Tíminn - 13.02.1996, Side 6

Tíminn - 13.02.1996, Side 6
6 pf § Þri&judagur 13. febrúar 1996 Karlakór Reykjavíkur. í tilefni af 70 ára afmæli sínu heldur Karlakór Reykjavíkur mikla sönghátíb í Háskólabíói laugardaginn 17. febrúar nk. kl. 16.00. 3. janúar sl. voru liöin 70 ár frá stofnun kórsins, en hann var stofnaöur af Siguröi Þóröarsyni tónskáldi og 36 söngmönnum í Bárunni í Reykjavík. Sönghátíöin er fyrsta verkefni kórsins á afmælisárinu. Önnur verkefni framundan eru m.a. tón- leikar í apríl, söngferö um Norö- urland í maí og útgáfa á geisla- diski í haust, þar sem Kristinn Sig- mundsson, Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja meö kórnum. Margir einsöngvarar og kórar heiðra Karlakór Reykjavíkur með söng sínum á afmælishátíðinni í Háskólabíói. Einsöngvarar á tón- leikunum eru: Ásgeir Eiríksson bassi (kórfélagi), Björk Jónsdóttir sópran, Sieglinde Kahmann sópr- an, Signý Sæmundsdóttir sópran, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, og Sigurður Björnsson tenór. Auk Karlakórs Reykjavíkur og eldri félaga í kórnum koma eftir- taldir kórar fram: Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykja- víkur og Drengjakór Laugarnes- kirkju. Stjórnendur eru Friðrik S. Kristinsson, Páll P. Pálsson, Árni Harðarson og Margrét Pálmadótt- ir. Sem dæmi um efnisskrána má. nefna, aö Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur „Draumalandiö" eftir Sig- fús Einarsson og „íslandslag" eftir Björgvin Guömundsson. Ásgeir Eiríksson syngur „Nótt" eftir Árna Thorsteinsson, og Sieglinde Kah- mann syngur „Wien, du Stadt meiner Tráume" eftir Sieczynski. Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræður syngja saman „Brennið þiö vitar" eftir Pál ísólfsson, og Karlakórinn og eldri félagar enda tónleikana með hressilegum karlakórslögum eins og „Þér land- nemar" eftir Sigurö Þóröarson, stofnanda Karlakórs Reykjavíkur. Forsala aðgöngumiöa er í Há- skólabíói, Bókaverslunum Ey- mundssonar og í Pennanum. Miðaverð er 1500 krónur. ■ Sameining — líka i pólitíkinni: Flaggskipiö Vörður sameinað fulltrúaráði Norræn lióð- list á ensKU Vörbur, 70 ára gamalt sjálfstæöis- félag í Reykjavík og áratugum saman einskonar flaggskip Sjálf- stæbisflokksins í Reykjavík, hefur í raun verib lagt nibur, eba öllu heldur sett undir fulltrúaráb sjálf- stæbisfélaganna í Reykjavík, sem bætir nafni Varbar í nafn sitt. Baldur Guðlaugsson hæstaréttar- lögmaður var endurkjörinn for- maður Varðar — Eulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík á abal- fundi fulltrúaráðsins 27. janúar síð- „Vib teljum mjög mikilvægt ab endurskoba fjármögnunina og ab stofnabur verbi sérstakur fæbing- arorlofssjóbur. Þá gerum við ráð fyrir að at- vinnurekendur, jafnt í opinberum rekstri og einkarekstri, greibi ákvebið hlutfall af launum allra launþega, karla og kvenna, í þenn- an sjóö, en það fara nú þegar ákveðnir peningar hjá atvinnurek- endum í þetta. Þar með er konan ekki áhættustarfskraftur, ef þab kostar atvinnurekandann fjárútlát hvort sem þaö er karl eða kona sem er í vinnu hjá honum. Meginmark- mibib er að fólk haldi sömu laun- um í fæðingarorlofi, að þab verði ekki tekjuskeröing," sagði Guðný Gubbjörnsdóttir, þingkona Kvennalista, en hún mælti fyrir skömmu fyrir ítarlegri tillögu um astliðinn. Hann segir: „Það má segja að þetta sé endir á þróun. Vörður var orðinn fyrst og fremst samtök hverfafélaganna þrettán í Reykja- vík. Þab var kannski ekki alveg stað- ur fyrir félagib í skipulaginu. Full- trúaráðið annast kosningaundir- búning og skipulagsstarf, en Vörður hafði meira með höndum félags- starf, fundi og ráðstefnur, sem var komið meira til annarra félaga — Óðins, Hvatar og Heimdallar. Nib- urstaban varð sú aö starfið væri best breytingar á lögum um fæðingaror- lof. Ekki er gert ráð fyrir að lengingin auki útgjöld ríkissjóðs. „Meðalhjón eiga tvö börn, þannig að á einni starfsævi myndi hver manneskja standa undir fæbingarorlofi í 9-12 mánuði meb greiðslum í þennan sjób." Rábherra skipaöi nefnd um svip- að leyti og þessi tillaga kom fram, stuttu fyrir jól, en Kvennalistinn vill hafa áhrif á markmib nefndar- innar með tillögu sinni. „Vib leggj- um til að feður fái sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í þrjá mánuði og að fæðingarorlofið verði lengt í eitt ár, þó það gerist auövitað í þrepum. Svo leggjum við áherslu á að feður fái auk þess tvær vikur strax eftir fæðingu, sem ekki skerði fæbingar- orlof móbur." LÓA komið á einum stað, og því verður haldið áfram á nýjum vettvangi." í stjórn Varðar — Fulltrúarábs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík voru kjörnir: Baldur Guðlaugsson formaður, Árni Sigfússon, Garbar Ingvarsson, Júlíus S. Ólafsson, Kjartan Gunnarsson, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörn Magnús- son og Siguröur M. Magnússon. Auk þess sitja formenn Heimdallar, Hvatar og Málfundafélagsins Óbins í stjórninni auk formanna hverfafé- laganna; 24 manna stjórn. Á fyrsta stjórnarfundi hins sameiginlega fé- lags sjálfstæðismanna var Dagný Erna Lárusdóttir kjörin varaformað- ur. - JBP í lok síbasta árs hóf göngu sína í Bretlandi tímarit helgað kynningu norrænn- ar Ijóblistar í enskumæl- andi löndum. Tímaritib ber heitib Journal of Contemp- orary Anglo-Scandinavian Poetry og ritstjóri þess er Sam Smith. í þessu fyrsta hefti eru með- al annars efnis ljóð eftir nor- rænu skáldin Werner As- penström, Öyvind Berg, Kjell Espmark, Irene le Hegarat, Henrik Nordbrandt, Elisabeth Rynell, Solveigu von Schultz, Lennart Sjögren, Staffan Sö- derblom, Piu Tafdrup, Tomas Tranströmer, Lindu Vil- hjálmsdóttur og Sigurö A. Magnússon. Birt eru fjögur ljóð eftir hvort þeirra Lindu og Sigurð. í dómi, sem birtist í enska listatímaritinu Wire, er ein- ungis minnst á einn hinna norrænu höfunda. Þar segir: „Ljób Sigurðar A. Magnús- sonar, Barn týnist, er dapur- legt en listilega samið verk, sem að mínu mati bar hæst í heftinu." Heimilisfang tímaritsins er: 11 Heatherton Park, Brad- ford-on-Tone, Taunton, Som- erset, TA4 ÍEU England. ■ Kvennalistinn telur aö endurskoöa þurfi fjármögnun fœöingarorlofs: Koma á fót fæð- ingarorlofssjóði Vaxandi lyfjaónœmi viö þvagfœrasýkingar: Lækning á blöðrubólgu orðin verulegt vanda- „Niburstöbur þessar benda til þess ab mebferb á einföldum þvagfærasýkingum hér á landi sé orbin vemlegt vandamál," segir m.a. í grein Magnúsar Ól- afssonar og Jónanns Ág. Sig- urbssonar, sem í nýju Lækna- blabi greina frá rannsókn á lyfjaónæmi vib þvagfærasýk- ingar. Efnivibur rannsóknar- innar vom hátt í þúsund þvag- færasýkingar, sem Heilsu- gæslustöb Akureyrar fékk til mebferðar á ámnum 1992-94, hvar af 82% vom E.coli-sýking- ar. Og hið mikla ónæmi E.coli fyr- ir sýklalyfjum segja greinarhöf- undar einmitt þýðingarmestu niðurstöðu rannsóknarinnar. Þannig hafi 2 mjög algeng lyf ab- eins haft fullt næmi í 6 af hverj- um 10 tilvikum. Raunar sé þab aðeins lyfið nítrófúrantóín sem haldi nokkuð háu næmi, sem, með tilliti til aukaverkana þess, sé að vissu marki óheppilegt. Greinarhöfundar telja líklegt, m.a. í ljósi niburstaðna erlendra rannsókna, ab mikil notkun sýklalyfja hér á landi geti skýrt hið mikla lyfjaónæmi sem orðið er utan sjúkrahúsa. í heild virbist ónæmiö hér vera heldur meira en í erlendum rannsóknum. Þvagfærasýkingar (blöðrubólga) virðist 6-7 sinnum algengari meðal kvenna en karla. Meðal kvenna em tilvikin langflest hjá ungum konum (20-30 ára) og eldri konum (á áttræðisaldri). Meðal karla er nokkuð um sýk- ingar drengja undir tíu ára aldri, en ab öbm leyti aðeins örfá tilvik hjá körlum undir sextugu, en hins vegar áberandi flest hjá körlum á áttræðisaldri. Raunar hefur um þribjungur allra sjúk- linganna, eða kringum 300 manns, veriö á sjötugs- og átt- ræðisaldri. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.