Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. febrúar 1996 7 Mjög mikiö lagt upp úr öryggiskröfum viö qerb Hvalfjarbarganga: Neyöarsímar meö 500 m millibili Mjög miklar öryggiskröfur veröa haföar aö leiöarljósi viö byggingu Hvalfjaröar- ganganna og litiö til erlendra fyrirmynda hvaö varöar ör- yggisstaöla. Slysatíöni í jarö- göngum er almennt mun minni en á opnum vegum. Hvaö jaröskjálftahættu varö- Lögreglu- og slökkviliös- menn gagnrýna stjórnvöld: Neybarsím- svörun verði hjá opinber- um aoilum Landssamband lögreglu- og slökkviliösmanna átel- ur harölega þá ákvöröun aö bjóöa út neyöarsím- svörun og færa í hendur einkarekinna fyrirtækja og félagasamtaka meö eignarhlut upp á 72%. Á öllum Noröurlöndum sé eignarhald á neyöarsím- svörun alfariö í höndum opinberra aðila. „Engin haldbær rök styöja aö eign- arhald einkarekinna fyrir- tækja leiöi í raun til sparn- aðar, heldur þvert á móti til aukins kostnaöar," segir í ályktun frá samtökunum. Þá segir einnig að reynsla af eðli vettvangsvinnu sé einn lykilþátta þess aö viðbragðs- aöili vinni hnökralaust úr útkalli. -BÞ ar er þaö niðurstaða rannsókna að nær engar líkur séu á svo miklum jarðhræringum að slys gætu oröið í göngunum. Þegar náttúruhamfarirnar uröu í jap- önsku borginni Kobe, 17. janú- ar 1995, varð gríðarlegt mann- og eignatjón. AIls eru átta jarö- göng í Kobe og skemmdust þau afar lítið, nema helst viö munna, samkvæmt upplýsing- um frá Speli hf. í alþjóðlegri rannsóknarskýrslu um afleið- ingar Kobeskjálftans segir með- al annars: „Skemmdir á neðan- jaröarmannvirkjum, svo sem námum, jarðgöngum eða neð- anjarðarbrautum, eru mjög sjaldgæfar í jarðskjálftum." Öll hönnun Hvalfjarðar- ganga sem varðar eldvarnir er byggð á norskum reglum og stöðlum, eins og mælt er fyrir um í samningi Spalar hf. og samgönguráðuneytisins. Reynsla Norðmanna sýnir að gera má ráð fyrir að bíll stöðv- ist vegna bilunar einu sinni á tveggja mánaða fresti, að fólk meiðist í óhappi í göngunum einu sinni á sex árum og að einu sinni kvikni í bíl í göng- unum á átta ára fresti. Samt sem áður eru öryggiskröfur mjög harðar og má þar nefna að neyðarsímar eru meö 500 metra millibili, sólarhringsvakt verður í beinu sambandi viö slökkvilið, slökkvitæki eru meö 250 m millibili, eldþolið efni í klæðningu,.varaaflstöð og gul leiðarljós. Göngin eru alls 5.770 m að lengd, þar af eru sprengd göng undir sjó 3.750 m. -BÞ Huröarlaust neyöar- skýli á Fimmvöröuhálsi Frá Stefáni Böbvarssyni, fréttaritara Tím- ans í uppsveitum Arnessýslu: Fyrir skömmu varð þess vart að útihurð hafði verið tekin af neyðarskýli Björgunarsveitar Austur-Eyfellinga við Fimm- vörðuháls. Hvorki er vitað hvað af hurðinni hefur orðið né hversvegna henni var stolið. Geta menn sér þess til að ferða- langar á bílum hafi tekið hurð- ina til að „fleyta" sér í lausasnjó og beri það vott um samfélags- lega siðblindu að láta a.m.k. ekki vita. Á dögunum fóru tveir björg- unarsveitarmenn, þeir Ásbjörn Óskarsson og Baldvin Sigurðs- son, ásamt Sveini Óskari Ás- björnssyni aðstoðarmanni, meö efni og verkfæri og smíðuðu nýja hurð. Mega hurðarþjófarn- ir vita að með athæfi sem þessu eru þeir ekki bara aö stela hurð, heldur líka tíma, fyrirhöfn og fjármunum samborgaranna, • en umfram allt öryggi sem reynt hefur verið aö búa þeim sem ' ferðast utan alfaraleiða. Núna strax nœstu daga veröur byrjaö afalvöru á Hvalfjaröargöngunum. Framundan ergerö 4-5 km neöansjáv- arganga, sem eiga aö kosta um 4.000 milljónir króna. Tímamynd Ámi Bjarna Ólafur Sigurgeirsson á Þaravöllum segir jarögöng undir Hvalfjörö eiga eftir aö koma landsmönnum i koll: Éitt mesta umhverfis- slys sögunnar „Þessi göng eru eitt mesta um- hverfisslys landsins og stór- skaði fyrir okkur hér og alla landsmenn. Göngin eiga eftir að verða dragbítur á þjóðfé- laginu í áratugi og komast sennilega aldrei í gagnið," sagði Ólafur Sigurgeirsson, bóndi á Þaravöllum í Innri- Akraneshreppi, í samtali við Tímann í gær. Ólafur er einn þeirra sem bar- ist hafa hvað mest gegn Hval- fjarðargöngum. Hann telur nýja veginn aö göngunum, sem mun liggja um landareign hans, brytja jörðina niður og auk þess muni mikil mengun fylgja. Ól- afur hefur bent á aö gangagerð hefði betur orðið viö svokallaða Kiðafellsleið, enda liggi það bet- ur við landsmönnum. Honum finnst fráleitt aö göngin muni styrkja byggð á Vesturlandi, eins og haldið hefur verið fram. „Af hverju ættu Reykvíkingar að vilja flytja hingað uppeftir til að stunda vinnu í Reykjavík? Það er engin vinna hér á svæðinu. Það á eftir að verða hrein öfug- þróun, miðað við það sem þess- ir menn ímynda sér. Smátt og smátt er öll verslun og þjónusta að flytjast til Reykjavíkur og ef einhver mun fara þessi göng, sem ég efast nú um, munu þau fremur verða til ab styrkja þá þróun." Ólafur segist ekki viss um Ólafur Sigurgeirsson. hvort hann eða nágrannar hans muni sitja áfram, en allmargir bændur í nágrenni við Þaravelli munu vera andvígir göngunum. Hann útilokar ekki að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu, enda stórskerði nýi vegurinn lífsafkomu. „Það viröist sem þessir menn séu með öll stjórn- völd á bak við sig og við mun- um sennilega ekki ná að stöðva þetta hébanaf. Hins vegar er alls óljóst hvort gerð ganganna er framkvæmanleg. Ef til vill eyöi- leggja þeir allt og tæta og hætta síðan við allt saman. Eg veit ekki betur en verkfráeðingar og aðrir hafi reynt að opna augu þeirra fyrir ýmsum hættum. Maöur sér bara í sambandi við Vestfjarðagöngin að þar lentu menn á ógrynni vatns, en hér verða menn með heilan sjó fyr- ir ofan sig." -BÞ Kostar milljarba ab breikka allar einbreibar brýr á landinu: Brúin yfir Botnsá breikkuð á þessu ári „Ekki liggja fyrir nákvæmar upþlýsingar um hvað kosta muni að breikka allar ein- breiöar brýr á þjóðvegum landsins, en sú upphæö Snarpur skjálfti arib 1784 þar sem H valfj arðargöngin ver&a grafin í tilefni af undirritun samninganna um Hval- fjarðargöngin hafa menn rifjab upp sögur af land- skjálftum. I bók Þorvalds Thoroddsen, Landskjálftar á íslandi, segir Magnús Stephensen eftirfar- andi, staddur á þeim slóðum sem göngin verða gerð, 1784: „14. ágúst var ég staddur á Innra-Hólmi á Akranesi: milli kl. 4 og 5 e.m. hristust þar hús öll, eins og allt ætlaði niður að keyra og allir hlupu út og ég líka; öll suðurhlíðin á Akrafjalli var hulin reykjar- mekki, því alls staðar féllu skriður, og stór björg féllu úr sjávarhömrunum fyrir neðan bæinn. Næstu nótt fann ég, og aðrir á bænum, smákippi svo ég vaknaði, en hinn 16. s.m. dundi yfir annar langur og hræðilegur jarðskjálfti, nærri eins harður og hinn fyrsti." í sömu heimild segir enn- fremur um árið 1874: „í Borgarfirði voru jarðskjálfta- kippirnir sumstaðar allsnarp- ir, en kippurinn 10. septem- ber var þó einna harðastur; í öllum kippum fannst hreyf- ingin koma úr NA. í Staf- holtsey bilaði fornfálegur veggur, vökvi fór úr ílátum og bylgjur 11/2 alin á breidd sáust á síkinu við bæinn. Á Fossum fannst mikið til allra jarðskjálftanna og meira en á öðrum bæjum þar í grennd." (Stafsetningu breytt til nú- tímamáls). -BÞ hleypur á milljöröum króna," sagbi Halldór Blöndal sam- göngurábherra í svari viö fyr- irspurn frá Ragnari Arnalds um hvab líbi framkvæmdum vib einbreibar brýr. Ragnar Arnalds sagði að slys- um fjölgi við einbreiðar brýr. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðar ríkisins hafi orðið 108 slys við þær aðstæður á undan- förnum sjö árum, og 17 slys hafi orðið við eina og sömu brúna á þessum tíma. Ennig benti hann á að mörg þessara slysa hafi orð- ið á Norðurlandsvegi í Húna- vatnssýslum. Halldór Blöndal sagði að margar einbreiöar brýr væru á þessari leið, en flest slysanna heföu þó orðið á brúm yfir Þjórsá og einnig Botnsá í Hval- firði þar sem 17 slys hafi orðið á sjö árum. Fyrirhugað væri að breikka brúna yfir Botnsá á þessu ári og hyrfi hún þá úr hópi þessara slysagildra. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.