Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 24
Vebrlb (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær)
• Suöurland: Allhvöss e&a hvöss norbanátt og ví&a skafrenningur.
Frost 3 til 8 stig.
• Faxaflói: Allhvöss e&a hvöss nor&anátt oq skýja& me& köflum. Frost
3 til 8 stig.
• Brei&afjör&pr: Nor&læg átt, ví&a stormur í fyrstu en allhvasst eöa
hvasst sí°is. Eljagangur og skafrenningur og frost 5 til 8 stig.
• Vestfir&ir: Allhvöss e&a hvöss noröanátt. Éljagangur og frost 6 til
10 stig.
• Strandir og Nor&urland vestra, Nor&urland evstra: Nor&anátt,
víöa stormur e&a rok í fyrstu en allhvasst eöa hvasst síodegis. Snjókoma
og skafrenningur og frost 4 til 8 stig.
• Austurland aö Glettingi og Austfir&ir: Allhvöss noröanátt. Snjó-
koma e&a éljagangur og frost 0 til 6 stig.
• Su&austurland: Allhvöss e&a hvöss nor&anátt. Dálítil él austan til
en léttskýjaö vestan til. Frost 0 til 4 stig.
Stöö 3 enn ólœst og nœr ekki til allra heimila á höfuöborgarsvœöinu.
Ulfar Steindórsson útvarpsstjóri segir unniö aö bcettu endurvarpi:
Stöö 3 næst ekki í
allra næsta nágrenni
Stöö 3 stendur enn galopin og
ókeypis öllum þeim sjónvarps-
eigendum sem hafa komib sér
upp örbylgjuloftneti. Þeir sem
svo vel búa hafa bætt vi& sig dag-
skrá Stöbvar 3 ásamt fimm er-
lendum sjónvarpsútsendingum.
✓ /
LIU um dóm Hérabsdóms
Reykjaness:
Breytir engu
Kristján Ragnarsson formabur
LÍÚ segir ab dómur Hérabs-
dóms Reykjaness í máii sem
höfb var gegn útgerb Alberts
Olafssonar KE, breyti engu um
stöbu mála í samskiptum sjó-
manna og útvegsmanna.
„Það er alveg ótvírætt í okkar
huga aö sjómenn eiga hlut í
aflaverbmæti en þeir eiga ekki
eignarhald þannig að þeir eigi
einhverja tiltekna fiska. Þab eru
alveg ótvíræð ákvæði um þab í
samningum að við ráðstöfun-
um aflanum og sjómenn eiga
hlut í því verðmæti sem fæst
fyrir fiskinn," segir formaður
LÍÚ. -grh
Úlfar Steindórsson, fram-
kvæmdastjóri Stöðvar 3, sagði í
samtali vib Tímann að enn væri
unnið að endurvarpsmálum. Eftir
væri að styrkja endurvarp víða
um bæinn. Fólk sem býr á
„skuggasvæðum" útsendingar-
innar í Húsi verslunarinnar, jafn-
vel næstu nágrannar í vesturhluta
Fossvogs, ná sendingum ekki,
jafnvel þótt örbylgjuloftnet komi
til. Þar og víðar er að koma til
betra endurvarp á geisla stöðvar-
innar.
„Stöðin okkar er ekki galopin
eins og til dæmis ríkissjónvarpið.
Það ná henni engir nema þeir
sem hafa örbylgjuloftnet," sagði
Úlfar.
Úlfar segir ab erlendu stöðvarn-
ar og framleiðendur efnis á stöb-
inni kvörtuðu ekki yfir því að efn-
ið „læki út" til þeirra sem ekki
greiða áskrift, enda væru það ekki
margir sem þannig háttabi til
með.
Úlfar vildi ekki gefa upp áskrif-
endatölu ab stöbinni. „Þegar við
læsum stöðinni fáum vib fyrst
raunveruleg viðbrögð á hvab við
erum komnir með marga áskrif-
endur," sagbi Úlfar. Ekki er ákveð-
ið hvenær Stöb 3 verður læst
þeim sem ekki greiða áskrift.
Áskrift að Stöð 3 kostar rétt um
2.000 krónur á mánuði. -JBP
íslenskan
athafnamann
dreymir um aö reisa stórhýsi á árunum
eftir strib en þeir draumar hrynja þeg-
ar ofbeldisverk er framib í fjölskyldunni.
Svo hljóbar söguþráburinn í leikritinu
Tröllakirkju sem samib er upp úr skáld-
sögu Ólafs Cunnarssonar. Æfingar á
leikritinu hófust fyrir skömmu í Þjób-
leikhúsinu og verbur verkib frumsýnt
I. mars. Tímamynd: BG
Rúmlega 210 milljóna útdregin bréfósótt í„húsbréfalottóinu":
Vanskil húsbréfa
minnkab um 20%
taaaat&Mtas
Komdti, skoðáött og taktu í MAZDV 323.
því sturtur reynsltiaksnir segir meira en
ntörg orÓ. Þaö segja þeir sem valiöltafa MAZDA
eftir rækilegan samanþurð viö aðra híla!
OPIÐ IRA KL 9-18, LALOAR0YGA 1M6
MAZDA
4 huróa kr.
1.346.000 *m$ma
aðstoð vib skuldara meö skuld-
breytingum á vanskilum og skil-
virkari innheimtu á allt sinn þátt
í því ab draga úr vanskilum fast-
eignavebbréfa", segir m.a. í
fréttabréfi Húsbréfadeildar.
Áðurnefnd 800 milljóna kr.
vanskil samsvara tæplega 1,1% af
höfuðstól fasteignaveðbréfa.
Miðað við að greiðslubyrði af
bréfunum sé kringum 7,2% á ári
samsvara vanskilin um 15% þess
sem greiða á af bréíúnum (í af-
Mál biskups varla til mannréttindadómstóls:
Óljós framvinda
Biskup getur ekki vísab máli
sínu tii Mannréttindadóm-
stóls Evrópu nema málib sé
fyrst dómtekib hérlendis.
Þetta er skilgreint í lögum. Ef
ríkissaksóknari frávísar beibni
biskups um rannsókn vegna
tilurbar og sannleiksgildi
ásakana sem beinst hafa ab
biskupi, er hann starfabi sem
sóknarprestur, hefur biskup
því enga leib abra færa en ab
höfba meibyrbamál til ab
hreinsa sig alfarib af ávirbing-
um.
Líklegt er taliö ab embætti
Ríkissaksóknara hafni beiðni
Ólafs Skúlasonar biskups á
þeirri forsendu að um fyrnt mál
sé að ræða. Þá hafa lögfróðir
menn sem Tíminn ræddi við átt
erfitt með að sjá að tilvísun í
bréfi biskups í 6. gr. laga um
mannréttindasáttmálann sé
stoð fyrir beiöni um rannsókn.
Það ákvæbi fjallar um að að ef
menn séu hafðir fyrir sökum
um glæpsamlegt athæfi eigi þeir
kröfu um aö um það sé fjallað
fyrir hlutlausum dómstóli.
Spurning er hvort þetta ákvæði
eigi við um þetta mál og hefur
verið bent á að nær hefði verið
að vísa til almennra hegningar-
laga, 148. gr. um sakaráburð en
þó uppfyllir sú lagagrein varla
heldur heldur skilyrði rann-
sóknarinnar.
Ríkissaksóknari hyggst taka
sér tíma fram yfir helgi til að úr-
skurða í málinu. Ef hann frávís-
ar er möguleiki fyrir biskup að
höfða meibyrðamál en það ligg-
ur þó ekki í augum uppi hvernig
því yrbi háttað, t.d. þar sem
konumar er telja biskup hafa
brotiö gegn sér, hafa ekki látið
hafa neitt eftir sér í fjölmiðlum
um meint brot biskups.
-BP
Þriggja mánaba og eldri van-
skil á fasteignavebbréfum (hús-
bréf) námu 800 milljónum kr. í
janúarlok. Þab var bæbi 100
milljónum minna heldur en
mánubi ábur og 50 milljónum
minna heldur en á sama tíma í
fyrra, þrátt fyrir ab heildarút-
lánin séu nú um 12 milljörbum
króna meiri.
Hlutfallslega eru vanskilin því
nærri fimmtungi minni en fyrir
ári. „Bætt efnahagsástand, aukin
borganir/vexti) á ári. Ósóttum
„vinningum í húsbréfalottóinu"
fjölgar sömuleiðis jafnt og þétt.
Samkvæmt fréttabréfi Húsbréfa-
deildar var upphæð útdreginna
og innleysanlegra bréfa sem ekki
hafa komið til innlausnar komin
í rúmlega 210 milljónir króna
um síðustu mánaöamót. Það er
nálægt því tvöfalt hærri upphæð
en fyrir ári. Þessi bréf bera nú
hvorki vexti né veröbætur.