Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 10
10 Mibvikudagur 28. febrúar 1996 Er litatískan að taka völdin? Útflutningur á síbasta ári var svipabur og á árinu 1994. Sú breyting, sem helst var sjáanleg, er ab stöbugt fjölgar þeim hryss- um sem seldar eru úr landi. Einkum hefur þab vakib athygli ab af ótömdum hrossum, sem seld eru, er nær eingöngu um ab ræba hryssur. Þannig er þab einnig um folöld, sem seld eru, ab þar eru merfolöldin allsráb- andi. Þab, sem vekur til umhugsunar vegna þessarar þróunar, er ab bú- ast má vib ab talsvert fari utan af lélegum hrossum meb þessum hætti. Ástæban er m.a. sú ab valib á þessum hrossum er ekki ein- göngu kynib, heldur einnig litur- inn. Þab viröist skipta meira máli í hugum kaupenda hvern lit hrossiö ber en hver hugsanleg gæöi eru fyrir hendi eba bygging. Tískufyrirbæri em algeng í heimi hestamennskunnar. Má þar minna á notkun þeirra stóö- hesta sem efstir standa hverju sinni. Þeir eru iöulega notaðir blint, þ.e. án þess að gaumgæft sé í hverju kostir þeirra liggja eða því sé gefinn gaumur hvaö á bakvið þá stendur. Um litatískuna er það aö segja, að hún er að mestu bundin við útlendinga. Þab er rétt að litaaubgi íslenska hestsins er auðlind og á auðvitað að viðhalda henni. Hitt er samt slæmt ef litur- inn einn á aö ráða um söluna. HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Þannig virbist þetta vera í mörg- um tilfellum. Vindótt hross eru t.d. mjög gób söluvara um þessar mundir, þó sér í lagi vindóttar hryssur. Þar virðast menn minna setja fyrir sig þótt að hryssunni standi litlar ættir og hæfileikarnir séu takmarkabir. Þessi hross eru iðulega seld úr landi ótamin og menn geta því verið að kaupa köttinn í sekknum. Skjótti litur- inn selst líka vel. Þeir, sem koma sér upp slíkum hrossum, hafa því sölumöguleika umfram aðra. En þá þurfa menn að gera þá kröfu til sinnar ræktunar að hross með þessum vinsælu litum séu einnig gæðahross. Þá er auðlindin, sem litaauðgin er, farin að skila sér. Það er hins vegar slæmt ef ekki er markaður fyrir góð hross, bara vegna þess að þau eru brún, jörp eða rauð. Góð hross eiga alltaf að vera söluvara, vegna þess að þab eru gæðin sem við viljum rækta upp, en liturinn á svo að vera uppbót á þau. Stóöhestar á Vesturlandi Hrossaræktarsamband Vestur- lands er búib fyrir allnokkru ab raba sínum hestum nibur. Þeir eru snemma á ferbinni og hafa tekib upp stabfestingargjald, sem greiba verður fyrir ákvebinn tíma. Þetta fyrirkomulag á ab tryggja ab menn haldi ekki piássi hjá eftir- sóttum hestum, en noti þab svo ekki þegar á á ab herba. Stabfest- ingargjaldib er óafturkræft. Hrossaræktarsamband Vestur- lands á nú orðið hlut í mörgum af eftirsóttustu stóbhestum landsins og hefur stóðhestakostur þeirra batnab mjög mikið á undanförnum árum. Þab hlýtur að skila sér von bráðar í betri hestakosti, ef menn gæta þess að vanda hryssuvalið. Sambandið hefur sent frá sér eft- irfarandi reglur varðandi skráningu í girðingar: 1) Hryssueigendur á sambands- svæbinu ganga fyrir. 2) Hryssur séu skráðar í „Feng" og folaldaskýrslum skilað. 3) Takmarkaður fjöldi hryssna frá einstaklingum, ef að- sókn er mikil. 4) Pantanir (sem áttu að hafa borist fyrir 15. febrúar) eru afgreiddar í dagsetningarröð. 5) Tekið er vib öllum pöntunum á sama stab. Pantanir eiga að berast til for- manns Hrossaræktarsambands Vesturlands, Bjarna Marinóssonar, í síma 435-1143. Folatollur verður kr. 12.000 m/vsk. Giröingargjald verður kr. 1.000 til 1.500. Staðfestingargjald á pöntun skal greiðast fyrir 15. apríl. Gjaldiö er 5.000 kr. og er óafturkræft. Ef gjald- ið er ekki greitt, fellur pöntunin sjálfkrafa niður. Sónarskoðunar- kostnað greiðir hryssueigandinn sjálfur, þar sem það er ekki innifalið í folatollinum. Endurgreiddar verða kr. 7.000, ef hryssa reynist fyllaus við sónarskobun. Þeir, sem ekki vilja sónarskobun, geta tekið hryss- urnar um leib og hesturinn er tek- inn úr girbingunni. Hestarnir verba á eftirtöldum stöðum: Kolfinnur frá Kjarnholtum fyrra tímabil í Hólslandi. Dagur frá Kjarnholtum í hús- notkun í Skarði I og fyrra tímabil í Stóru-Fellsöxl. Stígandi frá Sauðárkróki fyrra tímabil á Hesti, síðara tímabil óstaðsettur. Geysir frá Geröum fyrra tímabil óráðstafað. Oddur frá Selfossi fyrra tímabil í Ásgaröi í Reykholtsdal. Gustur frá Hóli síbara tímabil í Hólslandi. Baldur frá Bakka í húsnotkun í Stangarholti. Reykur frá Hoftúnum fyrra tíma- bil í Stóru-Fellsöxl. Jór frá Kjartansstöðum verður fyrra tímabil staðsettur í Dölum, en Hrossaræktarsambandið hefur tólf pláss undir hann þar. Piltur frá Sperðli verður fyrra tímabil í Borgarfirði. í HESTAMÓTUM á næstunni verður gerb grein fyrir stóðhesta- framboði annarra hrossaræktarsam- banda. ■ jór frá Kjartansstöbum verbur á Vesturlandi á fyrra tímabili. Knapi hans á myndinni er Þórbur Þorgeirsson. Brúnir, rauðir og jarpir minni söluvara Ef farið er í gegnum þann hóp hrossa sem seld eru ótamin úr landi, þ.e. tveggja og þriggja vetra tryppi, sést að þar er nær eingöngu um hryssur að ræða eða þá einstaka stóðhestsefni. Þeir geldingar, sem fara utan á þessum aldri, eru eingöngu þeir sem hafa sérstök litareinkenni. Nú hafa þeir stóðhestar, sem bestir hafa verið taldir á íslandi og flest afkvæmi hafa eignast, flestir verið brúnir, rauðir eða jarpir. Þess vegna eru þessir litir mjög ríkjandi. Þetta er á margan hátt miður, því eins og að fram- an greinir þá þarf að halda lita- fjölbreytninni vib. Nokkrir úr- vals kynbótahestar hafa verið gráir, en grái liturinn hefur ekki náð jafn mikilli hylli og ýmsir aðrir. Leirljósi liturinn, sem var mjög vinsæll fyrir nokkrum ár- um, virðist fremur á undan- haldi. Sama má segja um gló- fextu hrossin, sem alltaf hafa verib í uppáhaldi hjá íslending- um vegna litar: þau eru ekki efst á óskalistanum í dag. Það vekur spurningar um hvort rétt sé að elta slíka tísku, en mönnum er þó vorkunn sem losna þurfa við sína framleiðslu. Á þetta er minnt hér, til að brýna það fyrir mönnum að slaka ekki á gæða- markmiðum þó þeir séu að slægjast eftir betri sölulitum. Markaðurinn á að grundvallast á gæðum, annað kemur niður á sölunni til lengri tíma litið. Ný þjónusta hjá Hrossarækt- arsambandi Suburlands Hrossaræktarsamband Suður- lands gefur út 20 síðna mynd- skreyttan bækling um stóð- hesta sambandsins Um þessar mundir eru hrossa- ræktarsamböndin ab raða nibur grabhestum á deildir samband- anna og jafnvel búnar að því sumar hverjar. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað undanfarin ár varðandi leigukjörin. Þar ber hæst endurgreiðsla á stórum hluta folatolls, ef hryssan reynist vera fyllaus við sónarskobun eftir að hafa verið í girðingu hjá stóðhesti á vegum hrossaræktarsamband- anna. Útfærsla á þessu er misjöfn hjá hrossaræktarsamböndunum. Hrossaræktarsamband Subur- lands mun á næstunni gefa út myndskreyttan tuttugu síðna upplýsingabækling um starf sam- bandsins. Þar verbur gerð grein fyrir þeim hestum sem í boði veröa og með hvaba kjörum. Þess- um bæklingi veröur dreift um Suðurland og á Stór-Reykjavíkur- svæðinu með tímaritinu Eiðfaxa til áskrifenda á þessu svæði. Bæk- lingurinn mun auk þess liggja frammi hjá búnaðarsamböndum og víðar. Folatollur hjá yngri hestum sambandsins og leiguhestum veröur kr. 25.000. Reynist hryss- ur, sem verið hafa hjá þeim, hins vegar fyllausar við skobun, þá eru endurgreiddar kr. 20.000. Fola- tollur hjá eldri hestunum verbur hins vegar ekki nema kr. 8-10 þús., en þar verður ekki endur- greitt. Það verður talsvert dýrara að fara undir Hrafn frá Holtsmúla en aðra hesta sambandsins. Hann verbur ekki í girðingu, en leitt verður undir hann. Hrafn er 28 vetra gamall og munu fá dæmi þess að stóðhestur hafi enst svo lengi. gangmáli í A.-Landeyjum. Angi frá Laugarvatni verður í fyrra gangmáli í V.-Landeyjum og seinna gangmáli í Sandvíkur- og Hraungerðishreppi. Nasi frá Hrepphólum verbur í fyrra gangmáli í Rangárvallahreppi og seinna gangmáli í Grímsnesi og Gustur frá Hóli verbur í húsnotkun á Suburlandi. Knapi á myndinni er Ragnar Ingólfsson. Hvar veröa hestarnir? Hér á eftir er getiö um hvar stóðhestarnir verba í sumar. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi og mönnum bent á bæklinginn þegar hann kemur út. Geysir frá Gerðum verður í hús- notkun í Skaftárhreppi. Máni frá Ketilsstöðum verður í húsnotkun í Álftaveri og fyrra gang- máli í Kjósardeild. Stígandi frá Sauðárkróki verður í húsnotkun í Mýrdal. Sörli frá Búlandi verður í fyrra gangmáli undir Eyjafjöllum. Keikur frá Miðsitju verður í fyrra Laugardal. Andvari frá Ey verður í húsnotk- un á Tóftum í Stokkseyrarhreppi og fyrra gangmáli í Ásahreppi. Stormur frá Stórhóli verður í fyrra gangmáli í Gaulverjabæjardeild. Toppur frá Eyjólfsstöðum verður í fyrra gangmáli á Stokkseyri. Kolfaxi frá Kjarnholtum verður í fyrra gangmáli í Villingaholts- hreppi. Sproti frá Hæli verður í húsnotk- un í Skeiðahreppi, í fyrra gangmáli í Kirkjubæjargirðingu og seinna gangmáli í Skeiðahreppi. Hrynjandi frá Hrepphólum verð- ur í fyrra gangmáli í Skeiðahreppi og seinna gangmáli í Hrunamanna- hreppi. Galdur frá Laugarvatni verður í fyrra gangmáli í Gnúpverjahreppi. Svartur frá Unalæk verður í fyrra gangmáli í Hrunamannahreppi. Geysir frá Dalsmynni verður í fyrra gangmáli í Biskupstungum. Stígur frá Kjartansstöðum verður í seinna gangmáli í Kjósardeild. Hrafn frá Holtsmúla verður í hús- notkun í Hlíð í Gnúpverjahreppi og fyrra gangmál á Tóftum í Stokkseyr- arhreppi. Otur frá Sauðárkróki verður í hús- notkun í Kjarri í Ölfusi. Gustur frá Hóli verður í húsnotk- un á Hrafnkelsstööum í Hruna- mannahreppi. Jór frá Kjartansstööum verður í húsnotkun á Árbakka í Landsveit og seinna gangmáli í Súluholti í Flóa. Reykur frá Hoftúnum verður í húsnotkun á Árbakka í Landsveit. Galsi frá Sauðárkróki verður í seinna gangmáli í Heysholti í Land- sveit. Elri frá Heiði verður í húsnotkun á Heiði á Rangárvöllum. Kólfur frá Kjarnholtum veröur í húsnotkun á Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi. Hrannar frá Kýrholti verður í seinna gangmáli í A.-Landeyjum. Einstaklingum, sem verba með þekkta stóðhesta á Suburlandi í sumar, var boðið að vera meb í bæklingnum, en voru ekki tilbún- ir til þess ab þessu sinni. Rétt er ab minna menn á ab fylgjast meb bæklingnum þegar hann kemur út. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.