Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 6
6 ^RJwUtl^MUw' Fimmtudagur 14. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM HAFNARFIRÐI Önnur könnun ÆTH á ólög- legri tóbakssölu í Hafnar- firöi: Ástandib orbib verra en í síbustu könnun Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarf jarðar geröi aðra könnun á ólöglegri tóbakssölu til unglinga í bænum fyrir skömmu og kom í ljós að ástandið er orðið verra en fyrri könnun frá í janúar sýndi. Nú seldu rúmlega 93% sölustaða, eða 28 af þeim 30 sem heimsóttir voru, ungling- um undir aldri tóbak. í könn- uninni í janúar var hlutfallið tæplega 90%. Arni Guðmundsson, for- maður ÆTH, segir aö niður- stöður þessarar könnunar nú hefðu komið verulega á óvart. „Við töldum aö fyrri könnun- in myndi hafa einhver áhrif í þá átt aö bæta ástandið hér, en svo er greinilega ekki," seg- ir Árni. „Og raunar má taka fram að enginn af þeim sölu- stöðum, sem seldu síðast, heldur sínu striki. Það er því Ijóst að öllum viðurkenning- um af okkar hálfu er aflýst." Samstarf Útvarps Hafnarfjarbar og fjölmiöla deildar Háskólans Á næstunni munu nemar í Hagnýtri fjölmiðlun við End- urmenntunardeild Háskóla ís- lands gera fjóra útvarpsþætti fyrir og í samstarfi við Útvarp Hafnarfjörð. Þættirnir verða hver um ein og hálf klukku- stund að lengd, þar sem tekin verða fyrir ýmis atriði í hafn- firsku mannlífi. Fyrsta þættin- um verður útvarpað um miðj- an mars. Hinir fylgja síðan í kjölfarið og verða þeir kynntir nánar í Fjarðarpóstinum þegar þar að kemur. Forsaga þessa samstarfs er sú að í byrjun árs leitaði Hafn- firsk fjölmiðlun eftir því við Sigrúnu Stefánsdóttur, deild- arstjóra Hagnýtrar fjölmiðlun- ar við Endurmenntunardeild Háskóla íslands, hvort grund- völlur væri fyrir því að nem- endur hennar gætu nýtt sér aðstöðu Hafnfirskrar fjölmiðl- unar til að vinna útvarps- þætti, sem síðan yrðu sendir út í Útvarpi Hafnarfjarðar, FM 91,7, og báðir aðilar hefðu þannig gagn af. Sigrún tók er- indinu vel, enda hittist svo á að fyrri hluta vorannar kynna Sautján ára Seybisfjarbarmœr, jóhanna Halldórsdóttir, var krýnd fegurbardrottning Austur- lands á Fegurbarsamkeppni Austurlands, sem haldin var í Hótel Valaskjálf síbastlibinn laug- ardag. jóhanna, sem stundar nám vib Menntaskólann á Egils- stöbum, fer sem fulltrúi Austur- lands íkeppnina um titilinn ung- frú ísland ásamt þeim Hrefnu D. Arnardóttur frá Breibdalsvík og Cubrúnu Rögnu Carbarsdóttur frá Seybisfirbi. Cubrún Ragna var valin besta Ijósmyndafyrírsœtan. nemarnir sér útvarps- mennsku, þáttagerð, tækni o.fl. Samstarf af þessu tagi er nýlunda og tilraun, en reynsl- an mun síðan skera úr um hvort framhald veröur á. Austurland NESKAUPSTAÐ „Stjórnarflokk- arnir" slíta sam- starfi í bæjar- stjórn Sjálfstæðisflokkurinn á nú enga kjörna fulltrúa í nefnd- um eða ráðum Neskaupstaðar. Kosið var í nefndir og ráð á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og þá samkvæmt nýjum reglum um stjórn Neskaup- staðar, sem reynslusveitarfé- la§s. I upphafi kjörtímabilsins bundust Framsóknarflokkur, sem á tvo fulltrúa í bæjar- stjórn, og Sjálfstæðisflokkur, sem á einn fulltrúa, sam- komulagi um kjör í nefndir og ráð. Það samkommulag er nú úr sögunni og það vakti furðu á síðasta bæjarsíjórnarfundi að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki flytja tillögu um að flokkurinn fengi áheyrnar- fulltrúa í nefndir og ráð. Benedikt Sigurjónsson, odd- viti framsóknarmanna í bæj- arstjórn, sagði í samtali við Austurland aö samstarf minnihlutaflokkanna hefði einungis verið fólgið í því að skipa í nefndir og ráð í upp- hafi kjörtímabilsins. Sjálfstæð- ismönnum hefði verið boðiö aö taka þátt í tilnefningum minnihlutans í nefndir og ráð samkvæmt nýjum reglum, en fulltrúar sjálfstæðismanna hefðu sett fram ákveðna skil- mála og að þeim hefði ekki verið hægt að ganga. Magnús Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórn Framsóknar- flokks Neskaupstaðar heföi ákveðið að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Neskaup- stað. Þeir hefðu boðið þeim að vera með í drættinum um fulltrúa í ráðin „og við álitum Verslun Hafnar-Þríhyrnings á Selfossi. þá sem svo að ef við gengjum til þessa samstarfs, gætum við litið á viökomandi fulltrúa sem „okkar mann" sem kæmi okkar sjónarmiðum á fram- færi. En það vildu þeir ekki, svo við sáum enga ástæðu til að taka þátt í þessum skrípa- leik. Reyndar var það svo á síðasta bæjarstjórnarfundi að mér fannst sem framsóknar- mennirnir væm komnir heim, þegar kjör í nefndir og ráö fór fram og Alþýðubandalagið gaf Framsóknarflokknum eftir sæti í nokkrum tilvikum. Ég mun á bæjarráðsfundi næsta fimmtudag flytja tillögu um að Sjálfstæöisflokkurinn fái áheyrnarfulltrúa með mál- frelsi og tillögurétt í nefndum og ráðum bæjarins," sagði Magnús og á von á að hún veröi samþykkt. Höfn-Þríhyrningur hf.: 59 starfsmönnum sagt upp Af 110 starfsmönnum hjá Höfn- Þríhyrningi hf. hefur 59 verið sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum, en reiknað er með að flestir verði endurráðnir. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurskipu- lagningu á rekstri Hafnar-Þrí- hyrnings hf., en markmiöið er að styrkja innviði fyrirtækis- ins þannig að það sé í stakk búið til að vaxa og dafna á komandi tímum. Nokkrar deildir fyrirtækisins verða teknar til gagngerrar endurskipulagningar, en stefnt er að því að marsmán- uður verði notaður til þess aö hrinda ýmsum breytingum í framkvæmd og að endurráöa starfsmenn. Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Hafnar-Þríhyrn- ings, sagði í samtali við blaðið að starfsfólkið hefði tekiö uppsögnunum af mikilli skyn- semi, enda gerðu allir sér grein fyrir því að snúa þyrfti bökum saman þannig að reksturinn verði hagkvæmari og rekstrareiningarnar örugg- ar. Deilt um mannanafnafrumvarp á Alþingi: Svavar Gestsson óttast skribu ættamafna Svavar Gestsson kvabst ekki trúa því ab Alþingi ætli ab breyta mannanafnalögun- um svo skömmu eftir ab þau hafi verib end- urskobub, enÖg- mundur Jónasson vill ab fólki verbi gert ab skyldu ab kenna sig bæbi vib föbur og móbur í opinberum gögnum. Hjörleifur Guttorms- son vill halda í nú- verandi lög, sem hann telur ab varb- veiti hefbir, en Hjálmar Jónsson kallar þau byltingar- kennd til vitlausrar áttar. Þetta kom fram ásamt mörgu öbru í umræbum um mannanafna- frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, og ljóst ab skobanir samflokksmann- anna, hvab þá þing- manna, fara ekki saman. Ögmundur Jónasson sagði að hugmyndir sínar hafi verið rædd- ar í allsherjarnefnd Alþingis, en ekki hlotið nægilegt fylgi. Hann segir að frum- varpið geri engu að síður ráð fyrir mögu- leikum fólks til að kenna sig bæði við föður og móður og sé það að sínu mati skref í rétta átt. Sólveig Pétursdóttir, formaður allsherjar- nefndar Alþingis, sagði tilurð frum- varpsins þannig til komna að mikilla sár- inda hafi gætt með núverandi manna- nafnalög vegna þess hversu ströng þau væru í mörgum tilvik- um. Hún rakti ýmsar tillögur nefndarinnar varðandi frumvarpið og sagði nauðsynlegt að það verði sam- þykkt vegna þeirra gagnrýni sem manna- nafnalögin hafi hlot- ið. Hvað millinöfn varöar, sagði Sólveig að þau hafi þegar unnið sér ákveðinn sess og kvaðst telja að lögleið- ing þeirra muni fremur draga úr notkun ættarnafna en að fjölga þeim, þar sem kostur muni gefast á að taka ættar- nöfn upp sem millinöfn. Svavar Gestsson kvaöst ekki trúa því að Alþingi ætlaði að breyta gildandi löggjöf um mannanöfn svo skömmu eftir að hún hafi verið sett. Rök- réttara væri að láta reyna bet- ur á hana og einnig mætti líta svo á að lögin um manna- nöfn hafi verib oftúlkuð af mannanafnanefnd. Svavar taldi aö með hinu nýja frum- varpi væri verið að ráðast að hinni íslensku mannanafna- hefð, sem væri kenninafna- hefðin, og nú ætti að taka upp svokölluð millinöfn til þess að endurvekja ættar- nafnakerfið að nokkru leyti að nýju. Svavar sagði að í um- ræddu frumvarpi segði að eiginnafn skuli geta tekið ís- lenskri eignarfall- sendingu, en í gild- andi lögum sé þess krafist að eiginnöfn séu íslensk og sé þar um gerólík atriði að ræða. Hann sagði að íslensk eignarfail- sending dugi alls ekki til þess að tryggja að íslendingar verði nefndir íslenskum nöfnum og að mark- miðið með nýjum mannanafnalögum ekki vera ab gera framkvæmd laga þjálli, heldur væri verið að auka frelsi til nafngifta með það fyrir augum ab taka hér upp ættarnafna- kerfi að nýju. Með millinöfnum virtist sem verið væri að rétta félagslegan hlut þeirra sem ekki gætu státaö af ættarnöfn- um og væri þar orðið um félagsleg úrræði að ræða fyrir fólk með minnimáttar- kennd vegna ættar- nafnaleysis. Hjörleifur Guttorms- son kvab ekkert óeðli- legt við að kenna fólk við móöur, en ætla að taka upp tvöfalda kenningu, bæði viö móbur og föður, væri út í hött. Hjálmar Jónsson sagði ab manna- nafnalögin frá 1991 væru byltingarkennd í vitlausa átt, því með þeim hafi verið tekið fyrir að ný nöfn gætu borist inn í málið og eölilega sætti fólk sig ekki vib slíka laga- setningu. Reynslan sýndi að óþjál nöfn festust ekki í málinu, en nafnasiður þurfi frelsi til þess að slíp- ast í lifandi máli. Hann sagði ab ættarnöfnum fjölgi og í það stefni að þau yfirtaki sonar/dóttur- kenn- inguna. Með frumvarpinu væri veriö að gefa fólki kost á að nota þessi nöfn sem milli- nöfn. Verndun tungunnar væri eitt, en ofverndun annað og ekki megi stöðva þróun tungunnar í íslensku máli. Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ætíð hafa verið gagn- rýninn á lögin frá 1991, sem hafi verið alltof þröng og skapað þá umgjörð sem mannanafnanefnd hafi orðið að fara eftir. Hann hvatti ein- dregib til að lögunum verði breytt í þá veru ab verða lög- gjöf um þróun, í stað þess að vera löggjöf gegn þróun. -ÞI Ögmundur. Hjörleifur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.