Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 8
8 Wfammi Mibvikudagur 28. febrúar 1996 Aukablöð DV eru löngu orðin landsþekkt. Blöðin eru bæði fræðandi og skemmtileg og fjalla um margvísleg og gagnleg sérsvið. Itara^Pflrupplýsingar um þá ferðamöguleika sem eru í boði á árinu 1996 hjá ferðaskrifstofunum, ásamt ýmsum hollráðum varðandi ferðalög erlendis. umfjöllun um það sem flestir telja lúxus. Fjallað verður um það hvernig fólk getur gert sér dagamun og kryddað tilveruna á skemmtilegan hátt. Nauðsynleg upplýsinga- og innkaupahandbók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. NWWVi Misstu ekki afspennandi aukablödum l> í mars! mao um matartilbúning og bakstur fyrir páskana. I blaðinu er að finna fjölbreyttar og nýstárlegar uppskriftir að hátíðarmat og kökum, ásamt ýmsum ráðleggingum um páskaundir- búning. DV - fjölbreytt útgáfa á hverjum degi \V\\Vv' tjw /)ig UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . U1 Öryggisráö Sameinuöu þjóöanna harmar þaö aö Kúba hafi skotiö niöur tvœr flugvélar um helgina: Kúbustjóm iðrast einsk- is og segist reibubúin í hvaða átök sem er Kúbustjórn fór hörbum orö- um um nýjar refsiabgeröir Bandaríkjanna gegn Kúbu, segir þær vera óréttlátar og að Kúba sé tilbúin til þess aö „brjóta á bak aftur" allar frek- ari árásir á landiö. „Kúba hvorki óttast né viður- kennir hótanir," segir í yfirlýs- ingu frá utanríkisráöuneyti Kúbu í gær, þeirri þriðju á þrem . dögum frá því að Kúba skaut niöur tvær flugvélar sem sagöar voru hafa rofið lofthelgi Kúbu. í yfirlýsingunni segir að refsi- aðgeröir á Kúbu sem Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaöi á mánudag,væru „óréttlátar og grimmilegar". Kúbustjórn hefur haldið fast við það að flugvél- arnar hafi verið innan lofthelgi Kúbu þegar þær voru skotnar niður, en Bandaríkjastjórn heldur því fram ab þær hafi verib utan hennar. Varðandi ummæli Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ab Clinton áskilji sér rétt til þess að beita hervaldi gegn Kúbu, minnti Kúbustjórn á Svínaflóainnrás- ina árið 1961 þegar kúbverskir andstæðingar Kastrós gerðu árás á Kúbu með stuöningi Bandaríkjamanna, en Kúbu- stjórn hratt þeirri innrás á bak aftur án teljandi erfiðleika. í yf- irlýsingunni frá í gær segir að ef þörf krefur sé Kúbustjórn tilbú- in og harðákveðin í að hrinda öllum sambærilegum árásum á bak aftur. í yfirlýsingunni segir einnig að tilraunir Bandaríkjanna til þess að fá Öryggisráð Samein- uðu þjóbanna til þess aö for- dæma Kúbu vegna flugvélanna tveggja sé í andstöðu við stefnu Öryggisráðsins síðustu fjögur árin, þar sem atkvæði hafa fjór- um sinnum fallið á þá leið að Öryggisráðið fordæmdi refsiað- gerðir Bandaríkjanna gegn Kúbu. í gær samþykkti Öryggisráðið hins vegar einróma og án at- Hamborg, Brussel og París eru ríkustu svæöi í Evrópu sam- kvæmt könnun sem Eurostat, hagtölustofnun Evrópusam- bandsins, birti í gær. Niöur- stööurnar voru byggöar á samanburöi á öllum hérööum og svæöum innan ESB. Reiknuð var út landsfram- leiðsla á mann á hverju svæði miðað viö árið 1993, og sé mib- að viö að meðaltalsframleiðsla á mann innan Evrópusam- bandsins alls sé 100 stig, þá var Hamborgarsvæðið í efstá sæti með 190. Næsttekjuhæstir voru íbúar í Brussel með 182 og þar á eftir komu Parísarbúar meb 166. Samkvæmt þessum útreikn- kvæðagreiðslu yfirlýsingu þar sem ráðið harmar eindregið að flugvélarnar hafi verið skotnar nibur og fárið var fram á það að Alþjóðaflugmálastofnunin í Montreal í Kanada geri ítarlega rannsókn á atvikinu og gefi síð- an skýrslu til ráðsins sem muni síðan taka málið aftur til um- fjöllunar. -GB/Reuter ingum er fátækt mest í Al- entejo-héraði í Portúgal og á Azoreyjum sem tilheyra Portú- gal, með 42 stig. Engin héruð á Grikklandi, Spáni eða Portúgal náðu meðaltali Evrópusam- bandsins, þótt Madríd og spænsku Baleareyjarnar hafi komist nálægt því með 97 og 99 stig. Meira kom þó á óvart að öll héröð í Svíþjób, að Stokkhólmi undanskildum, voru undir ESB- meðaltalinu. Að sögn Eurostat voru nýju sambandslöndin fimm í Þýskalandi (áður Aust- ur- Þýskalandi) nú komin upp fyrir meðaltalið, en voru fyrir neðan það árið 1992. -GB/Reuter Hamborgar- búar tekjuhæst- ir í Evrópu Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1996 er 21. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 21 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.606,40 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1995 til 10. mars 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá gmnnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. mars 1996. Reykjavík, 28. febrúar 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.