Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.01.1996, Blaðsíða 16
Miövikudagur 17. janúar 1996 Vebrlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Vestfjarba: Sublæg átt, allhvöss eöa hvöss oq súld eba rigning víbast hvar fram ab hádegi. Cengur í subvestan kalda og síbar stinnmgskalda meb skúrum eba éljum síbdegis. Hiti 2 til 7 stig fram ab hádegi en síban fer ab kólna. • Strandir og Norburland vestra: Sunnanátt, allhvöss eba hvöss. Úr- komulítib fram ab hádegi en síbdegis fer ab rigna. Hiti 3 til 8 stig. • Norburland eystra oq Austurland ab Glettingi: Sunnan og sub- austan átt, heldur hæg, skýjab en þurrt ab mestu. Allhvöss eba hvöss subaustan átt og rigning síbdegis. Hiti 2 til 5 stig. • Austfirbir: Sunnan kaldi eba stinningskaldi og skyiab. Gengur í all- hvassa eba hvassa subaustanátt meb rigningu þegar ííbur á daginn. Hiti 2 til 6 stig. • Subausturland: Vaxandi sunnanátt, allhvasst eba hvasst og rigning síbdegis. Hiti 3 til 7 stig. ✓ Atök Vegageröar og vœtta landsins sérstakt rannsóknarefni í Háskólanum: Trú manna á álagabletti sjaldan veriö meiri Nýlega hlaut Valdimar Tr. Haf- stein verkefnastyrk Félagsstofn- unar stúdenta fyrir BA-ritgerb sem hann skrifaöi um vegagerb vib álagabletti á síbari hluta 20. aldar. Ritgerbin, sem hann nefndi Hjólaskóflur og huldu- fólk, var libur í þjóbfræbinámi hans vib Háskólann. Sem stend- ur starfar Valdimar hjá Vega- gerbinni og er ab skrifa greina- flokk um sögu vegagerbar- manna. Rannsóknin byggir á vibtölum vib 10 manns sem hafa meb ein- hverjum hætti komib ab vegagerb vib álagabletti og voru viömæl- endur mismunandi trúaöir á fyrir- bærib aö sögn Valdimars. „Þaö er algjör misskilningur aö huldufólk og álfar séu aö deyja út á íslandi. Ég hugsa aö þeir hafi sjaldan lifab jafngóöu lífi í íslensku samfélagi. Þessir atburöir og þessar vættir eru stöbugt meira í umræöunni." Ab- spuröur hvort þarna væri ekki fremur aö þakka/kenna dugnaöi fjölmiöla viö aö þefa uppi þab óvenjulega sem ætti sér staö í sam- félaginu sagöi Valdimar aö þaö væri sjálfsagt stór hluti af málinu. „En ég held aö þaö sé ótvírætt lífs- merki engu aö síöur. Ég er ekkert viss um aö álfatrú hafi veriö meiri áöur fyrr heldur en hún er núna." Magnabir blettir Valdimar segir suma bletti greinilega magnabri en aöra. T.d. sé staöur nokkur í Hegranesi mjög magnaöur en mönnum bárust fjórar viövaranir viö aö hefja framkvæmdir viö vegagerö á þeim álagabletti. Ein viövörunin Ólafur R. á Indlandi Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaöur og kona hans, Guörún Þorbergsdóttir bæj- arfulltrúi á Seltjarnarnesi, eru þessa dagana í Delhi á Indlandi. Þangað var þeim hjónum boðið til mikils brúbkaups ungra hjóna, sonar íslenska ræöismanns- ins þar og stúlku sem sögö er af indverskum kónga- aðli. Giftingarveislur þar í landi standa dögum saman og þessi mun vara í fjóra sólarhringa. ■ kom fram á miðilsfundi, sem Haf- steinn miðill stýrði, og þrjár bár- ust draumleiðis til mismunandi fólks. „Þær leiddu til þess aö þaö voru haldnir miöilsfundir hér í bænum meö forsvarsmönnum Vegagerðarinnar til þess aö reyna að semja viö vættirnar sem í hlut áttu." -Hvemig gengu þœr samningavið- rœður? „Ja, sú sem bar ábyrgð á álögun- um hafði ekki verið sem allra best í þessu lífi. Þetta voru sem sagt deilur um beitarland sem áttu sér staö milli konu sem hét Hall- gríma, sem var uppi á 15. öld, og prestsins sem bjó á næsta bletti. Hallgríma hafði lagt á blettinn að þar mætti enginn hreyfa viö án þess að hljóta verra af." Miðillinn ætlaði aö reyna aö semja viö kon- una og fá hana til að slá af álög- unum en náði ekki í hana. „En þá deyr Hafsteinn miðill og þá dapr- ast allt samband þarna. Þaö var nú leitað til fleiri miðla en það kom ekkert út úr því. Þaö endaði með því að ekkert var sprengt heldur lögð blindhæð á veginn og þótti mikið skammarefni." -Hefíir Vegagerðin oft látið undan vœttum sem ráða yfir álagablett- um? „Oft komast menn nú að ein- hverjum málamiðlunum. En já, já, stundum hafa menn látið und- an og stundum ekki og jafnvel haft verra af." -LÓA Valdimar telur að trú á álagabletti hafa sjaldan verib meb meira lífsmarki en nú íokkar tœknivcedda samfélagi. Tímamynd CS Tillögur verkefnisstjórnar vegna flutnings grunnskóla frá ríki til borgar: Fræöslu- og Skólaskrifstofa sameinaðar í Fræðslumiðstöö Verkefnisstjórn, sem skipuö er af borgarstjórn og á ab hafa yf- irumsjón meb yfirtöku grunn- skólans frá ríkinu, hefur skilaö tillögum um fyrirkomulag skólamála í Reykjavík eftir yf- irtökuna. Tillögur þessar voru lagöar fram í borgarráöi í gær, sem vísaði þeim til umsagnar í Skólamáiaráöi, hjá Dagvist barna og stjórn Vinnuskólans. Sjálfstæöismenn í borgarstjórn lögöu fram bókun þar sem nokkrum þáttum tillagnanna var mótmælt. í tillögunum er gert ráö fyrir að Fræðsiuskrifstofa og Skóla- skrifstofa verði lagðar niður og starfsemi þeirra sameinuö undir nafni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sem staðsett verði í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Hátíöarhöld vegna 10 ára afmœlis leiötogafundarins í Höföa samþykkt hjá ríki og borg: Einkaaðilar kosti einstaka atburði Fjármögnun vegna 10 ára afmæl- is leiötogafundarins í Höfba verö- ur á ábyrgb ríkis og borgar en ein- stakir atburbir verba kostabir af innlendum og erlendum einkaab- ilum og fyrirtækjum. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnar- fundi í gær og vísaö til borgarráös sem samþykkti aö fela borgarstjóra f.h. Reykjavíkurborgar í samvinnu við forsætisráðherra að undirbúa hátíðarhöldin. Á minnisblaði frá forsætisráðherra segir að hátíöar- höldin muni annars vegar beinast að upprifjun fundarins frá 1986 og þróun hans á framvindu heims- mála en hins vegar verði litið til framtíbar og líklegrar þróunar í heiminum. Erlendum áhrifamönn- um verður bobib ab fjalla um þann þátt og jafnframt verður leitab sjón- armiba víbar en frá Bandaríkjunum og Rússlandi, t.d. frá þróunarlönd- um Asíu og Afríku, auk Evrópu. -BÞ Fræbslumiöstöðin mun hafa yf- irumsjón meb öllu skólahaldi í grunnskólum borgarinnar. Þegar hafi verib sagt upp starfsfólki á Fræbsluskrifstofu og segja eigi einnig upp starfsfólki á Skóla- skrifstofu til samræmis áður en rábib veröur ab nýju. Þá leggur stjórnin til ab fræðsluráð og skólamálaráð verði formlega sameinub í eina nefnd, enda sitja sömu fulltrúar í þeim nefndum. í bókun sjálfstæðismanna í Borgarráði kom fram ónægja með staðsetningu Fræbslumið- stöðvar í Miðbæjarskóla og segja þeir hana óheppilega og kostn- aðarsama. Þeir segja óþarft að segja upp starfsfólki á Skólaskrif- stofu, þar sem verið sé að færa grunnskólann frá ríki til bæjar og starfsmenn hennar séu nú þegar starfsmenn Reykjavíkur- borgar. -PS Fundab um barna- samning SÞ í gær hófst fundur fulltrúa ís- lenskra stjórnvalda meb nefnd Sameinuöu þjóbanna um rétt- indi barnsins í Genf í Sviss þar sem rædd verbur skýrsla Islands um réttindi barna hér á iandi. Nefndin starfar samkvæmt samningi SÞ um réttindi barnsins frá árinu 1989 sem ísland gerbist abili ab árib 1992. Samkvæmt samningnum eru abildarríki ab honum skuldbundin til ab skila reglulegum skýrslum um ráðstaf- anir sem þau hafa gert til ab koma í framkvæmd þeim réttindum sem honum er ætlab að tryggja. ísland skilaöi fyrstu skýrslu sinni um réttindi barna í lok árs 1994. Verður skýrslan tekin fyrir á fundi nefndarinnar í dag og mun nefndin ab loknum fundinum birta álit sitt á hvernig til hafi tekist hjá íslenskum stjórnvöldum aö uppfylla skuld- bindingar sínar samkvæmt samn- ingnum um réttindi barna. -BÞ Aflaverbmceti nýlibins ár um 48,7 milljarbar kr. Rœkjan ncest verbmcetust á eftir þorski: Aflaverðmæti rækju jókst um rúm 20% Á nýlibnu ári 1995 jókst afla- verbmæti rækju um 20,5% á sama tíma og afli jókst abeins um 1% á milli áranna 1995 og 1994, eba úr 72.778 tonnum í 73.729 tonn. En alls nam afla- verbmæti rækju um 8.451 millj- ónum króna 1995. Þorskurinn er sem fyrr verbmætasta fisktegund landsmanna, en aflaverbmæti þorsks nam 11.893 miljónum króna á árinu 1995. Þetta kemur m.a. fram í bráða- birgðatölum um fiskaflann í Út- vegstölum. Samkvæmt því er rækj- an næst verðmætasta sjávardýra- tegundin á íslandsmiðum á eftir þorskinum meb um 18% af heild- arverðmætinu þar sem hlutdeild þorsks er um fjórðungur, eða 25% af heildarverömætinu. Þar kemur einnig fram ab nýlið- ið ár var í góðu meöallagi bæbi hvað varöar heildarafla og verö- mæti. í heild var aflinn um 1.550 þúsund tonn og aflaverðmætið 48,7 milljarðar kr. í magni hefur aflinn aukist um 2,6% frá árinu 1994, en dregist saman um tæp 9% frá því sem var á metárinu 1993. Þótt aflaverðmætib 1995 og 1994 hafi nánast staðið í stað, þá lækk- aði þab um rúmt 1% frá árinu 1993. Af einstökum fisktegundum dróst þorskafii á nýliðnu ári saman um 5,5% frá árinu 1994 en um 43% frá 1993. Hinsvegar hefur ýsuafli aukist um 2,5% á milli ára og hefur verið í stöðugri aukningu. Aftur á móti hefur afli í öðrum botnfisktegundum dregist saman að undanskildum ýmsum aukateg- undum botnfisks. En arinar botn- fiskafli hefur aukist um tæp 11% á milli ára. í heildarmagninu munar einna mest um síldina, en alls veiddust um 283.782 tonn af þessu silfri hafsins á móti 151.229 tonnum árið 1994. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.