Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 17. janúar 1996 u?Q iTll 4LH Leikfélag Reykjavíkur: Samkeppni um leikhúsverk Þótt fyrr hefbi verib: Bítlaklúbbur á Islandi Aödáendur bresku hljóm- sveitarinnar The Beatles hér á landi, en hljómsveitin lagöi upp laupana fyrir 25 árum, hafa ákvebib ab stofna ís- lenskan Bítlaklúbb og verbur stofnfundurinn haldinn n.k. fimmtudag 18. janúar kl. 21 á Hard Rock Café. Gefin verba út númeruö meblimakort og kostar kortib 1963 krónur, eba sem nemur ársgjaldi klúbbsins. Kortib gild- ir einnig sem fríðindakort í samstarfi viö ýmsa aðila. Á stofnfundinum verður m.a. kosið í stjórn klúbbsins, eða í svonefnt Bítlaráð auk þess sem ákveðið hefur verið að þeir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórð- arson og Þorgeir Ástvaldsson verði fyrstu heiðursfélagar í hinum nýstofnaða Bítlaklúbb. Hljómsveitin Sixties og Omar Ragnarsson munu sjá um aö skémmta stofnfélögum og öðr- um gestum, sem vafalaust munu mæta á Bítlaskóm og með Bítlabindi. Ætlunin er að þessi íslenski Bítlaklúbbur muni veröa í tengslum og samstarfi viö samskonar klúbba í öðrum löndum, auk þess sem staðið verður fyrir mánaðarlegum fundum, árshátíðum, útgáfu fréttablaðs og sérstökum Bítla- kvöldum í samstarfi við ýmsa aðila. Þá stendur til að fara í hópferð á hina árlegu Bítlahá- tíð í Liverpool í ágúst n.k. -grh Leikfélag Reykjavíkur hefur efnt til samkeppni um Ieikhúsverk í tilefni af aldarafmæli Leikfélags- ins, sem verbur 11. janúar 1997. Leikfélagiö var stofnað þann dag árið 1897 og er því elsta leikfélag á landinu, sem starfað hefur óslitið í svo langan tíma. Stefnt er aö glæsi- legri og metnaðarfullri dagskrá á afmælisleikárinu og verða úrslit samkeppninnar tilkynnt á afmæl- isdaginn. Höfundum er gefinn kostur á að senda inn nýtt frumsamið leikrit, leikgerð af öðru verki eða handrit að leiksýningu, en það er nýjung í samkeppni af þessu tagi aö hægt sé ab senda inn fullbúið handrit aö Lífeyrisskuldbindingar Pósts og síma yfir 8 milljöröum eöa hátt í árstekjur stofnunarinnar: Oborgaöir símareikningar upp á nær 500 milljónir leiksýningu. Gefur það fjölbreytt- ari möguleika, þar sem rithöfund- ur, leikmyndateiknari og leikstjóri gætu sent inn handrit saman. Þriggja manna dómnefnd fjallar um verkin og er hún skipuö leik- hússtjóra LR, fulltrúa tilnefndum af Rithöfundasambandi íslands og fulltrúa tilnefndum af félögum í Leikfélagi Reykjavíkur. Dómnefnd getur veitt þrenn verðlaun: 1. verð- laun að upphæð 500.000 kr., 2. verölaun að upphæð 300.000 kr. og 3. verðlaun að upphæð 200.000 kr. Það verk, sem kann aö hljóta 1. verðlaun, verður svo tekib til sýn- inga í lok afmælisárs LR. ■ Rábuneytisstjórinn í heilbrigbisrábuneytinu, Davíb Á. Cunnarsson, afhendir hér eignir Lyfsölusjóbs. Kristín Einars- dóttir, formabur stjórnar Lyfjafrcebisafnsins, Veitti hlut safnsins vibtöku og Mímir Arnórsson, formabur Lyfjafrœb- ingafélagsins, tók vib þeim hlut félagsins. Tímamynd cs því 274 milljónir til innheimtu hjá lögmönnum í Garðastræti 17 í lok ársins. Ríkisendurskoð- un leggur til að vinnureglur um hvað sent er lögmönnum til innheimtu verði endurskoðað- ar. Stofnunin telur þörf á öflugra eftirliti með viðskiptareikning- um vegna starfsmanna. All- margir starfsmenn fái afhent fé til að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu utan reglulegrar vinnustöðvar. Það vilji stund- um dragast að starfsmenn skili uppgjörum og tilheyrandi fylgiskjölum um notkun fjár- ins. „Þá virðast einstaka starfs- menn hafa rýmri fjárráb en umsvif þeirra gefa tilefni til, og reyndar stundum ekki alveg ljóst hvaða fjárhæðir er um að ræba," segir stofnunin. Lífeyrisskuldbindingar höfðu ekki verið færðar í reikningsskil Pósts og síma, en þeirra getið í skýringum ársreiknings. Þessar skuldbindingar hækkuðu um rúmlega 380 milljónir á árinu 1994 og námu ríflega 8 millj- örbum króna í lok þess. Þær slaga því orðið hátt í árstekjur stofnunarinnar, sem voru 9,9 milljarðar sama ár. ■ Útistandandi kröfur Pósts og síma námu tæplega 500 milljónum króna í árslok 1994 og höfðu þá hækkab um tæpar 180 milljónir eba 56% frá byrjun ársins, sam- kvæmt skýrslu Ríkisendur- skobunar. „Bent var á naub- syn þess ab leggja áherslu á innheimtu þessara krafna, sem ab meginhluta til eru vegna útistandandi síma- reikninga," segir í skýrsl- unni. í lok ársins voru 274 milljónir af símareikningum til innheimtu hjá lögmönn- um í Garbastræti 17. Og hafbi sú upphæb hækkab um 20% frá ársbyrjun. Ríkisendurskoðun er ekki alls kostar sátt við það að staba við- skiptamannareiknings inn- heimtulögmanns Pósts og símamálastofnunarinnar hafði ekki verib stemmd af í nokkur ár. Viðskiptamannareikningur- inn stóð í 229 milljónum í árs- byrjun 1994 og var þá lokað fyrir nýjum innheimtum. Um leið var stofnaður nýr reikning- ur vib Lögfræðistofuna Garða- stræti 17 sf., sem Ríkisendur- skoðun segir í raun sömu lög- mannsstofuna og annast hafi innheimtuna áður. Staða nýja reikningsins var komin í 80 milljónir í árslok, en staða þess gamla hafði þá lækkað um 35 milljónir (15%). Samtals voru Samrœmd prófí íslensku: Lægri einkunn vegna misvægis prófþátta? Slakur árangur í saniræmdum ís- lenskuprófum í fyrra hefur orðið tilefni umræbna meðal móbur- málskennara, að því er fram kem- ur í grein Þórunnar S. Mósesdótt- ur í Skímu, málgagni móburmáls- kennara. Vísar hún í grein sinni til þess ab sumir hafi kennt kenn- araverkfalli um, en formabur Samtaka móburmálskennara hafi talað um að dregið yrbi úr kennsluskyldu íslenskukennara. I þessu sambandi varpar Þórdís S. Mósesdóttir fram þeirri spurningu hvernig á því standi að kennara- verkfallið í fyrra hafi eingöngu haft þessi áhrif í íslenskunni, en ekki öðrum samræmdum greinum. Tel- ur hún skýringuna að nokkru leyti þá, að 30% prófsins séu í lesinni ís- lensku, auk þess sem vera megi að prófið hafi verið í þyngra lagi. Þórdís bendir á að hlutfallslega færri nemendur fái tíu í íslensku- einkunn á samræmdum prófum en í öbrum greinum, en það telur hún stafa af því að íslenskupróf skiptist í hlutfallslega fleiri þætti en próf í öörum samræmdum greinum. Þannig geti fækkun prófþátta í ís- lensku orðið til að draga úr þessu misvægi. ■ Kaup Orkubús Vestfjaröa á Hitaveitu Reykhólahrepps: Ótímabundiö ríkislán fyrir óarðbærum hluta rekstrarins Varbandi fjármögnun á kaup- um Orkubús Vestfjarða á Hita- veitu Reykhólahrepps segir Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, að orkubúið greiði sjálft þann hluta kaupverðs sem standi undir rekstri. Sá hluti rekstrar- ins, sem ekki standi undir sér, verbi fjármagnaður með ríkis- láni, sem gjaldfalli ekki fyrr en sá rekstur fer ab skila hagnaði. Varðandi skiptingu þessara hluta og heildarkaupverb sagðist Kristján ekki geta gefið upp tölur, þar sem hreppsnefnd Reykhóla- hrepps hefbi ekki fjallaö um mál- ið, en samkomulag var undirritað um kaupin sl. föstudag með venjulegum fyrirvörum. Líkur stóðu til að sveitarstjórn Reyk- hólahrepps myndi taka málið fyr- ir á fundi í gærkvöldi. Kristján sagði ávinning fyrir- tækisins vib kaupin á Hitaveitu Reykhólahrepps fyrst og fremst þann að hægt verði að ná hag- kvæmari rekstri, þar sem Orkubú- ið rekj fyrir rafmagnskerfi á svæð- inu. Ekki sé um stóra hlutdeild að ræða, þar sem kaupendur séu að- eins um 50 talsins í Reykhóla- hreppi. Húshitunarkostnabur er hár á Vestfjörðum og t.d um 80% hærri en í Reykjavík. Um 80-100.000 kr. kostar að hita upp meðaleinbýlis- hús á ári. -BÞ Eignir Lyfsölusjóbs afhentar: Lyfjafræöingum og Lyfjafræöasafni Lyfsölusjóbur var lagður niður 1. júní 1995 samkvæmt Lyfjal- ögunum frá 1994, en þar kom einnig fram ab eignir sjóðsins skyldu renna að einum þriðja til Islenska lyfjafræðasafnsins og tveimur þriðju hlutum til Lyfjafræbingafélags íslands til að styrkja forvarna- og upplýs- ingastarf um lyf í lyfjabúðum. Eignirnar, sem nema vel yfir 70 milljónum króna, voru afhent- ar fulltrúum nýju eigendanna á blaðamannafundi í vikunni. Lyfsölusjóður starfaði í hálfan annan áratug og var hlutverk hans að auðvelda eigendaskipti ab lyfjabúðum, stuðla að stofnun lyfjabúða á stöðum þar sem vafa- samt væri að rekstur bæri sig og efla lyfjaframleiðslu í landinu með styrkjum og lánum. Við af- hendingu eignanna sagði ráðu- neytisstjóri að ný viðhorf í lyf- sölumálum byðu hins vegar ekki lengur upp á að nota sjóðsfyrir- komulagið til aðstöðujöfnunar og til lækkunar lyfjaverðs. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.