Tíminn - 28.02.1996, Qupperneq 5

Tíminn - 28.02.1996, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 28. febrúar 1996 stfmftm 5 Götur Bjöms frá Sveinsstöðum Björn heitir maöur og er Egils- son, fæddur aö Sveinsstööum í Lýtingsstaöahreppi í Skagafiröi 7. ágúst 1905. Hann dvaldist meö foreldrum sínum á Sveins- stööum, þeim Agli Benedikts- syni og Jakobínu Sveinsdóttur, fram yfir fermingu. Síöan fór hann aö Mælifelli og dvaldist þar í 5 ár viö nám og störf hjá merkisprestinum séra Tryggva Kvaran. Björn mun hafa byrjaö bú- skap á Sveinsstööum 1932 og bjó þar fram yfir 1970, en segir sig hafa skort dug „og þó miklu fremur fjármálavit" til þess aö græöa á búskap. Sveitungar Björns höföu þó ekki minni trú á fjármálaviti hans en svo, að þeir geröu hann aö hrepps- nefndaroddvita, muni eg rétt. Veit eg ekki betur en honum hafi farist þaö vel úr hendi, enda þótt hann segi sjálfur svo frá, að eitt sinn er hann sendi Haraldi hreppstjóra á Völlum í Seyluhreppi reikning til endur- skoðunar, þá hafi Haraldur sagt þaö venju í Seyluhreppi „að tvisvar fjórir væru átta, en þaö væri ekki hjá mér". Áriö 1973 fluttist Björn til Sauðárkróks. Þar hlaut hann þaö embætti aö veröa meö- hjálpari og kirkjuvörður, þar til það óhapp henti aö „eg var steinsofandi þegar eg átti að af- skrýða prestinn". Þegar á leið ævina og umsvif minnkuöu, tók Björn að safna fundargerðabókum og öörum sögulegum fróöleik vítt og breitt um Skagafjörö og afhenti Héraösskjalasafni Skagfirðinga til varðveislu. Munu vart aðrir hafa dregiö þar drýgri hlut aö boröi en Björn. Fyrir þetta ómetanlega starf var Björn kjörinn heiðursfélagi Sögufé- lags Skagfiröinga, er hann varð áttræöur 7. ágúst 1985, og er nú einn á lífi þeirra, sem hlotiö hafa þann heiður. Björn Egilsson. Björn var snemma hneigður til ritstarfa. Fyrsta blaðagrein hans birtist í Tímanum 4. maí 1944 og fjallaði hún um „Vega- mál í Lýtingsstaðahreppi". Frá þessum fyrstu skrefum hefur Björn veriö á meira og minna róli um ritvöllinn. Hann hefur samið mergö blaðagreina um margvísleg efni, auk fjölda sagnfræði- og mannfræðilegra þjóölífsþátta. Mikið af þessu efni hefur birst í blöðum og tímaritum, en annað liggur óbirt í handriti. í Héraðsskjalasafni Skagfirð- inga er varðveitt svohljóðandi yfirlýsing frá Birni, rituö 6. maí 1983: „Ef til þess kemur, aö eitt- hvaö veröi gefið út eftir minn dag af því, sem eg hef skrifað, óska eg þess eindregið, aö þeir Kristmundur Bjarnason, fræði- maður á Sjávarborg, og Hannes skáld Pétursson, Alftanesi, sjái um útgáfuna, velji og hafni úr skrifum mínum, sem eru eign Héraösskjalasafns Skagafjarðar- sýslu." Líöur nú og bíður og allt í einu er Björn oröinn 90 ára. Er fáum einum gefiö aö ná svo há- um aldri. Mætti segja mér aö þaö væri ekki hvaö síst aö þakka fjallaloftinu, sem Björn teygaði svo ótæpilega að sér hér á árum áöur. Og á þessum tíma- mótum í ævi Björns þótti for- ráðamönnum Sögufélags Skag- firðinga við hæfi aö efna til út- gáfu á einhverju af ritverkum hans. Kom þá til kasta þeirra vina Björns, Kristmundar og Hannesar, aö velja efnið í bók- ina. Hefur þaö varla veriö auð- velt verk, því úr mörgu góöu var aö moða. Og nú er bókin komin út með 22 þáttum „um persónu- sögu og staðfræði". Heiti þáttanna eru þessi: Eft- irleit á Nýjabæjarafrétti 1912. Viö Grænutjörn. Ólína Sveins- Háskólaútgáfan hefur nú í sam- vinnu við Landvernd gefið út bókina Umhverfisréttur — Vernd- un náttúru íslands eftir Gunnar G. Schram. í þessu nýja riti er aö finna heildaryfirlit um öll lög og reglur sem hér á landi gilda um nátt- úruvernd og verndun landsins og lífríkis þess gegn mengun og öðmm umhverfisspjöllum. Fyrir alla þá, sem áhuga hafa á þessum málum, hefur bókin því mikið upplýsingagildi. I bókinni er fjallað í ljósu og glöggu máli um öll ákvæði laga um náttúruvernd, mengun láös og lagar, veiöar fiska og dýra og skipulagsmál í þéttbýli og á miö- hálendinu. Jafnframt er í fyrsta sinn gerð grein fyrir skuldbindingum ís- lands í umhverfismálum sam- kvæmt EES-samningnum og allir alþjóöasamningar skýröir sem ís- BÆKUR MAGNÚS H. GÍSLASON dóttir, Litluhlíö. Harðræöi við Héraðsvötn. Bergþór í Litlu- hlíð. Því gleymi eg aldrei. Gísli Björnsson á Skíðastöðum. Fjár- skaði í Ölduhrygg. Villa á Geit- húsmelum. Hrólfur Þorsteins- son á Stekkjarflötum. Jóhannes Guðmundsson í Ytra- Vall- holti. Eftirleit á Hofsafrétt 1912. Leiði Dalaskáldsins er týnt. Suður Kjöl 1923. Atburðir við Stafnsrétt. Hjörleifur Sigfús- son — Marka-Leifi. Minningar frá 1942. Fyrsta sinn í Vest- flokksgöngum. Hún hét María. Hvíta vorið. Yfir Nýjabæjarfjall. CunnarC. Schram. Fréttir af bókum — Hygg eg að þessi kaflaheiti gefi nokkra hugmynd um efni bókarinnar. í upphafi hennar rifjar Björn upp „minningabrot", er hann nefnir „Að leiðarlokum" og eru niðurlagsorðin þessi: „Um ára- tuga skeið hef eg haft sérstaka ánægju af ab feröast á fjöll og smala fé. Nú horfi eg til hinstu leita." Aðfaraorð ritar Hjalti Pálsson, en eftirmála þeir Hannes Pét- ursson og Kristmundur Bjarna- son. Þá er í bókinni skrá yfir fjöldamarga aöila, sem senda Birni heillakveðjur, manna- og staðarnafnaskrá og skrá yfir ljósmyndir, en þær skipta tug- um. Þetta er í senn fróðleg bók og skemmtileg. íslands land er aðili að í þeim efnum. Sérstakur kafli fjallar um al- þjóðlegan umhverfisrétt. Bókin er mikilvægt upplýs- ingarit fyrir alla áhugamenn um náttúmvernd, en einnig nauð- synleg handbók fyrir alla þá sem starfa að umhverfismálum hér á landi. ítarleg laga- og atriðisorðaskrá er í bókarlok. Gunnar G. Schram er prófessor í þjóðarétti og stjórnskipunar- rétti við Háskóla íslands. Hann var formaður undirbúnings- nefndar íslands fyrir ráðstefnu Sameinubu þjóðanna 1992 í Ríó um umhverfis- og þróunarmál og hefur m.a. gefiö út bækurnar Vemdun hafsins og Framtíð jarðar. Bókin er 408 bls. að lengd, kostar kr. 4.490 og fæst í öllum helstu bókaverslunum. Verndun náttúru Hvers vegna Þjóöverjar hófu ekki smíöi kjarnorkusprengju í síöari heimsstyrjöldinni Heisenberg's War, eftir Thomas Powers. Alfred A. Knopf, xii — 609 bls. í síðari heimsstyrjöldinni hófu Þjóðverjar ekki smíði kjarnorkusprengju. Hvers vegna? Þeirri spurningu öðrum fremur leitast Thomas Powers við að svara í bók sinni, Heisen- berg's War, sem út kom í New York 1993. í upphafi styrjaldar- innar var Werner Heisenberg álitinn fremstur kjarnorkuvís- indamanna Þjóðverja. „Heisen- berg hafði hlotið Nóbelsverð- laun 1932 og verið skipab á bekk með miklum vísinda- mönnum sakir hlutar síns að byltingu í eðlisfræði á þribja og fjórða áratugi aldarinnar — uppgötvun „quantum mechan- ics" og „meginreglu óvissu" (bls. 3). „Á síðustu áratugum 19. aldar héldu margir eðlisfræðingar, og sögöu það nemendum sínum, að vísindi þeirra væru komin á leiðarenda: Grundvallarlögmál þeirra væru kunn. ... En nýtt tímaskeið í sögu vísinda þeirra hófst jafnvel fyrir aldamótin fyrir sakir tilrauna, sem opnuðu skjá ab atóminu með mæling- um á verkan þess — röntgen- geislum, sem þýski eðlisfræð- ingurinn Wilhelm Röntgen uppgötvaði 1895, og geisla- virkni (er í fyrstu gekk undir öbru nafni), sem franski vís- indamaöurinn Antoine-Henri Becquerel uppgötvaði aöeins mánuði síðar. ... í París 1897 af- réð ungur pólskur eðlisfræðing- ur, Marie Curie, að semja dokt- orsritgerð sína um geislavirkni og vann síðan alla ævi að rann- sóknum á henni.... Curie fetabi sig fram eftir lotukerfinu og gat brátt sýnt fram á, að af þá kunn- um frumefnum væru aðeins úr- aníum og thoríum geislavirk, en síðar uppgötvaði hún ný frum- efni, póloníum (nefnt eftir ætt- landi hennar) og radíum." (Bls. 24) II í menntamálaráðuneytinu í Berlín í apríl 1939 var upp tekið heitið „Uranverein" á því litla samfélagi eðlisfræbinga og efna- fræðinga, sem kusu, eða voru skikkaðir til, að vinna að „nuclear fission". ... Að einum eöa öörum hætti var „Uranve- rein" aö og kom saman öll stríðsárin, en þeir, sem að rann- sóknunum unnu í Þýskalandi, heyrðu aldrei undir eina yfir- stjórn. ... Rannsóknir fóru fram í Berlín, Hamborg, Heidelberg, Leipzig og á ýmsum öðrum stöðum. ... Þýskir herforingjar gerðu sér vonir um, að kjarn- orkusprengja yrði afrakstur af starfi „Uranverein" (BIs. 79). „í næði var Heisenberg við kennslu og rannsóknir (frá stríbsbyrjun fram til 1942), að öðru leyti en því, að hann fór vikulegar ferðir til „Uranverein" í Berlín. ... Heisenberg hafbi lítt á orði þær hugsanir, sem á hann sóttu. Tilraunum hans var Fréttir af bókum þröngur stakkur skorinn; lítið var um þungt vatn — 8 lítrar 1940, og innan við 40 lítrar í árslok 1941, þegar tonna hefði verið þörf við virkan kjarna- kljúf." (Bls. 110-112) ... Þegar verið er að leiða hugann ab ráðagerðum Þjóbverja um sam- setningu kjarnorkusprengju vorið 1942, þarf þess að minn- ast, að sex hópar ab minnsta kosti áttu hlut ab máli og reyndu að ráða því, sem gert var." (Bls. 131). ... Allir þessir sundurleitu hópar höfðu skiln- ing á, að smíöi feiknamikillar sprengju væri að sönnu mögu- leg. Þá greindi á um, hvort sá möguleiki réttlætti firnamiklar iðnaðarlegar og vísindalegar að- gerðir á stríðstíma. ... Með vissu verður ekki sagt til um, hvenær bölsýnin varð ríkjandi (BIs. 132). ... Heisenberg var loks skipaður forstöðumaður Berlin- Dahlem eðlisfræðistofnunar- innar 24. apríl 1942. ... (Bls. 135) m Á fundi Rannsóknarráðsins 26. febrúar 1942 hafði Heisen- berg ásamt sjö öðrum ræbu- mönnum gert grein fyrir horf- um á nýtanlegri kjarnorku og kjarnorkusprengju. ... Meðal annarra orða, eða því sem næst, vék Heisenberg ab „nýju efni" (plútóníum) og aö því, aö „miklu auðveldara væri aö skilja það frá úraníum heldur en U- 235." Þetta var „opna leiðin" til sprengju. ... Þegar Heisenberg flutti fyrirlesturinn hafbi eng- inn í Þýskalandi enn litið U-235 eba plútóníum; satt að segja hafði þá einungis örlítiö magn af því verið unnið í Bandaríkj- unum." (Bls. 138- 140) „... Albert Speer kom í Harn- ack Haus síðla dags 4. júní 1942. ... Á meðal viðstaddra vísinda- manna voru forsvarsmenn rannsókna varðandi samsetn- ingu kjarnorkusprengju og há- skólamenn. ... Það féll í hlut Heisenbergs, helsta hugmynda- smiðsins við sprengjurannsókn- ir, að greina frá því, sem fram- undan væri í þeim efnum. Texti fyrirlesturs hans hefur ekki varðveist, og svo virðist sem engin fundargerð hafi verið skráð. í frásögn Speers, sem birt var 1969, er heldur ekki getið um plútóníum, og svo virðist sem aöeins óljósum orðum hafi veriö vikið að tilvist þess og meginhlut þess í undirbúningi að sprengju. ... Að sögn Speers „lýsti Heisenberg vissulega yfir, að vísindaleg lausn hefði fund- ist og í fræðilegu tilliti væru engin vandkvæði á samsetn- ingu slíkrar sprengju. En það tæki nokkur ár aö búa tæknileg skilyrði til gerðar hennar, að minnsta kosti tvö, jafnvel þótt fyllsti stuðningur væri veittur" (Bls. 143). I Physics and Beyond er Heisen- berg furbulega fáorbur um þennan fund hans og Speers. Hann reit: „Ríkisstjórnin ákvab í júní 1942, aö vinnu að kjarna- kljúf yrði haldið áfram, en inn- an hóflegra marka. Engin skip- un var gefin um smíöi kjarn- orkusprengju...." (Bls. 149) ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.