Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASONHFl'JWIf STOFNAÐUR1917 POSTUR OGSÍMI 80. árgangur Fimmudagur 14. mars 52. tölublaö 1996 Mibbæjarskól- inn fribabur ab innan Húsafribunarnefnd ríkisins hefur ákvebib ab friba hús Mibbæjarskólans ab innan en húsiö er þegar fribab ab ytra byrbi. Magnús Skúlason, fram- kvæmdasfjóri Húsafriðunar- nefndar, segir að nefndin hafi samþykkt að innri gerð hússins verði friðuð og falið sér að und- irbúa það. Hann tekur fram að nefndin taki ekki afstöðu til þess hváða starfsemi fari fram í húsinu heldur þýði friðunin að litlu megi breyta í innri gerð þess, t.d. ekki skipta upp skóla- stofum í minni einingar. Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur Skólamálaráðs, hitti formann Húsafriðunarnefndar í gær. Eftir þann fund sagðist hún telja að unnt verði að koma starfsemi Fræðslumiðstöðvar fyrir í hús- inu í fullu samráði við Húsafrið- unarnefnd. -GBK Skipaiönaöurinn: Ekki ástæba til beinna styrkja Finnur Ingólfsson, ibnabaráb- herra, telur ab ekki þurfi ab kom til beinna styrkja til skipaibnabarins á þessu ári. Hann segir ab öll skipaibnab- arfyrirtækin í landinu utan eitt hafi verib rekin meb hagnabi á síbasta ári sem sé mikil breyting frá því sem áb- ur var. Þessi orð ráðherrans féllu í svari við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni um stuðning við skipaiðnaðinn. -ÞÍ Nýsköpun í skylduvirkni atvinnuleysistrygginga. Hjálmar Arnason: Hugvitsmenn abstobabir „Einstaklingar sem eru meb hugmyndir ab nýsköpun geta stofnab um þab fyrirtæki og fengib bætur úr Atvinnuleys- istryggingasjóbnum og at- vinnulaust fólk til ab vinna ab uppbyggingu fyrirtækisins eftir ströngum reglum í sex mánubi," segir Hjálmar Árna- son þingmabur um þær ábendingar sem fram koma í niburstöbum nefndar sem unnib hefur ab endurskobun laga um Atvinnuleysistrygg- ingar og vinnumiblun. Hann segir að reynsla Svía í þessum efnum sýni að þriðjung- ur af þessum fyrirtækjum starfar áfram, vex og dafnar og ræður til sín fólk í ný störf. Hann segir ab nefndin sem vann að endur- skoðun laga um Atvinnuleysis- tryggingasjóöinn bendi m.a. á að innan fyrirtækja sé m.a. oft ab finna einstaklinga sem ganga með hugmynd að nýsköpun, en háfa ekki tíma til sinna henni vegna skyldu sinnar hjá fyrir- tækinu. -grh Afmœlis- hátíö Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verbur haldin íLaugar- dalshöll fdag klukkan 15-21.Fé- lagib fagnar tfu ára afmæli sfnu á morgun en afmœlisdagskrá hefur stabib látlaust alla þessa viku. í gœr fóru eldri borgarar ískobunar- ferbá Kjarvalsstabi og í Þjóbarbók- hlóbuna þar sem þessi mynd af þremur konum úr hópi eldri borg- ara var tekin. Stjórnarmenn í Leikfélaginu um starfslokasamninga Vibars Eggertssonar: Tugmilljóna samningar án samráðs Félagsmenn Leikfélags Reykjavíkur, sem eru á þeirri skobun ab rétt hafi verib og eblilegt í stöbunni ab segja upp Vibari Eggertssyni, full- yrba ab þó Vibar sé áætur listamabur og mætur sem slíkur hafi hann einfaldlega reynst vera óhæfur stjórn- andi hjá Leikfélaginu. Sig- urbur Karlsson og Þorsteinn Gunnarsson hafa sent frá sér yfirlýsingu um ab uppsögn Vibars hafi verib þab eina sem hægt var ab gera til ab skapa vinnufrib, auk þess sem Vibar hafi stofnab félag- inu í tugmilljón króna skuldbindingar án samrábs vib stjórn. Fram kom í samtölum blabs- ins við leikara úr „meirihlutan- um" í gær aö það hafi verið orð- ið ljóst strax í janúar að eini leikhúsráðsmaðurinn sem enn situr af þeirri stjórn sem réði Viöar, Þorsteinn Gunnarsson, hafi strax í janúar sl. nokkrum dögum eftir að Viðar kom til starfa lýst þeirri skobun sinni að ráðning Viöars hafi verið mis- tök. Fyrstu skref Viðars í leik- húsinu hafi verið þess eðlis að Þorsteinn hafi áttað sig á þessu. Það sem félagsmenn úr LR benda á ab Vibar hafi gert rangt, felst fyrst og fremst í því ab hann hafi túlkab verksvib sitt of vítt og miklu meira en valdsvið leikhússtjóra hefur verið til þess og kveðið er á um í lögum fé- lagsins. í þessu sambandi er bent á að Viðar hafi jafnan vísað til skýrslu sem gerð var á vegum borgarstjóra og gerbi ráb fyrir auknum völdum leikhússtjór- ans, en gallinn hafi hins vegar verib sá ab þessi skýrsla hafi í raun ekki aöra stööu en að vera umræöuplagg, hún hafi hvorki verið samþykkt sem stefna leik- hússins né sem stefna borgar- innar gagnvart leikhúsinu. Þegar leikfélagsmenn eru spurbir um frekari útskýringar á því hvernig Vibar hafi viljað auka valdsvið sitt nefna menn stöðu aöstoðarleikstjóra, hug- myndir hans um verkefnaval, og það að hann hafi viljað skuldbinda leikhúsið fjárhags- lega í starfslokasamningum mörg ár fram í tímann. Varðandi aðstoðarleikhús- stjóramálið er bent á að það sé nýtt starf og Viðar Eggertsson hafi haft hugmyndir um að skil- greina starfssvið hans þannig ab það væri farið að skarast veru- lega vib starfssvib framkvæmda- stjóra leikhússins. Menn hafi ekkert í sjálfu sér ekki haft neitt að athuga við það að hann fengi sér aðstoðarmann en hins vegar hafi aldrei verið búib ab móta verksvib hans með formlegum hætti í leikhúsráöi og það hafi enn ekki verið gert. Þá er greinilegt að verkefnaval Viðars hefur mætt miklum efa- semdum meðal leikfélagsfélaga, og þá ekki síður að Viðar hefur viljað keyra vinnu vib þessi verkefni af stab áður en leikhús- ráð er endanlega búið ab átta sig á kostnaöarþættinum eba gefa sitt græna ljós á valib. Raunar á leikhúsrábið aðeins að vera ráð- gefandi um verkefnavalið sam- kvæmt lögum félagsins en hins vegar ber þab fjárhagslega ábyrgb og fullyrt er ab fyrstu áætlanir í leikhúsráði sýni ab húrrandi tap yrbi á rekstri mið- ab við tillögur Viðars. Nefnd eru til sögunar verkefni sem leik- hússtjórinn fráfarandi er sagður hafa haft tröllatrú á, s.s. hátíðar- verkefni sem samanstóð af sex klukkutíma sýningu af grískum harmleikjum með matarhléi, en margir félagsmanna tala um sem f járhagslegt flopp. í gær sendi stjórn LR frá sér yf- irlýsingu þar sem sagt er að upp- sögn Viðars hafi verið eina leið- in til að tryggja vinnufrið. Um fjárhagsskuldbindingar vegna starfslokasamninga segir í þess- ari yfirlýsingu: „Eftir að Vibar Eggertsson hafbi fengib umbob leihúsrábs til ab bjóba leikurum meb langan starfsaldur hjá fé- laginu svokallaban starfsloka- samning og ljóst var orbib ab vibkomandi þótti sá samningur ekkert kostabob og litu á tilbob- ib sem uppsögn, gerði Vibar þeim vibbótartilbob án þess ab kynna þab leikhúsrábi eba leita samþykkis þess. Tilbob þetta fól í sér ab vibkomandi leikarar, sem honum þótti brýnast að losna vib, héldu hálfum laun- um eftir að rábningarsamningi þeirra lyki 1. september 1997 til 65 ára aldurs. Þetta tilbob sem sent var bréflega undir bréfhaus félagsins og undinitab „Vibar Eggertsson leikhússtjóri" hefði þýtt milljóna tuga fjárhagslega skuldbindingu fyrir félagib í 7- 12 ár eba í þrefaldan þann tíma sem leikhússtjóri var rábinn." -LóA/BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.