis- tökum. Heilbrigöismálin eru viðkvæmur málaflokkur og mjög óvarlegt að koma með svo yfirgengilegar og mannfjandsamlegar ofstækishugmyndir eins og fram koma í viötali Alþýðublaðsins. Því hljóta menn að spyrja hvort eðlilega sé að mál- um staðið í faglegri stýringu þeirra málaflokka sem óskað hefur verið eftir sparnaði í, s.s. í heilbrigðis- málum, ef sjónarmiö sem það sem hér hefur verið rætt um eru algeng meðal forustumanna fagfélaga. Garri MjlPLMÍIli TVÖFAIXKI* 1. VINNINGU' I GARRI Flokkur dreginn á asnaeyrunum Forsetaefni skjóta nú upp kollinum hvert af öðru og er mannvalið mikið og glæsilegt. Margir eru að gera upp hug sinn og bíða liðs- safnaöar. Brátt er von á skoðanakönnunum og upp úr því fara fram- boðsmálin að taka á sig sköpulag. Nokkrir út- valdir sjá að þeir geta haldið áfram og þeir sem ekki komast í und- anúrslit draga sig í hlé og hætta hvorki fé né frama í vonlausa kosningabaráttu. Einn fyrrverandi flokksforingi og þjóöarleiðtogi er mættur til leiks, og þótt Steingrímur Her- mannsson sé ekki kominn inn á sjálfan leikvöll- inn, fremur en aðrir sem hyggjast reyna þar meb sér, er hann manna ólíklegastur til að hopa þegar ákvöröun er tekin. Annar leiðtogi flokks og þjóðar talar eins og vé- fréttin í Delfí um framboð sitt, og botnar enginn í hvað maðurinn er ab fara, því öll eru svör hans í þoku og mistri og enginn kann að túlka hvað í þeim felst. Allt í plati Davíö Oddsson hvorki játar né neitar framboði til Bessastaða, en hann var nefndur fyrstur allra sem væntanlegt forsetaefni fyrir mörgum mánuðum. Hik Davíðs til að ákveða sig og taka af skariö um hvort hann ætl- ar til Bessastaða eða ekki er orðið erfitt vandamál í Sjálfstæöisflokknum. Landsfundinum, sem halda átti s.l. haust, var frestað fram undir vor og aftek- ur flokksformaöur ekki að hann kunni að til- kynna þar hvort hann sækist eftir húsbóndavaldi á Bessastöbum, sem búið er að húsa upp fyrir brábum milljarð. Alvöruflokksmenn eru farnir að segja allt að því upphátt ab ekki komi til greina að flokkurinn sé dreginn á asnaeyrunum allt til landsfundar, sem verður ekki haldinn fyrr en í apríl. Þá veröi oröiö alltof seint að tilkynna afsögn og forsetaframboð. Þá mun landsfundur standa frammi fyrir því ab kjósa nýjan formann og stjórn, og slíkt krefst und- irbúnings. Klíkur og hagsmunahópar innan flokksins munu ekki láta bjóða sér aö standa allt í einu frammi fyrir gjörbyltingu á toppi flokksins á mibjum landsfundi. Það er ekki eðli íhalds- ins. Davíð, flokksformað- ur og forsætisráöherra, verður því að fara aö taka af skarið og til- kynna framboð sitt til forseta eða segja ab það sé allt í plati og ab hann hafi aldrei meint neitt meb því að afneita því ekki. Bessastabir eba Valhöll? Allir, sem hafa augastab á góbum kjörum og flottum húsakynnum á Bessastöðum, geta dregið að tilkynna framboð þar til frestur til þess arna er útrunninn. Allir nema Davíð Oddsson. Hann get- ur ekki dregiö von úr viti að láta flokk sinn vita hvort hann ætlar að þjóna landslýð á Bessastöbum eða Flokknum í Valhöll, eins og undanfarin ár. Ekki er það aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sem á heimtingu á að vita hvort formaöurinn er að draga sig út úr stjórnmálum eða ekki. Samstarfs- flokknum í ríkisstjórn kemur líka við hvort í bí- gerð sé að skipta um forsætisráöherra og hver muni þá veita ríkisstjórninni forstöðu. Varla mun Framsókn una því að bíða lands- fundar Sjálfstæðisflokksins til að fá fréttir af því hvort hafa eigi hausavíxl á ríkisstjórninni sam- hliða því ab nýtt forystulið verði kosið til ab leiöa íhaldið til sól- bjartrar framtíöar. Hver tekur vib sólgleraugum forsætisráð- herra? Friörik Sophusson lætur boð út ganga að hann sé orbinn leiður á að vera vara- þetta og vara- hitt. Því mun hann ekki sætta sig lengur vib að vera varaskeifa næsta formanns. Verst að ekki skuli vera til varaforsetaembætti hér á landi, því þar mundi skattmann sóma sér öðrum betur. Hér eru annars engin efni til ab tíunda vand- ræðaganginn í Sjálfstæðisflokknum, enda ekki til umræbu nema það sem snýr að formanninum og öllum þeim vangaveltum sem hann veldur með því að láta ekki uppi hug sinn um hvort hann lang- ar meira til að vera forsætisráöherra eða forseti. Ef hann heldur mikið lengur áfram að skemmta sjálfum sér og láta flokk sinn og ríkisstjórnina bíða í spenningi eftir ákvörðun, getur farið að kárna gamaniö. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.