Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 28. febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM FRÉTTIR VESTMANNAEYJUM Bygging Sólhlíbar 19: Stærstu fjárfest- ingarmistök í sögu bæjarins „Bygging Sólhlíöar 19 eru stærstu fjárfestingarmistök í sögu bæjarins. Ég hef sagt að þetta séu langdýrustu íbúðir í heimi, miðað viö stærð. Þarna eru 12 íbúðir og skuldabagginn vegna þeirra um 150 milljónir króna á núvirði dagsins. Ef íbúðirnar veröa seldar, þyrfti að fá um 13 milljónir fyrir þriggja her- bergja íbúð, sem er auðvitað vita glórulaust þegar hægt er að kaupa góð einbýlishús á 10-12 milljónir. Þetta eru þvílík mistök að það tekur engu tali. Mér sýnist við raunhæft mat að við þyrft- um að afskrifa um 70-80 milljónir á núvirði, ef íbúð- irnar væru seldar í dag," sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, í samtali við Fréttir. í framsögu bæjarstjóra .með þriggja ára áætlun vakti athygli að rekstur Vest- mannaeyjabæjar og stofnana hans er að mati Guðjóns kominn í jafnvægi, að und- anskildu félagslega íbúða- kerfinu. Rekstur félagslegra íbúða hefur verib bænum þungur baggi undanfarin ár, en ætl- unin er að létta á skuldum meb sölu Sólhlíðar 19. Hins vegar er það háð samkomu- lagi við félagsmálaráðuneyt- ib og Húsnæðisstofnun, en sérstök nefnd á vegum ráðu- neytisins er að fara ofan í saumana á þessum málum. Hugmyndir bæjarstjórnar eru að í Sólhlíð 19 verbi íbúðir fyrir eldri borgara. í dag er aðeins búið í fjór- um íbúðum af tólf í Sólhlíð 19 og hafa hinar átta staðið auðar meira og minna síb- ustu mánuði. „Þetta eina hús ruglar allar skuldir félagslega íbúðakerf- isins og var byggt á árunum 1987-1990, þegar vinstri menn voru við völd, og þeir sem stjórna hverju sinni bera ábyrgðina. Ef þessar 150 milljónir sem fóru í Sólhlíð 19 hefðu verib settar í Sorpu á sínum tíma, væri rekstur hennar mun minni fyrir bæ- inn. Núna erum við að borga niöur 180 milljón kr. lán af Sorpu á 15 árum í stað þess að eiga peningana. Fjár- festingar vegna Sólhlíðar 19 hafa skuldsett félagslegar íbúðir um 50% af skuldum og er það þaö eina sem pirrar mig varðandi rekstur bæjar- ins, enda það eina sem er í ólagi. Vonandi fer að sjá fyr- ir endann á þessu máli," sagbi Guðjón jafnframt. Prjónaö meb bú- skapnum Hópur fólks á Jökuldal, í Hlíðarhreppi og Tungu heftir ákveðið að stofna almenn- ingshlutafélag um prjóna- stofu. Ákvörðunin um stofn- un fyrirtækisins var tekin á fjölmennum fundi, sem haldinn var síðastliðinn mánudag í Brúarási. Fundur- inn var haldinn að tilhlutan atvinnumálanefndar í fyrr- nefndum sveitarfélögum, en hugmyndin ab stofnun fé- lags um prjónastofu hafði komið fram áður. Þriggja manna stjórn var kjörin til tveggja mánaða til að vinna að stofnun fyrirtækisins og eiga sæti í henni Siguröur Aðalsteinsson, Mínerva Har- aldsdóttir og Gerður Bjarna- dóttir. Að sögn Mínervu hef- ur stjórnin nú þegar á sínum snærum mann sem hefur reynslu af markaðsmálum og verður fljótlega gerð mark- aðskönnun og unnin sýnis- horn af væntanlegri vöru. Ýmsar hugmyndir eru á döf- inni, en byrjað verður á að framleiða minni flíkur, s.s. húfur, trefla, sokkabuxur í barnastærðum og nærfatnað á börn. Ekki er ætlunin að framleiða vörur á lager, heldur unnib jafnóðum upp í pantanir og notaöur véla- kostur sem nú þegar er til á heimilum. Hugmyndin er ab unnið verði að framleiðsl- unni í sameiginlegri vinnu- stofu, en jafnframt boðið upp á þann möguleika að fólk taki verkefni heim sem verktakar. Nú þegar hafa nokkrir skráð sig fyrir hluta- fé, en margir hafa sýnt mál- inu áhuga, enda þörf á at- vinnu í sveitum sem auðvelt er að stunda með búrekstri. rnÉTTnmnnin SELFOSSI Lítil hreyfing á fasteigna- markaði á Selfossi: Tuttugu félags- legar íbúbir ganga ekki út Tuttugu félagslegar íbúðir eru í útleigu á Selfossi, þar sem enginn virðist hafa áhuga á að kaupa þær. Helgi Helgason bæjarritari segir að þetta endurspegli litla hreyf- ingu á fasteignamarkaðnum á Selfossi. 60 félagslegar íbúðir eru á Selfossi, ef frá eru taldar íbúðir aldraðra við Grænu- mörk. Á síðasta ári voru 20 þeirra innleystar, þ.e. eig- endur skiluðu þeim aftur. Bæjaryfirvöld hafa því neyðst til að leigja íbúðirnar út í stað þess að láta þær M U L I OLAFSFIRÐI Magnús Gunnlaugsson íbjörgun- arsveitinni Tindi á Ólafsfirbi hefur tekib ab sér ab þjálfa hund til snjó- flóbaleitar. Hundurinn heitir Tara og er eins árs af Labradorkyni, en Magnús býst vib ab fullnabarþjálf- un taki um fjögur ár. standa auðar. „Verð á fasteignum hefur lækkað á almennum mark- aði. Það leiðir til þess að ungt fólk, sem oft byrjar sinn búskap í félagslega kerf- inu, fer fyrr að kaupa sína eigin íbúð. Því bíða margar þessara íbúða eftir kaup- anda, en í millitíðinni leigj- um við þær út. Það hefur líka borið á því að fólk fer á hinn almenna leigumarkað, því þar fær það húsaleigu- bætur. Menn fá hins vegar vaxtabætur ef þeir kaupa sér íbúð," sagbi Helgi Helgason. Víða um land standa fé- lagslegar íbúðir auðar, því oft eru þær mun dýrari en íbúðir á almennum markaði. Helgi segir að svo slæmt sé ástandið ekki, íbúðirnar hafi verið leigbar út. „Það er ljóst að ríkisvaldið verður að grípa inn í með einhverjum hætti. Okkur er ekki heimilt að lækka verð á íbúðunum og ekki heldur að selja þær nema sem félagslegar íbúðir. Ég veit til þess að þetta mál hefur verið rætt í félagsmála- ráðuneytinu, en hef ekki heyrt meira af hvernig brugðist verði við þessu. Við erum meb 10-12 milljónir bundnar í þessum íbúðum," sagði Helgi ab lokum. V Hreimur Heibarsson sigrabi í söngvarakeppni Fjölbrautaskóla Suburlands, sem fram fór í síb- ustu viku. Alls voru sungin 23 lög, en lagib sem Hreimur söng heitir Taktu til vib ab tvista og Stubmenn sungu hér um árib. Er offjárfest í feröaþjónustu? Frá Stefáni Böövarssyni, fréttaritara Tím- ans í uppsveitum Árnessýslu: Nei, þetta er kannski bara spurning um hvernig staðið er að markaðssetningu og skipulagi, hvort hver og einn pukri í sínu horni og sláist viö næsta mann, jafnvel svo aö báðir falli, eða hvort ferba- þjónustufólk sjái stuðninginn í samkeppnisaðilum og ein- beiti sér í að keppa sem mest við sjálft sig í að ná fram sem mestum gæðum. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi um ferðamál, sem haldinn var í Aratungu, fé- lagsheimili Biskupstungna- manna, á dögunum. Á fundin- um kynnti Gísli Einarsson odd- viti nýráðinn ferðamálafulltrúa Biskupstungna, Ásborgu Arn- þórsdóttur. Ásborg lýsti hugmyndum sínum varðandi starfið, en það felst í stuttu máli í því að vera tengilibur og samstarfsaðili allra þeirra sem starfa eða vilja starfa á þessu sviði, bæði innan sveitar og utan. Enn fremur kom fram í máli hennar að á landinu væru nú 17 feröamála- fulltrúar og að henni sýndist að samstarf og samráð væri mikið í þeim hópi, enda þótt hver liti líka til síns svæðis. Menn sæju að fjölbreytnin væri ferða- mannsins mesti hagur og það væri þab sem þyrfti til, í stóru og smáu. Ferðaþjónustufólk á fundin- um lýsti yfir mikilli ánægju meö rábningu ferðamálafull- trúa Biskupstungna, enda gott fyrir ferðalanga, innlenda sem erlenda, að geta fengið upplýs- ingar um hvaðeina sem til boba er á einum stað. ■ Bílanaust hf. kaupir Þýsk-íslenska og Metró „Fyrirtækið verbur áfram rek- ib sem sjálfstæð eining, trú- lega sem Metró, þrjár verslan- ir ásamt samstarfi við versl- anir úti á ísafiröi og Akranesi. Við munum reyna ab blása lífi í þetta," sagði Reynir Matthíasson, framkvæmda- stjóri hjá Bílanausti hf., í samtali vib Tímann í gær. Metró er einnig hluthafi í SG- búðinni á Selfossi. Metróbúb- ir eru einu byggingavörubúð- irnar sem hafa opið á kvöldin og um helgar. Bílanaust hefur keypt öll hlutabréf í Þýsk-íslenska hf. af Ómari Kristjánssyni, sem hefur rekib fyrirtækið í tuttugu ár og er stofnandi þess. Þýsk-íslenska lenti í ýmsum hremmingum fyrir allmörgum árum og hefur átt erfitt uppdráttar síðan, þrátt fyrir ágæt umboð á bygginga- vörusviði og ýmsum öðrum vörum. Reynir sagði að keppinaut- arnir á byggingavörumarkaði væru sterkir, Byko og Húsa- smiðjan. Það væri tómt mál að tala um samkeppni við þau fyr- irtæki. Bílanaust hefur ráðið fram- kvæmdastjóra að Þýsk-íslenska, Lúðvík Matthíasson, einn sona Matthíasar Helgasonar kaup- manns, stofnanda og eiganda Bílanausts. Ómar Kristjánsson starfar áfram til að byrja með ásamt nýju eigendunum. -JBP Árlegir hlaupárs- tónleikar Ununar Hljómsveitin Unun heldur sína „árlegu" hlaupárstónleika í Þjób- leikhúskjallaranum annab kvöld, fimmtudag, sem er hlaupársdag- ur. Hljómsveitin hefur ekki spilab á íslandi síban í september, vegna anna erlendis og meibsla. Þetta veröa líklega einu tónleikar Ununar hérlendis þar til í sumar, en áhugi á tónleikunum á fimmtudag- inn mun ekki einskorðabur viö ís- land. Til landsins eru væntanlegir „útsendarar stórfyrirtækja", en „harösvíraöar" samningaviðræður standa yfir um þessar mundir, að sögn meðlima hljómsveitarinnar. Tónleikamir hefjast kl. 23.00, að- gangseyrir er 700 kr. og aldurstak- mark 18 ár. Hljómsveitin Botnleðja mun hita upp fyrir Unun. -BÞ Niöurstaöa skipulagsstjóra um lagningu nýs vegar viö Kálfastrandarvoga í Mývatnssveit: Asættanleg lausn Niðurstaba Skipulagsstjóra ríkisins er ab tillaga Vega- geröarinnar um Iagningu nýs vegar um Kálfastrandarvoga og Markhraun í Mývatnssveit sé ásættanleg. Umferbarör- yggi er talið aukast verulega og áhrif á náttúru svæöisins séu í lágmarki. Tvær athugasemdir bárust frá Mývetningum innan tilskilins tíma. Vörðuðu þær báðar legu vegarins og vildu heimamenn hafa hann vestar en gert er ráð fyrir. Vegagerðin telur ekki hægt að breyta áætlun öðmvísi en að breyta hámarkshraða, en vegurinn mun miðast við 70 km hámarkshraða. Tilgreind skilyrði fyrir sam- þykki skipulagsstjóra er m.a. ab fram fari frumrannsókn á gömlum hlöðnum vegi sunnan við náttúruperluna Höfða, að fengnu leyfi Fornleifanefndar. Athugun leiddi í ljós að 561 bíll fóru að meðaltali um veginn sumarið 1993 og hefur slysa- tíöni verib nokkuð há á þessum vegarspotta, vegna blindhæða og blindhorna. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.