Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 8. mars 1996 Flugleiöir sýna góöan hag: Besta rekstrar- afkoma í sjö ár „Menn eru mjög sáttir vib nib- urstöbutölurnar. Viö ætlubum okkur lengra. En bæbi verk- fallib í fyrravor og síban ákvörbun um nýja stabi til ab fljúga til hafa kostab mikib," sagbi Einar Sigurbsson, blaba- fulltrúi Flugleiba, í gær. Hagnaöur Flugleiba hf. á síð- asta ári var 656 milljónir króna og hefur afkoman ekki veriö betri síðan 1988. í fyrra var hagnaöurinn aðeins minni, eða 624 milljónir króna. Á síðasta ári voru farþegar félagsins rúm- lega 1,1 milljón talsins og hafa ekki verið fleiri áöur. Aukningin er mest í millilandaflugi, eða 7%. Samkvæmt þessu er hreinn hagnaður pr. farþega 580 krón- ur. Velta Flugleiða jókst umtals- vert á árinu 1995, varð 15,9 milljarðar króna, aukning frá ár- inu 1994 um 8%. Hagnaður af reglulegri starf- semi, sem eru rekstrarliðir auk fjármagnskostnaðar, var 262 milljónir króna. Félagið seldi Boeing 737-400 þotu á árinu og nam hagnaður af þeirri sölu 325 milljónum króna. Auk þessa högnuðust Flugleiðir á rekstri dótturfyrirtækja. Flugleiðir eiga von á Boeing 757, sem þeir taka á leigu til nokkurra ára frá ILFC, sem er bandarískt fjármálafyrirtæki og mun vera stærsti flugvélaeig- andi í veröldinni. Einar Sigurðsson sagði að miklar breytingar hefðu orðið á nýtingu flugvélanna. „Það er orðið þannig núna að við fljúg- um meira til Bandaríkjanna á veturna en á sumrin, það eru fleiri ferðir og flogið verður til 6 staða vestanhafs næsta vetur og áætlunin þangað mjög þétt. Áð- ur fyrr voru vélarnar meira og minna ónotabar á vetrum," sagði Einar. -JBP Málþing um velferð barna í Mosfellsbæ Svona líta út umbúbirnir um lýsisflöskurnar og hákarlalýsisperlurnar frá Lýsi hf. í hillum verslana (Litháen á þeirra eigin móöurmáli. Mikill vöxtur í útflutningi neytendavara frá Lýsi hf.: Lýsi hf. með sterka fótfestu í Litháen Málþing um velferb barna í Mosfellsbæ verbur haldib í Hlé- garbi nk. laugardag kl. 13-16. Þingib er iialdib á vegum for- varnarhóps, sem í eiga sæti full- trúar þeirra abila sem vinna meb börnum og unglingum í bæjarfélaginu. Málþinginu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um velferð barna og ungmenna á grunn- skólaaldri og samstilla krafta þeirra sem vinna með börnum og unglingum. Á málþinginu mun umboðsmaður barna segja frá störfum sínum og framkvæmda- stjóri samtakanna Barnaheill kynnir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögð er áhersla á þátt- töku barna og ungmenna í dag- skránni. í anddyri Hlégarbs verbur sýn- ing á efni tengdu málefninu, auk þess sem gefið verður út blað um málefni barna í Mosfellsbæ, unn- ið af börnum. ¦ Lýsi hf. hefur gengib vel ab ná fótfestu á mörkubum í Eystra- saltsríkjunum, en þó einkan- lega í Litháen þar sem mark- abshlutdeild þeirra á sl. ári var um 50%. Af þeim sökum var ákvebib ab þýða umbúðir með lýsi yfir á móðurmál Litháa og í sl. viku fór fyrsti gámurinn þangað. En áður hafði íslenska lýsið verið selt þar í finnskum neyten- daumbúðum. Þar er jafnframt fyrsti markaðurinn sem Lýsi hf. selur lýsi með sítrónubragbi fyr- ir utan íslenska markabinn. Sömuleiðis er markaðurinn í Litháen sá fyrsti fyrir utan ís- land þar sem Lýsi hf. selur há- karlalýsisperlur undir eigin vörumerkjum. Markaðurinn í Litháen er þó ekki sá eini sem tekið hefur vel við framleiðsluvörum frá Lýsi hf., því frá áramótum hefur pökkunardeild fyrirtækisins ekki haft undan eftirspurn. Lýsi hf. selur lýsi í neytendaumbúb- um m.a. til Póllands, Danmerk- ur, Eistlands og Lettlands, auk þess sem tilraunasendingar hafa farið bæbi til Hvíta-Rússlands og Úkraínu. -grh Nýskipan í ríkisrekstri. Samband ungra sjálfstœöismanna: Fagnar tillögum stjórnvalda Stjórn Sambands ungra sjálf- stæbismanna fagnar fram- komnum tillögum um ný- skipan í ríkisrekstri sem feía í sér breytingar á lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, Lífeyris- sjób ríkisstarfsmanna og á formi ríkisreiknings. SUS-menn segja að meðal annars sé að finna í frumvarp- Árni Johnsen á móti samkynhneigð Árni Johnsen alþingismabur viburkennir ekki samkyn- hneigb. Þab kom fram í um- ræbum um frumvarp til laga um stabfesta samvist á Alþingi í vikunni. í frumvarpinu er gert ráb fyrir ab samkyn- hneigbu fólki gefist kostur á ab stabfesta sambúb vib abila af sama kyni og öblast þannig sambærilega réttarstöbu og um hjónaband væri ab ræba. Árni taldi ab með frumvarpi þessu væri of langt gengib og verib væri að veita samkyn- hneigðu fólki sérréttindi. Hann kvað það kannski verða talið hart, en hann yrði að segja það sannfæringu sína að kynvilla, eins og hann komst að orði um samkynhneigð, væri skekkja. Ámi vitnaði í kristna siðhæði og kvað frumvarpið ekki samrýmast þeim hugmyndum er þar kæmu fram. Hann sagði að mikil upp- lausn ríkti nú í samfélaginu og aga- og virðingarleysi væði yfir og tilhliðmn í þessum efnum myndi aðeins auka á þá þróun. I umræbum um frumvarpiö kom fram ab flestir þingmenn töldu þab af hinu góba, en nokkrum fannst of skammt gengið, þar sem samkvæmt því er ekki gert ráð fyrir aö fólk í staðfestri sambúð eigi þess kost að ættleiða börn. Árni Johnsen benti á hinn bóginn á að allt eins mætti lögleiða fjölkvæni og barnagiftingar eins.og stabfesta sambúb samkynhneigbra. -ÞI inu mörg athyglisverð ný- mæli, eins og t.d. að æviráðn- ing er afnumin, forstöðumenn ríkisstofnana ráðnir til fimm ára, jafnréttismál tekin föstum tökum og laun ríkisstarfs- manna ráðast í auknum mæli af dugnaði og hæfni. í ályktun stjórnar SUS eru viðbrögð forystumanna BSRB og kennara sögð vekja furðu og svo virðist sem alþýðu- bandalagsmennimir í forustu þeirra, þau Ögmundur Jónas- son, Eiríkur Jónsson og Elna Katrín Jónsdóttir, hafi einsett sér að misnota stéttarfélögin í pólitískum tilgangi. Það sýnir sig best í því að nota tillögurn- ar sem yfrrvarp til að tefja fyrir yfirfærslu grunnskólans. Stjórn SUS telur einnig að með breyttu fyrirkomulagi líf- eyrismála ríkisstarfsmanna sé komið í veg fyrir að lífeyris- greiðslur ríkisins verði óbæri- legur baggi á skattgreiðendum framtíðarinnar. Bent er á að skuldbindingar Lífeyrissjóðs- ins nema um 80 miljörðum króna, auk þess sem eðlilegt sé að ríkisstarfsmenn búi við sambærilegar reglur um lífeyr- ismál og annað launafólk. Þá leggur stjórn SUS það til að í frumvarpi um breyttan ríkisreikningverði sett ákvæði um að teknir verði upp kyn- slóðareikningar, sem birtir verða með ríkisreikningi ár hvert. -grh Veröldin og við Samtök um kvennalista standa fyrir fundi nk. laugardag um al- þjóðasamstarf og kvennabar- áttu. Fundurinn ber yfirskrift- ina „Veröldin og vib" og er haidinn í tilefni af alþjóblegum baráttudegi kvenna. Á fundinum verður leitað svara við ýmsum spurningum sem varða konur í alþjóðasam- starfi. M.a. hvernig konur hér á landi geta nýtt sér alþjóðasam- starf og þá aíþjóðasáttmála sem varða konur sérstaklega. Einnig verður rætt um hvað sé efst á baugi í kvennaumræbunni í heiminum. Frummælendur á fundinum verba Sigríður Lillý Baldursdótt- ir, Elsa Þorkelsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Guðrún Jóns- dóttir. Fundarstjóri verbur Krist- ín Ástgeirsdóttir. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu vib Banka- stræti og hefst kl. 14. ¦ Flutningar meb flugi: Akureyri með yfir þriðj- ung á móti Reykjavík Alls fóru tæplega 320 þúsund farþegar um Reykjavíkurflug- völl á árunum 1990 til 1995, eba um 30 þúsund tonn ef mib- ab er vib mebaltal farþega og vöruflutnings. A sama tíma eru sambærilegar tölur fyrir Akur- eyrarflugvöll 126 þúsund far- þegar, eba rúm 12 þúsund tonn sé mibab vib mebaltalsþyngd farþega og fraktar. Næst Akureyri koma Vest- mannaeyjar hvað flutninga með flugi varðar, en um Vest- mannaeyjaflugvöll fóru tæpir 80 þúsund farþegar á sama tímabili. Um Egilsstabaflugvöll fóru rúm 50 þúsund manns og um 48 þúsund manns um ísa- fjarðarflugvöll. Tæp 19 þúsund manns fóru um Hornafjaröar- flugvöll, rúm 17 þúsund um Húsavíkurflugvöll og 15 þúsund um Sauðárkróksflugvöll. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.