Tíminn - 14.03.1996, Side 4

Tíminn - 14.03.1996, Side 4
4 Wímiw* Fimmtudagur 14. mars 1996 SlWfWII STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Næg verkefni á ní- unda áratugnum Alþýðusamband íslands minntist þess nú í vik- unni að 80 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Fundurinn sem haldinn var í Báruhúsinu 12. mars 1916 markaði tímamót í þeirri stjórnmálasögu sem einkenndi alla þessa öld. Með honum var komið á landssamtökum sem leiddu þá saman sem unnu í verkalýðsbaráttunni víðs vegar um landið. ASÍ var eins og fram hefur komið skipu- lagslega tengt Alþýðuflokknum allt fram til ársins 1940, og var þar með í raun hluti af flokkakerfinu á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Sá tími er nú löngu liðinn og samtökin starfa á miklu víðari grundvelli. Innan ASÍ er að finna forustufólk af öllum stjórnmálaflokkum, og á þessu hefur orðið hraðfara breyting á seinni árum. Það gefur auga leið að umhverfi launamanna í þjóðfélaginu breytist á skemmri tíma en áttatíu ár- um. Margt hefur áunnist í réttindamálum þess en ný vandamál steðja að. Barátta kreppuáranna var við það að fá í sig og á, en í dag er markið sett hærra við það sem kallað er mannsæmandi lífskjör og innifelur miklu meira. Tækni og skipulags- breytingar í fyrirtækjum hafa áhrif á umhverfi launafólks bæði til hins verra og til hins betra. Tæknibreytingar létta störfin, en þær fækka einnig störfum, auka atvinnuleysi. Það vandamál er þekkt í öllum iðnaðarþjóðfélögum. íslensk verkalýðshreyfing hefur ekki tekið upp baráttu við tæknina og viðurkennt að hún er nauðsynleg til þess að halda uppi samkeppnisfær- um atvinnuvegum. Þetta er ábyrg afstaða sem ekki er ætíð haldið á lofti. íslensk verkalýðshreyfing í dag hefur einnig haft skilning á því að vel rekin fyrirtæki sem hafa afkomu eru þáttur í því að bæta kjörin í landinu. Vissulega er deilt um skiptingu þjóðarteknanna og svo mun ætíð verða. Barátta launafólks snýst einfaldlega um það meginatriði og það breytist ekki. Það er nauðsyn í nútíma þjóðfélagi að heildar- samtök launafólks séu sterk og hafi burði til þess að taka á málum. Verkalýðshreyfingin á eins og fleiri félagasamtök í þjóðfélaginu í erfiðleikum með að fá almenna þátttöku í sínum hversdags- legu störfum. Þetta er hliðstæða við stjórnmála- flokkana svo að dæmi séu nefnd. Nauðsyn ber til þess fyrir forustumennina að leita leiða til þess að breyta þessu. Það er áreiðanlega ekki leið til þess að breyta hér um aö forðast allar breytingar. Þær geta verið til góðs fyrir félagslega samstöðu. Vinnulöggjöfin er eins og fram hefur komið frá 1938 og fyrirætlanir hafa verið uppi um endur- skoðun hennar og flutnings frumvarps um breyt- ingar. Það ber nauðsyn til þess að halda uppi sam- ráði stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um máliö. Breytingar þurfa alls ekki að vekja verkalýðshreyf- inguna því að það er ólíklegt að þessi lög sem eru komin hátt á sextugsaldurinn séu eins og sniðin fyrir verkefni dagsins í dag. Það skortir því ekki verkefni fyrir ASÍ á níunda áratug samtakanna og skulu þeim færðar hér bestu óskir um farsælt starf í framtíðinni. Trúnaðarbréf biskups Menn eru að tala um ab kirkja sé í mikl- um vandamálum vegna mála biskups. Það er rétt. Hitt viröist þó ekki síður ljóst að vandræði kirkjunnar megi rekja til þess að meðal presta landsins leynast machiavellískir stjórnmálamenn, sem hafa miklu meiri áhuga á valdahlutföll- um og eiginhagsmunum en framgangi og tiltrú þjóðkirkjunnar. Garri varð nokkuð hneykslabur á því á dögunum, þegar biskup heimilaöi ab láta fjölmiðlum í té stað- festingu fjögurra sóknarbarna í Langholti þess efnis að tiltekin kona hefði komið í langan við- talstíma hjá séra Flóka Kristinssyni. Staöfesting fjórmenninganna var gefin í trúnaði við biskup og ekki ætluð sem gagn í almennri umræðu til ab sýna fram á tengsl þessarar konu við valda- baráttu í kirkjunni, eins og raunin varð. Biskup sjálfur virðist líka hneykslaður á þessari aðgerð sinni og í sérstöku bréfi, sem hann hefur sent prestum lands- ins, biðst hann fyrirgefningar á þessum trúnað- arbresti sínum. Jafnframt mun biskup hafa í þessu bréfi óskab sérstaklega eftir því vib prest- ana að þeir gerðu þetta bréf ekki að fjölmiðla- máli. Garri er þeirrar skoðunar að biskup sé maður að meiri fyrir að viðurkenna mistök sín svo fortakslaust sem raun ber vitni og í þeirri auðmýkt sem hann sýnir. Trúnabarrof alltaf vont mál Jafnvel þó svo að biskup vilji ekki skýla sér bak við einhverjar útskýringar á mistökum sín- um í bréfinu, sem hann sendi prestum og var ekki ætlab fjölmiðlum, þá er það svo sem al- þekkt að menn gera frekar mistök ef þeir eru undir miklu álagi og langvarandi. Slíkt hefur biskupinn mátt búa við og mistök hans fyrir vikið skiljanlegri, þó þau séu jafn röng fyrir því. Trúnaðarrof hjá kirkjunnar þjónum er undir öllum kringumstæðum og í sjálfu sér vont mál. Nú ber svo við ab í bréfi biskups er sérstaklega óskað eftir því við presta, að þeir fari ekki með þetta bréf í fjölmiðla. Engu að síður er bréfið nokkrum klukkutímum síðar komið í ljósvaka- miðlana, sem allir lesa upp úr því og birta myndir af því á sjónvarpsskjá. Þagmælska og trúnaður gagnvart bisk- upi er m.ö.o. einskis metin hjá íslensk- um prestum, sem eru ekki fyrr búnir að fá í hendur trúnaðarbréf en þeir fara með þab í fjölmiðla! Ríkisútvarpib hafði meira að segja eftir prestum (ath. fleirtala) að í kjölfar þessa bréfs biskupsins og beiðnar hans um fyr- irgefningu séu þeir að íhuga hvort þeir ættu ekki að fara fram á afsögn hans vegna trúnaðar- brests! „Drottinn, ég þakka þér ..." Augljóslega ganga um í prestastétt menn, sem telja sig lúta talsvert öðrum trúnaðarlög- málum en þeir telja að gildi um biskupinn. Þeirra mottó er: „Drottinn, ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og aðrir menn og sérstaklega fyrir að ég er ekki eins og biskup- inn!" Hvorki Garri né önnur sóknarbörn þjóðkirkj- unnar geta í framhaldi af þessu gengið að því vísu að trúnaður prests við þau verði virtur, ef á honum þyrfti að halda. Þrátt fyrir að biskup hafi gengið fram fyrir skjöldu, beðist fyrirgefn- ingar og iðrist syndar sinnar, þá liggur fyrir að margir prestar meta trúnaðarupplýsingar einsk- is. Biskup hefur sér til málsbóta að hafa veriö undir gríbarlegu álagi, en hvað hafa þeir prestar sér til málsbóta, sem í skjóli nafnleyndar og meb ískaldri ró koma á framfæri trúnaðarupp- lýsingum frá Biskupsstofu? Ekki munu þessir menn persónulega og undir nafni verða sakað- ir um trúnaðarrof, vegna þess að fáir vita hverj- ir þetta eru. Enn síður er við því að búast að þeir komi sjálfir fram og biðjist fyrirgefningar. Það er vissulega rétt að tala um að vandi kirkj- unnar stafar að verulegu leyti af „biskupsmál- inu" svokallaða. Hins vegar er alveg augljóst að ef trúnaðarbrestur er kominn upp milli kirkju og þjóðar, er ekki hægt ab kenna biskupnum einum um. Þar er hlutur presta verulegur. Garri GARRI Stórsýning á fjölunum hjá LR Það hefur verið ósköp dauft yfir Leikfé- lagi Reykjavíkur síðustu árin. Það hefur eiginlega aldrei náð sér almennilega á strik síöan það flutti í stóra Borgarleik- húsið í Kringlunni. Deyfðin og áhuga- leysi almennings á að sækja sýningar LR komst á það stig í fyrra að leikhús- stjórinn sagði af sér vegna þess ab hann réð ekkert við ab velja leikrit, leikstjóra eða leikara sem líklegir væru til að draga að sér leikhúsgesti. Þótti þá með miklum ódæmum að framkvæmdastjóri stofnunar við- urkenndi ab hann væri ekki starfi sínu vaxinn og strikaði sjálfan sig út af launaskrá. Upp úr því fór að færast fjör í leikinn. Að vísu ekki leikinn á sviðinu, því enn færri nenntu að leggja leið sína í Kringluna að horfa á leikrit. En farið var að róta í æðstu stjórn og ráða nýj- an leikhússtjóra, sem tókst af- bragðsvel. Stóra bomban Viðar Eggertsson kann vel að vera í fjölmiðl- um og allt í einu var Borgarleikhúsið komið í sviðsljósib og var jafnvel minnt á ab til sé nokk- uð sem nefnist Leikfélag Reykjavíkur. Mikil list- ræn tíöindi voru boðuð og nokkrar silkihúfur ráðnar og gömlum sagt að fara heim, enda ættu þær ekkert erindi í listrænu leikhúsi, sem þar að auki ætti að bera sig með ríflegum tilstyrk út- svara Reykvíkinga. Þá var stóra bomban sprengd og Viðar rekinn löngu áður en hann tók til starfa, nema vib það ab reka og ráða fólk. Öll þessi leikrænu tilþrif eru svo vel dramatís- eruð, að þau taka jafnvel Langholtskirkju- og biskupsmálum fram. Enda er hraði leiksins mikill og fjölmiðlar þandir til hins ýtrasta til ab skýra frá því síðasta úr uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur. Félagið hefur vaknab af dvalanum og er nú á allra vörum eins og í þá góðu gömlu daga þegar hver sem vettlingi gat valdið fór ab sjá Ævintýri á gönguför, Spanskfluguna eða sitthvað annað af meistarastykkjum leikbókmenntanna. Brottrekstur Viðars er án efa best heppnaba sjónarspil sem Leikfélag Reykjavíkur hefur efnt til síðan það yfirgaf Iðnó, sællar minningar. Happy end Sýningunni er hvergi nærri lokið og er spennandi að sjá hvað gerist í næstu þáttum. Mjög dró úr reisninni þegar gefiö var út lögfræðilegt álit á uppsögn leikhússtjórans. Svoleiðis pappírar eru hrútleið- inlegir og að engu hafandi og eiga ekki heima í vel upp settu drama eins og LR stendur nú fyrir. Borgarstjóri fer varlega í sakirnar, en á áreib- anlega eftir að spila stærri rullu og leggur enda Kringluleikhúsinu til 140 milljónir á ári af út- svörum borgarbúa, sem eiga 90% af bákninu. Til þessa hefur tekist mjög vel að halda athyglinni á Leikfélag- inu vakandi, enda skammt stórra högga á milli og dramab risið jafnt og þétt. En eftir að lög- fræbingaálit eru farin ab koma í spilið er hætt við að áhugi áhorfenda dvíni og Leikfélagið lendi í sömu lognmollunni og það hefur rorrað í undanfarin ár. En eitthvað hlýtur að gerast. Enn nýr leikhús- stjóri ráðinn og kannski rekinn aftur, þegar hann býr sig undir ab fara að stjórna. En varast verður að ofgera farsann. Það voru ekki nema snillingar eins og Arnold og Bach og Gög og Gokke sem gátu leyft sér það. Viðar Eggertsson sagði upp ágætri stöðu sem leikhússtjóri fyrir norðan, þegar hann var ráð- inn til LR. Nú er hann burt rekinn og atvinnu- laus og veit ekki hvab gera skal. En það er í boði ágæt staöa, sem nú er að losna og fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélagsins gegnir. Leiðin frá LR til Bessastaða hefur reynst breið og greið og sér maður ekkert því til fyrirstöðu áð þjóðin kjósi aftur leikhússtjóra til forseta. Það hefur reynst svo ágæta vel. Og gæti Vigdís kannski hugsað sér að taka aft- ur við sínu gamla starfi? Þab gæti orðið góður og hamingjuríkur endir á stykkinu sem Leikfélag Reykjavíkur stendur nú fyrir. OÓ Vibar. Á víbavangi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.