Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. febrúar 1996 jWJiiiMirMHi Meistarakokkur frá Lúxemborg og kynnir Ijúfra búrgundarvína frá Frakklandi. Búrgundardagar á Hótel Holti: Pottarnir freistubu meira en lagagruflið Meistarakokkurinn Lea Linster frá Lúxemborg og franski vínþekkjarinn Ri- chard Bouyrou frá vínborg- inni Beaune í Bourgogne í Frakklandi kynntu lysti- semdir lífsins fyrir blaða- mönnum á dögunum á Hót- el Holti. Hótelib heldur þessa dagana Bourgogne- daga, eba fram á sunnudags- kvöld. Þar verbur Linster vib stjórn í eldhúsinu, en úrval búrgundarvína frá Joseph Drouhin verba í öndvegi á vínlistanum. Lea Linster — sem á sínum tíma sneri frá lögfræðinámi til að gerast kokkui á veitinga- húsi fjölskyldunnar í Frisange, smábæ við frönsku landamær- in — hefur öðlast mikla upp- hefð fyrir snilli sína. Meðal annars fékk hún æðstu verð- laun matargerðarmanna í Frakklandi, fyrst kvenna. Lea Linster vakti meðal ann- ars athygli með því að hefja kartöfluna til vegs og virðing- ar í landi sínu. Þær áttu áður ekki upp á pallborðið sem veisluréttur. Hér á landi sýnir Lea hvernig hún matbýr kart- öflur. Á matseðlinum er gæsalifur í kjúklingahlaupi, humar í pas- hryggvöðvi, íslenskur, sem Lea taumgjörð, bakaður lamba- Linster sagði afar gott kjöt. 1 , í ^^flHI II ' IBH ^WK v¥^ ¦ '*Wæ^ *£ •^i m %0rjtk 0 muiaf W \% Richard Bouyrou hellir frönsku gœbavíni íglas stoltur á svip. Vmamyndir cs Lea Linster gantast viö helsta matþekkjara íslands, Sigmar B. Hauksson, og gefur honum bita af franskri gcesalifrarkœfu. Síðan , kemur gratineraður Camembert og sítrónuís með rósmarín. Þessum matseðli er óhætt að.gefa hæstu einkunn, en bragb er sögu ríkari í þessu efni. Búrgundarvínin frá Joseph Drouhin em í hópi eðalvína í Frakklandi. Þau fást ekki í Rík- inu hér, en veitingahús sér- panta fyrir sig. Fyrirtækið er ævagamalt og byggir á enn eldri merg. Húsnæði þess mun vera frá 14. öld og þar hafa vín verið gerð öldum saman. -JBP Aldrei eins hagstœtt verb á hinum árlega bókamarkabi bókaútgefenda: Útgefendur eru blankir „Það er svona tilhneiging til að lækka þær bækur ennþá meira sem eru búnar ab vera á bókamarkabi í kannski tvö eða þrjú ár. Menn vilja losna við þetta, markaðurinn hjá okkur er ekki stærri en hann er og við getum náttúrlega ekki selt endalaust sömu ævi- söguna ár eftir ár. Bókaútgef- endur hafa átt dálítið undir högg ab sækja undanfarið, sérstaklega eftir að vaskurinn kom á. Núna þegar menn eru blank- ir, þá verða þeir að gera eitthvað til að ná sér í pening og þá er bara að lækka þetta. Menn borða ekki fyrir það sem liggur á lager," sagði Benedikt Kristjáns- son, framkvæmdastjóri bóka- Menn voru áncegbirmeb mcetingu kaupenda á hinn árlega bókamarkab bókaútgefenda, sem opnabi ífyrradag. markaðar Félags íslenskra bóka- útgefenda, um ástæður þess að verðið hefur aldrei áður verið hagstæðara á bókamarkaðnum, sem hófst í Perlunni í fyrradag. Yfir 10.000 titlar eru á bóka- markaðnum í ár og kennir þar ýmissa grasa. Að sögn Benedikts Athugasemd vegna fréttar í Tímamun þann 16. febrúar sl. var birt frétt um meballaun Ágætis hf., þar sem sagt var ab Ágæti hf. væri eina matvæla- fyrirtækib á lista Frjálsrar verslunar yfir 160 fyrirtæki meb hæstu meballaun. Jafn- framt ab Ágæti hf. greiddi hæst meðallaun allra mat- vælafyrirtækja. Auk þess var gerður samanburbur á laun- um Ágætis hf. mebal annars vib laun úrvinnslufyrirtækja, s.s. kjötvinnslufyrirtækja. Framkvæmdastjóri Ágætis hf. vill koma þeirri leiðréttingu á framfæri að meðallaun Ágætis hf. í þessari frétt eru röng. Hið rétta er að ársverk í Ágæti hf. eru 25, en ekki 21. Ástæðan fyrir rangri tölu er sú, að í lista Frjálsrar verslunar var miðað við starfsmannafjölda í árslok, en ekki ársverk. í árslok er starfs- mannafjöldi í lágmarki, auk þess sem sumarafleysingafólk telur ekki í starfsmannafjölda í árslok. Því eru meðallaun Ágæt- is hf. kr. 1.972 þús. Þetta hefur þau áhrif að Ágæti hf. er ekki lengur inni á lista 160 launa- hæstu fyrirtækja, jafnframt því sem Ágæti hf. er ekki lengur með hæstu Iaun matvælafyrir- tækja, samkvæmt lista Frjáísrar verslunar. Að lokum telur framkvæmda- stjóri Ágætis hf. hvorki rétt né sanngjarnt að bera saman laun Ágætis hf. við laun í fyrirtækj- um í úrvinnslugreinum. Ágæti hf. er sölu- og dreifingarfyrir- tæki, þar sem starfsmenn þess eru að meginhluta sölumenn, en í úrvinnslufyrirtækjum er meginþorri launþega ófaglært verkafólk, sem ber minna úr býtum. ¦ selst alltaf langsamlega mest af barna- og unglingabókum að magni til, en einnig eru þjóðleg- ur fróðleikur, ævisögur og handbækur mjög vinsælar með- al kaupenda. Odýrasta bókin, sem Benedikt mundi eftir, var á 50 kr., en þær fara upp í 6000 kr. Algengast er hins vegar að bækurnar séu á bilinu 100-1000 kr." Að sögn Benedikts var hann ánægður með hvernig markað- urinn fór af stað og mætingu kaupenda fyrsta daginn. „Þetta eru sömu andlitin sem koma hingað og ég er búinn að sjá síð- astliðin 20 ár á bókamarkaðn- um." Yngstu íslensku bækurnar á markaðnum eru gefnar út á ár- inu 1993. Það er samkomulag bókaútgefenda og bóksala að tvö almanaksár verði að vera liðin frá því að bækurnar koma út og þar til þær fara á bóka- markaðinn. LÓA Mikill og almennur áhugi á fyrirlestraröö fé- lags sálfrœbinema um hvort vit sé i vísindum: Er vísinda- leg „sönnun" ekki til? Það kom ungum sál- fræbinemum í Háskólan- um á óvart hversu vel al- menningur tók vib sér þegar auglýst var fyrir- lestraröb um efnib „Er vit í vísindum?". Þrjú hundrub manna salur í Háskólabíói trobfylltist og nú er An- ima, félag sálfræbinema, búib ab tryggja annan sal og stærri fyrir næsta fyrirlestur, sem er á morgun. Greinilegt er að al- mennur áhugi er vakinn á sál- fræbilegum efnum. Þorsteinn Vilhjálmsson pró- fessor mun fjalla um efnið „Vís- indin, sagan og sannleikurinn" á laugardag kl. 14 í sal 3 í Há- skólabíói. Þar ber á góma spurn- inguna um hvort til sé eitthvað sem heitir „vísindalega sannað" og hvort vísindin geri ráð fyrir að til sé einhverskonar (stóri) Sannleikur, og einnig hvort til sé eitthvað sem heitir á daglegu máli „vísindaleg sönnun". Fyrirlestur Þorsteins er hinn þriðji í röðinni af sex vikulegum umfjöllunarefnum. Fyrirlestrarn- ir em vikulega á laugardögum á sama tíma og sama stað. -JBP Þorsteinn Vil- hjálmsson pró- fessor: Er eitt- hvab til sem heitir vísindaleg sönnun? Þab orbalag er mikib notab og þykir býsna traust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.